Tíminn - 09.03.1960, Qupperneq 4

Tíminn - 09.03.1960, Qupperneq 4
4 T f M I N N, miðvLkudaginn 9. marz 1960. DÁNARMINNING: Hinrik Guðmundsson oddviti, Flateyri Enn er horfinn af sjónarsviði einn þeirra manna er settu svip á byggðarlag sitt. Hinrik Guðmunds- son oddviti á Flateyri er látinn. Hinrik Guðrnundsson var fæddur á Görðum í Önundarfirði 12. júlí 1895. Foreldrar hans voru hjónin Gróa Finnsdóttir og Guðmundur Jcnsson. Hinrik var hinn fjórði í i'öðinni af 10 sonum þeirra hjóna en auk bræðranna áttu þau eina dóttur, svo að 11 voru börn þeirra. Ómegð var því mikil í Görðum, sem voru htil jörð, enda engu síður lifað af sjó en landi. Guðmundur á Görðum var ein- hver stórbrotnasti maður sem um getur, lunam mikil og ör, tilfinn- ingar heitar og óstjórnlegar, geð- hrifin-akjót og mikilfengleg. Hann var flestum mönnum gjörvulegri að vallarsýn og kappsmaður til verka. Dugnaður hans og harð- fengi entist honum til að komast sf með barnahóp sinn, og þurfti þó enn meira til vegna þess. að hann var ærið ölkær með köfi- um. En bó að hann gæti verið svakamenni við vín og harður í horn að taka var hann barnslega viðkvæmur og hjartahlýr. Alla tíð mat hann og dáði sjálfsbjargar- v:ðleitni og manndóm og það vissi ég, að á gamalsaldri virti hann eins þá vmnu sem af elju og kappi var lögð við bókieg fræði sem hina, er snerist að því, sem í askana verður látið. Fátt mun hafa verið fjarlægara skapi Guð- mundar en að gera góðverk fyrir mannaaugum til að verða séður ðskiugerð — Premtstofa Hvertisgöto 78 Sími 16230 Pr’entum fyrir yður smekklega og fljótlega af þeim, en hann rétti hjálpar- hönd þegar því var að skipta og gerði það þá hálfvelgjulaust eins og annað. Gróa Finnsdóttir var dóttir Fmns á Hvilft, Magnússonar, Ein- arssonar í Kollafjarðames. Sú ætt er manndómsfólk, góðum gáfum búið. Gróa var hneigð til fróðleiks og lestrar og er mér það minnis- siætt frá eliárum hennai að hún var margfróð kona og hjartahlý, umtalsgóð og mild í orðum er hún talaði um fólk. Hinrik Guðmundsson vann á æskuárum hvað sem til féll, var við sjóróðra með föður sínum og öðrum. Sjaldan mun sjór hafa verið sóttur af meira kappi en á yngri árum hans, fyrstu áratugum vélbátanna. Þegar striti barnings' og langróðra var létt af mönnum ! lögðu þeir gjarnan nótt við dag, eftir því sem þrek entist til að vaka. Á vélbátaflota þeirra ára voru þægindin lítil. Hinrik var formaður a vélbát í nokkur ár og farnaðst það vel Mun það mestu hafa ráðið um að ekki varð lengra i í formennsku hans að hann var ocðinn magaveikur og talið hent- a,-a að starfa á landi. Hann var rokkur ár verkstjóri hjá Kaupfé- U.gi Önfirðinga, en vann síðan margs konar störf eins og gengur. Árið 191° kvæntist Hinrik Guð- mundsson Guðrúnu Eiríksdóttur j frá Stað í Súgandafirði. Þau eiga ema dóttur Guðfinnu. konu,Gpeips Cuðbjartssonar vé'rzíunatmanfts, á Flateyri. Son eignuðust bau einn, , en misstu 'nann fárra vikna. Tvo fóstursyni ólu þau upp. sem nú eru baðir fjölskvldumenn á Flateyri, Harald Jónsson, bróðurson Hin- riks, og Benjamín Oddsson. Það er ekki ofmælt að heimili þeirra Hinriks og Guðrúnar hafa í 30 ár att góðan hlut að því að gera Flat- eyri skemmtilegt þorp með menn- ingarblæ og manndómsbrag. Hinrik Guðmundsson var félags- lyndur maður og átti lengstum góðan hlut að félagsmálastörfum á Flateyri. Þar má nefna