Tíminn - 17.12.1959, Blaðsíða 6
SSftfc.
T í M I X N, fimmtiidagiim 17. desember 1959.
Útgífandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948
Þorsteinn M. Jónsson, fyrrv. skólastjóri:
Ofbeldið á undanhaldi
ÞÆR samnmgaviðræG-
ur, sem fram hafa farið að
undanförnu um búvöruverð-
ið, milli framleiöenda og
neytenda hafa nú borið þann
árangur, að fullt samkomu-
lag hefur náðst. Mátti það
raunar ekki seinna vera, því
að bráðabirgðalög fyrrv. rík
isstjórnar frá 18. september
s.l. féllu úr gildi í fyrradag.
Mundi þá ríkisstjórnin efa-
laust hafa gefið út ný bráða
toirgðalög og allar líkur
toenda til þess að þau hefðu
verið þannig úr garði gerð,
að bændur hefðu einskis
góðs mátt af þeim vænta.
Nú hefur því slysi verið af-
stýrt og er gott til þess að
vita.
í ÖLLUM megi'n atriðum
er þetta nýja samkomulag
toyggt á sama grundvelli og
þeim, sem í giidi var áður en
toráðabirgðalagasetning fyrr
verandi ríkisstjórnar fór
fram. Það sem einkum hefur
tekið breyiingum er, að sex
manna nefndin hefur nú til
meðferðar að ákveða þjón-
ustugjald fyri'r vinnslu bú-
varanna og dreifingu, en það
var áður í höndum fram-
Jeiðsluráðs. Þessi kostnaðar
liður er að verulegu leyti
kaup þess fólks, sem að þess-
um störfum vinnur og að
sjálfsögðu er það ekkert
áhugamál bænda, að hann
sé hærri en þörf er á. Felld
er og niður heimild fram-
leiðsluráðs til að leggja á
verðjöfnunargjald til þess að
bæta upp verð á útfluttum
landbúnaðarafurðum en í
þess stað tekur ríkið að sér
•að tryggja bændum fullar
uppbætur á þær afurðir
þeirra, sem út eru fluttar. Er
með þessari ákvörðun rutt
úr vegi þröskuldi, sem reynst
hefur nokkur viðsjálsgripur
fyrir samkomuiag í sex
manna nefndinni auk þess
sem í henni felst viðurkenn-
ing á því, að bændum beri
fullt verð fyrir útfluttar af-
urðir eins og íramleiðendum
sjávarafurða. Loks er bænd-
um tryggt að bætt sé það
tjón, sem bráðabirgðalögin
hafa baka'ð þeim.
ÞEGAR á allt er litið
mega bændur vel una pvi
samkomulagi, sem hér hefur
náðst. Fyrrverandi ríkis-
stjórn sýndi bændum glóru-
lausa óbi'lgirni með því að
ræna þá samningsrétti um
verðlag á framleiðsluvörum
þeirra. Sj álf stæðisflokkur-
inn gat stöðvað það tilræði
en gerði það ekki. Hann hef
ur í hvorugan fótinn getað
stigið í þessu dei'lumáli.
Hann kom í veg fyrir að
bráðabirgðalögin illræmdu
yrðu lögð fyrir Alþingi, eins
og gera bar samkvæmt öllum
eðlilegum þingræðisreglum,
af því að hann þorði ekki að
taka afstöðu til þeirra.
„Allra stétta flokkurinn"
þarf alitaf að vera að passa
sig með að styggja engan.
Þess vegna hendir það svo
oft, að brauðfæturnir böggl
ast undir þessu flykki þegar
taka þarf ákvarðanir.
Alþýðuflokkurinn fóðráði
o.fbeldi sitt gegn bændum
með því, að ef þeir fengju
réttan sinn hlut myndi verk
fallsalda ríða yfir. í þeirri
staðhæfingu fólst fyllsta
vantraust á réttlætiskennd
verkalýðssamtakanna. Bænd
ur hafa nú fengið leiðrétt-
ingu sinna mála. Engar líkur
eru til að það orsaki' verk-
föll. Ef þau verða samt sem
áður á næstu Vikum eða
mánuðum, mun það stafa af
allt öðrum ástæðum en
þeim, að ríkisvald’nu hald
ist ekki uppi að brjóta rétt
á einni stétt. Verkamönnum
er áreiðanlega ljóst, að ef
ríkisvaldi'nu liðst að beita
einn þvingunarráðstöfunum,
þá er öðrum hætt.
