Tíminn - 02.04.1960, Qupperneq 9
T.IMINN, laugardagSnn 2. apríl 19G0.
9
Haiidór Kristjánsson:
Oleysí vandamál
Bjarni Tómasson málarameist- j
ari flutti útvarpserindi um áfengis
mál 4. marz sl. í>að er sízt um of
a'ð þau alvarlegu mál séu rædd í
alþjóðaráheyrn og gott að það sé
gert frá ýmsum hliðum. Því er á-
stæða til að þakka Bjarna fyrir
erindi hans. Mér dettur ekki í hug
að efast um að honum hafi gengið
gott eitt til þess, er hann sagði.!
Hins vegar virtust mér nokkrar j
veilur í röksemdaleiðslu hans og
á það langar mig að benda honum
og öðrum, ef fleiri skyldu hugsa
líkt og hann.
%
Er Frakkland fyrirmynd?
Þegar Bjarni Tómasson hefur
kynnt sér þessi viðkvæmu mál til
hlítar sér hánn eflaust að mann-
tjón af völdum áfengisneyzlu er
miklu meira eftir að bannið var
afnumið en meðan eitthvað af því
gilti. Það lægi því nær að álykta að
bannið hafi verndað mannslíf en
glatað þeim.
Bjarni Tómasson trúir því að
áfengt öl sé líklegt til að valda
síðabót í áfengismálum á íslandi.
Hann virtist telja sterkan bjór
ákjósanlegan drykk og taldi mjög
góð skilyrði til bjórframleiðslu hér
á landi vegna þess hvað íslenzkt
vatn sé gott.
Bjarni sló þvi föstu að í Frakk-
landi og Ítalíu væri miklu betur
ástatt í áfengismálum en hér. Mér
skildist, að þar teldi hann fyrir-
myndarástand og nánast ekki um
neitt áfengisvandamál að ræða.
Þessu var lengi haldið fram hér
fyrr á árum og vitnað til þess að
Frakkar drykkju vín eins og ís-
lendingar kaffi án þess að um of-
drykkju væri að ræða og mæður
þar í landi gæfu jafnvel reifabörn-
um rauðvín í stað mjólkur.
Þó held ég að nú sæmi ekki
annað en telja mann eins og Mend-
es France engu síður dómbæran
um þessi efni en Bjarna Tómas-
son. Menres France taldi áfengis-,
vandamáiið geigvænlegt stórmái
og þjóðarböL í Frakklandi. Hann
vitnaði í álit og skýrslur lækna og
heilsufræðinga, sem sýndu fram á
að áfenglseitrun var algeng dánar-
orsök þar í landi, og þekktist jafn-
vel á barnsaldri. Eitt af baráttu-
málum hans var, að skóiabörn
fengju mjólk en ekki vín í skóla-
tíma.
Stjórn Mendes France afhjúpaði
þessi mál svo, með ýmsum vísinda-
legum skýrslum fræðimanna sinna,
að síðan vita allir, sem fylgjast
með þessum málum, að Frakkland
er alls fjarri því að vera fyrir-
mynd í áfengismálum. Þvert á
móti er áfengisvandamáiið senni-
lega stórum erfiðara og veria við-
fangs en hér.
Bjarni sló því föstu að bann og
Staðreyndir um vatn
Eins og allir vita, framleiða Dan-
ir heimsfrægan bjór, sem bjór-
mönnum þykir hvarvetna ágætur
drykkur. Þetta geta þeir með því
vatni, sem þeim stendur til boða í
Kaupmannahöfn. Sannieikurinn er
sá, að néyzluvatn stórborganna er
að verulegu ieyti iðnaðarfram-
ieiðsla. Vatnshreinsun er sérstök
vísindagrein og það eru byggðar
verksmiðjur til að hreinsa neyzlu-
vatn borganna, bæði sótthreinsa
það og að eyða úr því jarðefnum,
sem fyigir bragð og iykt. Þessi iðn-
aðarframieiðsLa er komin á það
stig, að menn hafa á vaidi sínu að
hafa vatnið eins og þeir vilja.
Við megum ekki álykta of mikið
út frá því þó að vatn það, sem
borið er tiL drykkjar á erlendum
veitingahúsum, þyki ekki alitaf
gott.
Vorð 1949 áttu danskir veitinga
menn í deilu sín á milli í blöðum
Landsins um það, hvort þeir ættu
yfirleitt að bera útlendum gestum
vatn meg mat og sýndist sitt hverj-
um, en æskilegra þótti þeim að
geta veitt þeim eitthvað dýrara.
