Tíminn - 13.05.1960, Síða 9

Tíminn - 13.05.1960, Síða 9
Prd Ruth Thompson, eigin- kona bandaríska sendiherrans á íslandi tók vinsamlega til- mælum mínum um að segja mér eitthvað af sínum högum. Hdn er grannvaxin kona og sporlétt, í vöngunum og um- liverfis blá augun eru bros- hrukkur, yfirbragðið rólegt og tilgerðarlaust. Og siamski kisinn hennar, með skrítna, mjóa trýnið og bláu augun, . sýnir velbóknun sína á gest- komu með því að skríða upp í keltu mína og hreiðra þar um sig. — Er það eMri rétt, frú Thomp- son, að þér séuð uppalin í Maine- fyiki? . — Jú, éig fæddist þar í sveita- þorpi og ólst upp í bæ skammt frá ströndinni, sem er svona helm- ingi minni en Reykjavík. Það er margt hér, sem minnir mig á æskuheimkynni mín — hin vog- skoma strönd og atvinnuhættir eru býsna líkir. Þar, eins og hér, eru fis'kveiðar og landbúnaður meðal aðal atvinnuveganna. Kart- cílurækt er stærsta grein landbún- aðarins, en í fiskveiðum eru hum- arveiðar arðgæfastar, þó að ýmsar aðrar fisktegundir séu veiddar, m. a. sá3d aif ýmsum stærðum. HéraSslæknir í Maine Faðir minn er læknir og á yngri áruim sínum fór hann með vísinda- leiðangri, sem ætlaði að dvelja tvö ár á Grænlandi. Það var á tírnum fyrri heimsstyrjaldarinnar og af þeim orsökum komust birgðaskip ekki til leiðangursmanna. Fór þá faðir minn á hundasleða og kajak niður vesturströnd Græni. frá að- setursstað ieiðangursmanna norðan við Thule og náði í danskt skip, sem kom við í Reykjavík á leið- inni til Danmerkur, til að fá fregnir af gangi styrjaldarinnar. Síðan sá hann um að leiðangurs- menn, sem eftir voru, væru sóttir. Ójá, sennilega hefur hann búið við mjög svipuð kjör og íslenzku héraðslæknarnir fyrstu árin sín í Maine, að minnsta kosti varð hann að eiga hest, auk mótorhjólsins, sem hann ferðaðist á á sumrin. Hanm sagði mér margar sögur af hestinum sínum, hve vitur hann var og þrautseigur að brjótast í gegn um skaflana, þó að þeir tækju honum í kvið og oft heyrðist mér að hann og hesturinn myndu til skiptis hafa örvað hvor annan til að gefast ekki upp á þeim ferðum! Nú er faðir minn 81 árs. Fyrir tíu árum hætti hann læknisstörf- um og ætlaði að setjast í helgan stein, en undi ekki iðjuleysinu. Fór hanm að starfa fyiir Rauða krossinn og kom upp blóðbanka. Svo var blóðbankanum lokað, strjálbýlið er svo mikið, að hann þótti ekki svara kostnaði. Faðir n’inn fór að tala um hve víða í l eiminum væri læknaskortur og þó að hann væri nú orðinn gamall og lítils megnugur kynni þó að vera til sá staður, þar sem sKárra væri að hafa sig heldur en engan lækni. Hann fór að lesa aug- íýsingar í bandaríska læknablað- inu og sá, að auglýst var eftir lækni með ævintýraþrá. Hann svaraði auglýsingunni og í ljós kom, að héraðið, sem um var að ræða, var afskekkt fiskimanna- þorp í Maine og þar starfar hann er.n á eyju þar sem búa um 500 fiskimenn. Ég hugsa mér, að eyjan hans föður yðar —■ Hrísey — sé n.jög svipuð þessu þorpi. A. m. k. datt mér það í hug þegar ég sá | til Hríseyjar um daginn ofan af Vaðlaheiði Oft a sjo — Fóruð þér ekki oft á sjó í r'sku? — Segja má, að ég sé að miklu leyti uppalin á sjó og eftirlætis-- skemmtun okkar hjónanna er að sigla og fara á skíði. Annars skemmti ég mér víst við það sama og aðrar ungar stúlkur, synda, leika tennis og lesa. Kannske hef eg lesið meira en vanalegt var um unglinga, því að ég var einkabarn og foreldrar mínir áttu gott bóka- safn. Þegar ég var fjórtán ára, var ég búin að lesa flestar bækurnar, sem til voru heima, nema læknis- fr æðibækurnar. — Urðuð þér efcki að fara að heiman til skólanáms' á unglings- arunum? — Ég fór í Smith College þegar ég var 18 ára. Þar las ég þjóðfé- lagsfræði eftir mikil heilabrot, langaði líka til að lesa ensku og enskar bókmenntir, jafnvel að reyna að skrifa eitthvað. En vin- kona mín heyrði einu sinni á tal kennara okkar, sem var að