Tíminn - 09.03.1960, Blaðsíða 2
TÍMINN, nuílvíkudaginn 9. mars 1960.
Hin nýja Cloudmastervél LofHei'öa „LEIFUR EIRÍKSSON" kom vestan um haf kl. 6 I gærmorgun. Flugvélin tafðist nokkuS vegna smávægilegra
bilana og fór héSan áleiðis tll Glasgow kl. 6 I gærkveldi. Vegna þessara tafa komst orSrómur á kreik um ýmsar stórfelldar skemmdir á vélinni, m.a.
eS hjólastellið væri brotið. Þessi mynd var tekin í gær skömmu eftir aS flugvélin lagSi upp tll Glasgow. — (Ljósm.: Tíminn, KM).
Dregnir lifandi undan rústunum
í Agadír að 7 solarhringum iiðnum
Feðgar fundust lifandi í rústum Agadírborgar í gær
Agadír og Rabat, 8. marz. (NTB) — Þau furðulegu, en
gleðilegu tíðindi bárust frá Agadír í dag, með staðfestingu
í Rabat, að enn hefðu fundizt tveir Marokkóbúar á lífi í rúst-
unum í Agadír, sjö sólarhringum eftir jarðskjálftann mikla,
sem eyðilagði borgina á dögunum.
Þeir tveir, sem fundust á lífi eru
faðir og sonur, og voru þeir grafn-
ir í rústunum í þeim hluta borgar-
innar, sem nefnist Talboroj, en
þar bjuggu bæði Marokkómenn
og Evrópubúar.
Þessi hluti borgarinnar varð
verst úti í hörmungunum miklu.
Leitin hert
Björgunarmenn gengu í dag enn
vasklegar fram í hinni áköfu leit
að þeim, sem enn kynnu að vera
lifandi í rúsunum, en björgun
feðganna hefur nú hrundið því
áliti manna, að ekki væri mögu-
leiki á að nokkur mannleg vera
gæti lengur legið lifandi undir
rústunum.
Enginn hafði fundizt á lífi, síð-
an tveimur smástúlkum var bjarg-
að á föstudag s.l.
í tilkynningu frá sjúkrahúsun-
um í Marakkesh greinir, að 11
þeirra, sem bjangað var á dögun-
um hafi látizt af meiðslum. Tals-
maður Moulay Hassan krónprins
sagði í dag, að tala dauðra væri
nú um 12 þús., en 5—7 þús. lík
lægju í rústunum.
Sprengja Kínverjar
kjarnorkusprengju?
NTB—Nýju Dehlí, 8. marz.
Sú fregn hefur farið eins og
eidur í sinu um mörg lönd,
Skemmtifundur
Framsóknar-
kvenna
Félag Framsóknarkvcnna í
Reykjavík heldur skemmtifund
í Framsóknarhúsinu uppi í kvöld
klukkan 8,30 síðdegis. — Kaffl-
drykkjia og skemmtiatriði. —
Aðgöngumiðar afhentir í Fram
sóknarhúsinu í dag eftir klukkan
5 síðdegis. — Félagskonur fjöl-
sækið og takið með ykukr gesti.
að Kínverjar ætli sér að
sprengja kjarnorkusprengju
hinn 28 þ.m., en þeir teldu
heppilegt að þetta væri gert,
áður en fundum þeirra Chou
En-lai og Nehrús ber saman í
Nýju Dehlí 16. eða 17. apríl
n. k. Þessar fregnir hafa verið
tíðræddar með stjórnmála-
mönnum víða um heim. en
þær hafa ekki enn fengið
staðfestingu.
Á fundi í efri deiid indverska
þjóðþingsins kom það fram, að
miklar líkur væru til þess að
Kínverjar hugsuðu sér að sprengja
kjarnorkusprengju hinn 28. þ. m.
með tæknilegri aðstoð Sovétrí1'’-
anna. Samkvæmt fregninni á !
sprengja að verða jafnstór og
sem Bandaríkjamenn sprengdu i
Hírósíma á sínum tíma.
Endar kosningin
með hlutkesti
Verkamenn í Fram á SauSárkróki hafa
nú kosiS tvisvar án árangurs
Erfiðlega hefur gengið að
kjósa stjórn í verkamannafé-
laginu Fram á Sauðárkróki.
Kosið er um tvo lista og er
annar þeirra borinn fram af
uppstillingarnefnd, en hinn
af Ola Aadnegaard.
Fyrsta kosningiin fór fram á að-
alfundi félagsins og lauk henni
með jöfnum atkvæðum. Önnur
kosning fór fram um síðast liðna
helgi og kusu þá humdrað og fjór-
ir af tvö hundruð og átta, sem
kosningarétt hafa. Leikar fóru
þannig að atkvæði skiptust jafnt
milli lista, fimmtíu og tvö á hvorn.
Hlutkesti?
f gærkveldi stóð yfir fundur í
stjórn félagsins, þar sem ræddir
voru þeir erfiðleikar á að Ijúka
kosningu með árangri. Mun þar
hafa verið samþykkt að reyna einu
sinni enn, og mun sú kosning
væntanlega fara fram um næstu
helgi. Talið er alveg eins víst, að
þeirri kosningu ljúki með jöfnum
atkvæðum. Mun stjórnin að lík-
indum hafa sett þann varnagla í
gærkveldi, að verði atkvæði jöfm
) þriðja sinn, skuli varpað hlut-
kesti.
