Tíminn - 28.04.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.04.1960, Blaðsíða 16
Fyrsti farmurinn Fyrsti bílfarmurinn af hrá- járninu kominn til Reykjavík- ur sumarið 1952. Hvert stykki eins og það sem maðurinn heldur á, vegur 20—30 kg. JÁRNTEKTIN Á DYNSKÓGAFJÖRU • t's \ ' • - mi Nú um næstu helgi verður cnn gerð Tilraun til að bjarga hrájáminu á Dynskógafjöru. Bergur Lárusson frá Kirkju- bæjarklaustri mun fara þang- að austur með flokk manna, en járnbyngirnir liggja nú það hátt í fjörunni, að talið er ger- legt að ná þeim upp. Krani með Krabbakjafti verður not- aður til að grafa eftir járninu. Blaðið hefur átt tal við Berg Lárusson, en honum var dæmdur fcjörgunarréttur á brájárninu. Sagði hann, að járnið yrði til að byrja með fvutt vestur vfir Múla- kvísl og því borgið undan flóði frá væntanlegu Kötlugosi og sjávar- íöllum. Járnbyngirnir em þrír, um 4500 Iestir alls og liggja undir Leitað í Tjörninni í gær leitaði rannsóknarlögr'egl- an í Tjörninni að peningakössum, sem bófarr;r umtöluðu segjast bafa fleygt þar, nánar til tekið út af brúnni. Lögreglan notaði slæð- ingartæki, en leit henniar bar ekki árangur. Bocninn þama er sam- fellt leðjudýki og engum fært þar um svo leitarskilyrði eru harla erfið. fimm metra þykku sandlagi. Byngirnir sjálfir eru um fimm metrar á þykkt. Liggja þeir nokk- uð dreift og kvaðst Bergur ekki gera sér vonir um að bjarga öllu. Járnið liggur nú svo hátt í fjör- unni, að sjór nær því ekki á flóði, en hins vegar er talið, að vatn muni koma upp þegar farið er að grafa eftir því. Þessum mikla járnfarmi var kastað þarna í fjöruna úr hol- lenzku flutningaskipi, 8000 lesta, sem þama strandaði árið 1940. Einnig var skipað út 100 bílum af gerðinni Dodge, sem hér voru í notkun og kallaðir „sandabílar". Skipið var síðan dregið á flot, en það var á ieið með þennan farm frá Bandaríkjunum til Englands. Klausturbræður gerðu samning við ríkið og Skipaútgerð líkisins um björgunarrétt á járninu, en strandstaðurinn er ríkiseign. Bændur í Kerlingardal eiga reka- rétt á fjörunni og stöðvuðu þeir og fyrirsvarsmenn þeirra Klaust- urbræður, er þeir hugðust bjarga járninu. Út af þessu spunnust svo langvinn málaferli, sem risu hæst og urðu forsíðuefni blaða dag eftir dag sumarið 1952, en þeim lauk með því, að Bergi Lárussyni, sem hafði undirritað samninginn við ríkið var persónulega dæmdur biörgunarrétturinn í Hæstarétti. Til þess að rifja upp hvað gerð- ist í þessu langvinna deiiumáli, skal hér vitnað í fréttaflutning Tímans sumarið 1952: Þann 19. ágúst segir m. a. undir fyrirsögninni — Dóms beðið, vinnuvélar á Dynskógafjörum: Það má vænta þess, að sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal kveði upp dóm í deilumáli því, er orðið hefur út af jáminu á Dynskógafjöru, eftir svo sem 7—10 daga, ef ekki verða sættir gerðar áður. Það eru þó liorfur á, að ekki verði beðið með björgunarvinnuna eftir dómsúr- siiturn, því senn eru síðustu forvöð að hefja þá vinnu, ef björgun á að takast á þessu sumri. Á laugar- aaginjn fóru því seec menn frá Klaustri vestur á sand með skurð- gröfu og er líklegt að vinna með fcxenni verði hafin nú þegar, hvern- ig svo sem dómur í málinu kann að falla, þar eð svo hæpið er að cðium kosti um björgun. (Framhald a 15 síðu). BSíðviðri Samkvæmt spá veðurstof- unnar mun sama góðviðr- ið haldast í dag og verið hefur, en spá hennar hljóð ar nánar tilteklð svo: Hægviðri, skýjað, góðviðri og hlýtt. Sá þýzki gætir stdru Á stóru tjörninni í Reykja-|og lifandi að verja stóru vík býr svanur, þýzkur að ætt ítjörnina ívrir ágangi íslenzk og uppruna, en mun hafa j fæddra svand, og ekkert múð- íengið íslenzkan ríkisborgara- i ur með það. rétt fyrir þremur árum, er í f gærmorgun veittu menn því hann asamt konu sinm var | Ethygli, að slegið hafði í brýniu sendur sem vinargjöf fráj úti á tjöru. Fjórir íslenzkir svanir Hamborg til Reykjavíkur. i höfðu komið — trúlega í friðsam- Strax við komuna sýndi hann!}egum erindagerðum - á virðu- , „ J ,'legu sundi ínn á storu tjornina. [>að, svo ekki varð um villzt,, j,ag tgjj s;j þý^j umsvifalaust sem að hann ætlaði að sér heilum beina árás og móðgun við sig og sína konu og réðist 'harkalega í móti óvinunum. Og blóðið rann Það mega íslenzku svanimir eiga, að þeir iétu ekki mótspyrnu- laust undan síga, heldur tóku í móti og vörðust. En sá þýzki var yfirsterkari, og hefur trúlega heid ur meiri meðfædda hertækni, og svo fóru leikar, að fslendingarnir iögðu á flótta yfir í syðri tj'örnina. (Framhald á 15. síðu) John H. Griffins rétt áður en hann undirgekkst breytinguna. Hvítt og svart Þetta er sami maðurinn á báðum myndunum, þótt hann sé hvítur á annarri og svartur á hlnni. Mörgum þyklr sennilega liggja í augum uppi, að hann sé fyrrverandi surtur, sem hafi með brögðum breytt húðlit sín- um tll samræmis vlð þá, sem meira eru metnir, en það er alrangt. Mað- urinn er hvitur að uppruna, elns og menn geta hvítastir verið, en lét breyta húðlit sínum til þess að kynn- ast kjörum svertingja af elgin raun. Nafn þessa manns er John Ho- ward Grlffins. Hann er viðurkennd- ur rithöfundur í USA, en mlssti sjónina eftir stríð. 1957 fékk hann affur sýn, og hefur á síðari árum haft mikinn áhuga fyrir að kynna sér aðstöðu svertingja. Þess vegna fékk hann lækna til þess að breyta húðiit sínum með iyfjum, fór til rakara og lét svo að segja snoða sig. Þá var hann orðinn glettilega likur þessum hrjáða kynþætti, og fór til New Orieans, þar sem hann blandaði sér í hóp svertingja og tók upp þeirra lifnaðarháftu. Þar hefur hann unað síðasta hálfan annan mánuð og að sögn líkar honum jafn illa afstaða hvítra sem svartra til hans sjálfs. Hvítir sýna honum kulda og hæðni, en svartir vilja ekki viðurkenna hann sem fuligild- an jafningja. Hérna er hann kolsvartur, sólbrenndur og snoðaður, Hvern skyldi gruna, að hann sé fæddur hvítur?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.