Tíminn - 13.07.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.07.1960, Blaðsíða 9
T-jfeM.IN-N, mlgvikudaghm 13. júií lQeO,. 9 Y//X/.ÝX4 Héraðsstjórnin í Lodz hefur samkeppni og námskeið fyrir listafóik úr al- þýðustétt, og sýningar eru haldnar á listmunum og minjagripum þess. Hér eru sýndar listavel unnar brúður í þjóðbúningum. sýnir ihaim persónur í hinum frá- leitustu stellingum, stundum áhrifamidar landslagsmyndir, og n-otar einkum vatnsliti eða gouache liti á pappa. Nikifor fæddiSt mál- haltur, og því hefur hann frá barn æskn lifað í sínum eigin, innra heimi, einangraður frá umhverfi sínu, og langanir hans, þrár og draumar birtast aðeins í málverk- unum. Þessi prímitívisti hefur öðl ast mjög frumlegt listaskyn, sem birtist í þroskuðu formi, og aðeins uppruni haas veldur því að hann er hér talinn í hópi alþýðulista- manna. Málverkin ein gefa ekki rétta mynd af því hvernig litir eru not- aðir í pólskri alþýðulist. Þar ber einnig að nefna marglitar klipp- myndir og skreytt hús. Það er t. d. frægt 'dæmi um forna listhefð, þegar bændurnir í þorpinu Zalipie, í héraðinu Dabrowa Tarnowska, skreyta árlega veggi húsa sinna með lituðum myndum. Þar prýða fagrir sveigar af stílfærðum villi- hlómum eða kornbundinum hús- veggi, loft, ofna og jafnvel hunda- kofa. Þá ber að nefna fagurlega skreyttar kistur og annan húsbún- að, sem gerir híbýli mianna litrík. Alþýðulistin glatar ekki gildi sínu; hún er í meiri metum nú en nokkru sinni fyrr; hún er mikil- vægur þáttur í menningararfleifð pólsku þjóðarinnar og greinir hana frá öðrum þjóðum. Alþýðu- listina er víða að finna, einkan- lega til sveita, en heilsteyptust birtist hún í tréskurði og málverk um. Eins og verzlunarstaðir fyrri alda, voru sér í lagi reistir með tilliti til bústaða og hafn- arskilyrða, hefur seinni tími, öld bifreiða og flugvéla, skap- að nýja þróun, verzlunarbæir hafa risið og einnig greiðasölu staðir, þar sem ferðamaðurinn úr ryki þjóðvegarins, getur hvílzt um stund yfir bolla af kaffi. Einn þeirra staða. sem risið hefur upp um þjóðbraut þvera, í orðsins fyllstu merkingu, er héruðum, eða afdrep fyrir ferðamenn. Flestir, sem ferðazt hafa um Ísland í bifreiðum, vita að víða eru hreiður meðfram veg- um, þar sem ferðamönnum er ætlað að stanza og eyða pen- ingum við misjafnan orðstýr, svo ekki sé meira sagt. En þó eru nokkrir staðir, sem enginn ferðamaður vildi vera án. Stað- ir, sem áunnið hafa sér óum- deilanlegan lífsrétt, og Vega- mót eru einn þeirra. Lítill Þarfur gisti- og verzlunar- staður um þjóðbraut þvera hagnaður mun vera af greiða- sölunni að Vegamótum, ef allt árð eir reiknað, en ágóðinn af viðskiptum sumarsins, þegar margir koma að Vegamótum, er notaður til þess að halda uppi þjónustu fyrir ferðamenn að vetrarlagi, en þá ferðast svo fáir, að tap er á rekstrinum. Blaðamaður Tímans, sem átti þarna leið um, notaði tæki- færið til þess að spjalla svolítið við útibússtjórann áð Vega- mótum, Einar Guðbjartsson, *til að fræðast um staðinn. Einar, sem er Vestfirðingur að ætt, hefur vertt staðnum forstöðu síðan árið 1957, og sagðist hon- um frá á þessa leið: — Hér á Vegamótum er rek- in margháttuð starfsemi. Hér er kaupfélagsbúð fyrir fólkið í nágrenninu. Að vísu höfum við ekki