Tíminn - 07.02.1960, Side 9

Tíminn - 07.02.1960, Side 9
TÍMINN, sunnudaginn 7. febrúar 1960. 9 ★ Þáttur i syni á Sandá Úr þióíSsag’nakverinu Fíflar Maður hét Ólafur og var Sig- urðsson; hann bjó á Sandá í Svarfaðardal, seint á 18. öld Séður þótti hann og brögðóttur og gjörði sér stundum annarra eigur jaifnheimilar sínum. Ekki fór hann leynilega afs því, en þó svo klóklega, að ekki urðu hendur í hári honum hafðar, og aldrei komst hann undir manna hendur, þó hann léki brögð þessi. Magálarnir Einhverju sinni, fyrri part vetrar, fór Ólafur með fleiri mönnum vestur Deildardalsjök- ul og vestur í Hofsóskaupstað, 9em fyrrum var siður Svarf- dæla, því það er jafnskemmra en á Akureyri. Þegar þeir komu vestur af jöklinum, gis-tu þeir á einhverjum bæ í Deildardaln- um, sem eigi er niafngreindur. Ólafur var þar vel kunnugur. Þeir báðu bónda gistingar og var hún til reiðu. Bóndi fylgdi þeim inn í baðstoofu, en Ólafur varfj eftix úti og lézt eitthvað vera að hagræða pjönku sinni; en þegar hinir eru komnir inn, fer hann inn í eldhús og nær niður tveimur sauðarmagálum, sem héngu upp í eldhúsinu, og lætur þá í poka sinn og gengur að því búnu til baðsitofu, heils- ar fólkinu og fær sér svo sæti. Nú er kveikt ljós. Þá segir Ólafur við samferðamenn sína: „Viljið þið ekki fara afj taka ykkur biita, lagsmenn góðir, fyrst við gátum ekki borðað á fjall- inu. Eg kom inn með pokatusk una mína“. Samferðamenn hans féllust á það. Nú tóku þeir upp i nesitið og fóru ag snæða. Ólaf- | ur dregur þá upp sauðarmagál- ana og verður hinum mjög star sýnt á þá, og þykir hann hafa j búið sig vel út í ferðina, enda vissu þeir eigi til, að Ólafur ætti sauði fullorðna; en hann býður þeim bita og sneiðir nið- ur magálana, og gefur fyrst hús- bóndanum vænar sneiðar, og síð an öllu fólkinu ásamt fylgdar- mönnum sínum. Fólkið þakkar Ólafi m-eð mestu vii'ktum og þótti, sem von var, að hann væri sá bezti næturgestur, sem þar hefði gist. Um morguninn snemma héldu þeir félagar af stað, og sagði Ól- afur félögum sínum, hvemig á magálunum hefði staðið, því þeir voru forvitnir að vita, hvern ig hann hefð'i útvegað sér svo væna magála. Kofaásinn Einhverju sinni sem oftar fór Ólafur að sóknarkirkju sinni, Urðum í SvarfaðardaJ ,að hlýða messu. Þegar búi?j var að blessa, gjörir hann bæn sína, tekur hatt sinn og fer alfarinn úr kirkjunni, Sá einhver, að hann lagði á hest sinn og reið út frá Urðurn, sem var í gagnstæða átt frá heimili hans, og hélt sá, að hann ætlaði ofan í sveit. Þegar úti var mesisugjörðin fyrir nokkru, sáu menn að Ólafur reifs utan í hlaðið á Urðum og reiddi stóri tré fyrir framan sig. Fjöldi messufólks tóð á hlað- inu og heilsaði hann því og kvaddi, án þess að stanzr. hið minnsta, og hélt heim til sín; var áilitið. að hann hefði sókt tréð eitthvað út á bæi. Löngu síðar söknuðu Urðamenn spýtu ;em átti að iiggja við fjárhús- tóft, yzt á urðartúni; en svo hag ar til, að frá bænum sézt eigi til yztu húsanna á túninu. Var álit manna, að Ólafui hefði leg- ið í leyni þar, unz að úti var, og komið svo með spýtuna af; öll- um ásjáandi, svo engan grunaði neiitt; hafði hann vantað hana fyrir ás í kofa, sem hann var að byggja, og þóttust menn þar þekkja tréð frá fjárhústóftinni á Urðum. Hákarlsbeitan Göngustaðir í Svarfaðardal er kirkjujörg frá Urðum, og er land skuldarsláttur þaðan sleginn á hverju sumri á Urðum.. Bónd- inn á Göngustöðum fékk vana- lega Ólaf á Sandá í sláttinn með sér, því bæði var hann góður sláttumaður og einnig nágranni hans. Einu sinni sem oftar slógu þeir sláttinn og byrjuðu um kveldið og slógu um nóttina. sem oft var vani á þeim dögum. Þegar þeir fóru að