Tíminn - 27.04.1960, Qupperneq 3
Tg|iWa^jgP*Bvita»Jaginn agra 1960.
3
Mótmæla veltuútsvari
á skipti félagsmanna
Aðalfundur Kaupfélags Sigl-
firðinga var haldinn 24 apríl
s. 1. Fóru þar fram venjuleg
aðalfundarstörf. Vörusala fé-
lagsins s. 1. ár nam 14,300 þús. |
Ákveðið var að úthluta í
stofnsjóð 3% af ágóðaskyldri
vöruúttekt félagsmanna.
Á fundimim kom fram svohljóð-
andi till. og var samþ. með 26 sam-
hlj. atkv.:
„Aðalfundur Kaupfélags Sigl-
firðlnga, haldinn 24. apríl, 1960,
skorar á háttvirt Alþingi að fella
úr framkomnu frumvarpi um
breytingar á útsvarslögunum það
Nýr bæjarsfjóri
Á Akranesi hefur verig kjör
inn bæjarstjóri í forföllum
Daníels Ágústínussonar, sem
tekið hefur sæti á þingi í fjar
veru Halldórs E. Sigurðsson-
ar. Fyrir valinu varð Hálfdan
Sveinsson, og mun hann
gegna störfum bæjarstjóra
meðan Dáníel situr þing.
ákvæði frv., að veltuútsvar verði
Iagt á viðskipti meðlima kaupfé-
laganna.
Aðalfundur Kaupfélags Sigl-
firðinga álítur að óréttlátt og
þjóðhagslega rangt sé að lögleiða
veltuútsvar, sem lagt er á án til-
lits til rekstrarafkomu eða ann-
arra aðstæðna. f þessu sambandi
má benda á þá staðreynd, að
samvinnuverzlanir víðsvegar um
landið, hafa orðið að taka að sér
ýmis viðskipti, sem eru bein
þjónusta við fólkið, en sannan-
legur baggi fjárhagslega fyrir
viðkomandi kaupfélög og verzl-
anir í einstaklingseigu taka ekki
að sér af þeim sökum. Veltuút-
svar á öll viðskipti meðlima
kaupfélaganna myndi því verða
alveg sérstök refsing á þá, sem
mesta þjónustu inna af hendi við
fólkið á hverjum stað.
Enn fremur má benda á, að
á meðan ekki er stóraukið eftir-
lit með framtölum verzlunarfyr-
irtækja í eigu einstaklinga eða
hlutafélaga frá því sem nú er,
verður fyrst og fremst þarna um
að ræða auknar og ósanngjarnar
álögur á kaupfélögin, sem Iögum
samkvæmt eru háð strangari end-
urskoðun og árlegum aðalfund-
um.“
Eins og iyrr segir var till. þessi
samþ. með samhljóða atkv. og þar
á meðal atkv. eins aðalforingja Al-
þýðuflokksins í verkalýðsmálum á
oiglufirði, Jóhanns Möllers.
Fyrirlestrar
í háskólanum
Prófessor Ralph Turvey, próf-
essor í hagfræði við háskólann í
London (London School of Econ-
omics); er staddur hér í boði Há-
skóla íslands og Biitish Council.
Prófessor Turvey mun flytja tvo
íyrirlestra í háskólanum, og verð-!
ur fyrri fyrirlesturinn fluttur í!
dag, miðvikudag 27. apríl kl. 5.30
e. h- og nefnist hann „Budget Pol-
iey in Britam“. Síðari fyrirlestur-
inn verður fluttur föstudginn 29.
apríl kl. 5.30 og nefnisi hann „A
Kew Approaeh to interest The-
ory“.
Fyrirlestrarnir verða fluttir í I.
kennslustofu háskólans, og er öll-
um heimill aðgangur.
Sjóréttarráðstefnan
(Framh. af 1. síðu).
en Wan prins', forseti ráðstefnunn-
ar færðist undan og sagði, að sam-
þykki % á ráðstefnunni yrði að
fást til þess að tillagan yrði aftur
borin fram.
