Tíminn - 02.07.1960, Síða 2

Tíminn - 02.07.1960, Síða 2
TÍMINN, laugardagmn 2. júlí 1960J Blómin hrekjast Óvenjulegur sjávarhiti nú fyrir norðurlandi Úr skýrslu fiskifræ'ðinga um hafrannsóknir ísletndinga, Nor'ðmanna, Færeyinga og Rússa Ekki virðist vera útlit til þess að Reykvíkingar muni njóta mikillar sólar i sumar. VeSur stofan spáir enn hægviðri og skýjuðu, og er þetta þó allt í áttina á meðan ekki er minnzt á úrkomuna, sem menn munu hafa verið búnir að fá nóg af í bili. Mynd þessl var tekin í Reykjavík fyrir nokkrum dögum, og sýnir hún hvernig úrkoman og rokið hafa lelkið túlfpanana. Blöðin hafa ekki staðizt beljandann, og eru því túlípanarnir, sem oftast eru mlkið augnayndi, orðnir nokkuð hraktir. Eins og áður hefur verið skýrt frá, hófst rannsóknar- leiðangur á Ægi hinn 26. xnaí og var fyrirhugað að halda honum áfram til 28. júní, er sameiginlegir fundir ís- lenzkra, norskra, færeyskna og rússneskra fiskifræðinga skyldu hefjast á Seyðisfirði. Þvi miður biluðu asdiktæki skipsins hinn 6. júní og varð þá að fam til Reykjavíkur til viðgerðar. Dagana 9.—23. júní fóru rannsóknirnar fram ' á v.s. Óðni. Féllu ýmsir þætt- ir mnnsóknanna niður á Óðni, þar sem ekki var hægt að flytja ýmis viðamikil tæki úr Ægi á svo skömmum tíma, en aðrir þættir rannsóknanna voru framkvæmdir við enn lakari skllyrði en á Ægi. Dagana 28. og 29. júní voru svo haldnir á Seyðisfirði fund ir þeirra fiskifræðinga, er starfað höfðu á rannsóknar- skipunum Ægi, G. O. Sars, Johan Hjort, Ternan og Persej II. Hér fer á eftir úr- dráttur úr skýrslu fundarins (um ástand íslenzka hafsvæð isins): Um mánaðamótin maí— júní reyndist ísinn vera lengra frá landi en undan- farin 5 ár. Síðari hluta júní hafði stóra ísspöng rekið suð ur undir Strandagrunn, en þar fyrir austan var ísinn miög norðarlega. í lok mai var hitastig sjávar fyrir vestan og norðan land öllu hærm en meðalhitastig undanfarinna 10 ára. í júní var sjávarhitinn einnig tals- vert yfir meðalhita, og virð- ist hiti sjávar við Norður. og Austurland verða hærri á Fiskur í MjóafirSi Mjóafirði. — Hér er talsverður fiskur í firðinum og hefur ekki verið svo undanfarin sumur. Hér er um að ræða bæði þorsk og ýsu og er fiskurinn allvænn. Tveir n enn hafa nokkuð stundað sjóinn og veitt á línu, aðallega til héim- ilisþarfa. Sláttur er hafinn og tíð hefur verið ágæt að undanförnu. — Vilhjálmur Astir í sóttkví til Vestfjarða Leikflokkurinn „Nýtt leik- hús“ er um þessar mundir að ljúka sýningum á leikritinu „Ástir í sóttkví“ á Norður- landi og verður næsti og síð asti áfanginn á Vestfjörðum. Hefur leikflokkurinn haldið samtals 44 sýningar víðs veg- ar um Norður- og Austurland við ágæta aðsókn og góðar undirtektir. í flokknum eru Emilía Jónasdóttir, Elín Ingvarsdóttir, Jón Kjartans- son, Jakob Möller og Baldur Hólmgeirsson. Leikstjóri er Flosi Ólafsson. Akureyringar kaupa togarann Norðlending frá Ólafsfirði Kaupverð er 8,2 milljónir króna — togarinn var áíur sameign þriggja bæjarfélaga Fyrir nokkru var togarinn NorSlendingur boðinn upp á Ólafsfirði. Nú hefur ráðizt svo að Útgerðarfélag Akur- eyringa kaupi togarann fyrir 8,2 milljónir króna, og verður Skógræktarsamkoma í Vaglaskógi Á sunnudag minnist Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga 30 ára afmælis síns, með sam- komu í Vagnaskógi. Þar flytja ræður prófessor Richard Beck og Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, en séra Sigurður H. Guðjónsson mess ar. Formaður félagsins, Guð mundur Karl Pétursson yfir- læknir, setur samkomuna. — Dansað verður í Brúarlundi bæði laugardags- og sunnu- dagskvöld. E.D. hann því gerður út frá Akur- eyri í framtíðinni. Norðlendingur var ÍSur sameign bæjarfélaganna á Ólafsfirði, Húsavík og Sauð- árkróki. Á uppboðinu átti ríkissjóður hæst boð í togarj ann, 8,2 milljónir, en eftir| samningaumleitanir milli rík; isstjórnar og Útgerðarfélags- • ins hefur orðið úr að félagið; gengi i kaupin og fengi tog- arann gegn þessu verði. Hef- ur fundur Útgerðarfélags Akureyringa nú samþykkt samningsuppkast um þessi kaup, sem forstjórar þess, Gísli Konráðsson og