Tíminn - 02.07.1960, Síða 3

Tíminn - 02.07.1960, Síða 3
TjftMPI N;N, laugardaginn 2. jólf 1960. 3 Eru frystigeymslur S. H. í Bandaríkjunum óhæfar? Ciljan og Gunnar (Framh. af 16. síðul. lagði fé í, séu komin í millj. tap. Þá setur blaSið þess, að bækur beggja skáldanna, Nóbelsskáldsins Laxness og Gunnars Gunnarssonar, hafi selzt vel í Danmörku og því sé mjög sennilegt, að þeir hafi átt verulegar fjárupp- hæðir í vörzlum Jacobsens. — Aðils. 8ál í Luindey (Framh. af 16. síðu). fyrrakvöld, og hefði ætlunin verið að fara upp í Skerja- fjörð og huga að sel, en þeir félagar hefðu hætt við þau áform áður en langt var kom ið og haldið út á Kollafjörð. Þar bilaði vél bátsins, en benzínstífla mun hafa verið í henni og eitthvað að kveikju loki. Náðu þeir félagar bátn um upp í fjöru í Lundey, til að þá ræki ekki út á flóa. Stórgrýtt er þar, og sagöi Erling að báturinn myndi vera eitthmð brotinn. Þetta gerðist áður en þokan skall á um miðnættið. Tókst þeim þremenningum að gera við vélina í fjörunni en um þær mundir að viðgerðinni var lokið, hafði fjarað undan bátnum, sem er um sjö lestir að stærð. Sieiktu lunda Sagði Erling að þeir félag ar hefðu hafst við í eynni um nóttina. Hefðu þeir allir verið sæmilega klæddir, en orðið kalt, enda suddi og þoka. Sátu þeir í fjörugrjót- inu alla nóttina og höfðu ofan af sér með því að tala saman. Úr mtarleysinu var bætt með því að steikja lunda á eldi, en eins og nafn eyjar innar ber með sér, er þar mikið um þá fuglategund. Sagði Erling að þeir hefðu verið orðnir sígarettulausir, en allir munu þeir félagar reykja. táturinn fastur Erling sagði að um morg- uninn hefðu þeir ætlað að ná bátnum úr fjörunni á flóði, en þegar það tókst ekki, hefðu þeir kveikt bál og notað til þess spýtnabrak og gamla hjólbarða, sem þeir fundu á eynni. Bál þetta sást eins og fyrr segir frá bænum Móum, og var Slysavarnafélaginu gert aðvert. Er Gísli J. John- sen kom að Lundey óðu þre- menningarnir á móti honum og komu að Grandagarði um þrjúleytið í gær. Virtust þeir hinir hressustu eftir þessa ævintýraför. Að lokum gat Erling þess, að hann mundi reyna að ná bátnum út með kvöldflóðinu. H. Alþýðublaðið skýrir svo frá í í gær að komið hafi í Ijós að frystigeymslur Sölumiðstöðv-; ar hraðfrystihúsanna í Banda-j rikjunum séu svo lélegar, að fiskur stórskemmist í þeim.j tnn fremur segir blaðið að creifingarumboð SH vestra hafi vísvitandi reynt að koma skaðanum af þessu ástandi yfir á frystihús hér á landi. Segir blaðið að dreifingarum- Loðið hafi fyrir nokkru látið þau boð út ganga, að búast mætti við sölustöðvun á framleiðslu frá í iskiðjuveri Sauðárkróks h.f. vegna galla sem komið hefðu í ljós í ákveðinni sendingu af freð- fiski. — Nánari skilgreining var ekki látin í té og tókst ekki að afla hennar, en gefinn var kostur á að kaupa nefnda sendingu fyrir háifvirði, segir blaðið. Síðan skýrir blaðið svo frá að matsmaður frá SH hafi verið send- ur til Sauðárkróks og þítt þar upp fjsk en ekkert fundið athugavert. Hafi framkvæmdastjóri frystihúss- n;s, Páll J. Þórðarson þá farið utan og kynnti sér frystigeym'slur Söiumiðstöðvarinnar í New York ásamt matsmanni frá SH, og hafi þeir komizt að raun um að grymsluskilyrðum væri svo áfátt, að þar væn ekki fiskur geym- andi. Einnig segir blaðið, að þeir fé- lagar hafi ætlað að hitta Jón Punnarsson, sölustjóra SH vestra, en hann hafi farið til Englands þegar þeir tveir voru væntanlegir. Þá segir blaðið, að komið hafi í ljós, að fiskur frá Sauðárkróki, framleiðsla frá 1958, ónýtur vegna lólegra geymsluskilyrða, hafi biandast saman við framleiðslu frá Sauðárkróki, frá 1959. Að lokum segir blaðið: — Ef Fiskiðjuver Sauðárkróks h.f. hefði samþykkt verðlækkunina hefði dreifingar- umboðið haft