Tíminn - 28.04.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.04.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudagínn 28. april 1960r M INNINGARORÐ: Jén B. Stefánsson, verzlunarmaður á Selfossi F. 10. febr. 1889. D. 19. aprfl 1960.1 Á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta. hinnar tuttugustu,, bjuggu í Merkigarði á Eyrarbakka merkishjónin Stefán Ögmundsson verzlunarmaður hjá Eyrarbakka- verzlun og kona hans Kristín Jóns- dóttir. — Stefán var fæddur I Odd- geirshólum 13. maí 1851, og var yngstur barna Ögmundar bónda j þar, Þorkelssonar er síðast var á Littu-Reykjum í Flóa (d. 1828), Loftssonar í Heiðarbæ, Þorvalds- sonar þar (d. 1770), Eiríkssonar í Kringlu, Loftssonar. Kristín kona Stefáns í Menkigarði var fædd 17. des. 1858, dóttir Jóns bónda í Arn- arbæli í Grímsnesi (f. 13.3. 1835) Sigurðssonar smiðs í Arnarbæli, GíSlasonar ó Stóru-Borg, Óiafsson- ar. Kona Sigurðar smiðs var Vil- borg, dóttir Jóns, er var prestur í Klausturhólum 1807—1832, Jóns- sonar prests í Hruna, Finnssonar biskups í Skál'holti, Jónssonar. En kona Jóns í Arnarbæli og móðir Kristínar var Sigríður Stefánsdótt- ir prests á Felli í Mýrdal Stefáns- sonar prests á Stóra-Núpi, Þor- steinssonar prests á Krossi, Stef- ánssonar spítala'haldara á Hörgs- landi, Björnssonar. Hjónin í Merkigarði áttu þrjá sonu, er komust upp. Elztur þeirra var Stefán, f. 5. febrúar 1895, drukknaði 3. maí 1905, en yngst- ur var Sigmundur trésmiður á Eyrarbakka, f. 11. ágúist 1891, d. 25. júilí 1957. Þriðji sonur þeirra Merkigarðs- hjóna — og sá, sem hér verður Iftillega minnzt — var Jón B. Stef- ánsson, sem í dag verður lagður til hinztu hvfldar í Eyrarbakka- kirkjugarði. Hann hét fulu nafni Jón Björg- vin og var fæddur í Merkigarði 10. febrúar 1889. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum og vandist snemma hvers konar vinnu til sjós og lands. Á yngri árum stundaði hann sjó á vetrum, bæði á skút- um og vélbátum, eins og fleiri Eyrbekkingar, en ýmsa landvinnu á sumruim, t. d. símavinnu o. fl. — Um 1920 réðist hann verzlunar- maður til Kaupfél. HeHu á Eyrar- bafcka og vann hjá iþví félagi með- an það .starfaði. En lengstan starfsferil átti Jón hjá Kaupfélagi Árnesinga. Var hann einn af fyrstu starfsmönnum þess, réðist 17. febrúar 1931 og var þar fastur starfsmaður til dán- ardags. Vann hann fyrst við vöru- geymslu félagsins á Eyrarbakka, hafði umsjón og verkstjóm með uppskipun þar og afgreiðslu allri. En á þeim árum var öll þungavara, svo sem matvörur, timbur og ann- að byggingarefni flutt með skip- um til Eyrarbakka, sem varð þann ig nofckurs konar birgðastöð fé- lagsins. Eftir að flu'tningar lögðust nið- ur til Eyrarbakka, sjóleiðis, flutti Jón að Selfossi og varð deiidarst. í vörugeymslu félagsins. Árið 1919 kvæntist Jón Hansínu dóttur Jóhanns Gíslasonar vigtar- manns á Eyrarbakfca og síðar fiskimatsmanns í Reykjavík og fconu hans Ingibjargar Rögnvalds- dóttur frá Ásum í Gnúpverja- hreppi. Byrjuðu þau búskap í Merkigarði á Eyrarbakka og munu hafa búið þar í 1 eða 2 ár, en fluttu þá að Hofi á Eyrarbakfea og bjuggu þar unz þau fluttu að Sel- fossi árið 1947, en þar höfðu þau byggt íbúðarhús og fluttu í það í desember það ár. — En eftir 3 mánuði varð Jón fyrir þeirri sorg að missa konu sína. Hún dó á þessu nýja heimili þeirra hinn 13. marz 1948, tæplega 46 ára að aldri. Þeim hjónum varð sex barna auðið— og verða þau talin hér eftir aldri: 1. Ingibjörg kona Hjalta Þórðar sonar, frá Reykjum, járnsmíða- meistara á Selfossi. 