Tíminn - 31.01.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.01.1960, Blaðsíða 6
TÍMIN N, sunnudaginn 31- janúar 1968. Otggfandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Edduhúsinu við Llndargötn Simar: 18 300, 18301, 18302,18303,18305 og 18 308 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Siml eftdr kl. 18: 13 948 I Blekkingin mikla Síðast liðnir fjórir mánuðir hafa verið lærdómsríkir fyrir íslenzku þjóðina. Á þeim tíma hafa átt sér stað nokkrir mjög eftirtektarverðir atburðir. Hversu afleið- ingaríkir þeir á hinn bóginn verða, er að sjálfsögðu enn ekki komið í ljós en ekki er ólíklegt að þeir eigi^eftir að marka dýpri spor og valda margþættari áhrifum en marg- ur hyggur í dag.' Til glöggvunar má greina atburðarásina í þrjá þætti. Verður þá fyrst fyrir kosningabaráttan s. 1. haust. Þótt hún mótaðist að formi til af kjördæmabreytingunni þá var inntak hennar afstaða flokkanna til dýrtíðarmál- anna. Alþ.fl. háfði farið með stjórn landsins frá því á sól- hvörfum s. 1. vetur. En þótt ráðherrar flokksins fengju að sitja í tilheyrandi stólum uppi í stjórnarráði og niðn á Alþingi, voru þeir eins og fangar í búri. Þeir voru algert handbendi Sjálfstæðisflokksins og stöi-fuðu á hans ábyrgð. Fyrstu viðbrögð stjórnarinnar voru að lækka kaup með lögum, hækka uppbætur og niðurgreiðslur. Og í kosningunum í haust var kjósendum sagt að með þessum aðgerðum hefði Alþýðuflokkurinn stöðvað dýrtíðina. Hag- ur ríkissjóðs og Útflutningssjóðs stæði með meiri blóma en átt hefði sér stað um langa hríð. Um það væri kosið, hvort „stöðvunarstefna“ Alþýðuflokksins ætti að gilda áfram eða að hellt yrði stórfelldara dýrtíðarflóði yfir þjóðina en áður hefði þekkzt. Þeir, sem vilii áframhald- andi stöðvun kjósi Alþýðuflokkinn, þeir sem vilja ana á ný út í fenið kjósi hina. Nákvæmlega það sama sögðu mál- flytjendur Sjálfstæðisfl. að því undanskildu, að þeir nefndu sinn flokk i stað Alþýðuflokksins, eins og vonlegt var. En annars fannst kjósendum litlu skipta um nafnið því báðir flokkarnir lýstu því vfir, að stefnan væri í meg- inatriðum ein og hin sama. Alþýðuflokkurinn vann nokk- urn sigur, því til var slangur af fólki, sem trúði þeim árcðri flokksins að hann hefði stöðvað flóðið og myndi verða þeirri stefnu trúr. Þetta er fyrsti þáttur málsins. Næsti þáttur hófst með þinghaldinu fyrir jólin. Þá höfðu íhaldið og Alþýðuflokkurinn opinberað trúlofun sína. Þingið var nánast kallað saman til þess eins að tryggja í bili fjárhagslegan grundvöll þessa ógiftusamlega hjúskapar. Síðan skvldi það sent heim. Heimsendingin dróst að vísu lengur en áformað var í upphafi en tókst þó, en jafnhliða voru þverbrotnar venjur, sem gilt hafa á Alþingi íslendinga í áratugi. Afsökunin fyrir því áður óheyrða framferði var sú, að ríkisstjórnin þyrfti að fá frið til þess að útbúa nýtt efnahagskerfi handa þjóðinni. Það gamla væri gatslitið og ónýtt með öllu og nú skyldi „efna í annan bát og ala upp nýja sauði“. í sambandi við þetta stutta þinghald tóku menn eftir tveimur ískyggilegum þverbrestum í ,,stöðvunarstefnu“ stjórnarflokkanna frá s. 1. hausti. Það hendir stundum stjórnarformann hins nýja fyrirtækis, Ól. Th„ að sleppa því að hugsa áður en hann talar. Þess vegna varð honum það á að segja á Varð- arfundi, að í ríkissjóð og Útflutningssjóð vantaði einar litlar 250 millj. Menn ráku að vonum upp stór augu. í ann- an stað þótti það undarleg uppgötvun að þörf væri á nýju efnahagskerfi úr því að búið var að stöðva dýrtíðina. Uppgufunin úr áður nefndum sjóðum á einum mánuði var ofar mannlegum skilningi. Annað hvort hlaut Ólafur Thors að skrökva eða kratar. Og allir vonuðu að það væri Ólafur, ekki af því að menn vildu honum illa heldur af því að menn vilja sjálfum sér vel. En íslendingar eru þrátt fyrir allt þolinmóðir me’nn. Því þótti rétt að bíða átekía þar til séður yrði svipurinn á hinu nýja,,efnahagskerfi“. Það hlaut að verða í anda stöðvunarstefnunnar og þá væri vel. Óg nú er fvrsti angi hins nýja efnahagskerfis kominn í ljós, fjárlögin. Og þar með er hafinn þriðji þátturinn og er hvergi nærri lokið. En það er skemmst af að segja, að hin nýju fjárlög eru algert rothögg á allar fyrri staðhæf- ingar og loforð stjónarflokkanna um stöðvun dýrtíðarinn- ar. Engum heilskyggnum manni blandast hugur um, að eins og þau eru úr garði gerð, opna þau allar gáttir fyrir stórkostlegra dýrtíðarflóði en áður hefúr riðið yfir þessa þjéð, nema ef vera skvldi sú alda, sem yfir skall á hunda- dagastjórnartimabili Ólafs Thors 1942. Hinum stórfenglega blekkingasjónleik, sem stjórnar- flokkarnir settu á svið s. 1. haust er ao vísu enn ekki lokið. En kjósendum hefur nú þegar gefist kostur á að sjá „stöðvunarstefnu“ þeirra i framkvæmd. Walter Lippmann skrifar um alþjóðamál: ---- Eldflaugum skotið úr kafbát Bandaríkjamenn hleyptu kafbáti af stokkunum um síísustu áramót, sem valda mun gjörbyltingu í sjóhernatSi. NY OLD SJÓFERÐA hófs't um áramótin — að minnsta kosti, hvað snertir Bandaríkin. Nánar tiltekið var þetta 30. des. s. 1., þegar fáni var dreginn að hún á U.S.S. „George Washing- ton“, fyrsta bandaríska kafbátn- um, sem getur skotið eldflaug- um úr djúpunum. Kafbáturinn er á stærð við meðal tundurspilli og er taep- lega 130 metrar á lengd og í orrustuhæfni er hann á við heil an flota af orrustuskipum og flugmóðurskipum. Kafbáíurinn getur skotið eld- flaugum í allt að 2000 km. fjar- lægð og þessar eldflaugar eru nægjanlega sterkar til þess að leggja i agjöra rúst stórborgir og iðnaðarhverfi óvinanna. Einnig er kafbáturinn búinn tundurskeytum — eiginlega til sjálfsvarnar. Fallbyssur og vél- byssur eru engar, því kjarn- orkukafbátar eru of dýrmætir til þess. að þeim sé hæít upp á yfirborðiö í hernaðarátökum. EFTIR ÞVÍ SEM bandarískir herfræðingar telja er „George Washington“ sterkasta orrustu- skip heimsins' eða ætti að minnsta kosti að verða það inn- an skamms, þegar hann hefur verið búinn Polar-flugskeytum. Rússar hafa búið nokkra af stærstu kafbátum sínum með stuttdrægum flugskeytum, en að því er menn bezt vita er eng- in kafbáta þeirra knúinn kjarn- orku, og kafbátar þeirra verða að koma upp á yfirborðið til þess