Tíminn - 09.03.1960, Qupperneq 5
TfMINN, miCvikudaginn 9. nan 1960.
5
Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Rítst.iór' og ábm.. Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstotur i Edduhúsinu vi8 Lindargötu
Simar 18 300 18 301 18 302. 18 303 18305 og
18 306 (skrifst ritstjórmn og blaðamenn)
Augiýsingasimi 19 523 Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf
Augljóst ranglæti
Ríkisstjórnin og meiri hluti stjórnar Seðlabankans
hafa nú ákveðið, samkv. ákvæðum hinna nýju efnahags-
laga, að innlánsdeildir kaupfélaganna skuli hér eftir eiga
bundnar innstæður í Seðlabankanum
Með þessu er ekki aðeins dregið til Reykjavíkur fjár-
magn úr héruðunum, heldur er einmg tekið vald af félags-
mönnum kaupfélaganna til þess að ráðstafa sparifé sínu.
I umræðunum, sem urðu um þessi mál á Alþingi, sýndi
Halldór Ásgrímsson glögglega fram á, að innlánsdeildir
kaupfélaganna eru ekki sambærilegar við banka og spari-
sjóði. Samkvæmt samvinnulögunum er það takmark inn-
lánsdeildanna að „taka við innlögum frá félagsmönnum
til ávöxtunar sem rekstrarfé“. Félagsmaður, sem leggur
fé sitt í innlánsdeild, gerir það ekki aðeins til þess að fá
af því vexti, heldur einnig til þess, að féð sé notað í
ákveðnum tilgangi. Maður, sem leggur fé sitt í banka, læt-
ur sig það hins vegar engu varða, hvernig bankinn ver
fénu, ef hann fær vexti af því og treystir bankanum til
að endurgreiða það, þegar þörf krefur.
Um þetta sagði Halldór enn fremur:
„Samvinnufélagsmaður, sem leggur sparifé sitt inn í
innlánsdeild kaupfélags síns, veit fyrirfram til hvers féð
verður notað. Hann veit að með þvi að geyma sparifé á
þessum stað, gerir hann félagi sínu mögulegra en ella að
fullnægja kröfum og þörfum félagsmanna í viðskiptalegu
tilliti og gerir sitt til að bæta rekstraraðstöðu þess. Og
hann veit, að á þann hátt stuðlar hann að því að hann
njóti betri kjara og fullkomnari þjónustu af hendi kaup-
félags síns. Hann veit, að með þessu leggur hann sinn
skerf til að efla og auka uppbyggingu á félagssvæði sínu,
sem kemur honum og félögum hans til góða á þann hátt,
sem þeir óska helzt.
Kaupmaðurinn, heildsalinn og mgandi í hlutafélagi,
mega óátalið hafa alla sína fjármuni í rekstri fyrirtækja
sinna, en félagar í samvinnufélagi eiga ekki eftir þetta að
njóta sama réttar. Slíkt misrétti er éþolandi og óþekkt í
lýðfrjálsu landi og ber vott um blygðunarlausan fjand-
skap í garð samvinnufélaganna."
Þessum rökum Halldórs hafa stjórnarliðar enn ekki
treyst sér til að svara. Þeir vita, að þau eru rétt En þeir
hafa samt ekki hikað við að framkvæma það ofríki, sem
félagsmenn í samvinnufélögunum eru hér beittir.
Látinn segja ósatt
Jónas Pétursson er maður nefndur Hann varð frægur
fyrir það á síðastl. hausti að bregðast f élaga sínum í sendi-
ferð til flokksstjórnar sinnar í Reykjavík. Þannig komst
hann á þing.
Á þingi fara ekki af honum miklar sögur, sem heldur
var ekki búizt við.
Aftur á móti notar flokksstjórnin í Reykjavík hann
óspart til að segja ósatt.