borða um nótt ina, sem heldur var af skorn- um skammti, þvi hart var í ári, segiir einhveir sláttumannanna, að gott væri nú að eiga sér góð an hákarlsbiita úr grindahjallin- um hans Jóns Siguiðssonar. Þá bjó á Urðum Jón Sigurðsson, merkur ríkisbóndi, og átti há- karl mikinn í læstum spela- hjalli, fyrir sunnan bæinn, skammt frá slægjunni, þar sem menn þess-ir voru að slá. Ólafur gegnir strax og segir, að hægt muni að fá ag smakka hákari- Lnn, ef þá langi mikið í hann. Stendur síðan upp og brýtur neðri hælinn úr orfinu sínu og gengur siðan með það að hjail- inum og rekur það meg ljánum inn á milli rimlanna, og getur skorið niður eina betu með lján um og krækt hana út á ljásodd- iinum og færði síðan hinum. Ekki er annars getið, en þeir hafi gjört sér gott af henni, en sögðu svo frá síðar meir. Askarnir Öðru sinni, annag sumar, var ÓJafuT að sJá landskuldarslátt- inn á Urðum. Höfðu þeir slegið um nóttina, en um morguninn var hiti mikill og þyrsti Ólaf mjög. Voru þeix að keppa við seinasta hornið rétt við hlað- varpann í því bili kemur vinnu kona út og gengur fram í hlað- brekkuna með si-nn askinin i hvorri hendi fullan af spónamat; átti hún að færa þá vimnumönn- um tveimur í littaskattinn, Langt út á túnið, þar sem þeir voru að slá. Þegar hún kemur á brekk una, man hún eftir því, að hún gleymdi spónunum, setur niður askana og gengur inn til að ná spónum; en þegar Ólafur sér það, gjörir hann sér hægt um hönd. hleypui að öðrum askin- um og svolgrar úr honum lyst s-ína, lætur síðan smásteina of- an í askinn, og er búinn að ganga frá ölJu, þegar vinnukonan kem ur með spænina, sem tók ask- ana án þess að finna nokkur missmíði á, og færði vinnumönn unum; en sá, sem steinana fékk, þóttist heldur fá steina fy/ir brauð; en Ólafur hraðaði sér það fyrsta heim til sín og vaT þetta svo aldr-ei neitt nefnt. Harðfiskurinn Einhverju sinni er sagt, að Ólafur faéri til sjóar, sem oftar, því hann var duglegur sjómað- ur og snarmenni til allra verka Þetta var um sláttinn og fór Ólafur til að fá sér í soðið. Það var alllangur vegur frá Sandá og ofan að sjó, um tvær mílur danskar. Ferðina bar fljótlega að, svo Ólafur gat ekki haft nesiti með sér, eða hann hefur ekki kært sig um það. Nú heldur hann sem leið liggur ofan dal- inn, þar tO hann kemur að þeim „Þú tekur pípuna“ Einhverju sinni heimsóttu tveir stúdentar Gísla Magnússon Hólabiskup, í einhverjum erinda gjörðum, sem hér eru eigi nefnd i ar. Tók biskup vel á móti þeim. sem hans var vandi til. Þegar j þeir höfðu lokið erindum sínum j og voru i tilbúningi að fara afj stað, hellti biskup víni á skálar í og bauð þeim að drekka. Annar | tók strax sína skál og drakk af í einu. Þá segir biskup: „Já, og grettir sig ekkert karlinn.“ Hinn j stúdentinn snerti ei sína skál og i kvaðst ei drekka vín. Þá er mælt að biskup hafi klappað á herð- ar honum og sagt: „Það gefur j guð að þú tekur pípuna*) ein- 1 hvern tíma, ekki siður en aðrir.“ \ Er sögn að stúdent bessi hafi orðið drykkjumaður eftir að hann varð prestur, og hafi þann- ig spá biskups ræzt. *) Pípa óuarnspeli)) er orð- tak, sem meinar hið sama og biskup hefði sagt: „Þú piggur ein hvern tíma pelann“. bæ, sem að Yngvörum heitir; var þá komig kvöld. Þai bjó sá maður, sem Jón hét, með skarð í vör og almennt kaliaður Jón Skarði. Hainn var formaður og aflaði manna mest. Ólafur var háseti hans. Ólafur bregður sér heim á bæinn; þar var fiska hlaði frá því um vorið, og kipp- ir hann fullorðnum fiski úr hlað- anum og heldur á honum heim að dyrunum og gjörir boð fyrir húsfreyju. Þegar hún kemur út, biður Ólafur hana að ljá sér sleggju ti'l að berja fiskinn, sem Eyjan