2. Kristin kona Guðm. Ólafs- sonar bílstjóra í Reykjavík. 3. Björgvin kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði, kvæntur Ólínu Þor- leifsdóttur. 4. Margrét kona Ólafs Þorvalds- sonar frá Arnarbæli, rafvirki á Selfossi. 5. Stefán járnsmiður á Selfossi, kvæntur Unni Sigursteinsdóttur. 6. Jóhann bifreiðastjóri á Sel- fossi, kvæntur Sigríði Ólínu Mar- inósdóttur. Hér hefur í stórum dráttum verið rakin starfssaga Jóns Stef- ánssonar, —; og er þó aðeins .stikl- að á því helzta. Ekki veit ég um vinnubrögð hans á fyrri árum, en síðustu 23 árin unnum við hjá sama fyrir- fækinu, að vísu við ólík störf, en það þori ég að fullyrða, að fáir hafi verið heilli í starfi en hann. — Öll vinna hans einkenndist af árvekni og trúmennsku. Hann var ágætur starfsfélagi og virtur af .samstarfsmönnum sínum, bæði yfirmönnum hans, og þeim, sem hann var yfir settur. Gunnar Vigfússon Gæfumaður genginn Andlátsfregn Jóns B, Stefán.v sonar vinar míns, 'barst mér íhing- að á Landsspítalann í gær. Leiðir okkar lágu saman í nánu samstarfi; í 34 ár. Margs væri að minnast, en aðstæður leyfa mér aðeins fáein kveðjuorð. Þegar fundum okkar bar fyrst, saman, var Jón starfsmaður hjá: Kf. Heikl'U á Eyrarbakka. Eg rak ; þau árin kaupmannsverzlun — en! Jón var mikill samvinnumaður. | Skömmu seinna hætti Hekla störfi um, og vegna þess að Jón hafði þá' ekki annað starf sem hentaði hon- um betur, réðist hann til mín, og voru aða'lstörf hans næstu árin — skipaafgreiðsla á Eyrarbakka, upp skipun og umsjón með vörubirgð-1 um ásamt afgreiðslu og sölu á byggingarefni. Jón var frábær starfsmaður, afkastamikill, hárviss og aðlaðandi í umgengni. Það var nóg að starfa, þegar skip komu, voru þau afgreidd jafnt nótt sem dag, en Jón vantaði aldrei, hann var alltaf á sínum stað, traustur, athugull, glaðvær og vingjarnleg- ur. Hans rúm var vel skipað. Eftir fá ár var Kf. Árnesinga stofnað, en verzlun mín lagðist þá niður. Við Jón fylgdumst báðir til K.Á. og höfum verið þar samstarfs menn síðan. Nú var eins og Jón væri kominn heim, ’ enginn gladdist meir við stofnun hins unga samvinnufélags en hann, ekki af því að vel færi ekki á með okkur í fyrri samvinnu, heldur vegna þess að Jón var sam- vinriumaður í húð og hár og hafði tileinkað sér hugsjónir samvinnu- manna í viðskiptum. Jón var greindur vel, og fljótur að sjá að- alatriði hvers máls. Hann talaði oft um það, hve ánægjulegt væri að starfa við samvinnufélag, fyrst og fremst vegna þess að hvers þess starfs, sem unnið væri 1 dag, nyti framtíðin. Hver steinn, sem lagður væri í vegginn yrði eign héraðsins gegnum félagsskapinn, sem aldnir og óbornir ættu eftir að byggja ofaná um ókomna tíma. Eftir að Kf. Árnesinga tók til starfa, jókst enn starf