Tíminn - 08.12.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.12.1959, Blaðsíða 6
T í M I N N, þriðjudaginn 8. deseniber 1959. Ufgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Hitstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Augi'ýsingasimi 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 Hvaðan kennir þef þennan? ÞÁ hefur nú ríkisstjórn in blessuð fengið sitt fram. Alþingi það, sem liún kall- aði saman fyrir íaum dög- tm, að því er helzt virðist, til þess að tilkynna því nöfn og tölu ráðherranna, er nú horfið heim á leið. Mun stjórninni þó sízt þykja, sem hún hafi' komiö vilja sínum fram vonum fyrr. Hugmynd hennar var sú i upphafi, að reka þingið af höndum sér þegar hinn 30. nóv., eftir að það hafði setið í heila viku. Og til þess að framkvæma hinar nýstárlegu hugmynd- ir um iýðræðislega stjórn- háttu, sem þessi „þingræðis stjórn" virðist haldin af, voru ýmsir óvenjulegir til- burðir hafðir í frammi. Mál- frelsi þingmanna var tak- markað svo sem framast mátti verða og mun þó ekki hafa tekist eins vel og vonir hinna vísu landsdrottna stóðu til. ÁSTÆÐAN ti'l þess, að „lýðræðis“-draumar ríkis- stjórnarinnar rættust ekki fyililega að þessu leyti lá í því, að þingmenn stjórnar- andstöðunnar voru ekki reiðubúnir til að láta svifta si'g þeim réttindum, sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð. Þsir deildu fast á hinar ofbeldiskenndu aö- farir hennar, iétu dynja á henni spurningarnar, en það reyndist vera að fara í geitarhús að leita ullar, að ætla að ræða við rikis- stjórnina. Hún reyndi ekki að bera af sér sakir og svar- aði helzt engri spurningu. — Stjórnarherrarnir sáust sjald an í þingsölum nema við at kvæðagreiðslur og voru þá helzt undirleitir, utan þá helzt Ingólfur, Sem tók það þrisvar fram, að hann mynd fara að lögum (þ.e. bráða- birgðalögum), en þingmenn stjórnarflokkanna sátu gneypir og undrandi, því þeir botnuðu ekki sem bezt í þessum stjórnarháttum yf- irboðara sinna. ÞÓTT stjórni'n segði fátt, komst hún að sjálfsögðu ekki með öllu hjá, að bera fram afsakanir fyrir hin- um einstæðu áformum sín- um. Voru þær afsakanir tvennar. í fyrsta lagi vildi hún senda þingið heim ti'l þess að spara fé ríkissjóðs. Sá sparnaður myndi slaga hátt upp í miUjón. í öðru lagi var ómögulegt fyrir ríkisstjórnina að vinna nokk urt nýtilegt handtak ef að þi'ngið sat að störfum. — Stjórnin hafði þá ekki „starfsfrið", eins og dóms- málaxáð'herra orðaði það. Báðar eru þessar afsakanir haldlausar með öllu og hin síöari þar að auki þess eðlis, að vafasamt er að þvíliks hugsunarháttar, sem þar kemur fram, hafi áður gætt á Alþingi íslendinga. Sýnt hefur verið fram á með rök um, sem stjórnarliðið hef- ur ekki reynt að hnekkja, að efasamt er með öllu, að nokkur sparnaður verði af þingfrestuninni', gæti jafn- vel orðið hið gagnstæða, og ef von á aö vera um nokk- urn sparnaö, hlýtur hann að liggja í því, að starfsliði þingsins sé sagt upp. Sú ráð stöfun væri hins vegar hæp in, svo ekki' sé meira sagt, enda hefur til skamms tima a.m.k., ekkert legið fyrir um frámkvæmd hennar, að því er forseti sameinaðs þings upplýsti nýiega. Og hvað er þá orðið um sparnaðinn? ÞÁ ER það „starfsfrið- uri'nn“, sem dómsmálaráð- herrann vantar. Hvaðan skyldi sú kenning vera upp- fundin, að ríkisstjórn geti ekki fengið „starfsfrið" ef þing er að störfum? Hvers konar friður er það, sem stjórnin óskar eftir? Er það ekki skylda hverrar þing- ræðisstjórnar, að starfa að lausn vandamálanna í sam ráði við þingið en ekki á bak við það? Til hvers heid- ur ríki'sstjórnin að þjóðin sé að hafa fyrir því að kjósa alþingismenn? Segjum sem svo, að stjórnin telji sig ekk ért hafa við þingmenn and- stöðuflokka sinna að tala. En hvað um hennar eigin fylgismenn á þingi? Varðar hana heldur ekkert um þeirra skoðanir? Telur hún bara sjálfsagt