Tíminn - 02.04.1960, Qupperneq 14
14
T f M I N N, laugardaginn 2. apríl 1980.
tan mimdl taka eftir því þó
að þeir ekki kæmu þangaö um
kvöldið.
Pilturinn sagðist hafa verið
tekinn til fanga í Johore og
var búinn að vera tvo mán-
uði I Kuantan. — Skárra en
að vera í fangabúðum, sagði
hann.
Jean settist á efsta þrepið
af þremur, sem lágu að skóla
dyrunum og hann sat á hækj
um sínum á jörðinni fyrir
framan hana. Henni þótti
skrýtið hvernig hann sat, með
annan fótinn undir sér en
hi'nn teygði hann fram. —
— Ertu bilstjóri í Ástralíu?
spurði hún.
— Ekki aldeilis, sagði hann
— ég er rekstrarmaður.
— Hvað er rekstrarmaður?
spurði hún.
— Nautahjarðmaður, sag*i
hann. — Eg er fæddur í
Queensland, skammt frá Clon
curry og allt mitt fólk er í
Queensland. Pabbi var frá
London, stað sem kallaður
er Hammersmith. Hann var
ekill, svo hann kunni að fara
með hesta og þegar hann kom
til Queensland réðist hann til
Cobb og félaga, og þar kynnt
ist hann mömmu. En nú hef
ég ekki komið til Cloncurry
í háa herrans tíð. Eg hef unn
ið á Vesturlandinu á búi, sem
heitir Wollara. Það er um
hundrað og tíu mílur frá
Springs.
Jean brosti. — Hvað er
Spings?
— Alice, sagði hann. —
Alice Springs er borg í miðri
Ástralíu, miðja vegu milli
Darwin og Adelaide.
Hún sagði: — Eg hélt að
í miðri Ástralíu væri ekkert
nema eyðimörk.
Honum ofbauð fáfræði
hennar. — Það var og, sagði
hann og dró seimihn. —
Alice er ágætur staður. Nóg
vatn í Alice, fólkið þar lætur
buna úr garðslöngunni alla
nóttina til að vökva blettina.
Svei mér þá, þeir láta renna
alla nóttina. Vesturlandið er
yfirleitt þurrt, en samt eru góð
ir bithagar í giljunum. Og
raunar er alls staðar vatn, ef
að er gáð. Tökum árgil sem
tvo mánuði á ári, eða skem-
ekki sézt í vatn nema svo sem
ur. En þú fihnur þér sand-
gröf, og ef þú grefur svo sem
fet undir yfirborðið, þá eru
allar líkur til að þú finnir
vatn — meira að segja um
þurrkatímann.
Hljóðlaust, sveiflulaust skraf
hans var einkennilega róandi
og notalegt. — Ef þú kemur
í svona gi), þá muntu finna
smá hoiur hér og hvar, eftir
kengúrur og strúta, sem hafa
verið að leita að vatni. Þau
vita hvar á að leita. Það er
alls staðar vatn i eyðihéruð-
unum, en þú verður að vita
hvar á að leita þess.
— Hvað starfar þú í Woll-
ara? Gætirðu kinda? spurði
hún.
Hann hristi höfuðið. — í
héraðinu kringum Alice er
ekkert sauðfé. Þar er of
heitt. Á Wollara eru eingöngu
nautgripir.
— Hve margir?
— Stemmir — fjórtán ef
þú telur herra Duveen með.
— En hvernig geta fjórtán
menn gætt allra þessara naut
gripa? spurði hún.
— Ójá, sagði hann hugs-
andi. — Wollara er þægilegt
bú að mörgu leyti, því þar
eru engar girði'ngar. Vinnan
fer mest í girðingarnar. Að
norðan er Palmeráin og Leví
fjallgarðurinn, að vestan er
sandauðnln og nautin sækja
ekki þangað. Að sunnan eru
Kernotfjöllin og Ormerod-
Framhaldssaga
]um. Flughundarnir svifu yfir
höfðum þeirra í tunglskininu
og rjáfaði í leðurkenndum
vængjunum. — Átján þúsund
nautgripir, sagði hún hugs-
andi.
