Tíminn - 31.01.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.01.1960, Blaðsíða 1
44. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 31. janúar 1960. 24. blað. eldflaugum skotið, bls. 6. ■í-i— Um undrabörn, bls. 3 Skrifað og skrafað, bls. 7 | íþróttir, bls. 10 ) 5 Fjölmenn íslenzk verzlunarsendinefnd hefur undanfarið dvalizt í Moskvu og samið við Rúss- ann um kaup og sölu. Áður voru það einn eða tveir menn sem önnuðust samningagerðir af þessu tæi fyrir austan. og miðað við fjöldann í þessari nefnd má ætla að stórfelldir verzlunarsamningar séu á döfinni. Myndin er af nefndarmönnum ásamt rússneskum leið- sögumönnum og túlkum á gangi um Rauða torgið, en í baksýn er einn af turnum Kreml. Flestir nefndarmanna eru nú komnir heim. Undir veggjum tCremi Hlupu hraðar en á mettíma á skautum í Eyrarlandshólma Á innanfélagsmóti hjá Skautafélagi Akureyrar í gær náðust betri tímar 1 tveimur greinum, en staðfest íslands- met voru fyrir. Keppt var í 500 og 3000 metra hlaupi í A-flokki, og 500 metrum B- flokks. í 500 metra lilaupi var lilut- skarpastur Björn Baldursson, og var tími hans 46,5 sek., en hann átti sjálfur bezta tínia íslend- ings áður, 46,6, sein er viður- kennt íslandsmet, sett í Noregi 1957. Annar var Sigfús Erlings- son, 4í,0 sek., og þriðji Skúli G. Ágústsson með 49.2 sek. í 3000 metra hlaupi var fyrst- ur Sigfús Erlingsson, á 5 mín. 28,6 sek. Annar var Skúli G. Ágústsson á 5.31,3 mín., og eru báðir þeir tímar betri en stað- Kotfiiitit fram f hádegisútvarpinu í gær var lesin tilkynning frá lögreglunni í Hafnarfirði, þar sem lýst var eftir manni, sem hvarf að heiman frá sér s.L mánudag. Maðurinn kom í leiitimar í gær. Hann hafði ráðið Sig á skip, Hallveigu Fróðadóttur. Búizt viíf aí tvö ný met í skautahlaupi veríi staftfest á næstunni fest fslandsmet Bjarnar Baldurs- sonar, sem hann sett ií Noregi 1957, 5.34,1 mín. Björn hefur þó átt betri tírna á þessari vega- lengd, 5.27,8 mín. Það var einn- ig í Noregi, en var ekki stað- fest sem íslandsmet. Hann var hins vegar þriðji í þessu lilaupi, með 5.34,1 mín., eða nákvæm- lega sama tíma og nægði honum til íslandsmets 1957. Búizt er við, að þessir tímar verði staðfestir sem fslandsmet, þar sem allar aðstæður uppfylla tilskilin skilyrði. Mótið var haldið á Eyrarlands hólma, en svellið þar er nú með allra bezta móti. Gullvæg Alþýðublaðsorð Þetta er Alþýðublaðsmynd, eins og allir sjá. Hún birtist á andliti Alþýðublaðsins 16. okt. í haust rétt fyrir kosningarnar. Þá var ekki verið að spara fögru orðin, enda voru þeir á biðilsbuxum til kjósenda. Það er barið í borðið til varnar rétti alþýðunnar. Engin kjaraskerðing, annars skuluð þið bara vara ykkur, piltar. Nú er lausnarorð Alþýðuflokksins fram komið, og fólk getur hæglega borið fallegu orðin hérna á Al- þýðublaðsmyndinni saman við þau plögg, sem lögð hafa verið fram á Alþingi síðustu daga. Þetta heitir nú að standa sæmilega í ístaðinu. Hafnd frá sfjérnarflokkunuin er aé endurskoSa tekjuskatfslögsn vegna áforma um „afnám fekjuskaffs á m@9a!tekjum“ Stjórnarblöðin þyrla nú upp miklu blekkingamold- viðri' í sambandi við hinar nýju ráðstafanir, sem fyrir dyrum standa. Tekjuskatts- lækkuninni og fjölskyldubót- unum er slegið upp í flenni- fyrirsögnum og látið er að því liggja, að láglaunastétt- irnar fái þær verðhækkanir, sem af hinum nýju ráðstöf- unum leiðir, að fullu bættar. Þeim smáu skal ekki gleymt og þeir, sem breiðust bökin hafa skuiu fá að axla bvrð- arnar. — Þetta er soralegur og ósvífinn áróður og gegnir furðu, að stjórnarflokkarnir skuli bjóða skynsömu fólki upp á slíkar blekkingar. Tekjuskattslækkunin mun fyrst og fremst verSa há- launamönnum til góða en koma að litlu gagni fyrir þá, sem lægstan tekjuskatt greiða eftir núverandi skatt- kerfi. Um aukningu fjöl- skyldubótanna er ekki nema gott eitt að segja, en þær eru sem dropi í hafið miðað við þær stórfelldu nýju á- lögur, sem stjórnarflokkarn- ir ætla að steypa yfir þjóðina til viðbótar gengislækkun- inni og þeirri hækkun vöru- verðs, sem af henni mun leiða. Fjölskyldubætur munu og ekki koma mairihluta launþega að neinum notum, eða öllum þeim, sem ekki hafa ómaga á framfæri. Það er ekki neinum vafa undirorpið, að þessar ráð- stafanir munu lenda tiltölu- lega þyngst á lágtekjufólki. -Framhald á 2. síðu. f ; — " Oánægja með „bjargráðin“ Stjórnarflokkarnir höfðu haft í hvggju að leggja til- lögur sínar í efnáhagsmál- um fyrir Alþingi í síðast liðinni viku. Þessu var þó frestað, og verða tillögurn- ar ekki lagðar fram fyrr en um miðja þessa viku. Þessu hiki veldur að ýmsir menn í báðum flokkum eru mjög óánægðir með vissar ráð- stafanir, sem stjórnarflokk- arnir hyggjast gera. Eink- um eru þeir óánægðir með fyrirhugaða hækkun út- lánsvaxta. Frestinn notar ríkisstjórnin til að reifa málið við þá, sem óánægðir eru. ------—------------------/ ■e

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.