enda við að lesa ritgerð eftir mig og hann sagðist vona, að ég fengi aidrei þá flugu að reyna að gerast rithöfundur, en óskaði, að ég vildi bara giftast. Og svo leystist þetta svo heppilega, að þó að mig lang- aði til að gera hitt og þetta, þá langaði mig þó allra mest til að gitfast Tyler! — Kynntuzt þið í háskólanum? — Nei, fjölskylda hans kom í sumardvöl til Maine og þar kynnt- umst við, vorum trúlofuð í fimm ár og giftum okkur árið 1931. Aidrei setzt neins staðar aft — Settust þið þá að í Maine? — Við höfum aldrei sezt neins staðar að, þó að við eigum heim- ili í Hancock í Maine. Þar er svo likt og hérna á Íslandi. Húsið stendur fram við sjó og sér til fjalla handan fja'rðarins. Þau fjöll eru að vísu ekki eins tilkomumikil og Esjan, en samt falleg. Eini munurinn er eiginlega, að þar er skógur. Nei, eftir að við giftumst, fórum við til Cherbourg í Frakk- landi, þar sem við vorum í hálft Fyrir tilviljun vorum við send1 til Parísar 1937, annars er ekki venjulegt að sendiráðsstarfsmenn seu mjög 'engi í sama landi. Þar bjuggum við utan við borgina á yndislegum stað. Tveim árum síðar tórum við heim og rétt áður en styrjöldin hófst vorum við feið- búin á ný cil Frakklands. Hálfum sólarhring áður en skipið átti að fara, var manninum mínum ráðlagt að skilja mig og crenginn eftir vegna þess hve út- lííið væri ískyggilegt. Þá var líka Rauða krossintn og vinna sem1 h.iálparstúlka hjá bágstöddum mæðrum, en sú starfsemi var öll j unnin sem sjálfboðavinna. Fyrir j Rauða krossinn vann ég m. a. að úthlutun mjólkur o. fl. til flótta- bama. Flest voru börnin frá N- Frakklandi. Þar sá maður margt j hræðilegt. En með þessu móti liafði ég nog að starfa — og svo j ólum við upp nokkra síamska kettlinga til gamans! En þegar Bandamenn hófu land- göngu sína í Norður-Afríku 1942, ilál • ' ,..•• ' . ' Éí Frú Ruth Thompson, me8 siamska köttinn sinn. fjölgunarvon hjá okkur, svo það varð úr að ég yrði eftir heima. Tveim dögum áður en Tyler komst til Parísar skall stríðið á og hann var þar þegar borgin var her- numin. Dóttir okkar, Mardi, fæddist 1940 og þegar hún var níu mánaða tók ég þá ákvörðun að fara til Parísar, en skilja börnin eftir hjá ioreldrum mínum. Bjóst við að sá aðskilnaður yrði í mesta lagi í l-.crnámu Þjóðverjar hinn frjálsa hiuta Frakklands og þá vorum við hneppt í hald, ásamt mörgum öðr- um stjórnarerindrekum. Fyrstu tvo mánuðina vorum við í Lourdes, tn þaðan vorum við flutt til Bad- en-Baden og þar vorum við í haldi í fjórtán mánuði. — Var það ekki erfiður tími? — Erfiðast var tilbreytingar- leysið og óryggisleysið. Við höfð- um með okkur mikið af bókum, j Frú Sigríður Thorlacius ræðir við frú Ruth Thompson, konu \ bandaríska sendiherrans hér, um lífið í Maine og viðburða- ■ ríkan feril í ýmsum löndum Evrópu. annað ár. Við vorum auðvitað fpldur efnalítil og höfðum ekki ráð á að eiga bíl, en við gátum átt hjólhesta og á þeim ferðuðumst við víða um skagann sem borgin stendur á og áttum margar indæl- ar stundir á þeim helgarferðum. Frá Cherbouig fórum við til V/ashington og svo næst til Mars- eille, en þó að einkennilegt sé, þá var það meðan við dvöldum þar, sem við lærðum að.gagni á skíð- um — í frönsku Ölpunum Við fór- um oft í gönguferðir um fjöllin sem liggja að ströndinni. Þau eru aiveg eins íjöll og hér. nakin og klettótt, munur aðeins sá að þar er heitt og þurrt, en hér svalt og rakt. Og í Marseille fæddist okkur sonur, sem ber nöfn föður síns og móðurafa og heitir Tyler Hunt. I nokkra mánuði, en það fór á aðra leið. Hneppt í hald Jæja, ég fór með skipi til Portu- gal, en þegar ég kom að frönsku landamærunum var enginn þar til að taka á móti mér. Fellibylur hafði geisað um Spán og Portúgal og símasambandslaust hafði verið við Frakkland. Tyler var alveg í öngum sínum, hafði ekkert frétt af skipinu í lengri tíma. Svo komst ég til Parísar og þai