Tíminn - 27.04.1960, Qupperneq 8

Tíminn - 27.04.1960, Qupperneq 8
8 TÍMINN, miðvikudaginn 27. aprfl 1960. Bjöm á Sveinsstööum hefur undanfarin missiri skrifað Indriða G. Þorsteinssyni nokk- ur bréf, sem birzt hafa hér í blaSinu. Hér er eitt, ritað síS- ast á góu, og þótt nokkuð sé frá liSið þykir rétt að birta tilskrifið, enda efni þess eng- | inn sérstakur góugróður. --------------------------------/ Ég þakka þér fyrir jólakortið, en þú hefðir gjarnan mátt skrifa dálítið meira innan í það. Þú seg- ir, að Gráni hafi verið góður. Satt er það, hann var góður, en nú er honum brugðið sökum elli, fædd- ur ’38. Ég verð því miður að segja þér það, að mikill skuggi hvílir yfir veiðiferð okkar. Ég skil ekki sport- veiðimenn. Slóttir hyljir við gróna hvamma eiga að vera friðhelgir, þar sem „sindrar á sægengna Iaxa“. Það er bannað í stjómar- skránni, að ráðast inn á heimili og hylurinn er heimkynni laxa og síun.ga. Þar mega þeir næðis njóta óg þar hefur alvitundin fengið þeiin stað. En allt í einu stendur veiðimaður að sunnan á eyrinni og rennir sinni girailegu flugu í hylinn. Lax eða bleikja bítur á, er dreg- in á land og drepin. Þeir hafa þó nóg að borða í Reykjavík. En aftur á móti skil ég refa- skyttur. Refurinn hefur verið dæmdur um aidir, af því hann sötrar sauðablóð. Þó á hann sitt vamarþing. Hann líður hungur- kvalir á hörðum vetri og gerir ekkert annað en berjast fyrir lífi sínu og þjóna sinni lund. Útrætt læt ég um þetta og vík að öðru. Hér hefur verið stormasamt síð- an á jólaföstu. Ekki hafa þó vind- ar gnauðað á glugga eða skekið hús. Stormurinn hefur geisað hið „Stormurinri héfir geisao hið innra með mönnum“ innra með mönnum út af ljóða- kveri Hannesar Péturssonar. Pét- ur Hannesson er virtur og metinn af öllum hér, en þessi strákur hans Péturs er ekki á marga fiska sem skáld, segja menn. Ekki veit ég til að menn hafi getað lært nema tvær Ijóðlínur: „Dauðinn á eftir að koma. Hann veit hvar ég bý“. Þetta er enginn skáldskapur. Það vita aliir að dauðinn á eftir að koma, þó menn voni að það það dragist. Sumir þykjast jafnvel finna guðlast í kverinu, en ekki vil ég taka svo djúpt í árinni. Ég hef alltaf haft trú á drengnum og líð með honum. Og sagan er ekki öll. Presturinn, sem lætur sér ekkert manniegt óviðkomandi, komst ekki hjá því, að gera Hann- esarljóð að umræðuefni í prédik- un sinni á jólunum, sem ekki var nein furða, þar sem skáldið hafði lýst því yfir í Morgunblaðinu, að Guð væri ekki til né annað líf, en trúði á það stundlega. Presturinn sagði, að vel gæti verið efniviður í þessu unga skáldi, en svo gæti líka farið, þeg- ar tímar liðu, að þessi Ijóðabók sykki í djúp gleymskunnar og ef til vildi væri það bezt fyrir fólkið og skáldið. Þá sagði hann, að það jaðraði við ofrausn, að borga 50 þús. kr. fyrir þessa litlu ljóðabók, en til samanburðar mætti benda á að Lúkas guðspjallamaður hefði ekki fengið neina peninga fyrir sína stórmerkilegu sagnaritun. Já, mér þykir þetta furðulegt. Hannes Pétursson trúir ekki að Guð sé til, en trúir á það stund- lega. Á æskuárum var hann mjög trúaður og orti þá rímaða sálma, Góubréf til Björn Egilsson en gekk af trúnni í skólanum. í sambandi við þetta vaknar spurn- ing hjá mér. Er Háskóli íslands enn á vorum dögum gegnblásinn af guðleysi Brandesar? Séra Árni Þórarinsson segir að Brandesar- stefnan hafi aldrei komizt austur yfir Hellisheiði, því prestar og leikmenn þar stóðu á móti. En guðfræðideildin fékk að vita af realismanum. í tengslum við hann var hin svonefnda nýja guðfræði, sem beindist að því meðal annars, að draga kraftaverk Krists í efa. En á hættunnar