möguleika til stór- gróða á umræddri sendingu. Tíminn sneri sér í gær til Björns Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra SH og spurði hvað hann vildi segja um skrif Alþýðu- b.'aðsins. Framkvæmdastjórinn kvaðst ekki hafa haft tíma til að kynna sér málið, en kvað skrif Alþýðublaðsins byggð á reginmis- skilningi og mundu skaða fisk- rcarkað okkar vestra ef greinin yrði þýdd og birt þar. Þá sagði hann að frystigeymslur Sölumið stöðvarinnar væru í einni af stærstu frystigeymslum New York, þar sem mörg önnur fyrirtæki heíðu geymslur og taldi þar rcundi ekki um neitt ófremdará siand að ræða eins og Alþýðu- blaðið telur. —B. Líkur til að síldin haldist enn vestra I gær var mest síldveiði út af Norðfjarðarhorni. Var síld- in þar á stóru svæði strjál og stygg, en þó fengu nokkur skip sæmileg köst þar Þá fengu fáein skip síld suður af Langanesi, og síðdegis í gær fannst síld um 16 sjómílur SV af Siglufirði. Fengu nokkur skip ágæt köst þar. Löndunar- bið er enn á öllum Austfjarða höfnum, en bræðsla víðast haf in eða að hefjast. I Skipin sem síld fengu út af Siglufirði í gær voru: Vörður SH, 740; Valafeli SH, 700 og Atli, 500, en vitas var af fleiri skipum þar að veið- um. Þessi síld er heldur mis- jöfn og horuð. Þá komu tvö skip með síld austan frá Langanesi: Guðbjörg, ís, 574 og Árni Geir SH, 826. Klukk- an 6 í gær höfðu SR á Siglu firði tekið við 143 þúsund mál um en Rauðka 19.117, og nokk ur skip biðu löndunar. — Rauðka hefur nú brætt úr þróm sínum og SR eiga um sólarhrings bræðslu eftir, nema fleiri skip komi í nótt- i i AUt fullt eystra ! Enn bíða nokkur skip lönd ! unar á Raufarhöfn, en að- | eins eitt skip kom þar i gær. | Fagriklettur. sem fékk um 100 í mál þar rétt fyrir utan. — Castro (Framh. af 16. síðu). olíu sinni frá Venezuela. Þau neituðu að hreinsa hina rússnesku olíu. Þess er nú beðið með nokk urri eftirvæntingu til hvaða ráða Bandaríkjastjórn gríp- ur. Fyrir nokkru samþykkti Bandaríkjaþing lög, sem heimila forsetanum að gera breytingar á sykurkaupa- samningi ríkjanna, en Banda ríkin hafa keypt helminginn af sykurframleiðslu Cubu á verði, sem er yfir heims- ( markaðsverði. Talsmaður; bandaríska utanríkisráðu- neytisins sagði í dag, að á-, standið á Cubu væri að verða alvarlegt. Þar væri nú mið- stöð áróðurs frá Sovétríkjun um meðal lýðvelda Suður- og Mið-Ameríku. 13 fjúse km á kajak S.l. míðvikudag hófu tveir ungir menn æviniýralegt ferðalag frá I'arís til Karachi, 13 þús. km vega lengd. Þeir ætla þessa leið á kaj- ak, sem hægt er að brjóta saman ug vegur þá aðeins 34 kg. Hann er gerður úr gúmmí og lérefti, hefur tvö siglutré og þrjú segl. Ævintýramennirnir eru David Pierre, 28 ára, sonur kanadíska sendiherrans í Belgiu og Victor I-into 26 ára frá New York. Þeir félagar sigla eftir skipaskurðum írá Paris' til Rhone-dalsins og það- ar. út á Miðjarðarhaf, eftir skipa- skurðum frá Genúa til Feneyja, fra Adríahafi þvert yfir Miðjarðar haf til Kairó og þaðan eftir Súez- skurði til Rauðahafs og yfir Pers- r.eska flóann til Karachi. Á Vopnafirði var stanzlaus 'Síldarlöndun í gærdag, og um hádegi höfðu borizt þangað 13.850 mál en mörg skip höfðu boðað komu sína. Þróar pláss er þar fyrir 20 þúsund mál, en bræðsla hefst ekki fyrr en í dag. — Þrír bátar komu til Seyðisfjarðar í gær: Sídon VE, 700; Þorlákur ÍS, 750 og Sindri VE, 700. Þrær verksmiðjunnar fyllt ust í gær, en 4 bátar biðu með um 2000 mál. Landað er jafnóðum og þrær losna, en verksmiðjan afkastar 2500 málum á sólarhring. — Þrær síldarverksmiðjunnar á Nes- kaupstað fylltist þegar í fyrra dag, en 4 bátar komu í dag og bíða löndunar. Þrærnar taka 10 þúsund mál, en verk smiðjan á að afkasta 2500 málum. Vonir stóðu til að bræðsla gæti hafizt í gær- kvöldi. — Þá