Tíminn - 27.04.1960, Page 13

Tíminn - 27.04.1960, Page 13
T1MI N N, mWvLkud^ginn 27. aprfl 1960. 13 Matsvehw* og veitingaþjónaskólinn Almenn sýning á borðskreytingu og köldum réttum, vegna sveins- prófa í matreiðslu og framreiðslu, verður haldin í húsakynnum skólans, kl. 3—4 í dag. Skólastjórinn. V»V*X.»‘V»V*V*V»>.*V*V*V»V«V*V»V*V»‘V*V»'\.‘V«V»V*'N.«'V*V*V«V»V»V' Kennsla í þýzku, ensku, frönsku, sænsku. dönsku, bókfærslu og reikningi. Munið vorprófin — Pantið tíma í tlma. Harry Vilhelmsson Kjartansgötu 5. Sími 18128 TILKYNNING um áburðarafgreiðslu í Gufunesi. Áburður verður afgreiddur, frá og með mánudeg- inum 2. maí 1960 og þar til öðruvísi verður ákveð- ið, eins og hér segir: Alla virka daga kl. 7.30 f. h. — 6.30 e. h. Laugardaga kl. 7.30 f. h. — 3.00 e. h. Athugið að nú er Kjarni aðeins afgreiddur í Gufu- nesi. Gerið svo vel að geyma auglýsinguna. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. Athyglisverð rödd (Framhald af 8. síðu). vinna að lausn þess í friði, án spi'liandi áhrifa utan að frá. Þessi urnsögn hinna hámennt- uðu hjóna frá S.-Afrífcu, stingur mjög í stúf við annað, sem flutt hefur verið í vit almennings hér norðurfrá undanfarið. Og. þeir, sem kynnzt hafa í S.-Afríku af eigin raun, hljóta að fagna yfir því að ein sanngjörn rödd heyrist þó í garð afkomenda Búanna, sem margir eru mjög vel menntaðir og menningarilegir menn, þótt máske einlhverjum lögreglustjóra þeirra eða öðrum hafi orðið á að fara óvarlega og hrottalega að í bar- áittu við hálftryiltan viliilýð. V. G. Tilboð óskast í vöruskemmu á horni Skeiðarvogs og Sól- heima (áður bifreiðaverkstæði lögreglu). Skemman selst til niðurrifs og brottflutnmgs nú þegar. Nán- ari upplýsingar í skrifstofu minni, Skúlatúni 2. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 10 föstudaginn 29. apríl n. k. Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík. Rostock — Kaupmannahöfn — Reykjayík M.s. Arnarfell lestar í Rostock hinn 15. maí og í Kaupmannahöfn 16. maí n. k. Skipadeild S.Í.S. ir yppta öxlum og láta það eiga sig Önnur aðferð er sú, að höfundurinn notar annað hvort mjög unga persónu eða heimska, sem athugar hætti fullorðins fólks með augum sakleysingjans. Fóst urbörn, þetta átta til tólf ára gömul, eru vinsæl verk- færi nýlistamanna, og stund um verða úr þessu góð lista verk, aftur á móti tekst stundum svo til að einfeldn in verkar broslega, eins og embættismaður klæddi sig í barnaföt og talaði tæpi- tungu. Það er einkennandi fyrir skáldsagnapersónur hinnar nýju listar, að þær hafa ekk ert samband við athafnalíf þjóðfélgsins. Þær hvorki sá né uppskera, byggja hús né grafa verðmæti úr jörðu, ekkert kaupa þær né selja, engan hlut lagfæra þær — ekki einu sinni bílbeygluna sína, hvorki lækna þær né hjúkra, engu stjórna þær né heldur skipta þær sér af löggjöf og réttarfari. í fáum orðum sagt: þær til- heyra engu sérstöku. Þær hafa því fátt sameiginlegt meö venjulegum almenn- ingi í Bandaríkjunuip, því þar fyrirhittir maður varla þann einstakling, aö hann sé ekki virkur og áhuga- fullur félagi í einhverjum samtökum, fyrir kirkjuna sína, fyrir skólann, fyrir stéttarfélagið, fyrir ríkis- stjómina eða föðurlandið, eða einhver samtök, sem vinna að mannúðarmálum eða þjóðfélagsheill, sem allt of langt mál yrði upp að telja. Og þó að skrifstofan — The office — sé sá staður sem hvað flestir Bandarikja menn eru tengdir í daglegu starfi, þá hafa sögupersón ur nýju listarinnar með ein hverjum hætti alveg slopp- ið fram hjá slíkum stofnun- um, að minnsta kosti á því tímabili, sem sagan nær yfir, En hvað eru þær þá? Ein- hverja stöðu hljóta þær að skipa? Jú að vísu, það er til dæmis ekki svo fátítt að þær séu kennarar, en aldrei kemur það fyrir að lesand- inn fái að fylgja þeim inn í kennslustofu. Sumar eru líka húsmæður, sem aldrei elda mat eða vinna heimilis verk Og nokkrar eru ein- hvers konar bissnesmenn, sem reyndar eru hættir að höndla eða þeir eru í fríi, eða þá þetta eru bara auka persónur, til dæmis faðir söguhetjunnar. En aðalrækt ina leggja nýlistamennirnir við stúdenta af báðum kynj um, unga listamenn og rit- höfunda, alls konar náunga