stund er hjálpin oft nærri. Þannig bjargaðist Einar Kvaran einis og Sæmundur úr a G. Þorsteinsso'nar Svartaskóla. Sálarrannsóknir veittu honum ei'lífðarvissu. Ég vona að vinur minn Hannes Pét- ursson bjargist frá sinni villu, þó hann missi kápuna. Það gerir honum ekkert til. Enginn getur haft fulla næringu af hinu stund- lega. Það er hjóm eitt. Eftir hátíðir lægði storminn lít- ið eitt. Það var þegar ritdómurinn birtist hjá A. B. eftir herra Hindis vík. Herra Hindisvík er sendi- bréfsfær sá skratti og fann ekki að neinu, nema kvæðinu um Kreml og kurteis er hann, því hann mátti ekki heyra það nefnt, að þeir ætu hver annah fyrir austan. Ég get ekki sagt neitt um það, hvort gullkorn finnast í Sumar- dölum, því viðhorf nútímaskálda eru svo flókin, en ég hef reynt að bera klæði á vopmin og sagt mönn- um að láta Hannes í friði og lofa honum að yrkja. Betur get ég ekki gert. Nú eru slæm tíðindi að sunnan. Þeir eru byrjaðir að stela í Reykja vík, og það svo ómerkilegum hlut- um, sem frímerki eru. Svo er þó fyrir að þakka, að sauðaþjófar finnast þar ekki. Ég hef alítaf haft skömm á þjófnaði eins og þjóð mín í þúsund ár. En þó hefur mér alltaf verið verst við snæraþjófa. Það er ergilegt, að hafa ekki frið með snærisspotta. Margir tala nú um, að erfiðir tímar fari í hönd og sumir spá því, að öll ströndin fari í eyði frá Snæfellsnesi norður og austur um, til Hornafjarðar. Það gerir smá- fiskurinn. En hér er allt með kyrrum kjör- um og engin hætta á ferð. Við stöndum stöðugir, hvað sem á dynur, fram í rauðan dauðann og megin stoð okkar er seigian og þrjóskan. Að síðustu bið ég þig að afsaka þetta bréf, því ég get ekkert hugs- að eða skrifað að gagni, nema í björtu veðri, og hér hefur verið mikið skýjafar í allan vetur. Sveinsstöðum seint á Gógu 1960. Björn Egilsson. Athyglisverð rödd í öllum þeim mikla einhliða áróðri út af óeirðunum í Suður- Afríku, er athyglisvert að heyra fyrstu röddina bér um að alit sé þar syðra ekki hvítu mönnunum að kenna, sem aflaga fer. Þessi óvanalega rödd heyrðist frá Mbl. á sumardaginn fyrsta. Menntahjón frá Suður-Afríku eru stödd hér og hafði blaðamaður frá Mbl. samtal við þau, og kveða hjónin miklar og alvarlegar mis- .sagnir vera yfirleitt í fréttaburði frá landi sínu. Svarta fólkið sé lít- ið menntað yfirleitt og verði því „auðveldlega leiksoppur múgæs- ingamanna". Nú sé verið að vinna að því að hvítir menn og svartir búi sem mest hverjir út af fyrir sig og ráði sér þar og sinni eigin stjórn sjálf- ir. Og auðvitað er það rétta fram- tíðarleiðin. Telur prófessorinn hvíta menn þrá mjög að hjálpa svörtum mönn- um til þroska og sjálfbjarea. Og séu vongóðir að geta leyst hið mikla kynþátta vandamál varan- lega, bæði þeim hvítu og svörtu til góðs, fái Suður-Afríkumenn að (Framhald á 13. síðu). Guðmundur Daníelsson, rithöfundur: „Nýja listin“ í skáldsagna gerð Bandaríkjamanna Guðmundur Daníelsson Sú var tíðin að fjöldi fólks hér á landi fylgdist vel með því sem var að ger ast og nýjast var af nál- inni í skáldsagnagerð Bandaríkjamanna, og er hér sérstaklega átt vig árin milli heimsstyr j aldanna tveggja, enda var þá mikill blómatími i bókmenntunum og kom hver snillingurinn öðrum meiri fram á sjónar sviðið, nægir að minna á örfá nöfn þessu til stað- festingar, svo sem Sinclair Louis, Hemingway, William Faulkner, Caldwell. Þessir menn og margir fleiri af þeirra kynslóð eru hér enn mikið lesnir, og helzt er ég á að sumir hafi ekki áttað sig á því að nú eru þessir dáðu menn ýmist dauðir eða orðnir vel rosknir og þúsundir yngri rithöfunda komnir fram á ritvöllinn sí&*n, en reyndar er efamál hvort