Tíminn - 12.01.1960, Síða 6

Tíminn - 12.01.1960, Síða 6
T í M I X N, þriðjudaginn 12. janúar 1960. :«|§si£ Ú»»*fandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301,18 302,18 303,18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 | Bæjarstjórinn og olíumálið ÞJÓÐVILJINN og Morg unblaðið eru nú komin í hár saman út af Guðlaugi Gísla syni bæjarstjóra og alþingis manni í Vestmannaeyjum. Tilefnið er sjóðþurrðarmál fyrv. bæjargjaldkera þar. Þjóðviljinn vill sakfella bæjarstjórann fyrir það að hafa ekki fylgzt með bæjar- rekstrinum betur en svo, að stór fjárdráttur bæjargjald kerans skyldi geta átt sér stað, án vitundar hans. Jafnframt dróttar Þjóðvilj- inn því að bæjarstjóranum, að hann hafi reynt að hylma yfir með gjaldkeranum. Morgunblaðið bregst mjög reitt við þesum ásökunum Þjóðviljans. Það telur vel eðlilegt, að bæjarstjórinn skyldi ekki fá vi'tneskju um fjárdrátt gjaldkerans fyrr en eftir á. Bæjarstjórinn sé heldur ekki sekur um neina yfirhylmingu, þar eð hann hafi ekkert gert til að stöðva rannsókn málsi'ns. Morgun- blaðið hvítþvær því Guðlaug alveg og notar hin stærstu orð um árásir Þjóðviljans. í FORUSTUGREIN Mbl. á sunnudaginn eru þessar árásir þjóðviljans á Guð- laug gerðar að sérstögu um- talsefni. Þar segir m.a. „Hvað segir nú hugsandi og heiðarlegt fólk um slíkan málflutning? Getur það blað og sá stjórmálaflokkur, sem slíkum baráttuaðferðum beitir, verðskuldað traust nokkurs manns? Nei, komúnistabláðið hef- nr hér vissulega bitið höfuð- ið af skömminni, þ.e.a.s. af sinni eigin skömm og van- virðu. Blaðaskrif, sem hafa þann tilgang einn að sletta auri á sakiaust fólk, verð- skuldar alla fyri'rlitningu.“ Grein Morgunblaðsins lýk nr svo á þessa leið: „Það er að sjálfsögðu hlut verk íslenzkra blaða að flytja þjóð sinni fréttir af því, sem gerist meðal henn- ar, einnig af lögbrotum og yfi'rtroðslum réttarregla. En þau blöð, sem fara með raka lausar blekkingar og ósann indi um þessi mál í þeim til- gangi að ræna pólitízka and stæðinga æru og áliti, hafa hafa fyrirgert trausti sinu. Tilgangur þeirra er heldur ekki' að stuðla að auknu rétt aröryggi eða réttlæti yfir- leitt, heldur þvert á móti að grafa undan trú almennings á iög og réttarreglur." VISSULEGA er . þetta rétt hjá Mbl. Því miður gildir það hins vegar um Mbl. í þessu tilfelli, eins og svo mörgum öðrum, að hægara er að kenna hei'lræð in en halda þau. Mbl. hefur nefniiega nú alveg nýlega gert sig sekt um sömu óhæf- una og það ásakar Þjóðvilj- ann fyrir. Mbl hefur ekki aðei'ns tekið undir róg Þjóð viljans um það, að fyrrv. og núv. stjórnarformaður í HÍS hafi hlotið að vita um þann fjárdrátt og gjaldeyris svindl, sem þar hefur orðið uppvíst, heldur bætt því við, að forstjórum SÍS hljóti einni'g að hafa verið kunn- ugt um það. Þannig segir t.d. í Staksteinum Mbl. síðastl. föstudag: „Þessir sömu menn halda því líka fram, eftir að rann- sókn olíumálsins hefur leitt í ljós hrikaleg gjaldeyrissvi'k og botnlausa óreiðu olíufé- laga SÍS, að formenn félag anna og forstjórar SÍS, hafi ekki vitað hið allra minnsta um það, sem var að gerast innan þessara fyrirtækja þei'rra! Það sætir vissulega engri furðu, þótt almenning ur í landinu undrist slíka óskammfeilni.