Tíminn - 10.01.1960, Page 2

Tíminn - 10.01.1960, Page 2
srrrr;:X-.- -ar önnlánsdéiid JHérna er Tony Ounswort meS Corky. Það eru ekki allir hundar, sem horfast svona í augu við menn. En hverju skal trúa? Hann talar eins o§ Louis Armstrong Hinn 6. i'anúar síðast liðinn stóðu tveir blaðamenn graf- alvarlegir úti í London og sóru þess dýran eið, að sama dag hefðu þeir átt blaðaviðtal við hund. Hundurinn, sem heitir Corky, kann einstaka setning- ar eins og til dæmis ,,ég er klár náungi“, og annað því um likt. Ronald Boyle frá Yorks- hire Post var sá fyrsti, sem uppgötvaði þetta náttúrufyrir- brigði, og hann varð að útvega sér tvö trúverðug vitni til þess að ritstjórnin tryði sögu hans. Corky er litill, síðhærCur hund- rr frá Pembrokeshire. Eigandi er írú Kay Oansworth, sem rekur 1 tia krá. Samkvæmt framburði sonar hennar Tony tók Corky að taia fvrir þrem mánuðum. Af ein- hverjum ástæðum tóku allir krár gestir upp þann sið að bjóða Corky íióðan dag, er þeir komu inn i 3:rána. Svo skeði það skyndilega, að Corky sneri sér við og óskaði siíks hins sama með grófri rödd. Eftir það byrjuðu gestirnir að tjá honum, hvað hann væri sniðugur hundur. Þá sagði hann: „Sniðugur, klár!“ Að vísu var hann heldur stirður í upphafi, en gestirnir hjálpuðu honum ötullega. Nú segir hann: „Ég er sniðugur hundur. Góðan daginn. Ég er klár náungi,“ svo eitthvað sé nefnt af orðaforða hans. Corky tekur þess- ari nýiu íbrótt með mikilli alvöru. Hann hlýðir með athygli á orð manna, og fer svo út í horn til þess að æfa sig. „Ég sver" Gilbert Johnsson frá Daily Her- a)d er einn þeirra blaðamanna sem hafa heyrt og séð þetta hundafyrir- brigði með eigin skynfærum. Eftir það fórust honum orð á þessa leið: „Ég sver, að hundurinn talaði, (■% ég var algerlega án áhrifa áfengis, þegar ég hlýddi á orð hans. Hann hafði háa og grófa rödd, mjög svipaða rödd Louis Armstrongs. — Boyle frá Yorks- hire Post var ekki vel ánægður rneð framburð Corkys, en skildi hann þó fyllilega. DAUÐASLYS ÞaS slys varð skömmu eftir hádegi í gær, að starfsmaður í sorpeyðiugarstöðinni, Krist- mundur Jónsson, féll niður stiga og beið bana. Kristmundur hafði þann starfa iað s'krifa niður bíla sem komu inn á stöðina. Hann var staddur í skrifkompu sinni hálfri annarri mínútu áður en slysið vildi til, en þá fannst hann andaður á gólfi neð an við stiga, sem liggur upp að skrifkompunni. Kristmundur var til heimilis að Barónsstíg 63. Hann var 64 ára gamail. Skólavörðustig 12 greiðir yður Tómstundanám- skeiS í Kópavogi Á vegum Æskulýðsráðs Kópavogs taka ef.tirtalin námskeið itil starfa efir miðjan janúar og sanda yfi'r í tvo mánuði: Bast cg tágavinna (2. fl. telpur 13—16 ára): á þriðjudögum kl 7,15—8,45 og 9—10,30 e.h. Leið- beinandi Margrét Sigþórsdóttir. Föndur (smíð'i, útskurður, bein, horn og fleira, drengir 13—16 ára): á mánudögum kl. 7—8,30 og föstudögum kl. 7,30—9 e.h. — Leiðbeinandi Sigurjón Hillarí- usson. Le.luriðja (2. fl. telpur og drengir 13—16 ára): á þriðjudög um kl. 7,15—8,45 og 9—10,30 e.h. Leiðbeinandi Borghildur Jóns- dóttir. Bein «g horn (itelpur og dreng- ir 13—16 ára): á fimmtudögum kl. 7,15—8,45 e.h.. — Leiðbein- andi Borghildur Jónsdóttir. Frímerkjaklúbbur og taflklúbb ■ur starfa óbrey.ttir. Innri'tun fer fram í bæjarskrif- stofunni, Skjólbraut 10, dagana 11.