Fiski- féiagsdeild slysavarnafélag og verkalýðsfélag, en kærast allra féiaga mun honum hafa verið Góðtemplarastúkan en þar var hann starfandi áhrifamaður með- PRENTVERK KIAPPARSTÍG 40 — SÍMI 1 94 43 an til vannst. Um 25 ára skeið var hann öðru hverju fulltrúi á þing- og héraðsmálafundum Vestur-fsa- fjarðarsýslu. Árið 1950 tók Hinrik Guðmunds son áttunda sæti á framboðslista Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksmanna við hreppsnefndar- kosningu. Snemma á kjörtímabil- inu urðu vanhöld á mönnum af þeim lista. Hinrik tók sæti í hrepps nefnd 1951 og varð þá oddviti. Því starfi gengdi hann þaðan í frá. Allt félagsmálastarf Hinriks ein- kenndist af því, að hann var sjálf stæður í hugsun og fór gjarnan eigin götur i skoðunum en jafn- ftamt var hann sérlega skyidu- rækinn og samvizkusamur í öllu starfi. ÆÞareinkenni og uppeldis- áhrif mótuðu lífsskoðun hans og störf. Hófsemi og ráðvendni voru dyggðir, sem hann heiðraði í orði og verki. 4ð ganga heill að verki, gpgna skvldu sinni með æðrulaus- um manndómi og sýna þegnlega hófsemi og sjálfstjórn var lífshug- sjón Hinriks Guðmundssonar. Þegar Hinrik tók við oddvita- störfunum var hann að ýmsu leyti vanbúinn beim vanda. Hann hafði engrar skólagöngu notið eftir fermingu og var nýliði i hrepps- nefnd og þess vegna reynslulaus í starfi í þeim efnum En hann tók oddvitasky'dunum eins og öðru með manndómi og skyldurækni. Því óx hann með hverjum vanda. Og það er nokkur dómur um störf hahs á þv? sviði. að ekki var skipt um aftur meðan hans naut við. II. Kr. 500 bílar tll sölu á sama stað. Skipti. og hagkvæmir greiSviuskilmálar alltaf fyr- ir hendi BÍLAMIÐSTÖÐIN VAGN Amtmarmsstíg 2 C Símar 16289 og 23757. íslenzk-ameríska félagið: Kvöldfagnaður fslenzk-ameríska félagið efnir til kvöldfagnaðar í LIDO, n. k. föstudag 11. marz kl. 8,30 e.h. Til skemmtunar verður: Ávarp: Mr. Tyler Thompson, ambassador Banda- ríkjanna. Skemmtiþættir: Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason. Söngur og danssýning: Bandarískur skemmtikraftur frá Broadway. Dans til kl. 1 effir miðnætti. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. Matur verður framreiddur fyrir pá sem þess óska frá kl. 7. Matar- og borðpantanir óskast tilkynntar f slma 35935, fyrir fimmtudagskvöld. STJÓRNIN •V*'V*X.»V*V*V*'V*V»'V*V»V«V*V*V»V*V*V*-V«V*V**V»V»V**V Galvanisérað slétt járn no. 26, 24 og 22 fyrirliggjandi. EGILL ÁRNASON, Klapparstíg 26. — Sími 14310. Góð bújörð Jörðin Klausturhólar í Grímsneshreppi er til leigu í vor. Jörðin er vel hýst og ræktun mikil. Sala gæti einnig komið til greina. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar, Björgvin Magnússon. Utför Árna Magnússonar frá ISunnarstöðum, fer fram frá Akraneskirkju laugard. 12. marz kl. 12. — Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á að láta Sjúkrahús Akraness njóta þess. Systurnar. Bændur - Ræktunarsambönd»Búnaðarfélög! Vinsamlegast senditi pantanir ytíar á Fordson Dexta og Forson Power Major dráttarvélum ásamt fylgihlutum, sem fyrst, svo afgreiðsla þurfi ekki aS tefjast af þeim sökum. IPAUTGCRÐ RIKISINS Baldur til Sands og Grundarfjarðar á -gun. — Vörumóttaka í dag. FORD-umboöiö: Kr. Kristjánsson h.f. SuÖuríandsbraut 2, Sími 3-53-00 SöEuumboð: ADNI gestsson Vatnsstíg 3. Sími 17-9-30 0 0

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.