nokkur þeirra jafnast á við gömlu meistarana. Eg hef um nokkur undan- farin ár og helzt síðan ég var á' ferð vestra í fyrra- sumar, reyrit að kynna mér dálítið nýjustu stefnur í skáldsagnagerð Bandaríkja manna og hef i því skyni lesið nokkuð margar bækur ungra höfunda og eins yfir litsverk bókmenntafræð- inga, ■ þar á meðal „The literary Situation" og „Ex- ile’s Return" eftir Malkolm Cowley og „After the lost Generation" eftir Aldridge. Á þeim árátug, sem nú er nýliðlnn, hefur í banda- rískri bókmenntagagnrýni mikið verið talað um hina svokölluðu „New“ Fiction, — nýju listina. Það sem fyrst og fremst einkennir skáld- sögur af þeim flokki er það, að þær túlka enga mikla sameiginlega reynslu þess- arar skáldakynslóðar, eins og eftirstríðsskáld fyrri heimsstyrjaldarinnar gerðu. Höfundar nýju listarinnar virðast heldur ekki hafa það markmið að ná til alls fjöld ans, enda þó sumir þeirrá hafi að vísu, eins og fyrir tilviljun, hreppt það hlut- skipti að komast á metsölu listann og verða þekkt nöfn meðal milljónanna, sem fylgjast með bókaþáttum sunnudagsblaðanna. Þeirra á meðal eru til dæmis Frederick Beuchner. Robie Macauley, Jean Stafford. Truman Capote. Paul Bow- les og Jack Kerouac. Þessir eru allir ungir. en svo eru. fáeinir eldri höfundar. sem skrifa í svipuðum dúr, en eru frumlegri, og munu sum ar bækur þeirra hafa orðið fjölda yngri höfunda fyrir mynd, þ>ó að beztu verk beirra verði varla stæld með æskilegum árangri, í þess- um hópi eru til dæmis kon- urnar Carolina Gordon og Eudora Welty. Sum þessara ungu skálda hafa gefið út margar bæk- ur án þess að hafa yakið nokkra almenna eftirtekt, svo er vitað um önnur sem ekki hafa fengið neinn út- gefenda ennþá. Hvað um það: þau eru öll talin eða telja sig sjálf „alvarlega“ unga rithöfunda og hafa sett sér það markmið að framleiða skáldverk á borð við það bezta sem þekkist og fá ritdóma og þá helzt lofsamlega j bókmennta- tímaritunum. Skáldsögur þessara höfunda mynda sér stakan flokk innan ame- rískra skáldverka: þær eru hin svo kallaða „Nýja list“ og e}ga sína hliðstæðu f ljóð listinni og tilsvarandi bók- menntagagnrýni. Hér á landi myndi tímaritið Birt- ingur og höfundar hans ef til vill helzt svara tii „Nýju listarinnar" í Bandarikjun um. En mikill hluti af þekkt- ari skáldsögum Bandaríkj- anna eftir höfunda, sem fram hafa komið siðan síð ari heimsstyrjöld lauk, eru fjarri þvj að vera ritaðar í anda „nýju listarinnar". Það eru til dæmis hvorugar hinna tveggja frægu skáld- sagna „The Naked and the Dead“ eða „From Here to Eternity" yfirleitt engin þeirra mörgu- skáldsagna sem fjalla um stríðið og her mennina. Þar af leiðandi ekki heldur þær tvær skáld sögur um styrjaldarefni, sem hlutu hæstu bókmennta verðlaun Bandaríkjanna fyr ir skömmu: „The Invisible Man“, eftir Ralp Ellison og „The Man with the Golden Arm“ eftir Nelson Algren. Ekki tilheyrir heldur þess- um flokki síðasta skáldsaga Saul Bellows sem bók- menntaverðlaun hlaut „The adventures of Augie March“ enda þótt þessi höfundur hafi áður gefið út tvær bæk ur sem taldar eru til „Nýju listarinnar", vegna sparsam legrar notkunar á viðburð- um. Hin nýja skáldsaga Bell ows er of efnisrík og óskipu leg, of dirfskulega rituð og þaraðauki svo gamaldags að hafa þjóðfélagslegan bakgrunn. Þessar síðast- nefndu skáldsögur taka all ar til meðferðar eitthvert ákveðið efni: Amerikumenn í herþjónustu. úrhrök Chica go-borgar, menntaðan upp reisnarmann af negrakvn- þættinum. eða manninn sem orðið hefnr viðskila við borgaralegar þjóðfélags- dyggðir og ekki hefur fund

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.