Andrés Pétursson, gerðu við ríkis- stjórnina. Togarinn er nýkom inn úr 12 ára klössun og fer væntanlega á veiðar innan tíðar. E.D. á þessu sumri en undanfarin ár. Á öllu tímabilinu hefur þörungagróður verið með mesta móti og gagnsæi sjávar ins því lítið. Rauðátumagn hefur yfir- leitt haldist mikið, en athug- anir á aldurdreifingu rauðát unnar sýna, að enn er aðal lega um að ræða fullvaxin dýr, sem brátt munu renna æviskeið sitt á enda. Yngri dýra hefur ekki orðið vart í verulegum mæli. Er því erfitt að gera sér grein fyrir magni næstu kynslóðar rauðátunn- ar og því rauðátumagni, sem verða mun á Norðurlands- miðum í náinni framtíð. Mik ið rauðátumagn er nú skammt út af Norðaustur og í vesturjaðri Austur-íslands- straumsins. Fyrri hluta júnímánaðar varð hvergi vart við verulegt sildarmagn út af Norðurlandi, nema undan vestanverðu Norðurlandi, þar sem tals- vert af smátorfum fannst. Síðari hluta mánaðarins hef ur sildarmagnið á djúpmiðum norðanlands stóraukist, og á vissum svæðum hafa smátorf umar þétzt og myndað stærri veiðanlegri torfur. Þá sýndu sýndu rannsókn irnar einnig að síldin í haf- inu austan og norð-austan íslands er allmiklu vestar en á undnaförnum árum og öll nærri vestur og suðurjaðri austur-íslandsstraumsins. — Búizt er við, að það síldar- magn, sem fannst í suður- Er þögn sama og samþykki ? Stykkishólmi, 29. júní. — Menn eru hér almennt gramir yfir því að dragnótaveiði hef- ur ekki verið leyfð annars staðar en frá Vestmannaeyj- um. Til stóð að héðan færi einn bátur á dragnót, og verkamenn munu almennt hafa talið að veiðarnar yrðu til atvinnubóta hér á staðn- um. Aðeins einn aðili, félag trillubátaeigenda, mun hafa sent mótmæli gegn dragnóta veiðum héðan, en sveitarfé- lagið og kaupfélagið voru með mælt veiðunum. Hins vegar hafði Fiskifélagið auglýst að þeir sem meðmæltir væru veiðunum skyldu ekki hafast að, en hinir mótmæla sem andvígir væru, og yrði þögn skoðuð sem samþykki. Þetta telja menn að hafi villt um fyrir yfirvöldum og iðarr þess mest að senda ekki meðmæli mpK rlrno-nðbavfiiðirmi T’ O jaðri straumsins norður af Færeyjum gangi norðvestur á bóginn, þegar líður á sum arið. í megindráttum virðist mega draga eftirfarandi álykt anir af rannsóknunum: Sjávarhiti virðist ætla að haldast hár og þörungagróð- ur talsverður Rauðátumagn er nú sömuleiðis allmkiið en tvísýnt er hve lengi það helzt á Norðurlandsmiðum, þar sem aðaluppistaða þess eru fullvaxin dýr. Helzta síldarmagnið á is- lenzka hafsvæðinu er nú að fihna i smátorfum í köldum sjó norðan og austan hins hlýja sjávar við Norðurland. Nokkurt sildarmagn er þegar komið suður yfir straummörk in og hefur veiðin til þessa aðallega byggst á því. Er hér fyrst og fremst um að ræða eldri hluta norska sildar stofnsins. Minna magn af ís- lenzkri síld virðist hafa geng (Framhald á 15 síðu) nr / 1 • Ivo ný skip til Ólafsfjarðar Ólafsfirði. — Héðan eru nú gerð út sex skip á sildveiðar fyrir Norðurlandi: Guðbjörg, Einar Þveræingur, Þorleifur Rögnvaldsson, Kristján, Gunnólfur og Stígandi. — Vonir standa til að tvö ný skip bætist í fiskiflota Ólafs firðinga nú í sumar. Skip það sem bærinn kaupir verður til búið um 20. júlí. Hitt skipið, sem Hraðfrystihús Ólafsfjarð ar kaupir, er í smíðum í Noregi og verður ekki tilbúið fyrr en um mánaðamótin ágúst—september. Er það 250 lestir að stærð. — Þá hafa verið keyptir hingað fimm smærri dekkbátar frá 8>/2— 27 smálestir að stærð. Voru bátarnir keyptir víðs vegar að af landinu. Þá eru gerðir héð an út 20 smærri trillubátar eins til fimm lestir að stærð. — Björn. Synti úr Hrís- ey til Dalvíkur Dalvík, 30. júní. — Eyjólf- ur Jónsson, sundkappi. synti í gærkveldi frá Hrísey til Dal- vikur, sem er um 7 kílómetra leið. Tók sundið réttar fimm klukkustundir. Eyjólfur lagði frá Hrísey kl. 21,10 í gærkveldi og virt ist hann óþreyttur og hress er hann náði landi i Dalvík kl. 2,10. — Mikill mannfjöldi beið Eyjólfs í lendingarstað og hyllti hann með húrra- hrópum, er hann steig á land. Eyjólfur er fyrsti maður, sem betta sund þreytir. PJ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.