Grímsey liggur í norð- austur frá Eyjafirði, sex vikui sjávar frá Gjögrum eða Gjögra- tá, sem er yzti tangi austan Eyjafjarðar, og kallaðar sex vik ur sjávar þaðan og inn á Eyja- fjarðarbotn við Akureyri. — Á átjándu öld urðu oft pres-ta- skipti í Grímsey, og hefur legið orð á, að eyjarskeggjar léki þá presta sána grátt, er þeim ekki líkaði við, og eru um það marg- ar munnmælasagnir nyrðra. — Einn flúði úr eyjunum, sem eyjamenn afbuðu, og þá var vígg ur þangað séra Jón Halldórsson, sem síðast var prestur að Völl- um í Svai'faðardal. Af orðrómi þeim, sem kom á eyjamenn, urðu prestar ófúsir að setjast að í Grímsey, og voru þvi eyjar s'keggjar oft prestlausir og það jafnvel svo árum skifti; völdu þeir þá sjálfir greindasta og bezta manninn til ag gjöra öll aukaverk, bæði að skíra og jaið syngja. Einhverju sinni, þegar prestlaust var, varð sá maður fyrir valinu, er Steingrímur hét. og fórst honum það vel úr hendi; en þegar hann var orðinn gam- all, sagði hann sig frá því, en ungur maður nokkui, framgjarn hann se með. Kvaðst hann hafa farið í flýti að heiman og grip ið bara þennan fisk meg sér heidur en ekkert. Konan spyr þá, hvort hann hafi no-kknð við fis'kinum. Ólafur kvað nei við því. Gengur hún þá inn og sæk ir smjörsköku og gefur honum. Ólafur þakkai henni með mestu virktum og kveður í flýti, því Jón maður hennar, formaður Ólafs, var áður kominn til sjóar ins. Ó'lafur hélt svo áfram, réri meg Jóni Skarða um nóttina og afílaði vel. Borðaði hann fis-k sinn að öllurn ásjáandi, eigand- anum sem öðrum, og athugaði enginn markið á honum. En síð ar sást, að rótað var við fisk- hlaðanum á Yngvörum, og var getið til hver valdið hefði, því menn þekktu brellur Ólafs. Ólafur hafði leikið bréllur, lík- ar þessari, þegar hann var nestis lítill, en ávallt gerði hann það meg svo mi'klu snarræði, að eng um kom til hugar að gruna hann fyrr en eftir á. Var ei laust við, að sumir hefðu gaman af hrekkj um hans og sniðugheitum, og var hann því eigi illa liðinn, með því hann var líka mjög greið- vikinn og gamansamur. Fékk vígslu og brauð Einhverju sinni er sagt að stúdent nokkur hafi komið að Hólum, sem átt hafði barn í lausa eik, og iangaði til að sækja um brauð, sem þá var laust og vildi fá uppreisr h;a biskupi. Þegar hann var búinn að tjá biskupi vandkvæð' sin, svarar biskup: „Þú hefur orðið heldur djúp- syndur kariinn minn“, og klapp- ar um leið á herðar honum, er sagt hanri hafi veitt honum brauðið ot vígt hann til prests. og montinn, bauðst til ag taka við embættinu af Steingrími, og varð það, að eyjamenn sam- þykktu það, en báðu Steingrím að vera honum til leiðbeining- a<r fyrst í stað. Nú kemur það fyrir, að jarðsyngja þarf lík, en þegar til þess kom að kasta þurfti rekunum á líkið, mundi ekki nýi embættismaðumn hvað hann átti að segja og spyr: „Hvað á ég nú að segja, Stein- grímur?" — „Af jörðu ertu kom inn“, svarað Steingrímur. Hinn étur það orðrétt eftir, en mundi ekki meira og spyr aftur: „Hvað' á ég nú að segja, Steingr£mur?“ — „Að jörðu muntu af tur verða“ svaraði hinn. Enn hefur hann orðin efitir Steingrími, en man ekkert frekar en áður og spyr: „Hvað á ég nú að segja, Stein- grímur?" Steingrími voru nú farnar að leiðast spurningarn- ar, og varð skapbrátt og segir: „Á efsta degi skaltu upp aftur rísa — bölvaður!" Hinn hefuir orðin eftir og segir: „Á efsta degi skaltu upp aftur rísa, bölv- aður“. Eftix það er sagt að hann væri ekki látinn vera við prestsskap. cn fenginn annar, sem betur fórst það. „Ég kom hérna meS pokatuskuna mína", sagSi Ólafur. „Hvað á ég nú að segja Steingrímur“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.