Tíminn - 27.01.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1960, Blaðsíða 2
’TÍ ÍVIINN, miðvikudaginn 27. janúár 196®. Gursnlaugur Hentze (t. v.) og Friðrik Hansen eru engir nýgræðlngar i samningaþófi erlendis. Þií hafiíS skipin — vií höfum mennina Framhald af 1. síSu. Fiskimannafélagsins. Það eru 3500 félagar i Föroya Fiskimannafélag. Og ég vil bara segja ykkur það strax: það er ekki til neins að leita til Vestur-Þýzkalands og fá sjómenn þaðan. Við erum oneðlim- ir í ITF, International Transport Workei-s Federation. Þeir líka. Og iþað kemur enginn þaðan til ís- lands fyrir verri kjör en færeysku sjómönnunum eru boðin. — Hvaða kröfur munuð þið, setja fram við LÍÚ? — Engar kröfur. Það er alltof Bnemmt að tala um það. Það er bezt að ljúka fundunum áður. Við viljum bara tryggja að færeyskir sjómenn fái ekki lakari kjör en íslenzkir. — En hvað um útsvarsívilnun banda Færeyingum? — Færeyskir sjómenn á brezk- ium cg norskum skipum fá ívilnun segir Erlendur, fáið ykkur vindil. Stingði honum þá í vasann ef þið eruð að reykja. Geyma hann þang- að til seinna. Yfirfærslugjaldið ikemur hart niður á færeyskum sjómönnum. Við viljum tryggja íhag færeyskra sjómanna- Kjarni onálsins er einfaldur: Þið hafið skipin, við höfum mennina. Og ég itrúi ekki öðru en samkomulag ná- ást. Annað er óeðlilegt. íslend- ingar og Færeyingar eiga ekki að rí-fast, nóg er samt. Þessar þjóðir eiga að standa saman ásamt Norð- mönnum og Grænlendingum. — Á kannski að steypa þeim1 saman undir eina stjórn? er spurt,! og samkvæmið fær nú óðum á sig Oéttari blæ. Ný „BB" Erlendur vill þó ekki samþykkja bvo róttækar tillögur í málinu, en kveðst fylgjandi því að þessi lönd myndi öflugt bandalag með eér og vinni saman af alefli. — Það er bara þetta með BB, segir hann svo og kímir. — BB? spyrjum við og göpum. — Bauninn og Bretinn, laumar Erlendur út úr sér. Það hefur enginn hagnað af deilum íslend- inga, Færeyinga og Norðmanna mema Bretinn og Bauninn. Við eigum að stofna bandalag gegn Bretum. Við veiðum fiskinn og þeir borða hann. Það var skaði að vegir íslands og Færeyja skildu, fyrst 1918, svo í landhelgismálinu. l>að er hneyksli að Bretar skuli hafa sérréttindi til að veiða í fær- eyskri fiskveiðilandhelgi. Fiski- mannafélagið er á móti öllum samnngum við Breta. En það eru Danir sem ráða. Svínsflesk og dollarar — Þeir eru að hugsa um svíns- tfleskið, segir einhver. — Já, eins og dollarinn hérna, Bva'rár Erlendur og hleypir brún- um, við verðum að lifa okicar sjálf «tæða lífi. Við getum lifað sjálf- stæðir. Við eigum að reka Dani og Ameríkana af höndum okkar. — Ertu sósialisti? spyr blaða- maður Morgunblaðsins. Ég er Færeyingur, svarar Er- Iendur. Innan skamms stöndum við upp til að kveðja. Erlendur tekur þétt og fast í hönd okkar og brosir. Það þarf ekki nema stutta við- kynningu við þennan mann til að •sjá að hér er á ferðinni rneira en meðalmenni, foi-ystumaður, ein- arður og harðfylginn baráttumað- ur, sem ekki hvikar. Þetta er stjórnmálaforingihn, sem vann frækilegan sigur og jók