Tíminn - 02.07.1960, Page 8
8
TÍMINN, laugardagmn 2. júli 1960.
Barðaströnd til Patreksfjarð
ar en hin uppá Dynjandis-
heiði. Við leggjum á heiðina
og förum upp með ánni, með-
fram Þverdalsvatni og fyrir
Hornatær, en það eru háir
tindar sem sagan segir a-5
Hrafna-Plóki hafi gengið
uppá og séð þaðan fjörð full
an af ísi, fyrir hvað hann
nefndi land okkar því kulda
lega nafni sem það hefur bor-
ið síðan. Þykk og grá fjalla-
þokan á heiðinni byrgði út-
sýn og þama í kófinu hittum
við brúargerðarmenn sem
spjölluðu við okkur stundar-
korn. Af heiðinni er komið
niðurí dalbotninn svo vel gat
að líta Dynjandisfossa, sem
flestir íslendingar munu hafa
séð á mynd eða á bláu frí-
merki, sem gefið var út af
póstmálastjórninni fyrir mörg
um árum og er sennilega kom
ið í gott verð.
Vagninn stoppar við Skálmarnesmúla, Ásmundur
upp á þakið og afhendir farangur.
Tímamót í samgöngu-
málum Vestfiröinga
Síðast liðinn mánudag var
ekið með farþega Vestfjarða-
leiðar h.f. til ísafjarðar og er
það í annað sinn að áætlunar
ferð Vestfjarðaleiðar fer þá
leið um hinn nýja veg yfir
Dynjandisheiði fyrir Arnar-
fjörð um Þingeyri og Flateyri
og allt til ísaf jarðar. Fyrsta á-
ætlunarferðin var fyrir
skömmu farin á þessu sumri.
Með ópnun hins nýja vegar
og áætlunarferðum til ísa-
fjarðar eru mörkuð tímamót
í samgöngumálum hérað-
anna á Vestfjörðum og einnig
má slá því föstu að þar verði
um eftirsótta ferðamannaleið
að ræða, þar sem vegurinn
liggur um eitt stórbrotnasta
fjalllendi sem getur á
íslandi, slóðir sem flestum
eru lítt kunnar.
Préttamenn frá blöðunum
fóru í þessa ferð í boði Vest-
fjarðarleiðar og Bifreiðastöðv
ar íslands. Aðaleigandi Vest-
fjarðarleiðar, Ásmundur Sig-
urðsson frá Efstadal í Laugar
dal, var með í förinni og ók
hann sjálfutr til ísafjaröar
við annan mann. Frarstjóri
var Haraldur Teitsson forstj.
Bifreiðastöðvar íslands.
Áætlunarferðir
Vestfjarðaleið annast sér-
leyfisakstur i Dali, Reykhóla-
sveit, Patreksfjörð og til Þing
eyrar, Plateyrax, ísafjarðar ’
og Melgraseyrar við ísafjarð
adjúp. Pyrirtækið er stofnað
árið 1955 af Júlíusi Sigurðs-
syni, Jóhanni Guðlaugssyni,
Sturlu Þórðarsyni og Kj artani
Guðmundssyni. Árið «1958
hvarf Júlíus úr fyrirtækinu
og kom Ásmundur Sigurðsson
í hans stað.
Pyrri sérleyfishafi Vestfjarð
aleiðar, Guðbrandur Jörunds
son, sem annaðist sérleyfið
allt frá 1930, seldi fyrirtæk-
inu bílakost sinn, en það voru
fimm bifreiðar. í dag er bíla-
kostur Vestfjarðarleiðar mjög
góður, þrjár nýjar eða nýleg
ar bifreiðar, sem taka um eða
yfir 40 manns í sæti hver og
ein bifreið ný væntanleg í
næsta mánuði, og verður hún
eins og bifreið sú, er félagið
fékk á þessu vori, þ. e. 36
manna Scania Vabis, yfir-
byggð samkvæmt nýjustu og
ströngustu kröfum, sem gerð
ar eru til fólksflutningabif-
reiða. Einnig á fyrirtækið 2
minni og eldri bifreiðar og
er önnur þeirra með framdrifi'
og mikið notuð á vetrum þeg
ar snjóar eru.
Um Þverfirði
Ferðafólk mátti kallast
heppið með veður. Birti yfir
þegar komið var í Dali og eft
ir ag hafa setið að snæðingi
í Búðardal var haldið áfram
í glampandi sólskini allt í
Bjarkarund, þar sem kaffi
var drukkið. Síðan liggur leið
in vestur á bóginn um hina
svipmiklu firði, sem kallaðir
eru Þverfirðir í Landnámabók.
