Tíminn - 27.04.1960, Side 9

Tíminn - 27.04.1960, Side 9
; T fMI N N, mi»vikudagma 2?. agffl 19«0. 9 \ Gísli Indrittason RÆKJURNAR Hún er aS pilla rækjur á ísafirði, en það er mikil atvinnugrein vestur þar. Rækjurnar eru aUíjölskrúðugur flokbur, um 30 mismunandi teg- undir í norð'lægari böfum, en þrjú afbrigSi eru mest áberandi, þ.e. það sem Danifr kalla „Dybhavs- reje“, Norðmenn „Dypvannsreke“, cg Svíar „Nordhavsrakan". — Des'si tegund, sem er vísindalega skilgreind með latneska heitinu Pandalur borealis, er sá stofninn, sem rækjuveiðar byggjast á í Skandinavíu, og einnig hér að sögn séifróðra manna. — I þess- cri grein mun ég kalla hana djúp- b.afsrækju, þar sem mér er ekki kunnugt annað betra orð á ís- lenzku. Hin tvö afbrigðin eru: Leander adspersus og Leander squilla, sem Svíar nefna einu nafni „Tángraka“ eða tangarækja á ísl., en Danir nefna þær „strand reje“, eða strandrækja á ísl. og likar mér það nafn betur og mun nota það, þar til annað betra fæst \:ð virðulegri skírn. — Þessi af- brigði eru mjög skyld og nauða- lík í útliti og lífsháttum, og kem ég að þeirri skilgreiningu í stuttu máli síðar. Eins og öllum er kunnugt, er rækjan mjög góður og eftirsóttur matfiskur, og hefur um nokkurt skeið skipað áberandi sess í út-j flutningi okkar. — En rækjan er kostnaðarsöm framleiðsla enn sem komið er, og er því ekki á borð- um almúgans, nema við hátíðleg fækifæri og þá í smáskömmtum. - - Það væri því veigamikið at- riði fyrir okkur, að geta aukið framleiðsluna með afkastameiri, hagkvæmari, og ódýi'ari fram- leiðsluaðferðum, en ekki samt á kostnað vörugæðanna, eins og oft hefur viljað brenna við hjá okk- ur. — Við þurfum að finna fleiri og auðugri rækjumið, og þau eru eíalítið til hér við land, en senni- lega á meira dýpi en fiskað hefur vei'ið á hingað til. Djúphafsrækjan Eins og ég gat um hér að fram- an, er djúphafsrækjan sú tegund- in sem rækjuveiðar okkar hafa byggzt á. — Þess ber þó að geta, að hún er emgöngu veidd á upp- vaxtarskeiðinu, en mið með veru- legu magni af fullorðinni rækju hafa ekki fundizt, enda rækju- veiðin hér aðeins stunduð á litl- um vélbátum, sem geta sennilega ekki togað á því dýpi, sem stór- rækjan heldur sig (100—250 m.) Nú mun þó hafinn undirbúningur að rannsóknum á þessu sviði og er það vonum seinna, því á und- anförnum árum hefur verið ausið fé, af lítilli fyrirhyggju, í margt, sem skilað hefur árangri og arði í öfugu hlutfalli vi@ tilkostnað- inn. Djúphafsrækjan á mjög sér- stætt og sjaldgæft tímgunar- og þroskaskeið. — Hún hefur ekkert af erfiðleikum hjónabandsins að segja. — Hún er nefnilega sjálfs sin maki og þaif því ekki í nein- ar bónorðsferðir með tilheyrandi fórnum og lífshættu. — Hún fæð- ist barlkyns og er í því ástamdi ca 1^2 ár, og er þá kýnþroska, sem karldýr. Á þessum tíma skipt- ir hún um skel sex sinnum. Eftir þennan tíma byrjar breytingin til kvenlegheitanna, og 2'/2 árs er hún fullþroskað kvendýr með full þroskuð hrogn, undir halanum. Á þessu tímabili skiptir hún fjórum sinnum um skel, og er þá oiðin (við Noreg, Svíþjóð og Dan mörku) ca 9,3—12 cm löng. — Rannsóknir í Noregi benda til þess að mikið af rækjunni drepist á 4. aldursári, þá venjulega um 13 cm löng. Stærð rækjunnar er talin