þingfyigi flokks þns um meira en helming og sat þó sjálfur i dönsku fangelsi meðan baráttan stóð- Það er glóð í augum hans og ekkert hik í öllu hans fasi. Nú skil ég hetur orð, sem gamail færeyskur sjómaður lét tfalla í samtali við imig á götu í Reykjavík fyrir mörgum árum: — Erlendur er einasti fiskiimanns- ins vinur! Ekkert að gera til íslands Á ganginum hittum við félaga Erlendar, þá Gunnlaug Hentze og Friðrik Hansen. Þeir eru hressir og fjörugir í tali, þeir hafa áður staðið í samningaþófi fyrir fær- eyska sjómenn í London og virðast ekki nein lömb að leika við, þó þeir sýni okkur alúð og gestrisni. Við spyrjum hvernig þeim lítist á færeysku _ stúlkurnar, sem streyma til íslands. Þeir velta vöngum og verða ófrýniiegir á svip: — Færeyskar stúlkur hafa ekk- ert að gera til íslands, segja þeir. Þegar við bendum þeim á að þær þyki duglegar að vinna fyrir sér í frystihúsunum, glotta þeir og líta hver á annan: Þær þykja 'ekkert duglegar þegar þær koma aftur til Færeyja. — Hvernig þá? — Þær spillast á íslandi, segir Gunnlaugur. — Er þá meiri spilling á íslandi en í Færeyjum, spyrjum við. — Það er Ameríkaninn, svara þeir félagar og spyrja hvort við viljum ekki bjór. Jökull. Ær bera Fnamhald af 1. síðu. bótar. Og eftir öllum sólar- merkjum að dæma munu enn bera 5 alveg á næstunni. Það er að vísu ekki óþekkt að ær beri á þessum tíma árs, en hið furðulega er, að ærn- ar voru allar með lömbum s.l. sumar. Má þetta heita frjó-i samt fé. Gjaldeyrissvindl Framhald af 1. síðu. s. I. ári sé yfir 700 stk. Mun öllum Ijóst að slíkt getur i ékki átt sér stað, án þesn j að stórfeíld ólögleg gjaldeyr- isráðstöfun fylgi. Vitað er að bankarnir eru á móti slíkum bílainnflutningi í jafn stórum stíl og á s.l. ári og telja afleiðinguna lakari gjaldeyriss'kil lil bankanna. Heyrzt hefur og, að ekki sé fullt samkomulag um j þessa leyfaveitingu á Innflutnings-; skrifstofunni. Hins vegar hefur j fyrrverandi og núverandi sam- j stjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- • þýðuflokksins viljað hafa þetta svona. Byggist á lögleysu Gamlir og reyndir embættis- menn hafa haft orð á því, að í fyrsta skipti í langri embættistíð hafi þeir orðið þess varir á s. I. ári, að ríkisstjórnin legði áherzlu á innflutning, sem vitað væri að byggðist í stórum stíl á ólöglegri rneðferð hins takmarkaða gjald- eyris, eins og ætti sér stað með fólksbílainnflutninginn, án gjald- eyrisleyfa, frá ársbyrjun 1959. Fyrir svikinin gjaldeyei Heyrzt hefur eftir ábyggilegum heimildum, að í sambandi við op- inbera rannsókn út af fölsun náms kostnaðarleyfa, er upp komst á s.l. ári, hafi komiö í ljós verulegt gjaldeyrissvindl til greiðslu á bíl- v.mi, sem inn áttu að tflytjast gegn hinum gjaldeyrislausu bíl- leyfum, sem ríkisstjórn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins er svo örlát á, en slíkt hafi engin éhrif haft í þá átt, að takmarka umrædd leyfi. í stað þess að s-pyrna fæti við ósómanum, hafi ríkisstjórnin rek- ið eftir örari leyfisveitingu sam- tímis og réttarskjöl í máli sönn- uðu