Tíminn - 08.01.1960, Blaðsíða 8
T í M I N N, föstudaginn S. janúar 1960.
Jörðin Áshóll
í Ásahreppi, -Rangárvallasýslu fæst til kaups og
ábúðar í næstu fardögum. Áhöfn getur fylgt. Tún
gefa af sér um 1000 hestburði Góð ræktunarskil-
*yrði. Jörðin er v'ð aðalveg. Rafmagn og sími.
Semja ber við eiganda jarðarinnar
Stefán Ólafsson,
Áshóli.
Símstöð: Meiritunga.
Tilkynning
frá póst og símamálastjórninni.
Fyrirtæki og einstaklingar, sem eiga reikninga við-
komandi árinu 1959 á póst og síma, eru hér með
beðnir að framvísa þeim eigi siðar en 14. janúar
1960.
Reykjavík, 7. ianúar 1960.
Ludv. R. Kemp, fyrrv, bóodi Ytri-Laxárdal
70 ára 8. ágúst 1959
I.udvik Kemp, mig langar að færa
pér lítinn aímælisbrag.
Fyrir sjötíu árum, áttunda ágúst
ertu fæddur þann dag.
Með svipinn hreina og hetjumerki
til heilla starfarðu enn.
Bjartsýnn og hugdjarfur
heldur þú velli,
liylla þig samtíðamenn.
í Skagafjörð komstu ungur að
árum,
með ástkæra festarmey.
Frá austri til vesturs,
þótt óvissa ríkti,
örlaga bar ykkur fley.
Farareyrir var fátæklegur,
en framtíðarvon í sál,
vakandi auga á viðsjálum hættum
og viljinn harður ,sem stál.
Þú kaust þér landnám
gegnt Koiugafjalli
á köldum, afskekktum stað,
sem hver af öðrum
kotbændum ílýði,
er kuldinn steðjaði að.
lilugastaðir á þeim ííma
áttu ei kostaval.
Þeir voru ekki álitlegt útkjálkabýli
á Ytri Laxárdal.
Þar reistirðu hý'rlegt höfuðból,
þ.'n handaverk margur leit.
Þar bjóstu með konu og börnin sjö
í blómlegum, friðsælum reit.
Nú hefur býl: þitt breytt um svip,
þvi burtu er fjölskyldan öll.
Umferðin minnkuð, allt er hljótt,
cyðidalur og fjöil.
Stundum var tvlsýn stefnan heim
í stórhríð um koldimma nótt.
Þín ratvísi brá ekki af réttri leið,
það reyndi á karlmennskuþrótt.
Og réttur varð áfangi
að endaðri för,
ckkert villti þér sýn.
Ug get þess, að færri af görpum nú
þeir gengju : sporin þín.
Og ennþá með geislandi glaða brá
þú gengur þín mörkuðu spor.
Æskunnar frjálslyndi áttu i sál
og alltaf er kringum þ:g vor.
JIIIi kerling á örðugt með þig
þótt ýmsir falli í val.
Óhræddur tekur þú efalaust
því öllu, er koma skal.
Hvíl þig, vir.ur, við Ijóðaleik,
er lýkur við erfið störf.
Taktu hræsn; og hégórna í gegn.
Það hafa þess margir þörf.
Þau gleðia fles.t þín listfengu ljóð,
að læra þau mörgum er tamt.
í Hallgríms anda ortirðu fátt,
en ekki gleymast þau samt.
líg þakka kærlega umliðin ár
og öll hin glaðværu kvöld.
Meðan þú geymir innri eld,
rnun aldrei samtíðin köld.
Á fyrsta áttræðisáfangann þinn
þú ert að leggja í dag.
í Guðs friði kveð ég glaðan dreng.
Gæfan blessi þinn hag.
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum
t------------------------------------------—'—'
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
Kaffisopmn indæll er....
íslendingar skara fram úr í
fleiru en sykuráti og tann-
skemmdum! Þeir eru nú hættu-
legustu keppinautar Dana og
Svía í kaffidrykkju. Segir svo
í Álaborgar-amtstíðindum:
„Vér Danir vorum methafar
í kaffineyzlu árið 1958, og kom-
umst loks fram úr Svíum.
Skýrslur hafa nú borizt hvaðan-
æva að, nema frá Rússurn og
Kínverjum, en þeir drekka að-
allega te. —
í danmöíku reyndist neyzlan
18,68 kg á mann og er það 2
kg meira á mann en árið áður.
Sviar drukku 18,50 á mann.
Á Íslandi var neyzlan að vísu
aðeins meiri, þ. e. 18,69 kg á
mann, en eitthvað af því mun
mega skrifa á reikning banda-
riska setuliðsins, sem hefur
verulega aukið neyzln sína. En
hvað, sem um það er, þá eru ís-
lendingar a.m.k. skæðustu keppi
nautar okkar Dana í kaffi-
drykkjunni.
Danir fluttu inn 33 milljón kg
af kaffibaunum og framleiddu
8 'milljón kg. af kaffibæti árið
1958. Það gera samtals 41 mill-
jón kg kaffiefnis handa 4V2
milijón Dana. í 1 lítra, eða 6
bolla meðalsterks kaffis, reikna
Danir 40 grömm kaffibauna.
Drekka Danir 6 þúsund 150
milljón kaffibolla á ári. Koma
4 bollar á hvert mannsbarn á
dag. En ekki drekka allir kaffi.
Má búast við að fullorðnir Dan-
ir drekki að jafnaði 5 kaffiboila
á dag.