að þeir sam- þykki orða- og a thugunar- laust allt, sem hún leggur fyrir þá, þegar henni kann að þóknast að kalla saman þing á ný? Það er svo sem sjónarmið út af fyrir sig, en hi'ns vegar sjónarmið, sem hefur verið íslendingum framandi til þessa. Enginn neitar því, að mikl ir fjárhagslegir erfiðleikar steðji að þjóðinni. Einmitt þess vegna er meiri þörf á samstöðu ríkisstjórnar, þings og þjóðar en oft áður. Það virðist stjórni'n því miður ekki skilja. Því leggur hún á það heimskulegt ofurkapp. að reka þingið heim þó að yfirdrifin störf liggi fyrir því til úrlausnar, neitar að gefa þvi nokkrar upplýs- ingar um ástand hinna mikilverðustu mála og beit ir þi'ngmenn ofbeldi og yfir troðslum, sem óþekkt er í þingsögunni. Ekkert var auð veldara en að ná samkomu- lagi við stjórnarandstöðuna um eðlilega þingfrestun. En það var ekki reynt, heldur beitt þeim aðförum, sem kunnar eru. Og það verður ekki henni að þakka, ef hroki' hennar og ofbeldis- hneigð leiðir ekki til þess, sem hún hefur stofnað til. Ekki skal því trúað að óreyndu, að allir Alþýðufl,- menn séu ánægðir með þessi vinnubrögð. Þau eru hins vegar í góðu samræmi við þá lærdóma, sem ýmsir núver- andi forystumenn íhaldsins námu á pólitískum uppeidis heimilum 3. ríkisins. ,Ljóð hans vitna um Eins og flestum mun orðið kunnugt hlaut ítalska skáldið Salvatore Quasimodo bók- menntaverðlaun Nóbels í ár. Quasimodo mun lítt kunnur þorra íslenzkra lesenda. Það er raunar ekkert einsdæmi um hann, því forráðamenn menningarmála hér á landi virðast telja okkur flesta hluti nauðsynlegri en þá, að kynn- ast erlendum bókmennta- mönnum og þeim straumum og stefnum. sem þeir valda. Eftir Quasimodo hafa birzt í ís- lenzkri þýðingu nokkur ljóð í tíma- ritinu Birtingi og í bókinni Erlend nútímaljóð, sem kom út hjá Heims kringlu á síðast liðnu ári. Öll í þýðingu Jóhannes Hjálmarssonar. Af því tilefni hef ég snúið mér tii Jóhanns og spjallað við hann eina kvöldstund um Nóbelsskáldið og fleira í sambandi við það. — Hvernig lízt þér á Nóbels- verðlaunaveitingu ársins? — Hún er mikið gleðiefni öll- um unnendum nútímaljóðlistar og kcm dálítið á óvart. Menn höfðu ekki búizt við slíkri viðsýni af sæn-ku akademíunni, henni hefur verið einkar lagið að ganga fram i hjá mestu skáldum samtímans. ! Quasianodo var reyndar kunnur á Norðurlöndum af þýðingum And- ers Österling, ritai'a sænsku aka- demíunnar, sem birtust 1952, og i 1957 bir-tust þýðingar á ljóðum e-ftir Quasimodo í bók, gerðar af Arne Lundgren. Þær- þýðingar þykja mjög góðar og vakti bókin mikla athygli um Norðurlönd. Ég var staddur í Stokkhólmi um vor- ið þegar bókin kom út og hreifsl með af skáldinu. Hóf ég þá þegar þýðingar á ljóðum eftir hann. ! — Þig hefur ekki grunað þá að liann rnyndi fá Nóbelsverðlaun? j — Mér fannst hann sannarlega ‘ eiga þau skilið, en eins og fyrr er sagt, bjóst ég ekki við bví. Þrátt fyrir baráttu ýmissa góðra manna fyrir því að Pablo Neruda, skáldið . frá Ch'Ie, fái verðlaunin, hefur þó verið gengið fram hjá honum til þessa. Fáum blandast hugur um, að hann er eilt fremsta skáld nú- timans. Quásimodo er reyndar mjög róttækur, en það kemur ekki e'ns rnikið fram í Ijóðum hans og hjá Neruda. Neruda er opinskár, hann ræðir hiklaust pólitisk hila- mál samtímans, tekur ákveðna aí- stöðu, ljóð hans eru sambland af áróðri og háfleygum skáldskap. Quasimodo er reyndar alltaf að gefa yfirlýsingar í blöðum. Hann fer ekki dult með álit sitt á Rúss- um, en Ijóð hans eru ekki pólitískt . innlegg, nema að því leyti, sem þau eru baráttuljóð fyrir grund- vallaratriðum þess að líf þrífist á jörðinni: mannúð og friði. Ljóð hans eru harmljóð, þau vitna um j hörmungar þjóðanna, sem leiddar i voru út i stríð og uppskáru rúst'r i hugar og veruleika. Hann talar j um hið sundurkramda hjarta lands * síns. Reiði hans er vandlætingar- full, en