Tíminn - 02.07.1960, Page 1
,
Askriftarsímmn er
1 2 323
144. tbl. — 44. árgangur.
Laugardagur 2. |ffl£1960.
Skipbrotsmennirnir 9 af Drangajökli, sem komti með Hrímfaxa í gær til Reykjavíkur. — Ljósmynd: Tíminn, I.M.
Enginn okkar skilur
hversvegna svona fdr
Rætt við skipbrotsmenn af Drangajökli
við komuna til Reykjavíkur
í gærkvöldi var óvenju stór
hópur manna samankominn í
húsakynnum Flugfélags ís-
lands á Reykjavíkurflugvelli.
í/ieðan Hrímfaxi renndi sér
me8 þungum gný eftir flug-
brautinni, þyrptist fólkiS að
grindverkinu og þögul eftir-
vænting skein úr hverju and-
liti. ÞaS var von á skipbrots-
rnönnum af Drangajökli.
Ættingjar og venzlafólk hróp-
i.öu og veifuðu meðan sjómenn-
irnir gengu niður landganginn,
hlaðnir pinklum og bögglum.
Blaðamenn og Ijósmyndarar
royna að hindra ferð þeirra, þeir
taka öllum spurningum með hægð,
leysa greiðlega úr en vilja sýni-
lega komast sem fyrst á fund ást-
vina sinna.
Hefði aldrei trúað því
Þeir eru 9 talsins sem komust
með þessari ferð, örfáir eru
komnir en aðrir bíða enn eftir
fari ytra. Fréttamaður Tímans
náði sem snöggvast tali af 1. stýri-
rc.anni meðan hann beið eftir að
komast í gegn hjá útlendingaeftir-
l'.tinu. Hann heitir Georg Frankl-
ixisson, aðeins 27 árr að aldri,
grannvaxinn, ljóshærður og kná-
legur. Hann svarar spurningum
blaðamannsins út um annað munn
vikið meðan hann býr sig undir
að útfylla eyðublað. — Áttu ekki
penna að lána mér, segir hann,
allt okkar dót er á hafsbotni. Við
urðum að stökkva fyrir borð eins
og við stóðum.
Skipstjórinn síðastur
Hann fær skriffæri í hendur og
segir okkur í stuttu máli hvernig
slysið vildi til.
Bjarni ioftskeytamaður
— gúmmíbátamir
— Ég var á vakt segir hann,
stóð í brúnni. Þá for skipið allt
£ einu að hallast á bakborða. Það
hallaðist jafnt og þétt og við sá-
um strax að hverju fór. Annars
gerðist þetta svo skyndilega að
maður hefði aldrei getað trúað
því.
— Voruð þið langt frá landi?
— Við vorum eina og hálfa
mílu frá eyjunni Strómu, sem er
þarna í Pentlandsfirði. Klukkuna
vantaði noxkrar mínútur í hálfníu
eftir enskum tíma. Það voru allir
komnir í bátana eftir 15 mínútur.
Munnskapurinn var rólegur og
enginn æðraðist. Nokkrir þurftu
að fleygja sér fram af skipinu og
svr.da á eftir bátunum. Skipstjór-
inn fór síðastur.
— Og björgunin barst fljótt?
— Skozki togarinn var í 2—3
mílna fjarlægð frá okkur. Þeir sáu
hvernig fór og hröðuðu sér til
hjálpar. Tuttugu mínútum eftir að
skipið fór að hallast voru þeir
komnir til okkar. Og þá stóð kjöl-
urinn einn upp úr sjónum. Síðan
hvarf hann í djúpið.
Næst náum við í loftskeyta-
rranninn, Bjarna Sigurðsson. Hann
er ungur maður, rúmlega þrítugur,
bjartur yfirlitum og hógvær í
fnsi, svarar greiðlega spurningum
okkar þegar hann hefur heilsað
Elinu systur sinni.