fara njög eftir sjávarhita og vii'ðist hún halda sig mest í 3—8° heit- um sjó. En fari hitinn í 10° eðá meira, hverfur hún á dýpið í kaldari sjó. — Vöxturinn virðisf erastur í 6—8° heitum sjó, þar sem mikið er um botnfall svifs og þörunga, en rækjan lifir á leðjubotni, og æti hennar eru hræ smádýra og frumstæðar lífverur. Hrognafjöldi ca 12 cm rækju er sem næst 1500, og þetta draslar hún með undir halanum í 5—9 mánuði (lengur eftir því sem s.iórinn er kaldari), en eftir þann tíma er klakinu lokið og seiðin fá sína sjálfstæðu tilveru, sem svifdýr í ca 3 mánuði, en fara þá að leita tii botns og hafa fengið vaxtarlag síns foreldris, fyrst sem sonur, sem breytist i frjóvgaða fullvaxta döttur, sem sagt fágætur 'F^amhald á 15 síðu). ið lífi sínu ákveðið mark- mið. Allar þessar skáldsög ur sem ýmist fjalla um þjóð félagsleg vandamál eða önn ur sammannleg efni eru stimplaðar- af gagnrýnend- um úr hópi nýlistamanna sem „natúraliskar“, en það er skammarorð í þeirra munni. Ef sagan hefur ein hvern boðskap að flytja þá telst hún ekki aðeins natúralisk, heldur hrein og bein blaðamennska. Nýja listin undirstrikar fyrirlitn ingu sína á blaðamennsku með því að hafna gersam- lega þjóðfélagslegum og póltískum verkefnum í skáld skap. En hún er einnig nei- kvæð í öðrum skilningi: Hún afneitar t.d. söguleg- um skáldsögum, enda fjall ar hún pkki um það sem gerðist á liðinni tíð né held ur um breytingar í nútíð- inni. Hún gerir sér einfald- lega far um að vera ótíma- bundin. Og hún er ópersónu leg að því leyti að höfund- arnir reyna að forðast að láta { ljós sínar eigin hug- myndir og einnig að því leyti að sögupersónurnar fljóta fram á straumi frá- sagnarinnar án þess að hugsa í raun og veru nökk- uð. Maður gæti nú ímynd að sér að þessar skáldsögur ættu lítið skyl+ vlð amerískt nútímalíf, e^ að síð- ur byggjast þær þó á því. Þær gefa sanna mynd af vissum einkennum þess: Hugsjónaleysi eftirstríðskyn slóðarinnar, fráhvarfi henn ar frá ábyrgð og glímu við vandamálin. Þáð er hægt að þekkja „Nýju listina" í bókabúðun um án þess að lesa nokkra biaðsíðu af texitanum. — Þetta eru hérumbil allt þunnar bækur, miðað við venjulegar skáldsögur, litið þykkari en Ijóðakver. Lang- ar skáldsögur eru að dómi nýlistamanna annað hvort natúraliskar eða sagnfræði legar. ástarsögur. Aftan á hlífðarkápum skáldsagna ný listamanna er að jafnaði stór ljósmynd af höfundin- nm með fjarrænu augna- ráði eins og hann sé ekki af þessum heimi. Undir myndinni, ef hún fyllir þá ekki alla kápuna, eins og hin fræga mynd af Truman Capote aftan á sögunni Other Woices other Rooms" bar sem hann liggur aftur á bak í sófa, þá, er þar prent uð umsögn sem vekur at- hygli á dýpt eða andríki skáldsögunnar, eða þá glæsi legu háði, eða þá áhrifarík- ari notkun symbóla. Natúralísku skáldsögurn- ar eru öðruvísi úr garði gerð ár að ytra búningi. Þær fá 'uglýsingahöfundinum svo margt að segja aftan á káp- unni að ekki er rúm nema fyrir litla ljósmynd af skáld inu á henni. Fletti maður upp skáldsögu og líti á titil síðu eða einhverja síðu fyrir framan textann, rekur mað ur venjulega augun í máls- hátt eða tilvitnun. Ef hún inniheldur setningu eftir Rimbaud eða Dante (á frönsku eða ítölsku) eða eft ir einhvern