Þegar menn vita þetta, þarf ekki
mikið hugarflug til að ímynda sér
að veitingamönnum sé stundum
ósárt um þó að vatnið sé ekki
bezti drykkurinn.
Neyzluvatnsiðnaður stórborg-
anna miðast við það, að framleiðsl-
an sé bragðlaus og lyktarlaus.
Það er hjátrú ein að erlendar
Éfiil
Þetta eru grænlenzk börn — næstu nágrannar okkar, og þau búa sig undir það
eins og aðrir að erfa land sitt. Þessir litlu hnokkar heita Sibora og Ado og eiga
heima í Suðvestur-Grænlandi, og faðir þeirra er fengsæll veið.maður og veiðir bæði
stórlaxa og stórþorská, sem saltaðir eru og sendir til annarra landa. Og vafalaust
veiðir hann einnig sel og rostung, eða jafnvel náhveli. Krakkarnir bíða vafalaust
oft í fjöru, eins og íslenzk börn hafa gert öldum saman og bíða þess að pabbi komi
að, og í Grænlandi venjast börnin snemma á að fylgja fullorðnum til starfa — fyrst
í leik en áður en varir er leikurinn orðinn fullgilt starf. Grænlendingar lifa enn
mest á veiðum, þótt skipt hafi um aðferðir og tækni. Land þeirra er harðbýlt en
mjög fagurt. Um það leikur ævintýraljómi eins og svo margar aðrar norðlægar
strendur, og það laðar að sér aftur og aftur bá menn, sem eitt sinn hafa stigið þar
fæti á land. (Myndin er úr bókinni Grönlænderbörn eftir Jette 3ang).
Er sterkur bjór ákjósankgur?
hömlur í áfengismálum leiddu
ekki til bóta. Þetta væri fullreynt
og fullsannað vegna þess að þegar
hömlur voru meiri en nú á sölu
áfengis hér á landi, hefði það átt
sér stað að menn drykkju óþverra,
sora lciddi þá til dauða.
Það breytir sjálfsagt ekki neinu
í þessum efnum að þann tíma sem
bannlögin giltu hér á landi fyrir
Spánarundanþáguna, voru lítil eða
engin brögð að slíku manntjóni.
Mér ex ekki kunnugt um neitt
mannslát af þeim sökum hér á
iandi þau ár, og myndu þó and-
banningar eflaust hafa haldið
þeim á loft þá, engu síður en á
tímabili Spánarvínanna. Hins veg-
ar man ég eftir tveimur eða þrem-
ur svo hörmulegum atvikum á tíma
bili Spánarvínanna en fyrir afnám
bannlagaleyfanna. En eru menn þá
hættir að drekka ólyfjan?
í fyrst alagi virðist mér að ýmsir
þeir drykkir, sem nú eru löglega
seldir hér á iandi, séu slík ólyfjan
að manntjón hljótist af. En þó að
því sé sleppt, eru staðreyndir þær,
að miklu meiri brögð eru að því
eftir að bannið var afnumið en
áður að menn drekki þvílíka ólyfj-
an, sem Bjarni átti hér við. Hvaða
bann gilti hér á landi 1943 þegar
níu menn drukku sig í hel á einum
degi?
iðnaðarþjóðir geti ekki veitt sér
vatn ámóta og íslenzkt uppsprettu-
vatn, þó að gott sé.
Ahrifin af bjórnum
En hversu hollur er svo bjórinn?
Almenn bjórdrykkja er ekki lík-
leg til að verða til neinna mann-
bóta hér á landi. Áfengi í því formi
að það sé daglegur svaladrykkur
starfandi manna reynist hvarvetna
illa, hvort sem það er franskt
rauðvín eða danskur bjór. Slíkum
drykkjuskap fylgir aukin slysa-
hætta og minni afköst og er hvort
tveggja þjóðarskaði.
Ólafur Davíðsson var ágætur vís-
indamaður og mikill starfsmaður,
sem skilaði frábæru verki á stuttri
ævi. Hann dvaldi árum saman í
Kaupmannahöfn og þekkti danska
bjórinn. Vitnisburður hans er m a.
á þessa leið:
„Ég hef kannske drukkið 10
bjóra á dag að meðaltali, en
aldrei toddý, aldrei brennivín. Ég
varð svo að segja aldrei fullur.