—13. janúar (mánudag þriðju dag og miðvikudag) kl. 5—7 aila dagana. Þáttökugjald fyrir hvert námskeið er kr. 10 og greiðist við innritun. AUir flokkarnir starfa við' Kárs nesskóla. Missti fjórar neglur Raufarhöfn — Svo óheppilega vildi 'til hér um áramótin, að pil.t ur nokkur, sem var að skjóta upp flugeldum varð fyrir því óhappi' að einn þeirra sprakk í höndun- um á honum. Við sprenginguna missti hann fjórar neglur af ann- arri hendi, en miissti þó ekki fram an af fingrum. Önnur slys urðu ekki um áramótin, enda var hér allt með kyrrum kjörum. Veðrið var eindæma gott, og allt alautt J.Á. T í M I‘N N, sunnudaginn 10. janúar 1960. BakiS í byssurnar og hendurnar npp Framhald af 1. síðu þannig meS bakið að honum, meðan hann væri að afla sér upplýsinga. Herlögregla kom inan tíðar á vettvang og leysti mennina úr þessari stöðu, enda kom þá jafnskjótt á dag- inn, að heimildin fyrir þessa tvo menn til að fara inn á feannsvæðið hafði misfarizt þannig, að sá vörður, sem stóð í hliðinu hafði ekki hugmynd um hana. Klífruðu upp á Eros Það er vinsæl íþrótt þeirra manna í Bretlandi, sem koma seint heim úr „partíum“ að klifra upp á myndastyttuna „Eros“, sem stendur á Picca- dilly Circus í London. Allhátt er upp á styttuna. í fyrradag klifruðu tveir ung ir menn upp á Eros og sátu á ástarguðnum í fullan klukku- tíma, þar til lögreglu og slökkvi liði tókst að ná þeim niður. Mikil umferðaröngþveiti og ringulreið ríkti á torginu með- an þeir félagar föðmuðu ástar- guðinn og hyllti mannfjöldinn ungu mennina innilega, þegar þeir stigu niður af ástarguðn- um. Herjólfur kemur í góðar þarfir Það sem af er þessu ári hefur ekkert verið flogið til Vestmanna eyja vegna veðurs. Nú er vertíðin hafin í Eyjum og aðkomufólk flykkistþangað í stríðum straum- um til starfa. Hið nýja s'kip Vest- mannaeyinga, Herj'ólfur, hefur því komig í góðar þarfir, en hann hóf isiglingar til Vestmannaeyja fyrir jól. Skiþið tekur 60 farþega en allitaf hafa verið miklum mun fleiri með skipinu. Ástandið væri | imjög bagalegt ef Herjólfs nyti ekki við, því ekki er um aðrar ferðir að ræða til Eyja. SK VörSurinn ókominn Skipt er um verði við bannsvæð- ið klukkan átta á hver.ium morgni. Og þegar íslendingarnir komu í bíl sínum skömmu eftir átta, höfðu \aktaskipti ekki farið fram. En verðinum, sem átti að taka við af r.æturverðinum, hafði verið boðið að hleypa mönnunum á bílnum í gegn. Vaktaskipti höfðu svo dreg- izt eitthvað fram yfir settan tírna og Islendingarnir því lent á nætur- verðinum. Þetta breytir þó engu um það, að óafsakanlegt er að Laga þannig til að starfsmenn á vellinum þurfi að eiga á hættu að ctanda í þrefi við vopnaða varð- menn, sé þeim falið að inna störf af hendi á bannsvæðum varnar- liðsins. Og takmarkalaust kæru- leysi að láta ekki næturvörðinn vita, þó svo hann yrði farinn þegar billinn kæmi. ; Ofremdarástand Þetta er í þriðja sinn, sem ís- iendingar eru hindraðir við störf af vopnuðum varnarliðsmönnum. Að vísu var farið gætilegar í sak- irriar nú, en 5. september, þegar varðmaður skipaði fslendingum að leggjast í svaðið undir svipuðum kringumstæðum. Hitt stendur ohaggað, að það er algjörlega oviðunandi að svona geti komið fyrir, hvað þá, að það skuli gerast hvað eftir fnnað. Tíminn benti þrásinnis á það, vegna atvikanna 5. ágúst og 5. september, að ganga yrði frá því í eitt skipti fyrir öll, að sú