HarðorS mótmæli
Fulltrúi Saudi-Arabíu andmælti
þessu harðlega og sagði, að hér
væri aðeins um að ræða framhald
af þeim víðtækasta áróðri, sem
nokkur ráðstefna hefði orðið fyrir.
Þá reis fulltrúi Sovétríkjanna,
Tunkin, á fætur og sagði, að úrslit
atkvæðagreiðslunnar sýndu það,
sem hann hefði oft áður bent á, að
ráðstefnan væri of snemma haldin,
ekki væri tímabært að ræða þessi
mál, eins og nú stæðu sakir. Sagði
hann og að þessi málalok væru
viðunandi, því betri væri engin
lausn en slæm lausn.
Sagðist hann vera furðu lostinn
vegna kröfu USA um nýja at-
kvæðagreiðslu, en þetta minnfi
óneitanlega á sams konar vinnu-
hrögð þeirra á fyrri ráðstefnunni.
Var síðan borið undir atkvæði
hvort veðra ætti við kröfum
Bandaríkjanna um nýja atkvæða-
greiðslu og var það fellt. Já sögðu
50 fulltrúar, 29 mæltu gegn, en 8
sátu hjá.
Tillögur íslendinga
Áður en gengið var til atkvæða
um sjálfa bræðingstillöguna voru
tiliögur fslands og tillaga Brazilíu
Kúbu og Uruguay bornar undir
atkvæði.
Fyrst fór frarn atkvæðagreiðsla
um tillögu íslendinga, sem fól í
sér forgangsréttindi utan 12 mílna.
Fór nafnakall fram uim hana, eins
og allar síðari tillögur og fór svo,
að hún var fedld með 37 atkvæð-
um gegn 25, en 26 sátu hjá.
Með þessari tillögu greiddu
Júgóslavar atkvæði einir Evrópu-
ríkja, Austur-Evrópuríkin sátu
hjá, Danir og Finnar ,sátu sömu-
leiðis hjá, en Svíar og Norðmenn
voru á móti.
Næst til atkvæða varð svo hin
tiMaga íslendinga, breytingartil-
lagan við sambræðing Bandaríkj-
anna og Kanada. Fjallaði hún um
það' eins og kunnugt er að ákvæðin
um söguleg réttindi giddi ekki um
þjóð sem er að mestu háð fiskveið
um um afkomu sína.
Þessi tildaga var einnig felld. 24
greiddu atkvæði með henni, 48
voru á móti en 15 sátu hjá. Einn
var fjarverandi, fulltrúi Líbanons.
Ekkert Vestur-Evrópuríki greiddi
atkvæði með breytingartllögunni,
nema Júgóslavía, en hjá sátu:
Austurríki, Kúba, Finnland,
G-ueademala, Páfaríkið, Indland,
íran, fsrael, Kórea, Laos, Líbería,
Paraquay, Tyrkland og Uruguay.
Er fudltrúar gerðu grein fyrir
atkvæði sínu á eftir, sögðu margir
þeirra, áð þeir skildu vel sénstöðu
ísdendinga, en hefðu greitt atkv.
gegn tillögunni, þar eð þeir álitu,
að hagsmunum íslendinga hefði
verið borgið með tillögu Brazilíu,
Kúbu og Uruquay eða að undan-
tekningarákvæði ættu ekki að vera
innan aðaltllögunnar.
Tunkin, fulltrúi Sovétríkjanna,
sagði, að þau hefðu stutt ísdend-
inga með því að viðurkenna út-
fær.sluna í 12 mílur, og hefði það
verið vegna skilnings Rússa á sér-
stöðu íslendinga, en hins vegar
gæti hann ekki fallizt á forréttinda
tillöguna, því að með henni yrðu
sett undantekningarákvæði inn í
aðaltillöguna. Fyrri tillögu íslend
inga hefðu Sovétríkin ekki heldur
getað stutt, því að þeir væru and-
vígir aðadtillögunni.