að skjóta flugskeytum sín- um, en George Washington skýtur smum flugskeytum úr djúpunum. Af þessum sökum er George Washington og syst- urskip hans ásamt fjórum öðr- um kafbátum af stærri og full- komnari gerð sem allir eru í smíðum, mun öruggari og skeinuhættari en eldflauga- stöðvar á landi. Óvinurinn get- ur haft uppi á eldflaugastöðv- um á landi, en kafbáturinn breytir stöðugt stöðu sinni og það getur verið erfiðara að hafa uppi á honum en saumnál í heystakk. Kjarnorkukafbátur getur dvalið svo mánuðum skiptir á hafsbotiii og hann siglir á svo miklu dýpi, að hann ber engan skugga upp á yfir- borðið og verður því ekki greindur úr lofti, eins og aðrir kafbátar. Þegar hann gerir árás er hann nokkra metra U.S.S. „George Washington" undir vfirborðinu en kafar síð- an strax niður í öryggi djúp- anna. KAFBÁTURINN hefur marga kosti umfram flugvélamóður- skip, sem ber atómsprengju- flugvélar. Hann er ósýnilegur og eldflaugar hans eru örugg- ari tæki til þess að skila sprengjunum á ákveðna staði heldur en flugvélarnar. Upphaflega átti George Washington að verða 252 feta langt skip af „Skipjack-gerð- inni“ og kjölurinn að skipinu var lagður með þetta áform í huga. En ákvörðunin um að smíða kjarnorkukafbát, sem gæti skotið eldflaugum var tek- in aðeins einum mánuði eftir að kjölurinn var lagður eða 1. nóv. 1957. Það sem komið var af skipsskrokknum var skorið í tvmnnt. Byggingarlag George Wash- ington er allklunnalegt vegna hinnar innbyggðu eldflaugna- stöðvar og hann er svifaseinn og lætur ekki eins vel að stjórn og aðrir kafbátar. Hann er heldur ekki eins hraðskreið- ur og bátar af „Skipjack“-gerð. Hraði þcirra kafbáta hefur ekki verið gefinn upp, en talið er að þeir geti farið með yfir 20 sjó- mílna hraða í kafi. GEORGE WASIUNGTON er fyrsti kafbáturinn, sem hefur tvær áhafnir. Þegar eftir að hann hefur tekið eldflaugar sínar um borð heldur hann til leynilegs varðstaðar á hafs- botni. Á 60 til 90 daga fresti kemur hann svo upp á yfirborð- ið og mætir móðurskipi sínu, tekur vistir — og skiptir um áhöfn. Það verður aðeins til eftirlits og viðgerða, sem kaf- báturinn mun koma til hafnar. Hann þarf ekki að fara til hafnar til þess að taka drykkj- arvatn. Vatn er framleitt um borð úr sjó á vísindalegan hátt. Það þarf heldur ekki að koma upp á vfirborðið til þess að byrgja upp með súrefni. Súr- efni er framleitt um borð með því að kljúfa vatn í frumefni sín, vatnsefni og súrefni. Vatns- efnið er engin þörf fyrir og því er því dælt úr skipinu. ÞEGAR SKJÓTA á eldflaug- unum kemur kafbáturinn upp undir yfirborðið og vélar eru stöðvaðar. Rafeindaheili annast miðun eldflauganna og tekur fullt tillit bæði til hreyfinga skipsins og sjávarins. Eldflaug- unum er skotið með þrýstilofti og þegar búið er að hleypa af fyllast eldflaugnahylkin af sjó, en sjálfvirkt tæki réttir af mis- vægið, þegar í stað. t ) ) ) ) ? ) ) < t ) ) ) ) ) > t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) r ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) (FramhaJd aT 5. slðuz fjölda pr. sjúkrarúm og getur þess að þar