saga gæti ekki endurtekið sig, og að koma yrði því skipulagi á, að enginn misskilningur gæti rikt í sambúð varnarlðismanna og islendinga. Endurtekin atvik af þessu tagi eru síður en svo fallin trf að bæta sambúSina. Þetta nýj- asta atvik bendir til þess, aS enn ríki sama ófremdar- éstandið og áður, og að ekkert hafi verið gert til að bæta ástandið, þrátt fyrir þá at- burði, sem gerðust á s. I. hausti. Aðgerðaleysi íslenzkra yfirmanna varnarliðsmála í þessu efni, er ekki einungis til vansa, heldur líka hættulegf vinsamlegum samskiptum milli þeirra tveggja þjóða, sem hér eiga hlut að máli. Geymslu- og eyðingar- stöð flækingsdýra Dýraverndunarfélag Reykja- víkur hyggst koma upp sér- stakri geymslu og eyðingar- stöð fyrir villt dýr og flæk- ingsdýr, og fá hingað tæki til að lóga slíkum dýrum hrein- ]ega og kvalalaust. Stjórn félaigsins skýrði frétta- imönnum frá þessu áfonmi í gær. Dýravemdimarfélag Reykjavík- ur var stofnað sem deild i sam- þandi dýravemdunarfélaga, er tók til starfa í vor. Stjórnin hefur nú setið á fundum og rætt ýms vanda mál dýraverndar hér í lögsagnar umdæmi Reykjavikur. Deyfilyf Afiifunartæki, sem stjórnin hyggst ná i, eru byssur með skot- 'hylkjum, sem in-nihal<ia deyfilyf. Fnamúr skothylkmu istendur nál, sem flytur lyfið inn í iíkama dýrs- íbs, þegar skatið hæfir það. Lyfi'ð veldur meðvitundarleysi uirt sfund ansakir *g «r þá hægt að gsaigá frá dýrinu meðan verkunin helzt, annars raknar það við og er lyfið þá skaðlaust. Þess konar -tæki eru nú til í Bandaríkjunum. Þar sem enginn staður er til að geyma flækingsdýr, hunda eða ketti, telur félagið nauðsynlegt að koma upp geymslu- og aflífunar- stöð. Þar yrðu flækingsdýr geymd til umvitjunar fyrir hugsunarsama eigendur og aflífuð, ef eniginn gef ur sig fram. Lögreglan drepur nú flækingshunda tafarlaust í blóra við lögin, í stað þess að auglýsa þá fyrst, af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki hægt að geyma skepnurnar. Samvinna við börn Þá ætlar félagið að koma á hverf aeftirliti í samvinnu við skólabörn, og yfirleitt hyggur fé- lagið gott til samstarfs við böm ,og unglinga um þessi mál. Prent- uð spjöld með dýramyndum eru væntanleg til uppsetningar í skól- um. Einnig vill félagið efja ritið Dýraverndarann og stuðla að laga dreifingu um dýravemd. Teikn- ingum og leiðbeiningum um gerð dúfnahúsa mun félagið kama á framfæri. Öll iþessi starfsemi kost- ar peninga en félagið nýtur a&-, eins sméstyrks úr bæjansjóði atát fétaesgjatösins. Þökkum hjartanlega samúð, vinarhug og hjálpsemi við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður. Guðrúnar Jónsdóttur. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Benediktsson og fjölskylda, Barði. Móðir, tengdamóðir og amma okkar, Steinunn Söebech andaðist í St. Jósepsspitala hinn 25. desember. Bálför hefur farið fram. Þökkum innilega sýnda samúð. Ester Skúladóttir, Guðmundur Guðmundsson, Steinunn Alda Guðmundsd. Þökkum innilega vinarhug og hlýjar kveðjur við andlát og jarðarför eiglnkonu og móður, Guðrúnar Einarsdóttur frá Mlðdal. Gisli Einarsson, Jóhann Gíslason, Sigurður Gíslason. Kærar þakklr fyrir samúð og vinsemd, sem okkur var sýnd við andlét og útför Jórunnar Pálsdóttur, Fljótshólum. Guðrfður Jónsdóttlr, ’ Tómas Tómasson, *>v. böm og tengdaböm.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.