Aðrar tillögur
Þriðja tidlagan, sem borin var
undir atkvæði var fyrrnefnd til-
laga Brazilíu, Kúbu og Uruquay,
en hún var breytingartillaga við
USA-Kanada-til'löguna og fjallaði
um forréttindi strandríkis. Var
hún samþykkt með 58 atkvæðum
gegn 19, en 10 ríki sátu hjá.
ísland greiddi atkvæði með til-
lögunni.
Þá kom að sjáifri bræðingstil-
lögunni, en um úrslit þeirrar at-
kvæðagreiðslu er áður getið. Var
ekki laust við að glimuskjálfti
færi um menn er nafnakallið hófst,
enda ekki að ástæðulausu, því að
aðeins eitt atkvæði vantaði á sam-
þyfcki hennar. Þau 5 ríki, er hjá
sátu við atkvæðagreiðsluna, voru
Cambódía, E1 Salvador, íran, Jap-
an og Filippseyjar.
28 rikin, sem atkvæði greiddu
á móti, voru: Albanía, Búlgaría,
Burma, Hvíta-Rússland, Ohile,
Tékkóslóvakía, Equador, Guinea,
Ungverjaland, ísland, Indland,
Indónesía, írak, Líbía, Mexíkó,
Marokkó, Panama, Perú, Pólland,
Rúmenía Saudi-Arabía, Súdan,
Ukraina, Sovétríkin, Arabiska Sam
bandslýðveldið, Venezuela, Yemen
og Júgóslavía.
Fimmta tillagan, sem kom til
atkvæða var tillaga Ghana og Eþí-
ópíu og Líberíu um tæknilega að-
stoð til handa tæknivana þjóðum.
Sú tillaga var samþykkt með 68
atkv. gegn engu, en 20 sátu hjá.
Var þet'ta ema tillagan, sem fékk
samþykki og fullnaðarafgreiðslu.
Loks kom svo 10-rikja tillagan
um frestun á ákvörðun um land-
helgi, en leyfa ríkjum að hafa 12
mílna fiskveiðilögsögu. Var hún
felld með 38 gegn 32 og 18 sátu
hjá. ísland greiddi atkv. með til-
lögunni.
Með þessu lauk hádegisfundi í
gær, en ákveðinn síðdegisfundur
tii að afgreiða forréttindatillögu
Kúbu.
Lok ráðstefnunnar
Á síðdegisfundinum var tillaga
Kúbu felld með 33 atkv. gegn 22,
en 24 sátu hjá. Var þá atkvæða-
greiðslum lokið og tóku fulltrúar
að gera grein fyrir atkvæðum sín-
um. Var allmikið málaþras, því
surnir vildu halda ráðstefnunni
áfram „til að ræða málin“. eins og
fulltrúi Kanada komst að orði, en
aðrir vildu slíta henni strax, þar
á meðal öll 12 mílna ríkin.
Fór svo, að Wan prins sleit ráð-
stefnunni um kl. 6 í gær og sagði
í lokaræðu, að mikill samkomu-
lagsvilji hefði komið fram, þótt
engin tillaga næði fullnaðarsam-
þykki.
Heimildir þessar eru að mestu
hafðar eftir fréttastofu Ríkisút-
varpsins og NTB.
Næst síðasta sýning á hinum skemmtilega gaman- og söngleik „Deleríum
búbónis" eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Árnasyni verður í Iðnó í
kvöld. — Leikurlnn hefur notið fádæma vinsælda að maklegu. Þessi mynd
er af kápu utan af plötu þeirri, sem íslenzkir tónar hafa gefið út með
lögunum úr leiknum og sýnir hún aðalleikendurna.