stórfellt gjaldeyrisbrask í sam handi við bílainnflutninginn. Ástæðan er sú, að ríkisstjórnin hefur með þessum hætti fengið suknar tekjur í Útflutningssjóð, og má því segja, að hún hafi á síðastl. ári lifað að verulegu leyti á meira og minna sviknum gjald- eyri. StjérriKiiáiasiámskeið FUF Fundur verður í námskeiSi F.U.F. í KVÖLD (miSviku- dag), kl. 8,30 í Framsóknarhúsinu uppi. Tómas Árna- son, lögfræSingur, flytur erindi um fundarreglur og fundarstjórn. Menn eru beSnir aS mæta stundvíslega og nokkrum nýjum þátttakendum er hægt aS bæta viS enn. oru i ra en engir í vetur Grindvíkingar byggja vonir sínar á komu fær- eyskra sjómanna Framsóknarvist - Keflavík Framsóknarvistin er í AS- alveri kl. 8,30 fimmtudags- kvöld. — MætiS vel og stund víslega. Grindavík, 26. jan. — Dauft er hér yfir útgerðinni um þessar mundir. Lélegur afli 1 gær, frá 3 og upp í 9 tonn á bát og munu þó fleiri hafa verið nær neðra markinu. Slæmt veður hér 1 dag og allir bátar í landi. Annars munu væntanlega róa héðan um 22 —24 bátar en ekki eru þeir a)lir byrjaðir róðra. Á tvo báta a. m. k. vantar menn og eitthvað af lnndmönnum að þeim þriðja. Menn byggja vonir .sinar á Fær eyingunum en þeir voru hér um 60 í hitteðfyrra og á milll 50 og 60 í fyrra. en nú enginn, enn sem komið er, og má af því marka að' ástandið ér ekki gott. Færeying-, arnir hafa bæði stundað hér sjó inn og einnig uxmið í landi að verkun saitfisksins. Skortur á flatnings- og flökunarvélum Okkur vantar tilfinnanlega vél- ar bæði til flökunar og flatnings. Tvær flatningsvélar eru nú að koma hingað, til Arnarvíkur h.f. og Þorbjöm.5 h.f. Kostar hver vél um sig á fimmta hundrað þúsund ’kiónur, niðursett. Er það aa vísu all mikill peningur, og of mikill jfyrir ýmsa að snara út, en kemur fljótlega aftur, aðeins ef hægt er að kljúfa stofnkostnaðinn. G.E. Vásitalan 100 stig Kauplagsnefnd hefur reiknað "vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík í byrjun janúar 1960, og reyndist hún vera 100 stig éða óbreytt frá grunntölu vís'itölunnar 1. marz 1959. Hagstofa ísiands. Nýi vegurin'n ruddur Framhald af 1. síðu. víkinga, ef ekki tekur að skafa á Hellisheiði. Miklir mjólkurflutn- ingar eru nú þá leið, og fara bíl- arnir oftast tvær ferðir á dag. Ef Hellisheiði tepptist og mjólkur- bílarnir þyrftu að fara Krísuvíkur- leiðina, kæmust þeir varla nema eina ferð á dag, og er þá hætt við mjólkurskorti í höfuðborginni. í gær var Hellisheiði fær öllum bílum, en færð þó þyngst á hin- um nýja, upphleypta vegi. Þar var verið að moka um sexleytið í gærkvöldi. Mun það í annað sinn í vetur, sem sá kafli Heliis- heiðarvegarins er sá eini, sem þarf að moka. Skóf í HvalfirSi Færð var þung í Hvalfirði í gær, en þó komust bílar leiðar sinnar þar. Þar mun hafa verið nokkur skafrenningur, sem ekki var til að dreifa á Hellisheiði. Ef útlit veðurs bregst ekki í bráðina, virð- ist þó s'em ekki sé hætta • á iok- uðum vegum að sinni. Fréttir frá landsbyggðinni VíÖdælir í eftirleit Lækjamóti, 22. jan. — Hér er af- bragðsveður á hverjum