Hann er í Mbl. látinn leggja nafn sitt við það að Fram-
sóknarmenn hafi reynt að spilla fyrir því, að bændur
væru losaðir úr bráðabirgðalögunum um verðlækkun
afurðanna, sem Alþýðuf’okksstjórnin setti á síðastl hausti
með fulltingi Sjálfstæðisflokksins
Þetta er hlálegur uppspuni, þar sem öll þjóðin veit,
að það var baráttu Framsóknarflokksins að þakka, að
bændur voru losaðir við þetta helsi, og því skilað aftur,
sem átt.i að stela af þeim.
Lítill karl er það, þótt hann þurfi að borga fyrir sæti
Sveins á Egilsstöðum, er lætur nota sig til að búa til og
breiða út slikar lygasögur.
Heimavistarskólar í
sveitum verði sumar-
dvaiarheimiii fyrir kaup-
staðabörnin
Þingsályktunartillaga Jóns Skaftasonar og
Þórarins Þórarinssonar
Þeir Jón Skaftason og Þór-
arinn Þórarinsson flytja til-
lögu til þingsályktunar um
dvalarheimili kaupstaðabarna
í heimavistarskólum. Tillagan
hljóðar svo:
„Alþingi ályktar a'ð skora á
ríkisstjórnina að leita samnlnga
við hlutaðeigandi skótanefndir
og sveitarstjórnir um það, að
• bæjarfélög eigi þess kost að
fá til afnota á sumrin heimavist-
arskóla í sveitum til að hafa þar
sumardvalar- og námsheimili fyr
ir kaupstaða.rbörn.“
í greinargerð segir:
Á síðustu árum hefur fólks-
fjöldi í þéttbýli hér á lándi vaxið
hröðum skrefum. Við það hefur
atvinnulífið í Iandinu orðið fjöl-
þættara en áður. En þessari þróun
fylgja annmarkar m.a. á sviðum j
uppeldismála. Börn, sem ávallt |
dveljast í þéttbýli fá litla kynningu
af landinu og og njóta ekki þeirra
þroskaskilyrða, sem fjölbreyttni
sveitalífsins veitir. Stálpuð börn í
þéttbýli vantar og tilfinnanlega
verkefni við sitt hæfi þegar skólar
starfa ekki.
Sumardvöl
Mjög er að því keppt af hálfu
foreldra að koma börnum úr kaup
stöðum á sveitaheimili til sumar-
dvalar. Yfirleitt er góð reynzla
af því. En með vaxandi þéttbýli
verða hcimilin þar æ fleiri í
hlutfalli við sveitabýlin og þeim
mun erfiðara að fá aðsetur fyrir
öll hörn kaupstaða og kauptúna,
sem aðstandendur þeirra vilja
koma í sveit á sumrin. Þarf því
að leyta fleiri ráða í þessu efni.
Á síðari árum hafa verið reistir
heimavistarskólai víða í sveitum,
og standa þau hús yfirleitt auð á
sumrin.
Hér er lagt til, að af hálfu
fræðslumálastjórnarinnar verði
teknir upp samningar við skóla-
nefndir og sveitarstjórnir um það,
að bæjarfélög eigi þess kost að
fá til afnota á sumrin heimavistar
skóla í sveitum tii að ha.fa þar sum
ardva.lar- og námsheimili fyrir
kaupstaðabörn.
Nauðsynlegt að setja iieild-
arlöggjöf um vinnu-og vist-
heimiii aldraöra og öryrkja
Starfshæfni
yfirnefndar
veröi tryggð
Frumvarp þeirra Jónasar Rafn
ar og Biigis Finnssonar um breyt
ing á lögum um erfðafjárskatt
var tíl fyrstu umræðu í neðri
deEd í gær. Lögin um erfðafjár-
skatt kveða á um að honum skuli
varið til að koma upp vinnuheim
ilum, vinnustofum og vinnutækj
um fyrir öryrkja og gamalmenni,
en í frumvarpinu er lagt til að
einnig verði heimilað að lána úr
erfðafjársjóði tU byggingu elli-
heimila.
vinnur nú að athugun þ&ssara
mála.