“ Enn hefur ekki neitt það komið fram við rannsókn olíumálsins, er gefi tilefni til að fullyrða, að formenn olíufélaganna eða aðrir ráðamenn SÍS hafi vi'tað hið minnsta um umræddan fjárdrátt. Þó hlífist Mbl. ekki við að reyna að stimpla þessa menn samseka. Hins vegar hvítþvær það bæjar- stjórann í Vestmannaeyjum af allri vi'tneskju um fjár- dráttinn hjá bænum, enda þótt bæjarstjórar eigi vissulega að fylgjast betur með rekstri viðkomandi bæjarfélaga, en formenn hlutafélaga með rekstri þei'rra. VITANLEGA er það ekki rétt að sakfella bæjar- stjórann í Vestmannaeyjum meðan ekkert sannast á hann. Það er rétt hjá Mbl., að með slíkum árásum er verið að misbjóða réttar- farinu í landinu. En hvað á þá að segja um árásir Mbl. sjálfs á formenn olíufélag- anna og forstjóra SÍS með- an ekki hefur orðið neitt uppvíst vi'ð réttarrannsókn- ina, sem bendir á sekt þeirra? Er þar ekki sannar- lega farið með „blekkingar og ósannindi í þeim ti'lgangi áð ræna póli'tíska andstæð inga æru og áliti"? Er mál gagn núv. dómsmálaráð- herra ekki sannarlega að grafa undan réttaröryggi og réttlæti með slíku hátta lagi? Skrif Þjóðviljans og Mbl. um þessi' mál verðskulda sannarlega „fyrirlitningu allra“ svo notuð séu orð Mbl. um skrif Þjóðviljans. Og ekki bætir það hlut Mbl. þegar það viðurkennir þessa starfshætti' ósæmilega, er flokksbróður þess í Vest- mannaeyjum á 1 hlut, en beitir þeim svo sjálft með enn meiri offorsi gegn and stæðingum sínum. ERLENT YFIRLIT í frönsku stjórninni Mikill ágrei'ningur meíal rátiherranna um efnahagsmálastefnuna / '/ DE GAULLE lauk jólaleyfi '/ því, sem hann tók sér nú um / helgina ag kom aftur til París- / ar í gær. Blaðamenn segja, að '/ 'hans bíði strax tvö mjög vanda- '/ söm verkefni. Annað sé að / jafna ágreining um efnahags- '/ stefnuna, er risi-n sé í ríkis- '/ stjórninni, en hitt sé að taka '/ ákvarðanir vegna vaxandi spell 'f virkja skæruliða í Alsir. Af 'f 'þessurr. tveimur verkefnum .sé 'f hið fyrra enn meira aðkallandi. 'f DeMan í ríkisstjórninni stend f ur milli Pinay fjármálaráð- ^ herra annars vegar og Debré ^ fors'ætisráðherra hins vegar, en ^ sá síðarneifndi er einkum studd \ ur af Jeanneney iðnaðarmálaráð \ herra- Deilan snýst einkum um ■. það, hvað mikil afskipti ríkis- •. ins ®kuli. vera af atvinnu- og ( efnahagslífnu. Pinay, sem er • íhaldsmaður á gamla vísu, vill • hafa þau sem rninnst, en Debré • og samherjar hans hallast mjög ^ að áætlunarbúskap. / / ÞAÐ ER Pinay, er hefur ) fram til þessa ráðið mestu um / efnahagsmálastefnuna síðan de / Gaulle kcm til valda. Stefna / hans hefur að miklu leyti verið / fólgin í gengislækkun, sam- / drætti fjárfestingar og kjara- / skerðingu. Þetta hefur borið '/ þann árangur, að gjaldeyris- '/ staðan gagnvart útlöndum hef 'f ur batnað, þar sem útflutning- 'f urinn