á ferðalagi, fráskildar mæð ur eða ekkjur, stráklinga á gelgjuskeiði, vændiskonur, sérvitra afa, kerlingar sem komnar eru i bælið fyrir fullt og allt, og ónáttúr- lega gáfaðar smátelpur. — Einkennilepa margt af þessu fólki lifir á arfi, og ábarandi mikill hluti þess eru börn og unglingar og gamalt fólk, það er að segja fólk sem ekki hefur enn náð eða er komið yfir venjulegan starfsaldur. Konurnar í þessum sögum — allt niður j smátelpur — eru að jafnaði miklu sterk ari skapgerðarpersónur en karlmennirnir, sem flestir mega fremur teljast fórnar dýr en söguhetjur. í staðinn fyrir pólitísk eða þjóöfélagsleg söguefni, fjalla nýlistamenn um einkalífið. Eg hitti nokkra þeirra að máli í sumar og 3purði þá um hvað næsta bók þeirra ætti að snúast. Þeir svöruðu þessu ekki mjög ákveðið, en sögðust gera ráð -fyrir að hún yrði bara um fólk, — um persónu leg vandamál fólks. Það er mikið um lýsingar á ungum stúlkum, sem eru á flótta undan raunveruleikanum, um drykkjufýsnina, um kyn ferðisleg vandamál gelgju- skeiðsins, eða þá að trúuð sál er látin lenda í klóm trúleysingja, og svo eru það ungir og viðkvæmir lista- menn sem fara í hundana vegna kvenmanns, sem heimtar of mikið af þeim sjálfri sér til handa. Það er ekki mikið um heppið fólk í sögum nýlistamanna-, og þar sem það stingur þó upp kollinum, þá reynist það vera heldur leiðinlegt í við kynningu og njóta lítillar samúðar skapara síns. En eldgamalt fólk er oft með- höndlað snilldarlega, og er ekki annað að sjá en við- horf rnargra nýlistamanna sé það, að fortíðin hafi verið miklu betri en nútíminn. Að byggnigu eru skáldsög ur nýlistamanna yfirleitt af bragðsvel gerðar, fastar í formi, jafnvægar, útreiknað ar. Svo virðist sem höfund arnir hafi núkvæmlega vit- að hvað þeir ætluðu sér og strax í fyrstu setningu verið búnir að ákveða hvemig sú síðasta skyldi verða. Þetta eru að mörgu leyti heppileg vinnubrögð i skáldsagnagerð og vænleg til að ná ákveðn- um áhrifum, og margir rit höfundar vinna á þennan hátt. En fleiri eru til, og því er ekki að neita að sum af- burðaskáld fara öðru vísi að. Þau skáka fram persónum sínum, etja þeim út í vanda tilverunnar og láta þær sið an skapa söguna. Það er sagt að rithöfundurinn Laurence Stern hafi ein- hverjuTSinni sagt: „Eg skrifa sjálfur fyrstu setninguna, en læt guð ráða þeirri næstu“. Dickens og fleiri af hinum frægu rithöf undum Victoríutímabilsins byrjuðu að gefa út skáldsög ur sínar áður en þeir voru búnir að ljúka þeim og áður en þeir vissu hvernig þær myndu enda. Skáldsögur sem skrifaðar eru með slíkri aðferð eru margar lieldur illa byggðar og flæðandi og margt í þeim, sem hefði mátt missa sig, en þess í stað verður skáldlegur auð ur þeirra oft mikill, persón urnar gæddar miklu lífi og fjölbreytni, vekja undrun og aðdáun. Með hinni að- ferðinni, þar sem allt er fyr iijfram útreiknað og þaul-' hugsað getur formið orðið svo fullkomið og þétt að lít ið svigrúm verði fyrir lif- andi persónusköpun, að allt verði kaldhamrað, eins og vandlega unninn, en dauður smíðisgripur. En að sjálf- sögðu er ákjósanlegast að í sérhverju skáldverki sam- ræmist form og innihald svo vel, að hvorugt verði frá öðru greint. Frásagnarstíll nýlista- manna er yfirleitt einfald- ur, hreinn og beinn, gegn- sær, rökréttur, laus við til- gerð. Aðalpersónan er til dæmis oft, látin nota sams konar mál og þess háttar persóna mundi nota í dag- legu lífi í hópi félaga sinna. Það er því ekki neinum vanda bundið fyrir venju- legan lesanda að skilja hverja setningu út af fyrií sig, hitt getur aftur á mótl reynzt örðugra — að átta sig á táknmáli skáldsins, hvað fyrir því vaki með sögu sinni, hvaða tilgangi þa-ð þjóni. Ég tek það aftur fram, að í þessari grein er ekki leitazt við að lýsa nútímaskáld- sagnagerð Bandaríkja- manna í heild, heldur að- eins þeim þætti hennar, sem þeir sjálfir nefna: „The New Fiction“. Nýja listin er að sjálfsögðu þess virði að henni sér gaumur gefinn, en hitt mun ekki fara milli mála að veigamestu skáld- verk síðari ára þar vestra eru ekki samin eftir henn- ar forskrift. Guðmundur Oanielsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.