FYRIR bændur almennt
er það einkum tvennt, sem
vert er að veita athyggli, í
sambandi við þá glímu, sem
nú hefur verið háð, um rétt-
indi þeirra í þjóðfélagi'nu:
í fyrsta lagi eiga þeir sig-
ur sinn að þakka órofa sam-
stöðu í Stéttasambandi sínu.
í öðru lagi kemur ti'l linnu
laus barátta Framsóknar-
flokksins fyrir rétti bænda-
stéttarinnar, bæði utan
þings og innan, fyrr og síð-
ar. Án þessa tvenns hefði
útkoman orðið önnur nú en
raun gefur vitni.
„Höfundurinn á þjóðar-
þökk fyrir þessa bék“
Meinloka
Þjóðvi'ljinn er óánægður
með vissa þætti í hinni á-
gætu ræðu, sem Tíminn
birti nýlega, eftir Garðar
Halldórsson, alþingismann.
Telur hann Garðar hafa
gleymt því, að fordæmi fyrir
bráðabirgðalögum fyrrver-
andi' ríkisstjórnar hafi verið
gefið þegar i byrjun þessa
árs, þegar kaupgjald var
•lækkað með lögum „um
13,4%.
Hér er dálítið ógætilega
farið með staðreyndir. Að
vísu má segja að fordæmi
hafi að þvi leyti verið gefið
þá, að stjórnarflokkarnir
settu bændur á annan bekk
og -óæðri en aðrir stéttir,
þótt á því fengizt nokkur
leiðrétting fyrir atbeina
Framsóknarmanna. En stj,-
flokkarnir vörðu afbrot sitt
með því, að bændur fengju
fulla leiðréttingu sinna mála
i haust. í stað þess að standa
við það heit gaf rikisstjórn-
in, á ábyrgð Sjálfstæðisfl.,
út bráðabirgðalög og sveik
þar með ekki einasta sín
fyrri loforð, heldur svifti og
bændur samningsrétti um
þeirra eigin kjaramál.
Garðar hafði því engu
gleymt en hins vegar er Þjóð
vi'ljinn haldinn einhvers kon
ar meinloku í sambandi við
þetta mál, svo einfalt sem
það þó er.
Ólaíur Briem: Útilegumenn
og auðar tóttir. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs. Reykjavík
1959. Gísli Gestsson skrif-
aði kaflana um Hallmundar-
helli og Tóttir á Snjóöldu-
fjallgarði og annaðist val
myndanna. |
Bók þessi skiptist í 22 kafla.
Verður nú minnt iítilsháttar á
hvern þessara kafla fyrir sig:
j Sakamenn leggjast út Hér tal-
ar höfundurinn um skóggang,
þyngslu refsmgu, sem til var, sam-
kvæmt löigum hins forna þjóð-
veldis. i
! Frásagnir fslendingasagna um
útilegumenn. Er Grettir frægasti
skógarmaðui, s'em gerðist útilegu-
maður.
I Stuttur útilegumannaannáll.
Nær annáll bessi frá 1153 til 1848.
Er hér um sakamenn að ræða,
sem styttri eða skemmri tíma
reyndu að leynast, til þess að
ílýja undan refsingu.
• Fjalla-Eyvindur og Halla. Fjalla-
Eyvindur Jónsson er l'rægastur
útilegumaður síðari alda. Um
hann segir þöfundur bókar þess-
arar: „Fjalla-Eyvindur skar sig úr
öllum útilegumönnum frá síðari
öldum. Hann er sá eini, sem vitað
cr um, að hafi gert miðhálendið
að heimkynhi sínu árum saman
og boðið hriðarveðrum vetrarins'
birginn upn við hájökla vetur eft-
ir vetur . . hann hefur kunnað
vel að búa sig undir veturinn, og
stundum heí'ur hann að minnsta
kosti haft fé og hesta hiá sér .