— Ég var niðri í borðsal þegar
slysið bar að höndum, segir
Kastaöi 14 sinnum
— fékk ekki neitt
Mikil brögð að gölluöum veiðarfærum —
— Verksmiðjur síðbúnar aö taka viö síld
Það hefur vakið athygli hve
síldarverksmiðjur á Austur-
landi hafa verið vanbúnar að
taka við síld síðan hrotan
hófst nú á dögunum. Bræðsla
er fyrst nú að hefjast á sum-
um stöðum en alls ekki hafin
á öðrum, allar þrær standa
fleytifullar og skipin verða
að fara langan veg til löndun-
ar.
Við þetta bætist að stöðugt ber-
ast nýjar fregnir af veiðarfæra-
tjóni bátanna, nýjar og- dýrar síld-
arnætur rifna eða reynast svo gall
aðar í upphafi að mikilla viðgerða
er þörf á þeim. Þannig hafði blað-
ið spurnir af kunnum aflamanni
nyrðra er fór á miðin með nýja
nælonnót og kastaði 14 sinnum án
þess að fá bröndu. Eftir að hafa
farið í land og fengið nótina lag-
færða fékk hann þegar síld. Fleiri
slikar sögur hafa fréttaritarar
blaðsins sagt síðustu dagana. Þyk-
ir mönnum að vonum hart að ekki
skuli vandað meira til framleiðslu
þessara dýru veiðitækja.
Nætur rifna
Þá er algengt að nætur rifna,
Georg stýrimaður
— hefði aldrei trúað því
Bjarni. Það voru allir búnir að
borða fyrir góðri stundu, sumir
farnir í koju og sofnaðir. Skipið
hallaðist stöðugt meira á ör-
skammri stundu og vissum við
srrax hvað var að gerast. Ég hljóp
upp í loftskeytaklefa og sendi út
Frp^1'--',-1 á 3. síðu.
og mun mestu valda að þær eru
svo djúpar, 60—65 faðmar, og
langar, 300 faðmar, að þær þola
ekki að fyllast af síld. Menn eru
h:ns vegar óvanir að fara með
þessar nýju nætur, taka of mikið
fyrir og sprengja þar með næt-
urnar. Hlýzt af þessu hið mesta
tjón, enda kosta nýjar nælonnæt-
ur rúmar 600 þúsund krónur.
Clag á verksmiðjum
Verksmiðjur eystra hafa margar
verið seinar í gang eða vanbúnar
að taka við síld. Þnnig er þróar-
pláss fyrir 30 þúsund mál á Rauf-
arhöfn, en þar standa ófullgerðir
síldargeymar sem eiga að taka
37.500 mál. Hefur orðið að vísa
mörgum sldpum frá löndun vegna
þess að tankamir voru ekki til
reiðu, en unnið hefur verið að
þcim síðan f haust, hvað sem þess-
um seinagangi veldur. Vonir
standa þó til að smíði þeirra ljúki
næstu dagana. — Þá hafa víða
staðið yfir viðgerðir og endur-
bætur á verksmiðjum sem fyrst er
að ljúka þessa dagana, þótt tími
hefði átt að vera ærinn til undir-
búnings. Þannig eru verksmiðj-
umar í Neskaupstað, Vopnafirði
og Eskifirði fyrst nú að verða til-
búnar til bræðslu og Seyðisfjarð-
arverksmiðj? nýbyrjuð, en alls
staðar bíður mikil sOd bræðslu.
— Blaðið spurðist fyrir víða
eystra í gær hvað þessum mistök-
urc ylli og fékk víðast þau svör
að ráðizt hefði verið í miklar
framkvæmdir, byrjað of seint á
þeim, enda hefði lánsfjárskortur
tafið fyrir. Liggur í augum uppi
að slíkur seinagangur er háska-
legur, og kostar enda mikið fé og
erfiðisauka. — 6
Duncan til
Akureyrar
Veikur sjó-
litSá um borð
í gærkvöldi fór brezka
herskipið HMS Duncan
þess á leit við Landhelgis-
gæzluna að því yrði leyft
að setja í land sjóliða sem
væri veikur af botnlanga-
bólgu. Að ákvörðun dóms-
málaráðuneytisins var leyf-
ið veitt og var herskipið
væntanlegt til Akureyrar í
nótt.
Tímamót í samgöngumálum Vestfirðinga — bls. 8
jj