Tíminn - 02.04.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.04.1960, Blaðsíða 16
Hann bauð blaða- mönnum til veizlu Það er sjálfsagt óþarfi að dreif að og heimtaði romm og port- . .. „ „ ,,,. vín á ilát sín. segja monnum, að frettm um Romm |ax og g|æpamaður rýmingarsölu á áfengi í blað- inu í gær var fyrsta apríl frétt. Samt er rétt að geta þess, og skýra stuttlega frá viðbrögðum fólks. Blöðin hafa nú um sinn haft þann hátt á, að birta eina blekk- ingafrétt 1. apríl til þess að halda við þeim gamla og skemmtilega sið, að glettast við náungann þenn- an eina dag. Fréttir þessar eru ekki einu sinni byggðar á flugu- fæti, hvað þá meira. Margir fóru í ríkið Hins vegar fór svo í gær, að margir áttuðu sig ekki á því, hvaða dagur var, og örkuðu með| koppa og kyrnur niður í Nýborg til þess að ná sér í leka — þótt, útsölustaður væri hvergi nefndur. Veslings afgreiðslumennirnir urðu \ hvumsa við, þegar mannskapinn' Flestir tóku gamninu þó vel, svo sem siður er á þessum degi, og höfðu jafnvel gaman af, svo sem maðurinn, sem hringdi til blaðs- ins og bauð öllum blaðamönnum í rommveizlu á Krókastræti 19, eða hinn, sem spurði hvar hann gæti fengið romm (Tímafrétt) til þess að renna niður með laxinum (Morgunblaðsfrétt), svo að hann gæti farið út að góma alþjóða- glæpamanninn (Alþýðublaðsfrétt). Einstaka maður hringdi þó í reiði; hafði komið langt að til þess að ná sér í brjóstbirtu, og svo undar- lega bar við í gær, að einn maður sagði upp áskrift að blaðinu, en slíkt hefur ekki skeð nú í langan tíma. Hins vegar er það von og vissa blaðsins, að flestir hafi haft gam- an af gríninu. Hjartanlegar samræður De Gaulle og Krust joff s Sprengjutilraun Frakka vekur magnaða andúðaröldu frjálsra ríkja í Afríku NTB—París, 1. apríl. Frakkar sprengdu aðra kjarnasprengju í Sahara s. I. nótt. Varð sprengingin aðeins nokkrum klukkustundum áður en hófust viðræður þeirra de Gaulle og Krustjoffs á sveita- setri Frakklandsforseta utan við París. Mikil leynd hvíldi yfir fundi þeirra, en sagt er að Enginn mælir S-Afríku bót NTB—New York, 1. apríl. Nú þykir nær víst, að til- laga Equadors í öryggisráðinu verði samþykkt. Hún er á þá leið, að atburðirnir í S-Afríku eru harmaðir og skorað á stjórn Vervoerds að láta. af kynþáttaofbeldi sínu. Banda- ríski fulltrúinn lýsti í dag stuðningi við tillöguna og fcr allþungum orðum um fram- ferði S-Afríkustjórnar. Kvaðst hann þess fullviss, að áfram- hald á sömu braut myndi stofna heímsfriðnum í hættu. samræður þeirra hafi verið hinar hjartanlegustu Sprengiorka þessarar sprengju er sagður aðeins einn þriðji af þeirri, sem Frakkar sprengdu fyrri hluta marz. Hún var sprengd á jörðu niðri ,en hin fyrri í 100 m. háum turni. Mikil gremja Afríkuþjóða Forystumenn hinna frjálsu rikja í Afríku, svo sem Bourguiba Túnisforseti og Nkruhma forsætis ráðherra Ghana, hafa með sterk- um orðum fordæmt þessa síðari tilraun Frakka. Segja að með henni hafi Frakkar auglýst algera fyrirlitningu sína á almennings- álitinu í heiminum og óskum al- mennings í Afrikulöndum. Talið er að tíðindunum muni tek ið með svipuðu fálæti í Washing- ton og í hið fyrra sinnið, er Frakk ar sprengdu kjarnorkusprengjuna en þá liðu fjórir dagar þar til Eisenhower forseti minntist á tii- raunina. í Bonn voru menn hvorki undrandi né óánægðir yfir tilraun- inni. Krustjoff varaður við Miklar getgátur eru um, hvern- ig Krustjoff^ hafi tekið sprengju- tilrauninni. f París segja menn, að Krustjoff hafi ekki yfir neinu að kvarta, hann hafi verið látinn vita áður en hann fór frá Moskvu, að hugsanlega myndu Frakkar sprengja aðra sprengju meðan hann stæði við