Ekki þarf að efa, að Eyvindur
hefur verið frábærum hæfileik-
um gæddur, bæði að atgerfi og
utsjónarsémi.“ Sagt er að Eyvind-
ur og Halla hafi búið óáreitt síð-
ivstu ár sín að Hrafnsfjarðareyri,
en er þau scttus't þar að voru lið-
in nær 30 ár frá þeim tíma er
fyrst var lýst eftir Eyvindi á Al-
þingi.
Arnes Pálsson. Hann var sam-
tíðamaður Fjalla-Eyvindar en þó
eitthvað yng'-i. En strauk oftar en
einu sinni úr varðhaldi. Eftir 26
ára veru í hegningarhúsinu í
Reykjavík var hann náðaður.
| Surtshellir.> Höfundur færir rök
að því að í afhellum Surtshellis
bafi sakamenn leynzt. — Fornar
sagnir eru í Landnámu o. fl. sög-
um, er segja frá útilegumönnum
í Surtshelli.
I Hallmundi’rhellir. Er álitið að
hellir þessi beri nafn Hallmundar
þess, sem Grettissaga segir frá.
Þar má enn finna merki þess', að
þar hefur maður hafzt við.
I Reykjavatr.. Vatn þetta er stórt
I veiðivatn við norðurjaðar Hall-
mundarhrauns, 0;g seg-ir höfundur
í.ð skammt suður af því hafi verið
tvö útilegumannabæli, sem lengi
hafi verið kunn; Franzhellir og
Eyvindarhola. Franzhellir dregur
rafn af sakamanni, sem Jón hét
og var kallaður Franz. Strauk
hann úr varðhaldi 16. iúlí 1814,
en var fundinn og tekinn fastur
í hellinum 29 nóv. sama ár. Álilið
er að Fjalla-Eyvinclur hafi um
tíma hafzt við í Franzhelli og
Eyvindarholu. því að svo haglegar
hleðslur s'éu í hellinum, og Eyvind
arholu, að lÍKlegt sé, að Eyvindur
hafi gert þær.
Þjófahellir í Eldborgarhrauni.
„Tveir vinnumenn frá næstu bæj-
nm við Eldborgarhraun, annar frá
Snorrastöðuro, en hinn frá Görð
rm áttu að fara til sjóróðra. En
í stað þess að fara til sjávar
lcgðust þeir í Þjófahelli". Mann-
virki eru sýr.ileg enn í helli þess-
um.
Útilegumannakofar á Ströndum
og í Jökulfjörðum. Sakamenn leit-
uðu oft til afskekktra staða, svo
sem Jökulfjarða og Hornstranda.
Getur höfundur staða, þar sem
sakamenn hafa hafzt við. Og
kemur Fjalla-Eyvindur þar við
sögu sem víðar.
Hveravellir og Þjófadalir. Þar
má enn sjá merki eftir Fjalla-
Eyvind.
Eyvindarkofi í Herðublreiðar j
lindum. Þar hreiðraði Fjalla-
Eyvindur um sig um skeið, en
bjó haganlega um vatnsból, svo j
r. ð hann gac náð í drykkjarvatn'
hvenær sem hann vildi, fas't við
fiet sitt.
Hvannalindir. Þar má enn sjá j
bæjarrústir Fyvindar, og þar hafði
hann fjárrétt og fjárhúskofa, enda '
var þar mikið graslendi, en mjög
afskekkt. Hcf. telur að vísu ekki
fullar sannanir fyrir því, að Ey-
vindur hafi leist mannvirkin sem
þarna finnast en flest bendi til
þes's að þau séu hans verk.
Eyvindarver og Innra-Hreysi eru
kvort tveggja upp af Holtamanna-
afréttum á Sprengisandi. Á báð-
i'.m þessum stöðum höfðust þau
við um skei'ð Evvindur og Haila.
Er sagt frá því er þau gáfu s:g
a vald Emari Brynjúlfssyni á
Stóra-Núpi við Innra-Hreysi í ág-
úst 1772, s'amkvæmt dagbókar-
skýrslu Einars, sem enn er til.
1- Iafa þau Evvindur lifað þar af
ciálitlum búskap, fuglatekju og
sauðfé. sem þau stálu á afréttun-
um. Ennþá siást kofarústir þeirra
á þess'um stöðum.