hefur aukizt. Hins vegar 'f .hefur dýrtíð aukizt mjög í land ‘f i.nu og vörusalan innan lands 'f því litið aukizt. Debré og félag f ar hans halda því nú fram, að ^ stöðvun muni skapast í atvinnu ^ lífinu, einkum þó hjá iðnaðin- ^ um, nema vöruveltan innan \ lands aukist, en slíkt er lítt \ hugsanlegt, án þess að auka \ kaupgetuna og fjárfestinguna. p Þeir vilja því nokkra tilslökun í þessum efnum, en Pinay held ur því fram, að enn um sinn beri að halda fjárfestingunni og kaupgetunni niðri. Pólitísk viðhorf hafa að sjálf sögðu nokkur áhrif á þessa deilu. Pinay á aðalfylgi sitt meðal atvinnurekenda og efna- stétta, en flokkur Debrés á fylgi sitt meira meðal launa- Antoine Pinay stéttanna. Þær kvarta nú mjög undan hinni auknu dýrtíð. Heita má, að verkföll hafi verið sama og bönnuð síðan de Gaulle kom til valda, þótt form lega hafi það ekki verið gert. Verkfallsmenn hafa m. a. átt það yfir höfði sér að vera kvadd ir i herinn- Þrátt fyrir þetta er búizt við verkfallsöldu í Frakk'landi innan tíðar, nema kjörin verði eitthvað bætt. ÞÁ STENDUR deilan mvlli Pinay og Debre um það, hvað miki'l afskipti þess opinbera skuli vera gf atvinnurekstrinum. Debre og félagar vilja hafa þau '/ veruleg og jafnvel auka ríkis- '/ rekstur á ýmsum sviðum, en f fleiri atvinnugreinar eru nú 'f þjóðnýtar í Frakklandi en 'f nokkru öðru vestrænu riki, og 'f var mestu af þeirri þjóðnýt- f ingu komið á fyrstu árin eftir 'f styrjöldina u.ndir forustu de ^ Gaulle. Meðal annars vill De- ^ bre að rikið eigi meirihluta í. f fyrirtæki því, sem rekur olíu- ^ vinsluna í Sahara, en Pinay ) vill hafa það hreint einkafyrir- \ tæki. 'f Þá vill Debre setja löggjöf f um það, að verkamenn tilnefni 'f fulltrúa í stjórn allra hlutafé- 'f laga, er hafa fle-iri en 50 manns ’f í vinnu. Pinay er andvigur 'f þessu. 'f PINAY, hcfur það mjiJg við f orð að segja af sér ráðherra- / störfum, ef hann verður borinn' 'f ráðum i stjórninni. Slíkt gæti 'f aukið mjög andstöðu gegn ) henni í þ'nginu, en flokkur. / hans hefur 119 þingmenn. / Meirihluti stjórnarinnar þar / myndi mjcg veikjast, ef hann / snerist gagn henni. i / Sagt er, að de Gaulle hafi '/ orð'ð vcrulegar áhyggjur af / þesrari dellu og fleirum, sem '/ undanfarið hafa átt sér stað' / innan .stjórnarinnar. Sá orð- '/ rómur hefur meira að segja '/ kom:zt á kreik, að de Giulle '/ hafi i hyggju, ef þessar deilur '/ haldast áfram, að reyna að. '/ vikja þinginu alveg til hliðar '/ og fi umboð við þjóðaratkvæða / gpeiðslu til þess að stjórna án ‘/ þ'ngs um nokkurt skeið, t.d. í- / þrjú ár. Þetta er þó eirtkum '/ sett. í samband við A1 írdeM- '/ una, því að de Gaulle er talinn ^ hallast meira og meir að þeirri ^ 'skoðun, að hann geti vart leyst y hana, nema hann fái mjög ^ óskorað vald. Þ.