Tíminn - 28.01.1960, Side 10

Tíminn - 28.01.1960, Side 10
10 TÍMINN; fimiutudaginn 28. janúar líMJð, VilKjálmur Einarsson: ÍJíróttamenn fyrr og nú 4. grein í hef ég víst efni á níu“ Lítt kunnur skíðamaður norskur eistari í 50 km. skíðagöngu Norðmaðurinn Willy Rögeberg. Myndin er tekin, þegar hann setli heimsmetið í skotfimi í Berlín 1936. Hér kemur frásögn af íþrótta- afreki, sem hljótt hefur verið um. íþróttagreinin, sem afrekið var sett í er líka róleg og hl.jóð- lát, að undanteknum snöggum mjög háværum hvellum, hér er um að ræða skotfimi. Góð frammistaða í þessari ná- kvæmnisþraut krefst mikils jafnvægis og afslöppunar á taugum, útilokun frá umhverfi, stjórn yfir hverjum vöðva. Skotin eru alls 30, sem skotið er úr ákveðinni fjarlægð með vissu miliibili. Eftir bví sem á líður keppnina vex spenningur- inn um hvað hver lokaniður staðan verði, ef vel hefur gengið verður ávallt meira og meira í húfi við hvert skot. Fregnir berast af keppinautum, sem liafa verið stálheppnir með s'kot. Heldur þú ekki, lesándi góður, að taugarnar fari að ;,titra, eftir að þú hefur hlaðið 6—7 skotum í miðpunktinn? Það skeði á Ólympíuleikun- um í Berlín 1936. Markið er 20 cm. í þvermál, og miðpunktur- inn er á stærð við tveggeyring. Fjarlægðin er 50 metrar -— frá miðjum knattspyrnuvelli og í mark. Nú víkur sögunni að lágvöxn- um Norðmanni, Willy Röge- berg. Með vélrænhi nákvæmni skaut hann hveriu skotinu af öðru, öilum beint í miðpunkt- inn. Milli tilrauna lagði hann höfuðið á púða, lokaði augun- um til að hvíla sig á milli skot- anna. , Venjulega eru áhorfendur hinir rólegustu við slíkar keppnir, en þegar litli Norð- maðurinn hafði þannig raðað 26 skotum í miðpunktinn voru flestir viðs'taddir komnir svo nólægt honum, sem leyfilegt var. Allir skotmenn í siíkri keppni hafa aðstoðarmenn. sem hafa það hlutverk, að kík.ja í sjónauka og segia skyttunn: frá stigatölu. eða aðstoða á annan hátt. Aðrtoðarmaðurinn Sverre Glomes átti bágt með að dyl.ia eftirvæntinguna, aldrei hafði nokkur maðúr í sögu skot- keppninnar áður náð slíkum árangri. Hinn minnsti misgán- ingur gat þó eyðilagt heildar- árangurinn. Það er enginn barnaleikur þótt ekki sé nema sjá mið- punkt-inn í 50 m. fjarlægð. Rögeberg var nú tilbúinn að hleypa af því 27. Hann miðaði, hleypi örugglega af og einu sinni enn fékk hann 10 stig. 28. skotið reið af. Hönd aðstoð- armanns;ns' titraði þegar hann lyfti sjónaukanum: „Ekki ber á öðru. enn einn tugur! Loftið var mettað af tilfinn- ingum áhorfenda. Það var graf- þögn. Litli Norðmaðurinn velti sér til hliðar á koddanum og sagði: ,,Nú hef ég víst pfni á níu.“ „Það er engin ástæða til að spara, af hverju elcki að taka eina tíu í viðbót?“ Og enn ein tía fylgdi, en þar skall hurð nærri hælum! E. t. v. haíði bessi stutta viðræða rask- að örlítið hugarjafnvægi Röge- bergs, ef til vill smitaðist hann örlítlð af stemmningu augna- bliksins og fann að hér voru að ske sögulegir atburðir. Farið var greinilega í níunni að •mestu, en bíðum við, það snerti tíuna líka og tilheyrir þá henni samkvæmt reglunum. Allir beindu kíkjum sínum að skífu Rögebergs, enginn vildi missa af því að sjá met met- anna, ef Nú sýndi Rögeberg fyrir al- vöru sína andíegu yfirburði. Ilann vissi að sjöa mundi nægja til að hljóla gullið, en mark hans var hærra en það, met hans skyldi verða óyfirstígan- legt, aðeins yrði hægt að jafna það. Með þetta í liuga lagði hann skeftið að öxl og kinn og miðaði lengi og vel. Það var eins og