En það sem verst var við þetta
var það, að mér varð lítið úr
verki. Ég sat á knæpunum til 12
að minnsta kosti, og fór seint á
fætur.“
„Ég ætlaði reyndar oft að fara
á fætur, en það varð ekkert úr
því. Ég ætlaði bara að liggja,
meðan ég væri að telja 100. Nei,
ég þurfti að bæta 20 við, svo öðr-
um 20 o. s. frv. Ég ætlaði bara
að liggja þangað til Garðklukkan
slægi næst. Nei, ég lá lengur. Það
voru allar taugar svo slakar og
linar. Velgjan var svo notaleg. Ég
tímdi varla að hreyfa mig.----.
Lá og mókaði tvo tíma um miðj-
an daginn.“
Þannig fór danski bjórinn með
tíma og krafta Ólafs Davíðssonar
á unga aldri, einhvers duglegasta
meistarans í hópi íslenzkra fræði-
manna.
Svo á að telja okkur trú um að
þetta eigi nú að verða okkur ein-
hver heilladrykkur.
Þungamiðja málsins
Bjarni málarameistari kom þar
ræðu sinni að hann talaði um
,,eina af þungamiðjum“ áfengis-
málsins. í hans augum hefur málið
margar þungamiðjur. Það er að
vonum svo villandi sem ýmsar hug-
myndir hans um þessa hluti eru.
En þungamiðja áfengismálsins
er ein og aðeins ein. Hún er sú,
að áfengi er eiturlyf. Um öll ná-
læg Iönd er reynslan sú, að af
hverjum 100 mönnum, sem á ann-
að borð byrja áfengisneyzlu, eru
einhverjir, sem verða meiri eða
minni ógæfumenn þess vegna.
Ég fullyrði ekki hver þessi hlut-
fallstala er, en hún er alls staðar
staðreynd þar sem þessi mál eru
athuguð, hvernig svo sem áfengis-
löggjöf landanna er háttað. Það er
ekki annað en fáfræði eða blekk-
ing ef menn halda að ekkert áfeng-
isböl sé til í Danmörku, Svíþjóð,
Englandi, Frakklandi, Rússlandi
o. iS. frv. Alls staðar þar sem
drykkja áfengra vína tíðkast, er
áfengisbölið staðreynd. Á því hef-
ur hvergi verið sigrazt með sér-
stökum áfengistegundum eða
frjálsri sölu, og er þó mikil og víð-
tæk reynsla af slíkum tilraunum.
Við erum allir bannmenn
Það er enginn vandi að ræða
þessi mál með stóryrðum og upp-
hrópupum og tala um ofstæki og
þröngsýni, — en það er heldur
engin lausn. Hitt er staðreynd að
þar sem ekkert áfengi er, þar er
ekkert áfengisvandamál. Bannlög,
sem væru haldin, losuðu þjóðina
því við öll þessi vandræði.
■ í raun réttri erum við allir bann
menn. Öll okkar blöð keppast við
að halda fram ströngu banni á ým-
iss konar eiturlyfjum. Sameinuðu
þjóðirnar í heild kosta miklu til að
vinna gegn slíkum bannlagabrot-
um. Allir trúum við á bann. Ágrein
ingurinn er ekki um það hvort rétt
sé að banna eða banna ekki. Okkur
greinir á um hitt, hvort áfengið
eigi að vera í flokki þeirra eitur-
lyfja, sem banna skal.
Hér stendur hins vegar þanrág
á, að þeir eru svo margir, sem
vilja vera frjálsir að því að neyta
áfengis þegar þá langar til, að þeir
hafa jafnan haldið uppi áróðri
gegn áfengisbanni og framkvæmd
bannlaga. Vegna þessara manna
verðum við að þola allt það, sem
áfengisnautninni fylgir:
Eitt, sem viS verðum að gera
Það sem nú er tiltækilegt að
gera að óbreytt.um ófengislöguir.
er að efla bindindissemi ungu kyn-
slóðarinnar. Fjöldi ungmenna er
félagsbundinn um bindindi á tóbak
og áfengi. Það er baVði heim.sku-
legt og skammarlegt hvað ríkið
gerir lítið fyrir þá stefnu. Það ætli
þó ekki að þurfa mikið búmannr,-
vit til að gera þá tilraun að borga
tveimur eða þremur mönnum
sæmileg laun fyrir að helga sig
þessum félagsmálum einum saman.
Ég er viss um að það bæri þann
árangur að þeir unglingar, sem
tekið hafa þá stefnu að hafna
tóbaki og áfengi héldu henni
hundruðum og þúsundum saman
umfram það sem er. Eins og .sakir
standa er það þetta sem auðveld-
ast og ódýrast er að gera til veru-
legra bóta í uppeldismálum á ís-
landi. Það myndi frelsa menn hóp-
um saman frá þeim píslurn og þján
(Framhald á 10. síðu).