Tíminn - 09.03.1960, Side 1
Þegar Tímlnn stækkar
aftur upp i sextán sfSur á
fhnmtudag, verSur þaS
fjöibreyttasta og skemmti-
legasta dagblaSið.
44. árgangur — 55. tbL
Tíminn flytur daglega
meira af innlendum frétt-
um en önnur blöð. Þeir,
sem vilja fylgjast meS,
kaupa Tímann.
Miðvikudagur 9. marz 1960.
eimila
H
verkfall
Eins og getið hefur verið um í fréttum
fór nýlega fram atkvæðagreiðsla um vinnu-
stöðvun í sjómannafélaginu Jötni og Vél-
stjórafélagi Vestmannaeyja. Skyldi vinnu-
stöðvun, ef samþykkt yrði og samningar
næðust ekki áður, koma til framkvæmda
frá og með mánudeginum 14. þ.m.
Ástæðan til atkvæðagreiðslunnar er sú, að ekk-
ert er ennþá um það vitað, hvað sjómeinn og
vélstjórar koma raunverulega til með að bera úr
býtum á vertíðinni. Um það hefur ekki verið
samið ennþá. Gamla kerfið er nú úr leik. Út-
gerðarmenn semja við frysfihúsin og sjómenn
við útgerðarmenn.
76 atkvæíi gejfn 50
Sjómenn og vélstjórar i Vestmannaeyjum hafa
nú krafizt nýrra samminga um fiskverð við út-
vegsbændafélag Eyjanna. Samþykkt var með 76
atkv. gegn 50 að fylgja þessari kröfu eftir með
verkfalli frá 14. þ.m., ef ekki næðust áður samn-
iagar, sem teldust viðunandi. Samningaviðræður
munu nú að hefjast.
Engu skal hér um það spáð, hvort ákvörðun
Vestmannaeyinganna er upphaf að nýrri verk-
fallsöldu. En fjöldi félaga er nú með lausa samn-
mga sem þýðir, að þau geta farið á kreik ef og
þegar þeim sýnist.
Menn leituðu gjarnan í var meðan þeir biöu eftir aS lesta bíla við
Reykjavíkurhöfn í gær. Veður var hvasst og gekk á meS regnskúrum. Þessi
mynd sannar máltækið, að lakur skútl sé betri en úti. (Ljósm.: Timlnn, KM)
Lézt vera skip í nauð
í fyrrakvöld heyrði amer-
íska strandgæzlan í New York
hjálparbeíðni frá loftskeyta-
manni sem kvað skip sitt vera
að sökkva 200 mílur undan
íslandsströndum. Var beðið
um skjóta hjálp og þess getið
að margir af áhöfninni væru
iila slasaðir og mikill sjór
kominn í skipið. Var sam-
stundis hafizt handa um að
skipuleggja leitar- og björgun-
arstarf, flugvélar frá Prest-
vík og Keflavík fóru á vett-
vang ásamt veðurathugunar-
skipinu India.
Urn hádegi í gær kom opinber
tiiikynnmg um að hætta leitinni.
Það hafði komið í ljós að hér var
um að ræða ósvífið gabb. Svika-
skeytið mun vera frá áhugaloft-
skeytamanni í New Jersey.
Blaðið átti í gær tal við Björn
Jónsson flugumfeiðastjóra, en
hann sikýrði svo frá að flugum-
ferðastjórninni hefði borizt hjálp-
arbeiðni frá varnarliðinu hér. —
Hafði sú beiðni komið frá aðal-
stöðvunum í New York. Þar hafði
strandgæzlan móttekið neyðar-
skeytið sem reyndist uppspuni
einn. Var það sent á bylgjulengd
6997,5 sem liggur á mörkum
þeirra bylgjulengda sem flugmenn
og áhugamenn nota. f fyrsta skeyt
(Framhald á 2. síðu)
ísinn
farinn
Eins og skýrt
Hefur verlð frá í
fréttum, lagði Poll
inn og Eyjafjörð
út að Krossanesi i
kuldakastinu.
Myndin er af
Heklu að brjótast
Inn að Torfunes-
bryggju.
Hægt að stór
auka laxveiði
Á fundi Búnaðarþings í gær flutti Þór
Guðjónsson, veiðimálastjóri fróðlegt erindi
um fiskeldi. Veiðimálastjóri lagði áherzlu
á aukna ræktun ferskvatnsfiskjar og benti
á nauðsyn þess að hér yrði komið upp til-
raunaeldisstöð í því skyni.
Kynbætur á silungi færast einmig mjög í auk-
ana og hefur komið í ljós, að með þeim er hægt
að auka vaxtarhraða fiskanna, auka fjölda hrogn-
anna að miklum mun, svo að jafnvel nemttr 5
hrognum á móti einu, o. s. frv.
Ýmislegan áburð er farið að nota í veiðivötn,
með góðum árangri. Má gera ráð fyrir að inn-
an skamms þyki jafn sjálfsagt að bera áburð í
slík vötn og á ræktað land. Auka má stórlega
veiði í íslenzkum ám með því að sleppa í þær
gönguseiðum. Þá ættu að vera möguleikar á þvi
að koma upp laxabúum.
Nauðsyn ber til þess, að komið verði upp til-
raunaeldisstöð hið fyrsta Hefur veiðimálastjóri
skrifað landbúnaðarráðherra um það mál. Verk-
efni slíkrar stöðvar má í stórum dráttum flokka
í sex þætti:
1. Gera tilraunir með klak og eldi laxkynjaðra
fiska í fersku vatni, sjóblöndu og sjó.
2. Taka þátt í að reyna nýjar fiskræktaraðferðir.
3. Kenna hirðingu og fóðrun fisks í eldi.
4. Framkvæma kynbætur á laxi og silungi.
5 Sjá um útvegun og eldi á heppilegum stofn-
um lax og silungs til þess að sleppa í ár og
vötn og til notkunar í öðrum eldisstöðvum.
6. Framleiða fisk til sölu á erlendum markaði.
Enginn vafi er á því, að með réttum tökum
á þessum málum má stórauka lax- og silungs-
veiðina hérlendis tU hagsbóta fyrir veiðibændur
og þjófQna alla. Starfsenii tilraunaeldisstöðvar
getur haft úrslitaþýðingu um það hve ört og vel
fiskeldi breiðist út hér á landí og hve arðvæn-
Iegt það verðnr.
Verðhækkanir
Kakó hefur hækkað f verði, og nemur hækk-
unin rúmlega 52 af hundraði. Eins punds dós,
sem áður kostaði kr. 23,00, kostar nú kr.
35,00. Hækkunin er kr. 12,00 á pundið.
Feðgar finnast lifandi í Agadír — bls. 2