Þar er svipmikið útsýni til
Breiðafjarðareyja og þegar
komið er uppá Þingmanna-
Önnur ferð Vestfjarðaleiðar
til ísaf jarðar
heiði milli Vattarfjarðar og | byggðar, en yzt í firðinum
Vatnsfjarðar má segja as út-,vestan megin er Brjánslækur
sýn hið næsta gerist æði stór- hið forna höfuðból Gests Odd
skorin. Þingmannaheiði er leifssonar hins spaka.
mikill farartálmi á þessari Einhver samferðamann-
leið, verður alófær í fyrstu I anna hafði orð á því, að væn
snjóum og opnast ekki fyrr ilegt þætti sér að reka sumar
en seint á vorin. Síðan er kom dvalarhótel í Vatnsfirði.
ið niður í Vatnsfjörð. Hann
er vestastur Þverf jarðanna og | Dynjandisheiði
þeirra fegurstur. Þar er mik Vi3 Penná innarlega og
ið skógarkjarr, vatn í daln-, vestan Vatnsf jarðar skiptast
um og einskis manns land til' leiðir og liggur önnur um
Mjólkárvirkjun
Síðan er ekið fyrir Meðal-
nes í Borgarfjörð og er þá
komið að Mjólkárvirkjun,
orkuveri Vestfirðinga. Vegur-
inn liggur rétt við stöðvarhús
ið en ofan úr hárri hlíðinni
steypast Mjólkárnar. Vatns-
leiðslan að stöðvarhúsinu
liggur ofan af fjallsbrúninni
norðan ánna, en þar uppi er
fyrirstaðan.
Þaðan er ekið út Arnar-
f jörðinn og rétt neðan við tún
fótinn á Rafnseyri, fæðingar
stað Jón Sigurðssonar. Klukk
an er nú farin að nálgast 12
en lagt var af stað í þessa
ferð um kl. 8 um morguninn.
Ekki ber þó á þreytu hjá far
þegunum, gleði er haldið hátt
á loft í aftursætunum en þrj'ú
ung böm á ferð með móður
sinni frá Reykjavík til Flat-
eyrar sofa vært. Þessir litlu
ferðafélagar stóðu sig með
prýði' á þessari löngu leið og
heyrðist aldrei frá þeim óá-
nægjuhljóð.
Til Flateyrar
Leiðin úr Rafnseyrardal til
Dýrafjarðar liggur yfir einn
fjallveginn enn, Rafnseyrar-
heiði, sem er 552 metrar yfir
sjávarmáli og er þá komið
niðurí Brekkudal fyrir ofan
Þingeyri. Þar hefur bifreiðin
viðkomu. Síðan er ekið fyrir
Dýrafjörð og um Gemlufalls
heiði og komið í Bjarnardal
og fer þá að styttast leið til
Flateyrar. Pramh. - b.
Vorþing Umdæmisstúkunnar
Vorþing Umdæmisstúkunn-
ar nr. 1, var haldið í Bind-
indishöllinni í Reykjavík dag
ana 28. og 29. maí s.l. — Kjör
bréf höfðu borizt frá 3 þing
stúkum, 16 undirstúkum, 5
barnastúkum og 1 ungmenna
stúku, með samtals 98 full-
trúa. Af þeim mættu 68 á
þinginu. — Á þinginu voru
lagðar fram skýrslur embætt
ismanna, voru þær mikið
1 ræddar, og jafnframt ýms á-
hugamál Reglunnar og fram
tíðarstarfsemin í umdæminu.
Þá voru lagðir fram reikn-
ingar Barnaheimilis Templ-
ara, en barnaheimili Templ-
ara rekur heimili fyrir van-
þroska börn að Skálatúni i
Mosfellssveit. Þar er og rek-
inn nokkur búskapur af
sama aðilja.
Ákveðið var að halda mót
bindindismanna í Húsafells-
skógi um verzlunarmanna-
helgina, og er vonast til að.
sem flestir Templarar og bind
indissinnað fólk mæti þar.
Þá var 70 ára afmælis
Umdæmisstúkunnar minnst
hinn 31. mal með samsæti í
Góðtemplarahúsinu í Reykja
vík, var það mjög fjölmennt.
Pramkvæmdanefnd Um-
dæmisstúkunnar nr. 1 fyrir
! næsta ár skipa þessir menn:
I Umdæmistemplar: Hreiðar i
Jónsson. Umdæmiskanzlari:
Kjartan Ólafsson. Umdæmis-
varatemplar: Margrét Sig-
mundsdóttir. Umdæmisritari:
Sigurður Guðmundsson. Um-
dæmisgjaldkeri: Páll Kol-
beins. Umdæmisgæzlumaður
unglingastarfs: Hilmar Jóns-
son, Keflavík. Umdæmis-
gæzlumaður löggiafarstarfs:
Karl Karlsson. Umdæmis-
fræðslustjóri: Jón Hjörtur
Jónsson, Hafnarfirði. Um-
dæmiskapelán: Kristjana
Benediktsdóttir. Umdæmis-
fregnritari: Guðmundur Þór
arinsson, Hafnarfirði. Fyrrum
Umdæmistemplar: Þórður
Steinþórsson.