Tíminn - 26.04.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.04.1960, Blaðsíða 16
Þriðjudaginn 26. apríl 1960. 91. blaJt. Sandbylur veldur tjóni á Jótlandi Múhameístrúarmenin í Danmörku byggja mosku Khöfn, 23.4. — Einkaskeyti, til Tímans. — Á síðasta sólar-! hring gekk mikið hvassviðri yfir Norður- og Mið-Jótland og hefur það orsakað stór- kostlegt sandfok, það versta, j sem komið hefur í 25 ár. Sandurinn liggur í sköflum á ökrum og grónu landi og víða hefur hainn eyðilagt uppskeru- möguleikana. Stundum varð byl- urinn svo svartur, að bílstjórar þurftu að aka með ljósi til að komast leiðar sinnar. Sums stáð- ar reyndu bændur að stöðva fram- ras sandsins með því að moka snjó upp í garða. Dönsk moska Safnaðarformaður Múhameðs- trúarmanna í Danmörku hefur (Framhald á 15. síðu). Dauðastríð Chessmans hafið á ný NTB—Washington, 25. apríl. Hæstiréttur Bandaríkjanna vísaði enn í dag á bug enn einni beiðni frá Caryl Chess- man um frestun á aftöku hans og upptöku málsins að nýju. Chessman hefur setið 1 Quint- in-fangelsi í 12 ár og 8 sinn- um heífur aftöku hans verið frestað. Sakargiftir eru bama rán og kynferðisafbrot, en skv. núgildandi lögum í Kali- forníu myndi Chessman ekki hafa verið dæmdur til lífláts. Aftökudagurinn hefur að þessu sinni verið ákveðinn snemma í maí og er því enn eitt dauðastríð Chessmans hafið. SKATTHEIMTUMADUR VERÐUR FYRIR LlKAMSMEIÐINGUM Svíinn braut ljósaperu á andliti hans Kaupgjaldsvísi- talan 104 stig Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun apríl 1960 og reyndist hún vera 104 stig eða 3 stigum hærri en hún var í marzbyrjun 1960. Verðhækkanir síðan 1. marz 1960 af völdum gengisbreytingar c-g vegna hins nýja söluskatts- námu 6,6 visitölustigum, en þar á móti kom 2,8 stiga vísitölulækk- un vegna hækkunar fjölskyldu- bóta frá 1. apríl 1960. Vísitölu- lækkun vegna hækkunar fjöl- skyldubóta nemur alls 8,5 stigum og hefur því í vísitöluna 1. apríl 1960 verið tekinn þriðjungur þess arar lækkunar. (Frá Hagstofu íslands.) Skattheimtumenn hafa oft og lengi orðið fyrir aðkasti svo sem greinir í Biblíunni. Margir Ísíendingar hafa litfar niætur á skattheimtunni, en þó munu fáir skattheimtu- menn hér hafa orðið fyrir líkamsmeiðingum vegna þess- arar atvinnu sinnar. Þó bar svo við fyrir helgina, að einn af starfsmönnum þess op- inbera varð fyrir líkamsmeiðing- um af henöi manns af sænsku þjóðemi og á skattheimtumaður- inn nú um sárt að binda í raun- hæfustu merkingu. Skattheimtumaður þessj vinnur hjá útlendingaeftirlitinu og tekur við svokölluðum gjaldársskatti af útlendingum, sem stunda hér vinnu. í s'.l. viku var hann stadd- ur í samkvæmi í húsi einu hér í bæ og hittí þá fyrir Svía nokkurn, sem lengi hafði tregðast við skatt greiðsluna. Blaðinu er ekki kunn- ugt um nánari tildrög önnur en þau, að Svíinn laust skattheimtu- manninn með ljósaperu, sem brotn aði á andliti hans, skar hann og stórskaðaði. Liggur hann nú rúmfasfur og má ekki 'sinna skattheimtunni. — b. Ástir í sóttkví — Elín Ingvarsdóttir á æfingu. Leikritið fjallar um ástir og hlaupabólu í kvöld frumsýnir Nýtt leik- hús enskan gamanleik sem nefnist „Ástir í sóttkví“. eftir Kay Bannerman og Harold Brooke. Leikstjóri er Flosi Ólafsson, en leikendur Elín Ingvarsdóttir, Jón Kjartans- son, Baldur Hólmgeirsson, Nína Sveinsdóttir og Jakob Möller. Þessi gamanleikur var sýndur í Englandi fyrir þremur árum og náði þá miklum vinsældum. Leik- urinn gerist í frönsku Ölpunum og fjallar einkum um ástir og hlaupabólu „Ástir í sóttkví“ verða fyrst um sinn sýndar í Framsóknarhús- inu, en síðai mun í ráði að sýna ieikinn út um land. Þetta er annað verkefni Nýs ieikhúss, en fyrsta verkefnið var eins og kunnugt er söngleikurinn „Rjúkandi ráð“, eftir Pír O. Man, sem náði miklum vinsældum. Þýðanda að „Ástum í sóttkví” er ekki getið, en Flosi kvað þýð- inguna ágætlega vel gerða. LISTMUNA- KJALLARI . Vilhjálmur frá Skáholti opnaöl kjailara sinn í Aðalstræti, „Listmunakjallarann" á laugardaginn. Mjög ^estkvæmt var hjá Vilhjálmi þennan dag eins og myndin sýnir og lék gestgjafinn á als oddi. Kjall- ari Vilhjálms verður opinn daglega frá kl. 10—6 og verSa þar til sölu málverk, Ijóðabækur og blóm. Mál- verk verða þarna eftir: Kjarval, Jón Þorleifsson, Sverrl Haraidsson, Jón Engilberts, Veturllðá, Einar Baldvinsson, Hafstein Austmann, Sigfús Halldórsson, Svein Björnsson og fieiri. Ekki er að efa að þessi nýbreytni I bæjarlifinu mun mælast vel fyrir hjá listunnendum, og margur mun án efa leggja leið sína niður I kjailarann til Vilþjálms, gleðja augu við falleg málverk og- fá and- iegan yl frá hinum skrafhreifa húsbónda. Létfskýað Vonandi rætist nú spá veð urstofunnar, að það létti til I dag og stytti upp. Um vindáttina er það að segja, að hún á að vera breyti- leg, en senniiega blées ekki af nema einni átt I senn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.