Tóttir í Snjóöldufjallgarði. Er
þetta lengsti þáttur bókarinnar. |
Lýsir Gísli Gestsson, höfundur
greinarinnar, tveimur s-ambyssð- j
um kofatóttum, er fundust 1936,1
en hann og fleiri rannsökuðu og i
grófu upp 1952. Ýmsir muni'r fund I
ust þar, svo sem veiðarfæri. Telur |
hann að þarna muiji hafa búið:
2— 4 menn um alllangan tíma, og
sennilega ekKi síðar en um 1600
cða fyrr. Segir hann, að kofar
þessir séu á stað, sem ólíklegur
sé, að byggðamenn rækjust á og
muni því útilegumenn hafa búið
þar oa lifað á veiðum að. miklu
layti úr veiðivötnum miklu, vest-
ai. Tungnár, sem ekki eru þar
r.jög langt frá, og ekki svo nærri
uð hætta stataði af því. að byggða
rr.enn fyndu kofa þsirra. Segir
hann, að sýnilegt sé, að kofarnir
hafi ekki verið vfirgefnir í flaustri
og muni íbi.ar þsirra hafa ætlað
sér að koma aftur, eða vísa öðr-
um á þá.
Tveir hell.ir upp af Rangárvöll-
um. Sagt er frá því að í Þjófahelli
undir Þríhyrningi hafi um miðbik
18. aldar hafzt við tveir þjófar í
einn vetur og part úr sumri. Þeir
r.áðust og voru hengdir.
Höfundur regir frá helli milli
ICots og Selsunds á Rangárvöllum,
sem kallaður er Útilegumanna-
hellir, en teiur vís't, að nafn þetta
hafi við rök að styðjast.
Undir Arnarfellsjökli. Enn kem
i:r Fjalla-Eyvindur við sögu. Er
hér birt skýrsla Brynjólfs Sigurðs
scnar, sýsluroanns í Árnessýslu
um fund hans á hreysi Fjalla-
Eyvindar undir Arnarfellsjökli
haustið 1762. Hafði hann þar
graflð innan hól og komið þeim
Höllu þar vel fvrir og safnað mikl
urn kjötbirgðum fyrir vetuninn.
1 undust þar ýms áhöld og tvær
guðsorðabækur, og var önnur
þeirra Jóns' Arasonar passíuprédik
eni, sem nú finnast hvergi. En
þau Halla fcófðu flúið í tæka' tíð
og náðust fckki. Þá segir frá
tveimur þjófum er struku frá
Lau'gadælum í Flóa, haustið 1848,
en voru teknir í kofahreysi, er
'þeir voru nýbúnir að byggja sér
undir Arnarfelli. Undistaða tótt-
arinnar að kofa þeirra sést enn.
Telur höfundur, tótt þessa meki-
lega að því leyti, að hún sé handa
verk þeirra manna, sem síðastir
freistuðu þess að leggjast út í ó-
byggðum ísiands.
Arnesarheílir við Hvalvatn. Fx
álitið að Arnes útileguþjófur, sem
áður er nefndur, og var um skeið
með þsim Evvindi og Höllu, hafi
hafzt þar við um tíma haus'tið
1757 og sótt sér mat til byggða.
Sjást þess merki, bein úr skepn-
um o. fl., að maður hefur hafzt
þar við.
Útilegumannaslóðir á Reykja-
nesfjallgarði. Er hér fyrst sagt
frá Eyvindi Jónssyni hinum eldra
(svo aðgreindur frá Fjalla-Ey-
vindi), er lagðis't út ásamt fylgi-
konu sinni, Margrétu. Voru þau
tekin bæði í einni rekkju í Ölves-
vatnslandareign og dæmd til
tíauða á Öxarárþingi og tekin af
lífi 1678. — Þá er sagt frá að
sunnan í Henglinum sjáist enn
merki eftir útilegumenn í svoköll-
uðum Innstadal. Eru þá raktar
nokkrar sögusagnir um útilegu-
nienn í Henglinum. En höfundur
telur, að þær sagnir varpi engu
Ijósi á útilegumannabyggðina þar.
