Tíminn - 07.02.1960, Page 1
44. árgangur — 1960
Sunnudagur 7. febrúar 1960.
Einn þáttur árásar ríkisstjórnarinnar á lífskjör almennings:
Krefst alræðisvalds um ákvörð-
un vaxta og lánstíma stofnlána
Með einni lagagrein á að koilvarpa
mörgum lagabálkum, sem eru
ávöxtur áratugastarfs á Albingi
I 32. gr. efnahagsmálafrumvarpsins fer ríkis-
stjórnin fram á óskorað vald til þess að ákveða
vexti og lánstíma lána úr Fiskveiðisjóði, Stofnlána-
deild sjávarútvegsins, Byggingarsjóði sveitabæja,
Ræktunarsjótli, Byggingarsjóði rikisins (húsnæð-
ismálastjórn), Byggingarsjóði verkamanna og Raf-
orkusjóði. — Með einni lagagrein hyggst stjórnin
kollvarpa mörgum lagabálkum, sem byggðir hafa
verið upp með áratugastarfi á Albingi.
Allir þessir sjóðir veita hagstæð lán til upp-
byggingarinnar í landina og grundvöllur lána úr
þessum sjóðum er sá, að af þeim þarf að greiða
lægri vexti og lánstími er lengri en gerist um önn-
ur lán.
Nú ætlar ríksstjórnin að leggja þessa sjóði
undir hæl sinn. Það er gert til þess að hækka vexti
og stytta lánstímann eSa með öðrum orðum til
þess að stöðva uppbygginguna og múlbinda almenn
ing. Almenningi á ekki lengur að gefast þess kost-
ur, að afla sér hagkvæmra lána til aÖ koma upp
sjálfstæðum atvinnurekstri eÖa eignast þak yfir
höfuðið.
Þetta er aðeins einn þáttur í þeirri stefnu, sem
nú á að fara að framkvæma: ÞAÐ Á AÐ SKIPTA
ÞJÚÐINNI í ÞÁ, SEM EIGA 0G ÞÁ, SEM EKKI
EIGA!
í gegnum gluggann sér í nakin tré, sem bíða bleikan vetur eftir að vorið komi — og
stúlkan situr og bíður einnig. En veturínn er aldrei langur og kannske verður vorið fyrr
á ferð í ár en áður. (Ljósm: Tíminn KM)
Þeir eru ekki
lausir við ugg
Þann 4. þ. m. var fundur
baldinn í bæjarstjórn Siglu-
fiarðar. Bæjarfulltrúar Al-
þýðu- og Sjálfstæðisflokksins
fiuttu svohljóðandi tillögu á
fundinum:
„Bæjarstjórn Siglufjarðar sam-
þykkir að lýsa ánægju sinnl yfii
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn
ar, að hiuti af söluskattinun
renni sem tekjustofn til sveitaj
félaga, eins og nú hefur verii
boðað“.
Er stjórnarsinnar höfðu lag
fram tillöguna flutti bæjarfulHrú
(Framhald á 3. síðu).
Athugið - bls. 8 og 9 eru sunnudagssíður