stóð til að bræðsla hæfist á Eskifirði í dag, en verksmiðjan var reynd í gser.. Von var á fyrstn sí’dinni þangað í nótt. —ó. Síðustu fréttir kl. 22,45. Síld- arleitin á Rauíarhöfn fékk þær vpplýsingar frá Norðurfara frá Vág í Færeyjum, að skipið hefði séð margar síldartorfur norðaust ur frá Kolbeinsey. Um sama leyti var Tjaldur að kasta 50 • jóm. NA frá Hraunhafnartanga og liafði séð þrjár torfur. Bendir þetta til að síldin ætli að hald- ast kyrr vestra. Skipbrotsmenn (Framh at 1 síðu). neyðarskeyti. Allur mannskapur- inn, 16 manna áhöfn og 3 farþeg- ar, þar á meðal kona skipstjórans og ungur sonur, fóru upp á þilfar. Á bátadekkinu voru tveir gúmmí- bátar, þeir voru blásnir upp á svipstundu með því að taka í snúru. Flestir komust í bátana við skipið. Ég fór næstsíðastur og varð að synda dálítinn spöl. Það þurfti aldr'ei að grípa tii neyðarsendis og ljósvélin var virk til hins síðasta. Fólkið var rólegt og enginn sýndi á sér fum né fáí. — Geturðu nokkuð sagt okkur um orsakir slyssins? — Enginn okkar skilur hvernig í þessu liggur, svarar Bjarni. — Sumir hafa talið að farmur- inn eigi sök á því hvernig fór, skipið hafi ekki verið rétt hlaðið. — Það er útilokað, svarar Bjarni og endurtekur: — Enginn okkar skilur þetta. — Þið hafið misst allan ykkur farangur? — Við misstum allt, svarar hann, urðum að fara eins og við stóðum. — Hvað álítur þú að hafi átt helztan þá'tt í því að björgunin tókst svo vel og giftusamíega? — Gúmmíbátarnir, sagði Bjarni, það er mjög hæpið að okkur hefði tckizt að koma út venjulegum björgunarbát, enda var það ekki reynt. Ég fullyrði hiklaust að gummíbá'tarnir hafi bjargað lífi okkar. — En við megum ekki gieyma skozka togaranum, okkur var vel tekið um borð og hjálpin barst fljótt. Jökull Loksins burrkur VÍK f MÝRDAL. — í gær og dag kom loks langþráður þurrkur hér í Mýrdal. Sláttur er nú almennt hafinn og er spletta góð. — Unnið er að brúargerð og vegagerð á Mýr dalssandi og er það von manna, að brúargerðin verði langt komin eftir hálfan mán uð eða svo, en nokkuð vatn hefur komið niður sandinji að undanförnu og háð um- ferð lítilsháttar. Er ekki gott að segja hversu fer um vatns gang á sandinum í framtíð- inni. Óskar. Málar fyrir kóng og drottninguna Grænlenzki málarinn Hans Lvnge mun innan skamms verða fluttur á bát út í smáey óbyggða á Góðvonarfirði. Þar verður hann skilinn eftir með málaratrönur sínar og nokk- urn vistaforða. Tilefni þess- arar útilegu er, að Lynge hef- ur tekið að sér að mála stórt málverk, sem bæjarbúar í Góðvon ætla að gefa dönsku konungshjónunum og Mar- grétu ríkisarfa, þegar þau koma í heimsókn í sumar. Hans Lynge er mjög fjölhæfur maður, talinn jafnvígur málari, myndhöggvari og rithöfundur, m.a. eftirsóttur fyrirlesari í grænlenzka útvarpinu og hefur þýtt mikið á grænlenzku. Málar við sólarupprás Hans Lynge verður raunar ekki mikið fyrir því að bjarga sér í ó- ibyggð svona um hásumarið. Eins og aðrir Grænlendingar er hann góður veiðimaður. Hann á að mála Imálverk, sem skal vera IVz x 1 Imetri að stærð. Það á að vera af j fjöllunum í kringum Godthaab, þekktust þeirra eru Hjartarhornið j og Söðullinn. Þessi fjöll hafa lengi verið helztu siglingamerki sjó- manna við Godthaab og auðvitað eiga þau að koma á kóngsmálverk- ið. Málarinn ætlar að mála lands- lagið eins og það lítur út um sólar- upprás og verður því að vera ár-’ risull. Fulltrúafundur Framsóknar- manna nyrðra Um helgina fer fram full- trúafundur Framsóknarfélag anna í Norðurlandskjördæmi eystra að Laugum í Reykja- dal. Þar verður rætt um skipulagsbreytingar félagianna vegna hinnar nýju kjördæma skipunar. 50—60 fulltrúar sækja fundinn, sem hefst kl. 2 í dag. E.D.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.