— Loks er saigt frá þremur þjóf-
um er höfðust við fyrir sunnan
Selsvelli og við Hverinn eina, er
teknir voru vorið 1703 og tveir
þeirra hengdir og einn hýddur
Rústir í Grindavíkurhrauni. Er
hér sagt frá kofarústum, mjög vel
íöldum í hrauninu. Telur höfund-
ur að flest bendi til þess að þar
hafi útileguro.enn hreiðrað um sig
i:m skeið, en langt muni vera
siðan, því að rústirnar séu sýni-
lega nokkurra alda gamlar. Hann
telur að vísu ekki óhugsandi, að
þær séu eftir byggðamenn, er
flúið hafi undan útlendum ráns-
ínönnum á öndverðri 16. öld eða
um eða eftii Tyrkjaránið 1627.
Sagnir um útilegumannabyggðir.
í þessum kafla er getið nckkurra
staða, sem útilegumannatrúin hef-
ur -sveipað ævintýraljóma, sve sem
Þórisdal og Ódáðahraun. Uim Þóris-
dal segir hann: „Dalur iþes.si er að
öllu leyti hinn óbyggilegasti og
óhu'gsandi, að 'menn hafi dvalizt
þar.“ Hann nefnir eina bæjarrúst
í Ódáðahrauni um 10 km. suð-
austur af Svartárkofi, er það mú
nefnt Hraunstunga. Áiitur höf., að
þarna hafi verið bær sá, er Oddur
'biikup Einarsson gisti á, sam-
kvæmt frásögn séra Jóns Halldórs-
sonar í Biskupasögum sínum. En
biskup bannaði fylgdarmönnum
'SÍnum að segja frá bænum. Jón
Halld'órsson segir í lok þessarar
frásaiginar sinnar: „Meintist þetta
ekiki vera illvirkjar, heldur saka-
ifólk fyrir kvennamál til að forð-
ast s'traff". Telur Ólafur Briem að
þetta fólk í Hraunstungu hafi
setzt þar að með fullri vitneskju og
sam'þykki nágranna sinna.
Lokaorð. Getur höfundur hér
um blaðadeilu þá, sem hófst eftir
miðja 19. öld um tilveru fastra
útilegumanna byggða á íslamdi. Þá
ræðir hann og um, hvað rann'sókn-
ir 'hafa 1-eitt í Ijós um tilveru úti-
legumanna:
„Fyrir þrem áratugum hefði
maður freistazt til að halda því
fram, að enginn útilegumaður
aninar en Fjalla-Eyvindur og Grett-
ir hefði dvalizt að neinu ráði á
mið'háleridi íslands. En á síðustu
árafugum hafa fundizt á hálendinu
leifar tveggja bólstaða, sem vart
igeta verið 'eftir aðra en útilegu-
menn. Það er bellirlr.n. í Snjóöldu-
fjallgarði og V 'í'".:uicdarhéllir fyr-
Lr norðan Eiríksjökul."
Að síðustu ræðir höfundurinn
um lifnaðarhætti útilegumanna og
vistarverur þeirra: „Ekki þarf að
efa, að í :fro=’thörkum og' hríðar-
veðrum hefur oft blásið kalt um
þá ... Víðast á öræfum er erfitt
að afla eldsneytis, svo að eldivið-
arskortur hlýtur oft að hafa verið
tilfinnanlegur. Þá má og 'gan'ga að
því visu, að 'oft hafi nungur sorfið
faS't <að þessum óhamingjusömu
mönnum."
í 'eftirmála getur höfundur þess,
að hann og nokkrir ifélagar sinir
hafi gert sér það til gamans í
sumarleyfisferðum um óbyggðir,
að athuga sem flestar byggðaleif-
ar, sem taldar eru eftir útilegu-
menn; en tíðastir förunautar sínir
í þessum ferðum hafi verið þeir
Gísli Gestssson starfs'iiiaður Þjóð-
minjasafnsins og Guðinundur Guð-
mundsson tryggingafræðm'gur, og
sé kver þetta afleiðiug af þessum
rannsóknum þeirra- Hann getur
þess, að í ágúst 1953 hafi verið
(Framhald á 11. síðu).