degi,ó- venju þurrt og jafnvið'rasamt. Snjór hefur, .að heita má, enginn komið síðan í haust. Heiimtur eru misjafnar og vantar bæði hross og sauðfé. Héðan var farið í eftirleit í dag fram á Víðidalstunguheiði. Er þess að' væn'ta að' eitthvað finn ist af skepnum ekki sízt ef veður verður bjart og gött svo sem horf ur eru á. S.L. Skur Sgröíurnar í gangi Þorvaldseyri, 22. jan. — Tíðar- far er og hefur verið með eindæm- um gott hér í vetur. Jafnvel þó að heiðríkt sé um nætur er naumast frostvottur. Skurðgröfur hafa unn- ið hér að framræslu sleitulaust. Bændafundur var haldinn í Skógum 5. janúar. Var þar rætt um nautgriparækt og höfðu fram- sögu þeir ráðunautarnir: Ólafur Stefánsson, Bjarni Arason og Hjalti Gestsson. Að fundi þessum, sem var fjölsóttur og mjög á- nægjulegur, stóð Nautgriparæktar- samband Rangæinga og Vestur- Skaftfellinga. Annar slíkur fundur er fyrir- hugaður um páskaleytið. Er þá gert ráð fyrir að ræðá um ræktun beitilands, græðslu mela og sanda og beit sláturlamba og mjólkurkúa á ræktað land. Fvrir þessum fyrir- hugaða fundi stendur Ræktunar- samband Eyfeilinga og Mýrdæl- inga. Þá mæta væntanlega hjá okkur ráðunautarnir Kristinn Jónsson og Einar Þorsteinsson og Páli Sveinsson, sandgræðslus'tjóri. E. Ó. Þrír heima — tveir a«S heiman Búðnm, Fáskrúðsfirði, 22. jan. — Hér er óveður í dag og ailir bát ar inni. Annars hefur tíðarfar verið' mjög gott hér um slóðir. Héðan ióa nú 3 allstórir bá'tar, Hoffell, en hann er þeirra stærst ur, Ljósafell. og Búðafeli. Hinir tveir fyrmefndu eiu „í útilegu“ og hafa aflað vel, Hoffeil hefur haft tæp 200 skippund frá áramót um en Ljósafeli litlu minna. Búða ellið er aflahæst enda minnsti báturnn og stundar dagróðra. Báturinn Svala, sem héðan réri í fyrra, fór í klössun í haust og reyndist með þurrafúa. Stendur trl að hann rói héðan þegar hann kemur úr ^dðgearð, en það verður í fyrsta lagi einhverútíina í febr. Ef vei ætti að vera þyrftl að eers héðan út f.jK.k. eina þrjá báta. Tveimur bátum héðan, báðir í eigu einsta’klinga, er haldið út frá Suðurlandi, : Sj.gurbjöm í Grindavík og Steíán Áraason í Ves’tmannaeyjum. Hefðu þeir gjarnan mátt vera heima. Nokkuð af imönnum fer nú héð an í atvinnuleit, og fleiri en i fyrra. S.Ó. Ohagstætt ár Svalbarðseyri, 22. jan. — Síðast liðið ár var óhagstætt bændum hér um slóðir a. m. k. og áberandi mikið lakara en árið 1958. Munu þeir ekki líta með mikilli bjartsýni fram á veginn ef enn verður þrengt kosti þeiri-a. Fyrir nokru fór fram skák- keppni milli ungmennafélaganna á Svalbarðsströnd og í Grýtubakka- hreppi. Var teflt á 13 borðum. Fyrrnefnda félagið bar sigur af hólmi með 8 vinningum gegn 5. Hér spilum við Framsóknarvist hálfsmánaðarlega a. m. k. og þykir góð skemmtun í fásinninu. Mjólkurflutningadeildin hefur nú fest kaup á nýjum 7 tonna Volvo-bíl og hefur hann nú verið tekinn í notkun. Er hann með drifi á öllum hjólum og þess vænzt, að hann verði bjargvættur í ófærð- inni, því sennilegar snjóar ein- hvern tíma. S. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.