Formannsefnið í upp-
■'llingarnefnd
Formannsefnið á lista Óla mun
ekki hafa neytt atkvæðisréttar
síns við kosninguna um helgina.
Hann er í' uppstiilingarnefnd og
stendur því að lista fráfarandi
stjórnar félagsins. Það mun aftur
á móti ekki hafa komið í veg fyrir
að honum yrði stillt upp sem for-
mannsefni á lista Ola. Nú er eftir
að vita hvom listann harnn kýs,
eða hvort hann kýs yfirleitt nokk-
uð.
Minkaeldi
(Framhaid af 8. síðu).
vatn. Ólafur taldi að innan :
ára væri hægt að koma hér
minkaeldi, er gæfi af sér árlega
gjaldeyri á borð við síldina a.m.
50 tríó
Ef keypt væru 50 trio, en þau
munu 6'ennilega kosta nálægt 10
þús. ísl. kr. hvert trio, má reikna
með, að eftir 5 ár yrði hvolpatal-
an komin upp í 9 þús. og með
1400 kr. verði á skinninu næmi
það 12,6 millj. kr. Munar um
minna.
Eins og stendur, höfum við
kvikindin hér um allt land, en
vel vinnst á með fækkun þeirra.
Við höfum skömmina og skaðann
en neitum okkur með lagaboði
um hagnaðinn og gieðina af að
reka þá framleiðslu, eem nú er
hin arðsamasta í hinum menntaða
heimi, sagði Ólafur að lokum.
Loftskeytagabb
(Framh. af 1. síðu).
inu sagði að það værl frá Skipinu
VALIANT og væri mikill leki
kominn að skipinu. Það myndi
ekki haidast á floti lengur en 6—7
klukkustundir og þyrfti á skjótri
aðstoð að halda. Staðarákvörðun
var gefin upp.
Margir slasaöir
Rétt fyrir miffnætti lagði veður
skipið India af stað til hjálpar.
Flugvél frá Prestvík var eend á
staðinn og önnur frá Keflavík.
Seint á fyrsta tímanum barst ann
að skeyti og sagði þar að 67
manna áhöfn væri með skipinu og
allmargir alvarlega slasaðir. Einn
ig var tilkynnt að loftskeytamað-
urinn gæti ekki eent út nema í
15 mínútur í viðbót. Hann þyrfti
að aðstoða hina slösuðu á þilfari
skipsins. Heimahöfn ekipsins var
sögg Osló.
Skipið ekki til
Héðan var sent skeyti frá Os!ó
og spurst fyrir um 6kipið. Klukkan
5 í morgun kom svar um að ekk-
ert skip með þessu nafni værl £rá
Osló. Á skipaskrá Lloyds fannst
ekki heldur neitt skip sem átt
gæti við þetta. Og inn hádegi f
gær kom opinber tilkynning vest-
an um haf um að hætta ailri leit.
Stöðin miðuð uppi
Það tókst að rniða stofTina sem
skeytin scndi mefj nokkurri ná-
kvæmni og reyndust þau koma
frá Prenton, höfuðborginni í New
Jersey. Er um að ræða gabb edn-
hvers áhugamanns þar í borg en
í gær var ekki vitað hvort búið
var að hafa uppi á dólgnum.
Svívirðilegt athæfi
Athæfi þetta er á allan hátt
svívirðilegt og ekki hægt að af-
saka á neinn hátt. Þó það virtist
grunsaimlegt í fyrstu að neyðar-
skeytin 6'kyldu heyrast eingöngu
vestanhafs þótt skipið væri statt
miili íslands og Skotlands, var
ekki lóku fyrir það skotið, að
allt væri með feildu, því hlustun-
anskilyrði eni stundum betri í
fjarlægð en nálægð.
íslendingar og Irar
(Framhald af 8. síðu).
indaveður, og ég sa-gði við sjálfan
mig: guð minn almáttugur, ég
fer heim á morgun. En um leið
og ég var kominn innan um ís-
lendinga fann ég að ég var 100%
velkominn, og síðan hef ég ekki
tekið eftir veðrinu og vil helzt
ekki fara aftur. Fólkið er svo alúð
legt og gestrisið hérna.
— En það er gamla sagan hér,
að við eigum lítf boðleg hótel.
Fólkið er svo gott
— Það skiptir ekki öllu máli.
Bara að koma gestunum fyrir á
heimilum. íslenzk heimúi eru sér-
staklega hiýleg og notaleg. Ég
bjó fyrst á hóteli, en nú er ég
kominn tii fjölskyldu, og það
finnst mér reglulega gott. Fólkið
er svo alúðlegt.
Námsmannaskipti
Ég held að það vær'i athugandi
að hafa námsmannaskipti á sumr-
in. Það myndi efla bræðraböndin
og kynni milli þjóðanna, ef náms-
menn frá írlandi kæmu til fslands
í sumarfríinu og gengu til vinnu
með íslendingum, en fslendingar
færu í sömu erindum til írlands.
Það sem ég held að standi mest
fyrir ferðamannaskiptum milli
landanna, er hve langt er á milli
og dýrt að komast. Þó trúi ég
ekki öðru, en það gæti verið hægt
að laga með góðri samvinnu við
flug- og skipafélög.