Þ. \ V<-V> Það er ékki á hverjum deg'i, | sem tónlistaunnendur hér í bæn um eiga þess kost að' hlusta á ■ ungt og efnilegt listafólk flytja Ijóð og lög, eftir hllna gömlu, .klassisku meistara. En þetta átti sér þó stað á Þretándakvöldið í Melaskólanum. Fjórir listamenn héldu sem sé .tónleika í skól.anum og auglýstu þá sem ljóðakvöld. Það er í sjálfu sér kjarkur út af fyrir sig, að troða upp og aug- lýsa að aðeins verði' flutt ljóðalög. Hér hefur almenningur ekki enn tileinkað' sér aðra tónlist en ariur og aðra „kraftmúsik". Hér var sem sé boginn spenntur hátt og fólki gefin kostur á að heyra ann- að og meira en það hefur átt kost á áður. á hana er hún kemur aftur heim, en hún, eins og hinir söngvararn ir, eru nú alli'r farnir til náms erlendis. Sigurveig Hjaltes'ted söng Kinderstuben'lieder eftir Mussor- sky. Þetta er nokkuð langur Ijóða flokkur, og’ krefst mikils af túlk endanum, bæði hvað snertir söng hæfni' svo og leik. Allt tókst þetta vel hjá frúnni, enda er hún svo marg oft búin að fá viðurkenn- ingu fyrir list sina. Hér bæíti hún miklu við áður fengin frama. Síðast kom fram Sigurður Björnsson og söng hann Dichter- liebe op. 48 eftir Schumann við Ragnar Bíö: •nsson Þetta Dstafólk, sem kom þarna fram undir stjórn og undirleik ‘Ragnars Björnssonar söngstjóra voru: SÍnæbjörg Snæbjarnar, sópran, sigurveig Hjaitested, AthyglisverlS frammistatia um*s listafólks. — sópran og Sigurður Björnstson, , ■tenór. Einnig kynnti frú Kstla NaUOSyn a framhaídl SllKS Ólafsdót'tir lögln og flutti skýring ar á kvæðunum, sem hún gerði vel. líoðaflutnings Ljóðakvöid í Meiaskóla ' Fyrrt kom fram Snæbjörg Snæbjarnar og söng hún Morgen og Zúeignung eftir R. Strauss, Mainacht og Von ewige Liebe, eftir Brahms. Snæbjörg söng öll þesai lög og Ijóð mjcg vel, þó að vhu það hefði gert henni nokk uð erfitt fyrir að koma fyrst fram og syngja Morgen, því það er mjög erfitt lag, og að eiga að brjóta ísinn á tónleikum sem þess um með jafn erfiðu lagi, er ekki heyglum hent. Var túlkun Snæ- bjargar aiveg lýtalaus. Hún hef- ur blæfagra og þróttmikla rödd, sem hún beitir af smekkvísi. Það verður tilhlökkunarefni að hlusta ]jóð Ileinc. Um söng Sigurð'ar er það að segja, að hæpið er að það hef'ði betur getað verið af hendi leyst. Þar lagð'M allt á eitt: Framkoman, vald hans yfir röddi'nni, ®em hann bei'tir af undraverðri tækni, svo túlkun hans og framburður á ijóði. Þetta var lika staðfest að lokn- um söng Sigurðar, því áhorfend- ur slepptu honum ekki fyrr en hann var búinn að syngja tvö aukal.bg. Eins og áður segir var þetta ljóð'akvöld haldið fyrir forgöngu Ragnars Björnssonar, og annað- ist hann einnig undirleikinn, sem hann leysti af hendi með smekk vísi og nákvæmni. Um þelta ljóðakvöld er sern sagt ekki ncma ei'tt að segja. Það var alveg framúrjkarand. og öllu littafólkinu til sóma, og þá ekki 'SÍzit Ragnari, sem er alveg óhrædd ur við að leggja út á nýjar braut í ir í list sinni. Vonandi lætur hann hér ekki staðar numið, því að það sem fólk fékk að heyra á Þrettándakvöldið, er liður í tón- | listinni' 'sem alit of lítið hefur verið gert af að kynna hér á landi, svo og að g-efa ungu lista- . fólki tækifæri til að sýna hvaS ■ í því býr. — h.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.