enskan seytj- ándu aldar höfund, ég tala nú ekki um ef það eru marg ar tilvitnanir, ein t.d. eftir T.S. Eliot, önnur eftir grísk an eða rómverskan forn- aldarhöfund o.s.frv., þá get ur maður verið handviss um að bókin er eftir nýlista- mann og þá má fara að at- huga textann. Skal nú litið á nokkur helztu einkenni, svo sem tímasetningu, stað setningu, persónusköpun, efni, byggingu og stíl. Tímasetningin í skáldsög um nýju listarinnar er ná- lagt því að vera nútíð eða einhvers konar ódagsett ný- liðin tíð. Ekki liður langur tími frá upphafi sögunnar til niðurlags hennar, það geta verið fáeinir dagar eða vikur, ef til vill eitt sum ar, eins og t.d. í sögunni „Wait, Son, October Is Near“ í mesta lagi eitt háskólaár, tvö misseri. Stundum er grunnur sögunnar reistur á einum degi, en endurminn- ingar notaðar til að ná fæð nýlistamanna. Söguslóðirnar eru sjaldan þeir staðir þar sem mikil- vægum málum er ráðið, ekki þinghús eða stjórnarsetur, ekki opinberir fundarsalir, hvorki í London né París, Genf né Washington, né bækistöðvar hershöfðingj- anna. Slikir staðir gætu ver ið bakgrunnur þjóðfélags- legra skáldsagna, samfélags vandamála. Og þar sem ný- listamenn kjósa heldur að fjalla um einkalífið, eru þeir líklegir til að velja sög um sínum einhvern afskekt an stað, til dæmis einhvern einmanalegan búgarð í Colo rado, einbýlishús í Texas, smáborg í Georgíu, kofa bómullarverkafólks í Louisi anna og Missisippi, helzt nokkuð fúinn og illa hirtan, sveitasetur j Maine, veiði- kofa í Vermont, yfirgefið sumarhótel, baðströnd þar sem mikið er af kynvilling- um, heilsuhæli í einkaeign, samkomustað allra þjóða kvikinda í Róm, eða í Tangier, eða þá karavan á leiðinni yfir Saharaeyði- mörk er gerður að ramma sögunnar. Það finnst alltaf einhver átylla til að safna sögupersónunum saman í þess konar afkimum, stund um er það slys á ferðalagi, en oftar er það smáveizla, frítími, kannski líka dánar beður, giftingarsamkvæmi (sem er mjög algengt). — Þetta eru helztu söguslóðir nýlistanna. Um afstöðu höfundanna til efnisins er það að segja, að þeir virðast velja sér efn ið af hinni mestu ná- kvæmni, með það fyrir aug um að lesandinn skynji í því dýpt og innlifun. En ný- listamenn fela vandlega sinn eigin persónuleika i bakgrunninum, llkt og leik ritaskáld. Þeir reyna að sam lagast einni eða fleirum af sögupersónum sinum, og segja söguna eins og persón an sér, heyrir og skynjar hana. Að sjálfsögðu notar hver höfundur sína frásagnar- tækni, en skyldleikinn milli nýlistamanna er ávallt auð sær. Ein aðferð þeirra er sú, að lýsa röð atburða eða at- vika með orðum einnar per sónunnar, því næst sömu at vikum með orðum annarrar persónu, því næst þeirrar þriðju. Þá kemur fyrsta per sóna aftur til skjalanna og öllu er lýst um sinn gegn- um hana, síðan hinar eftir röð. Þannig bókina á enda. Og lesandinn leggur frá sér bókina án þess að hafa hug mynd um hvaða augum höf undurinn sjálfur lítur á þessa hluti eða hvað hann meinar. Þetta verður eins konar röntgenmynd frá mörgum hliðum, eða ljós- myndir úr lofti, sem ekki er raðað samari, heldur lagðar á borðið handa les- andanum til að vinn aúr þeim einhverja heild. Flest (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.