verður aldrei yfirsterkari sorginni vegna þess sem gerzt hefur. — Hvað um önnur skáld? — Því ber efcki að neila, að mörg önnur ljóðskáld hefðu komið til greiiia (aðrar bókmenntagrein- ar rnun ég ekki ræða)„ ég nefndi Neruda áðan, Spænska skáldið Rafael Alberti er líklegur, en landi hans Juan Ramón Jiménez fékk þau nýlega, þanníg að ekki má búast við að spænsku ljóðskáldi verði veitt þau á næstunni. í Frafck landi eru tveir merkir höfundar, sem sérstaklega ættu verðlaunin sk-lið. Tristan Tzara, upphafsmað ur dadaismans og André Breton, íeiðtogi súrrealista. Saint John Perse hefur verið nefndur í Sví- þjóð. Hann er boðberi nýrrar og sérstæðrar Ijóðlistar og má kannske segja, að hann sé arftaki R'mbauds í voldugum prósaljóð- um sínum. Hann fer viða um, mælskur, fullur af skáldlegum sýn- um, sem freyða e'ns og vín af bik- ar hans. Þetta er mjög merkt skáld og sennil'agt að hann fái Nóbels- verðlaun síðar meir. Sænska sfcáld ið Erik Lindegren -hefur L-' ~ Salvatore Quasimodo: II A R M L J Ó Ð Þú boðberi næturinnar með kulda í hjarta þú sem stefnir til stindur- skotinna húsa •að lýsa grafir hinna óþekktu það sem skilin var eftir rjúkandi rúst. Hér dó von okkar Og síðan muntu halda ós:grandi í norður þar sem allt flýr á vit dauðans. Jóhann Hjálmarsson ís!.. Nóbelskáldið í ból<£--r/ii sinu. þessa höfundar af mikilli snillc' Bandaríska skáldið Ezra Pound eri menn sífellt að nefna, en fasistísk ar skoðanir hans spilla fyrir hon um sem skáldi. Menn eru of hrædc ir við almenningsálitið til að hossa honum. Tyrkinn Nazim Hikmet fær þau sennilega ekki af sömu ástæðu og N-eruda. í ríkjum Suður Ameríku blómstrar nú óvenjulega mikil ljóðmenning, en of langt yrði upp að telja alla þá ágætu menn, sem þar koma til greina. Afrískir höfundar hafa mjög kom- izt í tízku á síðari áruim. Við @et- um nefnt Léopold Sédar Senghor frá Senegal, hann skrifar á frönsku. Halldóra B. Björnsson hefur íslenzkað ljóð eftir þetta skáld. Mér þælti ekkj ótrúlegt -að sænska akademían sé að undirbúa verðlaunaveitingu til einhvers nor ræns skálds og kemur Gunnar Ekelöf þar helzt til greina. Hróð- ur hans fer stöðugt vaxandi. (Þess má geta, að J. Hj. hefur þýtt eftir hann nokkur ljóð. J.f.P.). — En íslenzk skáld? — Jóhannes úr Kötlum ætti þau ennilega helzt skilið, Stainn er iauður. En líklega vantar þessi skáld þó bæði herzlumuninn. Af ungum mönnum virðist mér marg ir konia til greina sem Nóbelsverð launakandidatar í framtíðinni. Veitingin til Halldórs Laxness virð ist aðallega haf verið gerð til þess að heiðra fornbókmenntir olckar, eins og kc'in fram í ræðu hans á Nóbelshátíðinni. Sikiley er merki- leg ey. Þar skrifaði Laxness at-' hyglisverðustu bók sína Vefarann. mi'kla frá Kasmír, kennslubók handa ráðvilltum un.gUng'um á um brotasömuni tímum. Þar hafa glæpamenn löngum verið viðloð- andi og þaðan koma líka tvö Nó- belsskáld ítala; Quasimodo og Pirandello. Af þessu má sjá, að eylönd geta verið merkileg, þrátt fyrir eyjamennsku, sem við íslend ingar ættum að ki’'" st vel við. Jc_. i’iá Pálmholti. Nýkomið er á bókair.'arkaðinn bréfasafn prófastsins í Görðum, sem Finnur Sigmundsson lands- bókavörður hefur búið til prent- unar, en útgefandi er Bókfellsút- gáfan. Prófasturinn í Görðum var Árni Helgason, sem var biskup að nafn- bót og einn af kunnustu mönnum sinnar samtiðar, stórbrotinn per- sónuleiki, gáfaður. orðheppinn með afbri’gðum og fastheldinn á fornar venjur. Bók þessi ber þess vitni, að ekki hefur hann verið bréflatur, og kennir í þessum fjöLmörgu bréfum margra skemmtilegra grasa, en þau eru skrifuð til æskuvinar hans og skólabróður Bjarna amtmanns Þorsteinssonar. Bréfin taka yfir meira en 40 ára skeið og ber þar margt á góma af því, sem efst (Framhald s b. »i0u. Árni Helgason stiftprófastur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.