Halldór taldi að það frumvarp,
sem hér væri til umræðu kæmi
inn á þetta svið, en mjög brýnt
væri, að sett yrði heildariöggjöf
um þessi mál og vonandi drægist
það ekki um of úr hömlu, að
viðunandi heildarskipulag yrði
fundið. Frumvarpið gæti að vísu
bætt úr til bráðabirgða, ef sam-
þykkt yrði, — en það drægi ekki
úr þeirri nauðsyn að setja lieildar
löggjöf um þessi mál.
Þeir Ásgeir Bjarnason og
Páll Þorsteinsson flytja breyt-
mgartillögu við frumvarpið
um breytingu á lögunum um
framleiðsluráð landbúnaðar-
íns, verðskráningu, verðmiðl-
un og sölu á landbúnaðaraf-
urðum o. fl.
Bi'eitingartillaga þeirra Ásgeirs
og Páls er við ákvæði fiumvarps-
ins um það, ef samkomulagsslit
verður í eex manna nefndinni, en
þar segir að ágreiningsatriðum
skuli vísað til yfirnefndar, sem
skipuð er þremur mönnum, ein-
um tilnefndum af fulltiúum fram
leiðenda, öðrum af fulltrúum neyt
enda og hagstofustjóra sem odda
manni. Yfirnefndin fellir úrskurð
um ágreiningsatriðin.
í breitingariillögunni er lagt til
ið við þetta ákvæði bætist nýr
málsliður svohljóðandi:
„Nú neitar aðili að tUnefna
mann í yfirnefnd, og skal þá
landbúnaðarráðherra skipa niann
í nefndina samkvæmt tilnefningu
hæstaréttar.“
Þessi breytingariillaga er flutt
til að koma í veg fyrir, að aðili
geti gert yfirnefndina óstarfhæfa
og komið þannig í veg fyrir að úr
Halldór E. Sigurðsson minnti á,
að á síðasta þingi hefði verið sam
þykkt þingsályktunartOlaga, sem
flutt var af HaUdóri E. Sigurðs-
syni, Ágústi Þorvaldssyni, Karli
Kristjánssyni, Björgvin Jónssyni,
Páli Þorsteinssyni og Sigurvln
Einarssyni, um skipun 5 manna
nefndar er athuga skyldl þessl
atriði:
1. Stofnun vinnuheimUa fyrir
aldrað fólk og þá, sem hafa
skeria starfsorku.
2. Stofnun vist- og hjúkrunar
helmila.
3. AðUd .að greiðslu stofnkoshi-
aðar.
4. Fyrirkomulag á rekstri þess-
ara heimila.
Að athugun lokinni skyldi ríkis
stjórnin leggja fyrir Alþingi
frumv. um þetta efni. — MiUi-
þinganefnd sú, sem skipuð var
skurður verði kveðinn upp um
ágreiningsatriði, en $ú varð raun
in í haust, þegar neytendur sviptu
fulltrúa sína umboði og neituðu
að skipa i yfirnefndina, en ríkis-
stjórn Emils Jónssonar gaf þá út
úráðabirgðalög um óbi'eytt verð-
lag landbúnaðarafurða, eins og
kunnugt er.
Hláka fyrir
norSan
Akureyri, 7. marz. — Afbragðs
veður hér i dag, þítt og blæjalogn.
Stórhríðarveður reið yfir á laug-
atdagskvöldið og lokuðusf þá gjör-
samlega allar leiðir en nú er tekið
til við að ryðja vegina.
E.D.
Nýtt skip til
Húsavíkur
Húsavík. 7. marz. — Húsvík-
ingar fagna í dag nýju og glæsi-
legu fiskiskipi, sem bætzt hefur í
flota þeirra. Skipið hefur hlotið
nafnið Helgi Flóventsson og er
um 112 lestir að stærð. Eigandi
þess er Svanur h.f.
Skipið kom tE Húsavíkur frá
Noregi árla í morgun og í allan
dag hefur fólk streymt fram í
hinn fallega farkost til að skoða
hann. Flaggað er í bænum og
sjálft er skipið fánum prýtt.
Þ. J.