Jóns. Árin 1931—39 komu flest árin 8 skip til Eyrarbakka frá vori tfl hausts, með nokkur þúsund tonn af vör- um, og allt sá Jón um, afgreiðslu skipa, uppskipun, vörugeymslu og afhendingu. Það var mikið starf og vel af hendi leyst, slíku starfi anna aðeins úrvalsmenn. Þegar mér var sagt lát Jóns B. Stefánssonar greip mig söknuður, söknuður að eiga ekki eftir að njóta trausta handtaksins eða sjá glaða brosið og góðmannlega svip- inn. Þessu hafði dauðinn svift okk- ur vini hans. En það sem eihnig flaug í huga mér við andlátsfrétt- ina, var hversu mikill gæfumaður kvaddi hér samferðamennina. Eg efast um að eg hafi kynnzt öðrum eins gæfumanni og Jóni. Eg kynnt- ist heimfli Jóns all náið á Eyrar- bakkaárum okkar. Það var fagurt heimili i öllum skilningi, Jón rar svo gæfusamur að eiga sér sam- henta konu, sem hann unni mjög og mait mikils, enda bjó hún hon- um fagurt og gott heimili með rausn og glæsibrag, sem Jóni var vel að skapi, því hann var rausn- armaður mikill. Hjónaband hans var því rnjög gæfuríkt. Önnur gæfa Jóns var það að hann átti barnaláni að fagna, bömin voru falleg og gjörfuleg, og hafa reynzt hið ágætasta fólk. Var Jóni þetta mikil gæfa, því hann bar fjöl- skyldu sína mjög fyrir brjósti og var hinn umhyggjusamasti hei-m- ilisfaðir. Heifflilishamingja Jóns var ærin til þess að gera hann að gæfu- manni, en ótalið er þá eitt og ekki veigalítið, allt starf varð honum gæfa. Svo verður hjá öllum þeim, sem störf sín rækja af trú- mennsku. Vitundin um vel unnið starf verður býsna drjúgt á meta- skálum gæfunnar. Allt þetta átti Jón Stefánsson í ríkum mæli, mikla gæfu í störfum og samskipt- um við samferðamenn sína, því einnig var hann mjög vinsæil. Jón hafði nú náð þeim aldri, að hann hafði ákveðið að hætta störf- um í sumar, en eg hygg að þessum miHa vinnumanni hefði orðið iðju leysið þungbært, tfl þess kemur nú ekki, því „Enginn hugsi að annað líf sé iðjuleysi tómt, þótt ei þar finnist agg né Hf, en ástarþelið frómt. í aldingarðinum ærið starf ætlað er lýðum þó erfiði mannsins andi þarf innanum frið og ró“. Svo kvað Grímur Thomsen. Jón missti konu sína fyrir nobkr um árum. Ást hans tfl hennar var mikil, og ætli ástin sé efcki nokk- uð ratvís hinum megin einnig. Okkar mikli spámaður Matthías segir: „Fáum við að finnast, finnast, allt er heima, óttumst ei ef unnumst, endalausa geima.“ Já Jón vinur okkar var mikfll gæfumaður fram í andlátið. Eg votta börnum hans hluttekningu mína við fráfatl hans. Við öll, sem þefcktum hann nánast, vorum sam- ferðamenn hans, samstarfsmenn og vinir, munum sakna hans, en sá söknuður mun jafnan verða blandinn gleði minninganna um góðan dreng. E. Gr. Th. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Esja ves'tur um iand í hringferð 2. máí n.k. — Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flatevrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyr- ar, Húsavíkui, Kópaskers, Raufar- hafnar og Þórshafnar. Farseðlar seidir árdegis á laugar- dag. Styrkið lamaða og fatlaða HappdrættismiSar seldir í innheimtu Landssímans.-Dregið 21. júnL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.