vorum við þangað til snemma árs 1941, er við vorum send til Vichy. Þar urðum við að búa í gisti- húsi og ég ætlaði að ærast af 'ðiuleysi jg söknuði eftir börnun- í nm, svo ég fór að starfa fyrir liéldum skóla fyrir bömin og skipulögðum kennslu í tungumál- um og fleiri greinum fyrir okkur sjálf. Við lærðum m. a. spænsku, >þý2ku, 'rússnesku og frönsku. Við höfðum ekki kennslubækur handa krökkunum, svo að við urðum að benna allt munnlega og fékkst ég dálítið við það. Annars er það einkennilegt hve litið getur orðið úr hálfu öðru ári í endurminningu manns — líklega hjálpast þar að, að hugurinn af- neitar því óþægilega og það gieymist og svo renna tilbreyting- arlausir dagar saman fyrir manni og hverfa. — Hvenær var ykkur sleppt úr haldi hjá Þjóðverjum? Þaí uríu þrjú ár — Fangaskiptin komust ekki á fvrr en vorið 1944, en þá vorum ’.lð send heim um Spán og Portú- gal. Já, þegar ég skildi við börnin r.ún hafði ég búizt við nokkurra mánaða viðskilnaði — það urðu þijú ár og maðurinn minn sá ekki dóttur okkar fyrr en hún var að verða fjögurra ára. Auðvitað þekkti hún okkur ekki, þó að hún hcfði séð aí okkur myndir og um ckkur væri talað við hana. Þegar við komum til Bandaríkjanna varð Tyler að fara til Washington, svo ég kom ein heim. Mamma var roeð börnin á járnbrautarstöðinni. Sonur minn þekkti mig auðvitað, en Mardi rétti mér höndina og rétt aðeins leyfði mér að kyssa sig. Taktu í hendina á mér, amma, sagði hún svo, en leyfði mér þó að taka í hina höndir.a. Rétt eftir «ð við komum heim kom hún hlaupandi fram stigagang. Ég 'craup í næst efstu tröppunni og breiddi faðminn á móti henni. Þá hlióp hún um hálsinn á mér og sagði: Ég get elskað þig, mamma. Iiamingjuríkari stund held ég ekki að ég hafi'lifað. — Voruð þið um kyrrt í Banda- ríkjunum eftir þetta? — Ónei, nokkrum mánuðum síð- ar var maðurinn minn sendur til Norður-Afríku, ég varð eftir og flutti svo til hans með börnin til Parísar vorið 1945. Skelfing var Mardi hrædd við loffvarnaræfing- arnar — enn verður henni ekki um sel þegar hún heyrir í sjúkra- bíl. Annars var börnunum hampað óskaplega mikið þann tíma. Fáar bandarískar fjölskyldur höfðu börn sín hjá sér og allir hermenn- irnir kepptust um að leika við þau. Og dögum oftar komu þau heim með einhvern ungan her- roann, sem kvaldist af heimþrá. íau komu með fangið fullt af gjöfum, sem við svo létum ganga t,I Rauða krossins, en ekki get ég þó sagt að þetta dekur spillti þeim. SaknaSi strí'ðninnar Til Bandaríkjanna flutfum við attur 1946 og vorum í Washington í fjögur ár Þar gátum við fyrst verulega sameinast sem fjölskylda, þar höfðum við frið ti! að vera með börnunum og lifa eðlilegu fjölskyldulífí Þar og síðar í Kan- cda vann ég dálítið með kvenskát- um, var sveitarforingi hjá litlu tc.punum og hafði af því mikla .skemmtun. Naumast gefast þakk- látari verur að starfa fyrir en börn á Deim aldri þau geta skemmt sér svo innilega við lítið. Næst vorum við send til Tékkó- slóvakíu. Þá urðum við að skilja son okkar eftir í skóla í Bandaríkj- unum, en Mardi, sem var tíu ára, fór auðvitað með okkur. Það var einmitt þá, er við ókum suður Evrópu, sem hún stundi þungan og sagðist sakna broður síns svo aískaplega mikið. Við spurðum hana hvað kæmi til — þau scm alltaf hefðu verið að stríðast á þegar þau hefðu verið saman í bílnum. Já, sagði hún, ég vildi ein- mitt óska að hann væri kominn, svo hann gæti strítt mér Og þeg- ar þau hittust aftur og hann var hinn elskulegi stóri bróðir, þá kvartaði hún við mig að hann væri hættur að stríða sér, svo ég ráð- lagði henni að tilkynna honum að henni væri það ekki á móti skapi. Ójá, svona gengur það víst oft á irilli systkina. Á eintrjáningi Árið 1955 fórum við svo til Kan- ada, til Ottawa, þar sem við vorum þangað til við fluttum hingað. (Framhald á 15. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.