S'é tiigreint 200—250 rúm- metrar pr. sjúkrarúm. Rétt er að þessar tölur er að finna í nefndu riti, en þar er átt við miklu yfirgripsmeiri sjúkra- hús (Vollanstltenhaus), en á bls. 387 í ritinu er tilfærð talan 174,5 rúmm. pr. sjúkrarúm og er þar átt við venjulegt sjúkrahús og hefði því verið réttara að miða við þann rúmmetrafjölda, þegar fjallað er um nauðsynlegt rými pr. sjúkra- rúm. Hitt er svo annað mál, að engmn telur' eftir þótt búið sé sem bezt að allri starfsemi í hinu fyrirhug- aða sjúkrahúsi, en i því efni verð- ur að hafa i huga að miða ber við hlenzka staðháttu og efnahag, en ekki spenna bogann hærra en stærstu þjóðir heims gera. Svo má ekki gleyma hinu að hér er verið að ráðstafa fé reykvískra útsvarsgjaldenda og er því vissu- lega rétt og skylt að benda á það sem betur mætti fara um ráðstöf- u.n þess, en í því efni stendur að núnum dómi aðalatriði máLs þess óhaggað, að spara mætti tugi | miiijóna við umræddar bygginga- framkvæmdir. Einn af þeim liðum j væri að hætta við turninn, þar sem I hann er /íú. I ! í grein minni var á það bent, að byggingarkostnaður pr .sjúkra- rúm myndi sennilega fara upp í hálfa milljón krónur, en miðað við heilsuverndarstöðina (1430 kr. pr. rúmmetra, meðan aðrir byggðu sama magn fyrir 686 kr.) mætti telja líklegt að byggingarkostnað- ur pr. sjúkrarúm miðað við að þau væru öll 300 tekin með í reikninginn. verði sem sé ekki undir 550 þús! krónum og er þá álma fvrir 140 rúm óbyggð. (Ann- að heimsmet!). Eða ef aíjeins er talinn sá hluti, sem nú er í smíð- um, 800 þús. pr. sjúkrarúm, en heildarbyggingarkostnaður þess hluta um 130 milljónir. Nú mun sennilega um 40 milljónum hafa verið varið til hússins (27 milljón- ir pr. 31/12 ’58). t Ein af áslæðunum fyrir þessum mikla byggingafkostnaði er án efa sú að arkitektum bæjarins virðist miklu tamara að nota loftbor eftir að byggt hefur verið, heldur en nota strokleöur á meðan húsið er aðeins á pappírnum. í grein sinni lætur dr. Sigurður þess getið, að' ekki ls irétt með far ið í grcin m.'.nnt cg i lokin segir hann að undiri'itað’ur hefði átt að rannsaka málið betur í 'Stað þess afj flíka tilgátum og sögusögnum. Hér er um getsakir einar að ræða. Upplysingar mínar t. d. um eldhús og matvælageymslu hússins hef ég frá manni, sem er manna fróðastur um allt það, er að því lýtur, og hefur með hvað mestum ágætum rekið sambærilega stofn- un (og sjúkrahús er), en maður- inn heitir Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheim- ilisins' Gi'und. Á'tti hann sáeti í fyrstu undirbúningsnefnd að bæj- arsjúkrahúsinu og kom þar fram með ýmsar hollar bendingar — og ef til vill var það einmitt þess vegna, að hann var ekki skipaður í byggingarnefndina, þegar hún var endurskipulögð. Við dr. Sigurður erum án efa sammála um að sjúkrahúsbyg'ging eigi að' vera stilhrein og laus við allt tilgangslaust prjál og útflúr, en hvorugu þes'/u er til að dreifa með heilsuverndarsríöðina og bæj arsjúkrahúsið og um það hafa m.a. greinar mínar snúizt og verður það ekki hrakið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.