Til íslands voru flutt 1374
tonn af kaffibaunum fyrir 21
milljón og 591 þúsund króna
árið 1958. Það voru allt Braz-
ilíu-kaffibaunir. Ókunnugt er
mér um magn kaffibætisins, en
það mun vera talsvert, því að
víða er á boðstólu'm sannkallað
„rótarkaffi“. E.t.v- eru hlutföll-
in milli kaffibauna og kaffi-
bætis svipuð hér og í Danmröku
(33:8), en um þetta vita efna-
gerðirnar. Við fáum baunirnar
frá Brazilíu, en hún er mesta
kaffiræktarland veraldar. Er
þar framleitt helmingur alls
alls magns kaff:bauna, sem
koma á heimsmarkaðinn. Kaffi-
tréð þrífst þar sérlega vel í
rauðbrúnni „jarðeldamold" í
hlíðum og hálendisdölum. í
hitas.vækjunni á láglendinu er
því hættara við ýmsum sjúk-
dómum. Það er mikil vinna, ys
og þys á keffiekrunum og við
flokkun baunanna. Vinna mikið
við það. Msstinar og ítalskir
innflyljendur. Braz'líumann
gera mikið að því að halda
kaffinu í góðu, stöðugu verði.
Þeir takma'rka ræktunina,
kaupa stundum upp miklar
birgðir og hafa jafnvel brennt
■til ösku m.ikið magn kaffibauna
sum ár, til að hindra verðfall.
Enda er mikið í húfi, því að
'kaffibaunirnar eru oft allt að
% alls útflutningsverðmætis
þar í landi. Þær eru „þorskur
og síld“ Brazilíumanna. Kaffið
selja þeir um víða veröld, ýmis
afbrigði eða gæðaflokka.------
Norðurlandaþjóðirnar drekka
allar mikið kaffi. Stórar, miklar
kaffidrykkjuþjóðir eru t.d.
Bandaríkjamenn, Frakkar og
Svisslendingar.
„Ó, herra minn, sagði frönsk
kerling við Englending, næst
skapara mínum er kaffið mín
hjálp og hugsvölun.“ —
Kakaó og te eru ekki einu
sinni hálfdrættingar á við kaff-
ið. Árið 1952 var talið að hver
íbúi jarðarinnar drykki að jafn-
aði 0,9 kg af kaffi, 0,3 kg af
kakaó og 0,3 kg af te. Xað er
1 -kg kaffis móti 18 kg okkar
íslendinga nú, svona hér um
bil!! Að vísu er s'amanburður-
inn nokkuð villandi, því kaffi-
neyzlan hefur víða vaxið mikið
síðan 1952 — og surnar þjóðir
't.d. Kínverjar, Rússar og Eng-
lendinga'r drek'ka mest te.----
Kaffitrén eru talin upp runn-
in í Afríku. Terunnarnir vaxa
villtir í Suðaustur-Asíu, en ka-
kótréð í regnskógu'm Suður-
Amerí'ku. „En dæmið hefur
snúizt við“ á seinni öldum, því
nú er kaffiræk'tin rr.est í sunn-
anverðri Ameríku, en kakaó-
ræk'tin aðallsga í Afríku. Kína
og Indland eru áfram mestu
telöndin. Rússar hafa nokkra
terækt í Svartahafshéruðunum.
— Kaffitré hefur verið rækta'ð
til gaman í gróðurhúsum garð-
yrkjuskólans, og mu.n hafa bor-
ið baunir. Hægt er að rækla
iþað 't:l skraust inni í stofu. Það
gerðu t.d. Danir á stríðsárun-
um. Þeir fengu útsæðiskaffi-
baunir frá gróðurhúsum í fras-
garði 'SÍnum (Botanik Have) í
Kaupmannahðfn. Vöxturinn
reyndist hægur; stofukaffitrén
urðu um 60 cm á hæð á 2—3
árurn.' En tréð er laglegt, með
dökkgræn, gljáandi blöð. En
varla þarf að vænta kaffibauna
af stofutriánum!!
Ingólfur Davíðsson.
.t.
llMi
M\t>V
Frá Skrifstofu
ESJA |
vestur urn land í hringferð 12.!
þ. m. |
Tekið á móti flutningi í dag og
árdegis á morgun til Patreksfjarð-
r.r, Bíldudals, Þingeyrar. Flaíeyr-
ar, Súgandafjarðar, ísafjarðar,
Siglufjarðar, Dalvíkur, Akureyrar,
Húsavikur, Iiópaskers, Raufarhafn-
ar og Þórshafnar.
Farseðlar seldir á mánudag.
ríkisspítalanna
Þeir aðliar, kaupmenn, kaupfélög, iðnaðarmenn
o. fl., sem eiga ettir að senda reikninga á ríkisspít-
alana vegna ársi.ns 1959, eru hér með góðfúslega
minntir á að hraða afgreiðslu þeirra, svo áð Ijúka
megi uppgjori þessara viðskipta sem fyrst.
Reykjavík, 6. jan. 1960.
Skri'St ;a ríkisspítalanna.
íer til Vestmannaeyja í kvöld kl.
21.
Vörumótttaka í dag.
Vinnið ötullega að útbreiðslu TIMANS
IS8
©r
Býíur nokkurt happdrætti héríendis íram jafn marga stórvinninga sem VöruhappiJrætti^? Gjöri«S
svo vel ati athuga þa^. — KaupiK ini'ða áíur en þa'Ö er am seinan. — yrsgiö á KSáfitidagíMII.
Cmboóin opin til kl. 10 í kvöld.