Tíminn - 08.12.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.12.1959, Blaðsíða 3
I* í »*N N, . þrlðjudaginn. 8. desemb«r 1939. „KOM DRAUMANÓTT" FjórSi hlutinn af íbúum hins menntaða heims getur ekki sofiö, en mannskepnan er ekki á bví að gefast upp fyrir þeim fjanda, heldur berst áfram og reynir sífellt eitthvað nýtt, í þsirri veiku von að vinna bug á þessari ó- áran. Franskir hafa nýlega myndað samtök sín á milli, sem hafa það að markmiði að auðvelda félögum ■sínum að sufna. Og .ekki skort r þátttöku. Inntökubeiðnir streyma inn 'úr öllum áttum frá vansvefta vesalingum af báðum kynjum. Sofðu unga ástin mín Hið franska „sofðu unga ástin mín“ kerfi er talið byggt á rann- soknum riusneska vís nda.manns- ins Pavols, sem hefur rann:.akað svefnleysi hunda, svo og aðferðir þeirra við að sofna. Allar líkur toenda tii þess, að hjá þeim sé nátt- úran sjálf að verki við að svæfa þá; svefnfar r þeirra eru ekki truflaðar af iðnvæðingu nútímans. Geispa 5—6 sinnum Niðurstaða Pavols var þessi: Þú skalt leggja t upp í rúm.o cg 'hafa eins dimmt í kringu-m þ'.g og þú framait getur. Út lo!:aðu g'llar Baráttan við svefnleysið hugsanir, gieði og áhy.ggjur, og slappaðu fulikomlega af svo sem einn stu.idarfjórðung. Að því loknu skaitu geispa 5—6 sinnum, teygja handleggina upp fyrir hiif- uð, og sjá: Þér sígur hinn þráði blundur á brá. Ekki sem verst Þetta getur svo sem verið gott og blessað, en það er ekki þai- með sagf, að það sé óbrigðuit né betra en þau gömlu húsráð, sem til voru fyr_r, svo sem að telja sauði sína. Aunars eru .mörg fleiri snjallræði til, t.d. að ímynda sér svo sterk- lega, að tærnar séu lausar frá fót- unum, að manni finnist að lokum að svo sé. O.g eitt er að ímynda sér hvíian, þaninn dúk, ekkert annað. Það skal vera nokkuð óbr.gðult, að um það leyti sem dúkurinn er alhvítur og flekklaus orðinn, hverfur viðkomandi inn í draumalcr.d og dvelur þar við hvers kyns lystisemdir næturlangt. Vei þér, kvöldivaffi! Sumir læknar halda þvi fram, að þeir hafi læknað rnarga svefn- ieysissjúkPr.ga með því einu að taka af þelm kvöldkaffið. Sömu- leiðis iku vera sérdeilis óhollt að snæða erfiðar máltíðir rétt undir svefninn, en hins vegar segja læknisfróðir menn, að snaps af sterku öli eða öðru áfengi, hafi ró- andi áhrif og stuðli að auknum svefni og ró. Taþpar í eyrum Ef þú, lesandi góður, þjáist af svefnieysi, skaltu reyna eittihvað af þeim ráðum, sem hér eru gefin. Þú getur líka reynt fleira, svo sem að troða í eyrun, og má nota til þess bæði bómull og paraffín, en fyrir alla muni leitaðu ekki á náðir svefnlyfja fyrr en í síð- ustu lög, því það er sannað mál, að einnar nætur eðlilegur svefn ‘hefur meiri og betri áhrif á manns- skrokkinn (og sálina) en heillar viku svefn með aðstoð svefnlyfja. SALVATORE GUILIANO Salvatore Giuliano var i skotinn til bana, þegar hann var tuttugu og átta ára gamall. Þetta skeði hinn 5. júní 1950. Hver skaut hann og hvernig þetta bar til vita fáir og þeir, ssm vita það, eru þögl- ir sem gröfin. En á Sikiley er minning hans lofsungin. Árið 1943 skaut hann lög- pegluþjcn, flúði til fjalla og var útlægur ger og rétt- dræpur. Þangað til hann var myrtur árið 1950 stóð ítölsku ríkisstjórninni stuggur af honum. Hann barðist skelegglega fyrir sjálfstæði Sikileyjar. Brezki rithöfundurinn Gavin Maxweli