í Frakklandi. Okkur vantar aðeins stálið, sagði Einar Hinar og hjóllð. Með aukinni vélvæðingu á íslandi hefur vélaiðnaði fleygt fram og vélsmiðjur risið upp hér sem inna hin erfiðustu störf af hendi. Einkum hefur þessarar kunnáttu verið þörf í sam- bandi við stórvirkar jarð- yrkjuvélar. Eitt af þeim verkstæðum, sem hefur annast ýmis konar vélgæzlu á þessu sviði er vélaverk- stæði Einars Guðbrands- sonar Blaðið leit inn til Einars í gær og var hann þá að fræsa eitthvert stærsta tannhjól sem fræst hefur verið hér á landi. Þetta verk var hann að vinna fyrir Ræktunarsamband Kjal arnesþings. Var hér um að ræða stóran tannhjólakrans úr skurðgröfu. Einar hefur unnið mikið fyrir Vélasjóð rík isins og þarf að sinna verk- efnum víða að af landinu. Smíðaði fræsivélina Tíu ár eru síðan Einar hóf rekstur á eigin spýtur, og hef ur viðgerðarkostnaður hækk- að mikið á þeim árum, þó s-agði Einar að hækkanir á við- gerðarkostnaði myndu aldrei verða meiri en nú og gerði hann sér bókstaflega enga grein fyrir því hverju sú hækk un myndi nema. Eins og dæm in stæðu kostaði nýr kransi í stóra skurðgröfu um 26 þús und krónur, en með því að gera hann upp kostaöi við- gerðin 11 þúsund krónur. Sér stakar vélar þarf til að ann- ast viðgerðir þessarar tegund ar og fræsivélina, sem slíkpr tennurnar í hjólinu hefur Einar smíðað sjálfur að mestu leyti. Sagði Einar að nú væri mikið meira um það en áður, að gerð væru upp á verkstæð um ýmis stykki úr vélum í stað þess að kaupa þau ný. Hið rétta stál Aðvífandi manni finnst að vélsmiðjur á borð við velsmiðju Einars Guðbr'andssonar, hljóti að eiga bágt með að annast öll þau verkefni, sem ber ist þeim, þegar haft er í huga sá árangur sem slíkar vél- smiðjur hafa náð á undanförn um árum um smíði ýmissa dýrmætra vélarhluta. En við- gerðir slíkra hluta eru ekki að alatriðið fyrir mönnum eins og Einari. Hann sagði: „Ef við fáum rétt stál, getum við engu síður smíðáð vélarhluta en útlenzkir; okkur vantar bara stálið.“ Freðfiskur Nýtt brezkt fyrirtæki, Grimsby Fish Merchants Ltd., hefur gert samning við Færeyja Fiskasölu um að annast alla sölu á hraðfryst um fiskflökum á Bretlandseyjum fyrir Færeyinga. Brezka fyrirtækið sendi nýlega tvo menn til Færeyja til að ganga frá áætlunum viðvíkj andi samningi þessum og skoða fisk og vinnslustöðvar. Menn þess- ir voru mjög hrifnir af færeyska fiskinum og sögðu að erfitt væri að finna nokkurn mun á frysta fiskinum og nýjum fiski Þrír svartir drepn- ir I Durban í gær NTB—Durban, 1. apríl Óeirðir og manndráp sem orðið hafa síðustu vikur og daga í Höfðaborg og nágrenni, virtust vera að fjara út í dag. Aftur á móti blossuðu upp kröfugöngur og óeirðir í borg- inni Durban og þar voru að minnsta kosti þrír svertingjar skotnir til bana af lögreglunni, þar af ein kona. Annars er ástandið í Höfðaborg og héruðunum þar umhverfis mjög óljóst og fregnir sundur- leitar. í Transvaal virðist at- vinnulífið vera að komast nokk- urn veginn í eðlilegt horf. Heiftin logar undir Fréttaritarar segja, að það sé raunar aðeins her og lögregla stjórnarinnar, vopnuð nýtízku vopnum, sem hafi kúgað upp á blökkumenn nokkurs konar reglu, en undir logi heiftin og geti brotizt út hvenær sem er. T.d. gerðist það í Durban, að 4—5 þús. svertingjar söfnuðust saman á hæðardrögum utan við borgina. Gengu þeir síðan í fylk ingu í átt til borgarinnar. Kom þá á móti þeim fjölmennt lög- reglulið. Sló í bardaga og skutu lögreglumennirnir minnsta kosti 3 svertingja til bana, en margir særðust. Einn hinna myrtu var kona. Undir kvöldið tókst að tvístra blökkumönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.