tíminn s'tæði kyrr. Að lokum reið skotið af. Það var þrítugasta tían í röð, dómarinn kom og staðfesti dóminn. Einn frábærasti atbirrður íþróttasög- unnar hafði skeð utan við glaum íþróttavallarins og minn- ir á spakmæli Leonardos Da Dincis: „Stærstu fljótin falla neðanjarðar“. Frjálsíjiróttama^urinn Reidar Andreasen sigr- a$i opí komst með því í Olympíuiið Morðmanna Á sunnudaginn fór fram í Noregi 50 km skíðaganga í norska skíðameistaramótinu. Úrslit urðu mjög óvænt, því hinn kunni frjálsíþróttamaður Reidar Andreasen bar sigur úr býtum með nokkrum yfir- burðum, og tólcu þó þátt í göngunni flestir beztu skíða- göngumenn Noregs. Andreasen, sem er landsliðs- rnaður í 3000 m hindrunarhlaupi, fór heldur rólega á s'íað og var Hinn kunni markmaður Manch. United, Harry Gregg, sem er írsk- j ur landsliðsmaður, og var talinn bezti markmaðurinn í síðustu heimsmeistarakeppni, var fyrir nokkru síðan settur út úr Manch. liðinu þar sem hann hafði staðið sig heldur illa í leikium. Hann lék í varaliðinu sex leiki, en ér nú! aftur komir.n á sinn rétta stað, cg hefur sjaldan leikið betur. I lengi framanaf í fimmta sæti. Þegar 40 km höfðu verið gengnir var hann í þriðia sæti, en á síð- ustu 10 km hafði hann langbezt úthald og komst þá langt fram úr keppinaUtum sínum. Sverre Sten- heim hafði verið fyrstur til þess tíma, en tapaði rúmum tveimur mínútum á síðustu 10 km miðað við Andreasen. í þriðia sæti varð Ingmund Holtas, og Hallgeir Brenden í fjórða sæti, en h.ann sagði eftir keppnina.' að þetta hefði verið ein erfiðasta skíða- ganga, sem hann hefði tekið þátt í. Hinn kunni skíðagarpur Odd- mund Jensen varð siötti, Harald Grönningen áttundi og gamla kempan Martin Stokken i ellefta sæti. Eftir þessa keppni er öruggt. að Reidar Ar.dreasen verður í &lymp- íuliði Norðmar.na, en fyrirfram hafði ekki verði reikr.að með því. Einnig er ákveðið, að Hallgeir Brenden keppi á öllum vegalengd- um í Sauaw VaHey, það er 15 km, 30 km og 50 km. Það er athyglisvert hjá Norð- mönnum hve margir íþróttamenn leggja bæði stund á friálsar íþrótt- ir að sumrinu og skiðagöngu að j vetrinum. Má í því sambandi minn- ; ast á Martin Stokken og Hallgeir ! Brenden, sem báðir hafa hlaupið 3000 m hindrunarhlaup vel innan við níu mínútur, en Stokken var ^einnig um árabil bezti langhlaup- ari Noregs og norskur methafi bæði í hindrunarhlaupinu, fimni cg tíu km hlaupum. nskar kr. Nýlega var greiddur stór vinningur hjá dönsku getraun- unum. Fyrir 12 rétta voru greiddar 36.300 danskar krómir, og "átu nokkrir rétt á alla 12 leikina. Kaupmannahafnarbúi einn var þó sérlega heppinn í því sambandi, því á einum séðli hafíi hann tvisvar 12 rétta, einu sinni ellefu rétta og einu sinni 10 rétta, af átta röðum. Fyrir það hlaut hann 76.145 danskar krónur og er því ríkur niaður. Skífurnar hans Rögeberg voru 15 og hann skaut tveimur skotum í hverja. Staersta skífan sýnir þau öll faerS saman. Á 5. skífu sést hve litlu munaði i 29. skotinu. Eins og skýrt var frá hér á síðunni í gaer, voru aSstæður mjög erfiðar (J fyrir skautahlauparana á EM í Osló. Tveggja sm. vatn var á brautunum. Myndin hér að ofan er af Evrópumeistaranum, Knud Johannesen, er hann kemur í mark í 1500 m. hlaupinu, og ef myndin prentast sæmilega, sést „spegHmynd" hans í vatninu á ísnum. Knud sigraði í 1500 m. hlaupinu, og var það einn óvæntasti sigurínn á mótinu, því langhlaupin hafa verið sterkasta hlið Knud hingað til.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.