— Um það bil, anzaði hann.
— Ef vel rignir, þá komast
þeir kannske upp í tuttugu
og eitt eða tvo þúsund. Svo
kemur þurrkur og þá hrapar
talan niður í tólf eða þrettán
þúsund. Eg hugsa að við mi'ss
um um þrjú þúsund gripi á
ári úr þorsta.
— Getið þið ekki komið
þeim í vatn?
Hann brosti'. — Ekki fjórtán
flmí
— Þegar ég fór, þá voru
þeir um átján þúsund, sagði
hann. — En þeim fjölgar eða
fækkar eftir vætunni, skil-
urðu.
— Átján þúsund? Hve stórt
er landið?
— Wollara? Svona um tvö
þúsund og sjö hundruð.
— Tvö þúsund og sjö hundr
uð ekrur, sagði hún Það er
mikið land.
Hann starði á hana. — Ekki
ekrur. Fermílur. Wollara er
tvö þúsund og sjö hundruð
fermílur.
Já
en
Henni blöskraði.
er það ein jörð?
— Það er eitt bú, sagði
hann, — ein jarðeign.
— Hvað eruð þið margir
á svoleiðis búi?
Hugur hans dvaldi fegin-
samlega við heimahagana. —
Fyrst er hr. Duveen, Tommy
Duveen — hann er ráðsmað
ur, svo ég — ég er aðal hjarð
maðurinn, — eða var, réttara
sagt. Tommy sagðist skyldi
ætla mér vihnu þegar ég
kæmist aftur til Wollara . . .
Hann varð hugsi litla stund.
— Við höfum þrjá hvíta
hjarðmenn, sagði hann svo,
— og Happy og Moonlight, og
Nugget og Snowy og Tarmac
. . . Já, við höfum níu móra,
sagði hann. — Það var allt
og sumt.
— Níu hvað?
— Svertingja — frum-
byggja.
— En þetta eru aðei'ns
þrettán, sagði hún.
Sigríður Thorlacius
þýddi
17.
fjall og Tvíburarnir að aust-
an. Fjórtán menn er alveg
nóg á svona búi. Það væri
hægara ef við hefðum fleiri
hvíta menn, en þá er ekki
að fá. Móragarmarnir eru
alltaf að fara á ról.
— Hvað er það?
— Ról? Ja, svartur hjarð-
maður kemur til húsbóndans
einn góðan veðurdag og
segir: — Boss, nú fer ég á
ról. Þá halda honum engin
bönd. Hann fer af búinu,
labbar burtu i einum buxum
og með byssu, ef hann á hana
— annars með spjót og kast
,vopn, og hann er i burtu tvo
eða þrjá mánuði.
— Hvert fara þeir? spurði
hún.
— Bara á flakk. Já, þeir
leggja land undir fót þegar
þeir fara á ról — það svarar
því, sagði hann, — kannske
fjögur eða fimm hundruð
mílur. Svo þegar þeir eru
búnir að fá nóg, þá koma
þeir aftur og fara að vinna.
Gallinn við Mórana er það,
að maður veit aldrei hvort
þeir verða kyrrir vikuna út.
Það varð þögn, þau sátu
bæði hljóð á skólatröppun-
um í hitabeltisnóttinni, út-
lagar fjarri heimkynnum sín
mepn. Það sálast árlega eins
margir nautgripir úr þorsta
á Vesturlandinu og Norður-
Queensland og þyrfti til að
ala alla Englendinga á. Svo er
það enn verra á Wollara
vegna hestanna.
— Hestanna?
— Ójá, við höfum um þrjú
búsund vi'llihesta þar. Við þá
verður ekki ráðið. en þeir
eru skaðræði's dýr. Vollara
var einu sinni hrossaræktar
bú og seldi þá indverska hern
um hesta, en nú seljast hest-
ar ekki' lengur. Við notum auð
vitað fáeina, svo sem eitt
hundrað, þegar áburðarhest-
ar eru með taldir, en við hina
er ekki hægt að losna nema
með því að skjóta þá niður
og enginn hjarðmaður fæst
ti'l þess. Hestarnir bíta það
gras, sem nautpeningurinn
ætti að fá og skemma meira.
