Tíminn - 08.12.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1959, Blaðsíða 8
9 TÍMINN, þriðjudaginn 8. dcscmber Aldrei hefur mokkur maður ver- íð fyrir ofan mold á þessu landi, er :náð hafi huga og hjarta alira landsmanna seim Haligrímur Pét- ursson. Þeir eru ekki margir á landi hér, sem 'eigi ekki Hallgrími Péturssyni eitthvað að þakka: sá ungi heilræði og iífsspeki, sá vold- ugi og yfirlætismikli varyggðar- orð, sá vesæli og vonlausi líkn og trú. Þeir andans listamenn eru fáir er átt hafa til að bera and- ríki Hallgríms Péturssonar, er andaðist 27. október 1674 að Fer- Stiklu á Hvalfjarðarströnd. í til- efni þess að 285 ár eru liðin síðan lí’kami Hallgríms Pérussonar var lagður í íslenzka mold minnumst vér hans inú. Sérstakan dag minn- umst vér höfundar Passíusálm- anna lýðfrægu, sem lýst hafa trú- uðum mönnum frá vöggu til graf- ar. Vér höfum átt stórmennið. Hallgrímssálmar fluttu þjóðinni mál trúarinnar, ekki sízt lofsöng- urinn helgi: „Allt eins og blómstr- ið eina.“ Vitnisburður íslenzkra.r kristni fyrir frú á Jesúm Krist er í gær og í dag ’hinn sami og um aldir. Hér við gröf Hallgríms Péturs- sonar er nú staður og stund að minnast hans. Hann var kenni- maður af íslenzku bergi brotinn og starfaði hér í Saurbæ. Fyrsta útgáfa Passíusálmanna var gerð eftir handriti hans, því er hann skrifaði sjálfur með eigin hendi; ársbyrjun 1657—1658 og 1659. Það verk hefur Hallgrímur Péturs- son unnið á þessum þremur ár- um. Vér vitum einn viðburð í lífi Hallgríms, þegar hann lauk sálm- unum. Passíusálmarnir kveikja í brjóstum ljómann, sem skín í hjarta Hallgrims Péturssonar, er hann sjálfur messaði og söng. Hann orti þá sálma sem aldrei munu deyja meðan kristni er í landi, þar sem islenzk tunga er töluð. Það er mál, komið frá hjart- anu og talar til hjartans, guðs orð til yðar talað í dýrðlegum sálm- um: „Þá þú gengur í guðshús inn“. Hann var sjálfur hinn hreini trúarleiðtogi af guðs náð. Hér í Saurbær er gröf Hallgríms Péturs- sonar. Hér heima í Saurbæ sjáum vér sólina skína gegnum göng dauðans, og vér eigum að líkja eftir trú hans til drottins, hann horfði á Jesúm Krist sjálfan, horfði á hann þótt líkamlegu aug- un væru blind orðin, þar er lind, sem svalar, læknar sárin, það er krossmarkið yfir aitari. Þið, sem þurfið læknis við, komið allir inn í guðshúsð Hallgrímskirkju í Saur- 'bæ, unglingurinn og gamalmenn- ið. Guð gefi bjartari trú, sem vér byggjum á líf vort, inn í hug og hjörtu landsins barna. Komum nú saman, ótal synir og dætur þessa 'lands,. sem blessað höfurn nafn hans, lesið og sungið sálma Hall- gríms Péturssonar, sem var söngv- ari a£ guðs náð, og blessum hans tninningu. Legstaðurjnn, gröfin, skýlir beinum Hall.gríms Péturs- sonar hér rétt hjá kirkjudyrum. Hér hefur hann ort Passíusáim- ana, hér voru bein hans lögð til hvíldar, hér er risin helguð minn- ing, hér er heilög jörð. Komið til guðsþjónustu hingað að Saurbæ. Það er von mín og ósk til allra íslendinga að Hallgrímsminning gleymist ekki. Hér í Saurbæ átti Hallgrímur Pétursson heima, hið snafnffæga sálmaskáld vort. „Upp upp iriín sál og allt mitt geð“; sá maður sem svona vel kveðið hefur, sótt til guðs sjálfs anátt spámannsins, trúarskáldið eizitlitiiittuiltiisilliiiliuiuiiziliiiiiv. Herðubreiö austur um land til Þórshafnar hinn 12. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag til Hornafjarðar, Djúpavogs; Breið- dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Borgar- fjarðar, Vopnafjaðar, Bakkafjarðar ‘og Þórshafnar. Farseðlar seldir á föstudag. ; Ath. Þetta er síðasta ferð skips- tns fyrir jól. umii:»HB«n»»»ii» i»h; m nniuu Bjarni M. Brekkmann: Guðs orð í dýrlegum sálmum*4 Hallgrímur, hefur vísað okkur veg- inn heim. Við bárum hamingju til að reisa Hallgrímskirkju í Saurbæ hér á Hvalfjarðarströnd. Kirkjan er falleg, en enn þarfnast hún gjafafjár og áheita, miklis styrks til minningar um Hallgrím sáluga Pétursson, sálmaskáldið. Hug- my.ndin um veglega Hallgríms- ’kirkju hér í Saurbæ var ánægju- leg og vil ég að síðustu þakka; minnast á tvö hundruð áttatíu og fimmára dánarminningu Hallgríms sál. Péturssonar. Hann vísar oss í guðs dýrð, orti oss til uppbyg.ging- ar. Til þess að minnast frelsarans Jesú Krists byrjaði hann að yrkja Passíusálmana, hina meistaralegu píningarsálma Jesú Krists. Hin lærðustu skýringarrit, hið upp- byggilega Eintal sálarinnar; þetta undirbúningsstarf tók langan tíma. En í árslok 1659 hefur hann lok- ið þes’su verki, hann skrifaði sjálf- ur handrit sitt, Passíusálmaverkið, bina dýrustu sálma. Nú stóð þetta fyrir hugskotssjónum bans, Hall- grímur hóf þetta verk, ef til vill ímyndunaraflið, þegar það rann upp fyrir honum að hann var orð- inn holdsveikur. Veikin kom 1664. Hann er fæddur í Gröf á Höfða- strönd eða á Hólum í Hjaltadal árið 1614. Foreldrar hans bjuggu í Gröf, Pétur Guðmundsson faðir Hall'gríms og Guðbrandur biskup voru bræðrasynir. Tók því Guð- brandur Þorláksson biskup Hall- grím að sér. Það er talið víst að Hallgrimur Pétursson væri í æsku á Hólum, á síðustu árum Guð- brands biskups Þorlákssonar 1624 —1627 o.g jafnvel komizt þar í skóla, en fór til útlanda frá Hól- um til iMaríuskólans i Kaupmanna- höfn. Haílgrimur Pétursson kom ■aftur til íslands 1637. Vígður prestur af Brynjólfi Sveinssyni biskupi 'til Ifvalsness, og var þar Bjarni Brekkmann fram til 1651, þá tók hann við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og var þar prestur síðan. Hallgrímur giftis't ekkju frá Vestmannaeyjum, kominni úr her- leið’ngu frá Alsír, Guðríði Sím- onardóttur, hún hefur verið mikil- hæf kona. Iíún var 16 árum eldri en Hallgrímur, fædd 1597, dáin 1682, í Saurbæ, hún varð 84 ára görnul og var jörðuð við hlið reyndist Ilallgrími sem bezti faðir, manns síns. Brynjolfur biskup útvegaði honum húsnæði í Njarð- vík, þar heitir Bolafótur, suður með sjó. Guðríður kona Halgríms var sögð fríð og sköruleg. Hall- grímur hefði varla lagt jafnmikið í sölurnar fyrir ha.na og hann gerði ef ekki hefði verið fyrir einhverju að gangast. Börn Hallgríms og Guðríðar voru þessi þrjú: Stein- unn, er þau misstu þriggja ára gamla, og tregaði Hallgrímur hana' mjög, því hún var 'talin fluggáfuð. Eyjólfur, er seinna varð bóndi á Ferstiklu, dáinn 1679 41 árs gam- all. Guðmundur, er dó ungur. Talið er að þau ættu fleiri börn, er dóu í æ s'ku. Árið 1650 fór Ólafur Böðvars- son prestur frá Saurbæ, og sótti þá Hallgrímur um brauðið, og var honum veitt prestakallið, veiting- arbréfið útgefið 8. april 1651. Skil- aði hann þá af sér Hvalsneskirkju, þar er allt í bezta lagi hjá honumj «,ð því er talið er, skv. vísitasíubók- um biskups 16. ágúst 1652. Eftir að Hallgrímur flutti að Saurbæ vegnaði honum prýðisvel. Var hann elskaður og hafður í virð- in-gu af sóknarmönnum og starfs- bræðrum. Árið 1654, 4. október, missti Hallgrímur ástvin sinn og velgerðamann, Árna Gislason á Ytra-Hólmi, og reisti hann honum hinn ifegursta minnisverða með hinum ágætu erfiljóðum. er hann orti. Árið 1662 varð Hallgrímur fyrir þeim skaða að allur staðurinn í FIDELA vinnur a um allan heirn FIDEIA FIDELA-GARNIÐ er framleitt úr beztu tegund ullar og eina utlenda garnið á markaðinum, sem hægt er að prjóna ár á vél. Fidela-Garnið er þekkt um land allt og fæst í öllum betri verzu’.: um og kaupfélögum Saurbæ brann til kaldra. kola, og várð engu bjargað. Menn komustí samt allir lífs af þegar brann. Hvað sem nú þessum frásögum um Hallgrim líður, er það öllum andlega holl uppbygging að kynna sér ævisögu mesta trúarskálds ís- lenzku þjóðarinnar, andlega mikil- mennisins. í Saurbæ; sálarlíf hans og kveðskap. — Þegar hann hafði lokið við Passíusálm-a 'sína, skrifaði hann af þeim þrjú eða fjögur eintök og sendi eitt eintakið til Helgu Árnadóttur, konu Þórðar í Hítardal, annað tií Ragnheiðar Árnadóttur í Kallaðar- nesi, og þriðja eintakið til Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti. Og hann sendi til Kristínar konu Sigurðar E'.narssonar sýslumanns. Hallgrímur Pétursson hefur gert sér miklar vonir um ritlaun fyrir handrit þessi, en líklega hefur hann ekki auðgazt mjög á sálmurn sínum. Ilann sendi þá aðstand- endum. Fyrsta útgáfan kom á prent á Hólum 1666. Mælt er að Hólaprentararnir hafi sett lás á handritið. Árið 1666 kom út fyrsta prentun Passíusálmanna eins og þegar er getið, en alls hafa þéir verið prentaðir 60 sinnum á ís- Iandi frá 1666 til 1956. Árið 1664 fór Hallgrímur að kenna 'Sjúkdóms og varð hann að taka sér aðstoðarprest, Torfa Jóns- • sor. frá Reykjarholti, en naul að- stoðar hans skamma stund, því Torfi andaðist 1668, og fékk hann þá Ilannes Björnsson, sem áður hafði verið prestur í Ferjubakka- þingum. Árið 1669 sleppti Hall- grímur brauðinu við Hannes og flutti sig að Kalastöðum, en þaðan fór hann eftir 2 ár- að Ferstiklu og var þar til dauðadags- Öl'lum þeim, er skrifað hafa um ævi Hallgríms Péturssonar, ber saman um það að hann hafi borið sjúkdóm sinn með þolinmæði og sálarþreki. Hann sagði af sér prestskap, svo þjáðu hann þrautir og harmar. Hann ó.-kaði hvíldar. Loks skal ég enda-. þessi orð mín þannig: ís'lenzkt sálmaskáld, hjarta guðs eins og Hallgrímur Pétursson, hann er e:nn -allra ís- lenzkra skálda kjörinn af guði sjálfum til að yrkja hina fegurstu grafskrift um guðs son Jesúm Krist, sem dó á Golgata til þess að allir vér skyldum frelsast og' öðl- ast sáluhjálp. Aldrei hefur kveikt verið bjartara liós á altari drottins himnesku föðurhúsa, íslenzku kirkjunnar. Megi verk Hallgríms lýsa sem leiftrandi stjörnur og ljómi yfir þessu landi. Biskupinn í Görðum (Framhald ar 6. iiðui var á baugi á árunum 1810—1843, en þá voru mi.klir umrótatímar í íslenzku þjóðlíf; og menningarlífi eins og kunnugt er. Þetta er önnur bókin í bóka- flokki Bókfellsútgáfunnar, ,,ís- lenzk sendibréf“. Sú fyrsta var Skrifarinn á Stapa, sem hlaut mikl- ar vinsældir þegar hún kom út á ■síðasta ári. Margir kunna að halda að sendi bréf sé ekki aðgengileg lasning, ■en það er síður en svo, þegar þeir lialda á nenna, sem kunna að segja frá. cg það er ekki ofsagt um Árna Helgs -011, prófastinn i . Görðum. Bi'éf hr-13 eru lifandi samtíðarsaga, skyr cg skemmtileg, stundum dá- lítið- úf'n en einlæg og afdrátta- luu-.. e' i.s •cg maðurinn sjálfur var- Gömul í lenzk bréf merkis- 'inanna eru að mörgu leyti ívafið í hinni miklu og merku sagnfræði okkar íslendinga, sem við að von- um erum stoltir af. Bréf þessi eru geymd á söfnum og eru ekki að- ■gengileg fyrir aðra en fræðimenn. og þá, er sérstakan áhuga hafa fyrir siíku efni. Eu með útgáfu bóka eins og Skrifar'nn á Stapa og nú Biskupsins í Görðum, hefur Bókfeilsútgáfan unnið þarft verk til þess að kynna lestrarfúsum í-s- lendúgum fjársjóði þess fróð- leiks, er geymist í gömluim sendi- Heildsölubirgðir: Jónas Ólafsson, Vonarstræti 8 Símar: 17294, 13585 Frameiðendr: CENTROTEX Dept. 6707. Praha Umboðsmaður: Jón Heiðberg, Laufásvegi 2A RvU AUGLÍSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.