liefur rannsakað sögu Giulianos og skrifað bók um hann, er hann nefnir „Guð verndi mig fyrir vinum mín- um“. FjaUar bókin bæði um Guiliano og Sikiley. Eyjan var sameinuð ítalska ríkinu árið 1860, en íbúar Sikil- eyjar eru líít hrifnir af sam- bandinu. Mikii fátækt ríkir á eyjunni. Smygl Giuliar.o var 21 árs að aldri, þegar ítalskir lögregluþjónar stöðvuðu hann og vildu fá að leita í farangri hans að smygl- varningi. Auðvitað stundaði hann smygl, en það gerðu allir Sikileyingar árið 1943. Honum tókst hins vegar ekki að múta lögreglumönnunum og þess vegna sió í brýnu milli þeirra. Hinv angi og myndarlegi mað- ur „^fnaðí brátt um sig fylgis- Stigamaðurinn, sem barðist íyrir sjdlf- stæði Sikileyjar mönnum í fjöllunum. Hann lét þau boð út ganga, að hann vildi frelsa Sikiley undan harð- stjórn ítala og flokkur skiln- aðarsinna gerði hann að ofursta í „her“- sínum. Verndarar smælingjanna Guiliano og menn hans héldu uppi látlausum skæruhernaði. Þeir gerðu árásir á lögreglu- sveitir, brottnámu tigið fólk og kröfðust stórra fjárhæða í laus'nargjald og gáfu fátækum. Þeir sögðust vera verndarar allra þcirra sem væru þurf- andi og kúgaðir. G'uliano lét mikið að sér kveða í blöðun- um, menn hans hengdu áróðurs spjöld upp og hann skrifaði iðulega til ríkisstjórnarinnar í Róm og hafði í hótunum. SkrifaSi Truman Það kemur mönnum spánskt fyrir sjonir að þetta s'kyldi geta ált sér stað í Evrómi á tuttugustu öld. Salvatore Guili- ao og menn hans gerðu gys að ítölskum her og lögreglu. Markmið Giuliano var að taka völdin í sínar hendur og gera Sikilev sjálfstæða. Eitt sinn skrifaði hann Truman bréf og bauos't til að gera Sik- iley að fylki í Bandarikjurmm. Sikiley hefur lengi staðið í nánum teng.slum við Bandarík- in. Margir af hinum fátæku í- búum eyjarinnar hafa flutzf til Bandankjanna og í augum eyja skeggja eru Bandaríkin tákn velmegunar og réttlætis. Vinur vina sinna En hinn 5. júní árið 1950 var Salvatore Guiliano skotinn til bana og allar ráðagerðir hans fóru með honum í gröfina. Flest- ir eru á því máli, að Guiliano hafi verið svikinn af fylgis- mönnum sínum. Giuliano var grimmur við ó- vini sína, en vinur vina sinna. Hann leit á sjálfan sig sem sérstakan verndara btarna og ekkna. Hann trúði þvi sjálfur að hann væri til þess fæddur að gera Sikiley að siálfstæðu ríki. Hann var hugsiónamaður mikill. i Mafia að verki Ekki má gleyma leynifélags- skapnum Mafia, þegar minnzt er á G.uliano. Mafia stjórnar Sikiley, að ví:u ekki opinber- lega en félagiikapurinn heldur í taumana bak við tjöldin. Maf- ia kemur hvarvetna við sögu í heiminum. þar sem lögbrot eru framin í stórum stíl. Og vagga Mafia stóð á Sikiley. Maxwell segir, að Mafia hafi verið vinveitt Giuliano í fyrstu, en seinna klufu nokkrir ungir menn Mafia og Giuliano studdi klofningsmennina. Þetta olli þáttaskiium. Yfirvöldin hand- tóku nú íylgismenn hans og drápu tg loks kom röðin að honum sjálfum. Maxwell gefur í skyn, að Mafia hafi átt sinn þátt í dauða hans, en félags- skapurinn er voldugur á Sikil- ey. Sslvatore Giulbno, Hrói höttur tuttugustu aldarinnar. Hann barðist fyrir sjálfsfæði Sikiteyjar, rændi auðkýfinga og gaf fátækum. Hann var myrtur 5. júní 1950, og leikur grunur á að glæpafél. Mafia hafi verið þar að verki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.