Tíminn - 20.12.1959, Page 12

Tíminn - 20.12.1959, Page 12
Norðaustan kaldi, léttskýjað. Reykjavík — 1 stig, annars staðar -}- 2 — 13 SunnudaKur 20. desember 1959. Við erum stödd í Kapítól í Rómaborg 15. marz árið 42 fyrir Krists burð. Það er fundur í öldungaráðinu og hinir tignu Rómverjar reika um súlnagöngin í síðum skikkjum, en lýður- inn þvælist um á götunni. Fótaburður hinna göfugu öldunga er þó ekki í alla staði tiginmannlegur, þeir stíga í faldinn og hnjóta, bölva í h'jóði og kippa upp um sig 'ddkkjunni eins og gömul kona sem stvttir sig áður en hún fer yfir læk. Og skvndilega stekkur fram kviklegur maður í kuldaúlpu, bendir á lýðinn og hrópar: — Þarna vantar einn mann. Mig minnir það hafi verið Públíus ^áðherra sem varð fyrir svö/um: . — Það vantar strætisvagna- bilstjórann. Þennan sem keyrir Austurbær—Vesturbær hrað- ferð. 1 sömn svifum er strætis- vagnabílstjórinn kominn á sinn stað í mannþrönginni klæddur stuttum kufli og girtur breiðu leðurbelti Og maðurinn í kuldaúlpunni hverfur ánægður á braut. Öll þín sigursæld Og nú birtist Júlíus Cæsar sjálfur í öllu sínu veldi og horfir þóttafullur á svip yfir hópinn. í fylgd með honum eru ráðherrar og aðrir tignar- menn. Siíömmu síðar gengur Metellus Simber fyrir einvald- w&adtirj tftáMQigfeJB inn og faiJur á kné og biður bróður sium vægðar en Cæsar hafði flæmt hann i útlegð. Cæsar ve’’ður ekki þokað, hann harðneitar að gefa bróðurnum upp sakir jafnvel þótt Brútus sjálfur, hans einkavin, grát- biðji hann að láta að óskum Metellusar. En Cæsar kveðst vera óhagganlegur eins og Pól stjarnan og Ólympsfjall. Og þar með hafa samsærismenn- irnir fengið sitt langþráða tækifæri. Casca er fyrstur að stinga Cæsar í hálsinn. Þeir ryðjast að einvaldinum hver á fætur öðrum og lpks veitir Brúlus honum banasárið. CÆSAR: Et tu, Brute? — Þá fall Cæsar. (Hann deyr. Ráðherrarr.ir og lýðurir.n hörfa á ringulreið.) CINNA: I.ýðræði. Frelsi. Of ríkið á enda. Hlaupið um stræti og hrópið frelsisboðskap. Því liggurðu ekki kyrr? Samsærið hefur heppnazt. Cæsar liggur dauður og okinu er velt af lýðnum. Innan s'kamms birtist sendiboði frá Antoni, tryggðavini Cæsars. Hann hafði hevrt um víg vin- ar síns, spvr hverju þetta sætir og æskir Jeyfis um að koma á vetfvang og sannfærast um sekt Cæsars'. Það er auðsótt mál og send'boðinn flýtir sér að sækja húsbónda sinn. BRUTUS: Eg veit hann gerist góður bandamaður. CASSIUS: Þú segir vel um . það. Eg óttast þó . að þar sé háski á ferð; og grunur minn er sjaldan gripinn mjög úr lausu loffi. Leikstjórinn í kuldaúlpunni hefur á sér yfirbragð Cæsars. ANTON: O, jnikli Cæsar. Liggur þú svo lágt? Gat öli þín sigursæld, þín valdadýrð og hátign mjög svo hjaðnað? farðu vel. Situr á palli Og þá gerast þau undur og stórmerki að líkið stynur þung an, bvltir sér til og bröltir á fætur, haltrar á brott og skilur syrgjandann eftir hálfboginn yfir morðstaðnum. Enn á ný er maðurinn í kuldaúlpunni kominn : vettvang og kallar: — Haraldur. Hvað á þetta að þýða? Því liggurðu ekki kyrr? HARALDUR: Eg var alveg að kafna undir þessum bévítans kyrtli. Vildirðu láta mig drep ast í alvöru? Það verður úr að líki Cæsars er gefið frí frá slörfum í bili þangað til Haraldur Björnsson er farinn að veniast hinum rómverska kyrtþ. Þetta er nefnilega í- fyrsta" sinn í kvöld sem þessir göfugu Rómverjar hafa íklæðst skikkjum og kyrtl- um, og þó þeir geti brugðið sér í margvísleg gerfi er þeim ‘amast að ganga í jakkafötum og frakka. Það var bví engin furða þótt þeim yrði það á að stíga í faldinn. En ef að Jík- um ■ Iætur ættu þeir allir að vera orðrir hagvanir annan í jólum, þegar frtimsvning fer fram og þá. er Jíka eins; gott að Haraldur liggi kyrr. Eins og landnámsmenn Maðurinn í kuldaúlpunni hefur nóg á sinni könnu, þótt. hann þurfi ekki að venjast ann arlegum flíkum, það er leik- stjórinn I.árus Pálsson Honum hefur verið falið það stórvirki að selia á svið harmleik Shake- Framhaid á 2..síðu. Eiginkonur Brútusar og Cæsars fá sér kaffisopa í systerni eftir víg Cæsars. I hófinu sem gestum við opnun rafstöðvarinnar nýju við Efra-Fall var haldið í'gær, var glatt á hjallá, enda allir ánægðir yfir vel unnu verki. Þó voru verkamenn, sem unnið höfðu að verkinu síð- asta áfangann, hvað ánægðastir og iétu það óspart í ljósi. Einkum voru þeir ánægðir með ræðurnar sem haldnar voru, risu úr sætum eftir hverja ræðu hrópuðu húrra cg skáluðu. Aðeins var þó að heyra, að sumum þætti fagnaðar- lætin helzt til mikil, því inn á naBi húrrahrópanna heyrðist úss mikið, er hinir ráðsettari hös'tuðu á hina opinskáu félaga sína. Brútus kveikir í sigarettu fyrir Cæsar. æt si á h er Mli Keflavfk^rbáfa msS betra mðfi. Grind- vskmgar hætta’ reknetaveiðum Síldarlöndun á Akranesi liófst ld. 5,30 í gærinorgun. Fyrsti hringnótabáturinn, Keilir, kom inn ki. 3 um nóttina meö 450 tunnur. Höfrungur fékk 222 tunnur og Sigurvon 225. Hæsti reknetabáturinn var Björgvin Jóhannesson með 400 tunnur og Ólafur Magnússon fékk 290 tunnur, Sigrún 258. Aflamagn ið var samtals 2700—2800 tunn ur og er þetta einn jafnbezti dagur Akranesbáta. í Keflavík komu 22 bátar að landi með 2903 tunnur alls, Arnfirðingur hæstur af hring nótabátum með 437 tunnur, en af reknetabátum var Óia.fur Magnússon hæstur með 270 tunnur. Dagurinn í gær var því einnig með þeim betri í Keilavík. Flestir rcknnetabát- anna voru farnir út kl. 18. Fimm bátar komu til Grinda víkur í gær með 408 turmur alls. Ilrafn Sveinbjarnarscn hæstur með 183 tunnur. Flest- ir reknetabátar frá Grindavík eru nú að hætta v.eiður. Akur nesingar og Keflvíkingar gera sér vonir um góða síldveiði fram í janúar. i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.