Norðurlönd styöja
framboð Thor Thors
Utanríkisráðherrar Norður-
landa héldu með sér fund í
Helsingfors, dagana 25. og 26.
apríl. Utanríkisráðherra ís-
lands gat ekki komið því við
áð sækja fundinn, en í hans
stað sátu fundinn fyrir íslands
hönd þeir Thor Thors sendi-
herra, fastafulltrúi íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum, og
Magnús V. Magnússon. sendi-
herra íslands í Finnlandi.
Á fundinum voru rædd viðhorf
í alþjóðamálum, einkum afvopn-
unarmálin, sem öll Norðurlönd
vilja beita sér fyrir. Einnig voru
rædd viðskiptamál í sambandi við
breytingar á skipulagi Efnahags-
samvinnustofnunar Evrópu og efl-
ingu hennar. Þá voru rædd ýmis
mál, sem verða á dagskrá næsta
allsherjarbings Sameinuðu þjóð-
anna. Ráðherrafundurinn lýsti
einróma ánægju sinni yfir fram-
boði Thors Thors sendiherra til
forsetakjörs á næsta alisherjar-
Ummæli Hare’s
Fréttastofan NTB greindi svo
frá í gærkveldi, að John Hare,
landbúnaðar- og sjávarútvegs-
málaráðherra Breta og aðalfull-
trúi þeirra á hafréttarráðstefn-
unni í Genf, sagði í gærkveldi á
síðdegisfundi ráðstefnunnar, að
þar seni ráðstefnan hefði ekki
komizt að neinu samkonuilagi,
myndu Bretar halda óbreyttri
afstöðu sinni til reglugerða þjóða
réttarins á hafinu og viðurkenna
aðeins þriggja mílna landhelgis-
línu.
í blaðaviðtali skömmu síðar
sagði ráðhcrrann, að nú hefði
alþeimurjnn við að glíma fjölda
vandamála, sem möguleiki hefði
verið að ráða að nokkru fram
úr, ef samstarfsvilji hefði ríkt á
ráðstefnunni ,og henni auðnazt
að ljúka með alþjóðasamkomu-
lagi.
þingi og hétu allir ráðherrarnir
s'tuðningi við framboð hans.
Næsti fundur utanríkisráðherra
Norðurlanda mun verða haldinn í
Oslo að hausti.
Árnaðaróskir til
Togolands
Togoland í Afríku veiður sjálf-
stætt lýðveldi um þessar mundir.
Forsætisráðherra, Ólafi Thors,
hefur verið boðið að vera við-
staddur hátíðahöld í sambandi við
iýðveldisstofnunina 25.—28. þ. m.,
sem hann hefur eigi getað komið
við að þiggja. Hefur hann sent
svofelldar ámaðaróskir í sím-
skeyti til forsætisráðherra hins
nýja lýðveidis:
„Mér er það heiður og ánægja
að senda yður, herra forsætisráð-
herra, og þjóð yðar alúðarkveðjur
og árnaðaróskir íslenzku ríkis-
stjórnarinnar og þjóðarinnar allrar
í tilefni lýðveldisstofnunar í Togo-
landi. Aðems hin mikla fjarlægð
niilli landa okkar og óvenju mikl-
ar embættisannir hindra mig í því
að sækja heim land yðar og flytja
persónulega heillaóskir hins unga
íslenzka lýðveldis."
Tai vinnur enn
17. skákin í einvígi þeirra
Botvinniks og Tals var tefld
í Moskva í gær. Botvinnik
beitti enn sem- fyrr Caro-Kan
vörn. Reyndi Tal aS ná
kóngssókn en varð ekkert
ágengt. Botvinnik náði góðri
stöðu og vann tvö peð. Síð-
ustu leikirnir voru tefldir í
timaþröng. Lék þá Botvinnik
hrottalega af sér, og gaf Tal
kost á tiltölulega einfaldri
leikfléttu, sem leiddi til von-
lausrar stöðu fyrir heims-
meistarann. Bovinnik gafst
upp í 41. leik. Staðán er því
10:7 Tal í hag.