Nautgripir vilja ekki bita þar
isem hestar hafa gengið.
] — Hverni'g er Wollara —
ég meina hve stór á hvern
veg?
— Svona um níutíu mílur
frá austri til vesturs og
kannske fjörutíu og fimm til
fimmtíu frá norðri til suð-
urs, þar sem hún er breiðust.
En jörðin er þægileg, meðal
annars vegna þess, að bæjar
húsin eru um það bil mið-
svæðis, svo þaðan er ekki svo
mjög langt í neina eina átt.
Lengst er yfir að Kernot-
fjöllum en það eru um sextíu
mílur.
— Sextíu mílur frá bæjar-
húsunum? Þar sem þú átt
heima? Eru þá fleiri bú?
Enn glápti hann á hana. —
Það er aldrei nema eitt bú
á hverri jörð. Sumir hafa sjná
skúra hér og þar, svo að pilt
arnir geti geymt sér þar bita
og ábreiður, en það er óvíða.
— Hve lengi eruð þér að
fara yfir að Kernotfjöllunum?
— O — fram og aftur tekur
það svona viku — það er að
segja ríðandi. Á bíl má kom-
ast það á hálfum öðru degi.
En hestarnir eru nú beztir,
þó hægt fari. Með áburðar-
hesta er aldrei farið nema
fetið, verði hjá því komizt.
Það er ekki eins og sýnt er í
kvikmyndunum — menn á
þeysireið í allar áttir — ónei.
Ef þú færir svoleiðis með hest
á Vesturlandinu, þá yrðir þú
nú ekki lengi að uppgefa
hann.
Þau sátu 1 röskan klukku-
tíma við skóladyrnar og spjöll
uðu saman í lágum hljóðum.
Þá rei's nautahjarðmaðurinn
upp úr hinni einkennilegu
hvíldarstöðu sinni og sagði:
— Eg má ekki vera lengur,
ef að Aparnir skyldu koma
og gera sprell. Laxi mihn fer
líka að undrast um mig. Hann
var að elda.
Jean reis á fætur. — Þakka
þær kærlega fyrir það sem
þú færðir okkur. Þú getur
ekki ímyndað þér hve mikils
virði lyfin eru okkur. Segðu
mér, hvað heitir þú?
— Joe Harman, sagði hann,
— Harman liðþjálfi. Hann
hikaði: — Fyrirgefðu að ég
kallaði þig frú Móru 1 dag,
sagði hann vandræðalegur. —
Það var spaug.
— Hún svaraði. — Eg heiti
Jean Paget.
— Mér heyrist það vera
skozkt nafn?
— Já, ég er að vísu ekki
skozk, en mamma mín var
skozt, sagði hann. — Frá
Inverness.
Hún rétti honum hendina.
— Góða nótt, liðþjálfi, sagði
hún. — Eg hef notið þess aö
tala við hvitan mann.
......Spaiió yðui jhlaup
& ,raii]i verslana;!
-Austuxstiseti
EIRIKUR
víðförli
Töfra-
sverðið
102
Gráúlfur tefst á flóttanum,
vegna þess að hestur han,s er
þreyttur og drengurinn er þrjózk-
ur. Honum er það ljóst, að vfking-
arnir muni fyrr eða seinna ná hon-
um, en hann huggar sig við það,
að hann hafi Erwin sem gísl.
Risavaxin vera eltir hann. Hvað
eftir annað lyftir Þorkell boga sín-
um, en lætur hann síga aftur.
Hann getur ekki miðað vegna hins
þétta frumskógar og bylsins. Að
lokum tekur hann ákvörðun.
Nú er um að g«-£ að ■h’gs eða
drepast. Ef hann r*ú'c.i»j- vind-
hraðann ekki rétt, fesh.U ö<>n ekki
í hrygg Gráúlfs, helöur Eiríks.
1 .'/>"!(>