nægar geymslur, frystingu (Framhald a 13 -íðui Vegamót, sem er greiðasölu- staður Kaupfélags Stykkisólms, sem einnig hefur þar útibú frá verzlun sinni. Vegamót. — Eins og nafnið bendir til, eru þarna vegamót. Vegurinn út sunnanvert Snæ- fellsnes, skiptist þar, og ligg- ur annar vegurinn vestur til Ólafsvíkur og umhverfis Snæ- fellsjökur, en hinn vegurinn yfir fjallgarðinn, til Stykkis- hólms og fleiri staða. Þó eitthvað hafi verið fengizt við greiðasölu þarna fyrst eftir að vegurinn var lagður, má heita svo, að Kristján Breið- dal, útibússtjóri, hafi reist stað inn með fádæma dugnaði, og komið honum á legg, því eftir að hann tók þar við forráðum árið 1949, fór staðurinn, að fá á sig þann blæ, sem haldizt hefur til þessa dags, og engum kemur víst til hugar lengur, að Vegamót verði lögð niður, sem sveitaverzlun í gróðursælum Vegamót, elns og þau líta út í dag. Hér hefur mikiS breytzt síðan Jón Sigurgeirsson hóf þarna greiðasölu og verzlun árið 1934 og byrj- aði þá í tjaldi. Flest húsin á myndinni eru reist i tið Kristjáns heitins Breiðdals, sem manna mestan þátt átti í vextl Vegamóta. eins viSsjárverö og háska- leg, vegna þess, að þau ræni tíma frá öSrum merkilegri og gagnlegri viðfangsefnum, heldur eru þau oft bemlínis vermireitir vondra siða; þau eru ekki aðeins tilgangslaus sóun á tíma, heldur of oft ill meðferð á tíma og á vínið ekki sízt sök á því. Það er oft í samkvæmum notað sem eyðufyllir, sem eins konar flotholt til að forða sér frá drukknun í úthafi þess andleysis og tómleika, sem of oft er hið innsta eðli slikra samkvæma. Það er um hönd haft til þess að fram leiða gerfigleði, af því að ekki eru til nægilegar birgð ir af hinni eðlilegu, sönnu gleði. — Og því er miður, að stundm er hér um skálka skjól að ræða. Ef ein- hvern ábyrgðarlausan mann og siðferðilega sljóan lang- ar til þess að gefa sér lausan tauminn, er ágætt ráð að flýja á náðir Bakkusar, sækja til hans áræði og þor til þess að brjóta hinar siðferðilegu hömlur, og skella svo skuld inni á hann, þegar óráðs- vfman er rokin burt, og ó- þægilegar samvizkuspurn- ingar taka að vakna. „Hann var fullur! Hann vissi ekki hvað hann sagði eða gerði !“ Þess konar afsakanir heyr- ast oft, en í raun og veru er þá um tvöfalda sök að ræða, fyrst þá, að drekka frá sér vitið, og síðan hina, að haga sér eins og flón sem reyndar var eðlileg afleið- ing af hinu fyrra. Loks nefni ég eina höfuð- orsökina, sem ef til vill er frumorsökin, móðurorsökin, sem svo mætti kalla. Það er andlaus og lágfleyg efnis- hyggja. Ef vér erum aðeins dægurflugur, aðeins líkamir en ekki ódauðlegar sálir, hví skyldum vér þá vera að gera oss lífið of örð ugt? Hví skyldum vér þá ekki leita sem mestrar stundargleði, og drekkja jafnvel sorgum vorum og á- hyggjum í sem flestum glös- um af víni? Tilveran er hvort sem er á einu alls herjar fylliríi! — Ég veit, að sumir segja, að menn eigi að leggja stund á dyggðir. dyggðanna vegna, þar á meðal hóf og jafnvel bind- indissemi, en ekki vegna ein hverra launa, hvorki hér né hinum megin grafar. En hér er ekki djúpt hugsað. Þvi að þó að einhver maður sé kom inn á svo hátt andlegt þroskastig, að hann hirði ekki um önnur laun en þau. sem fólgin eru í sjálfri á- stundun hins góða, í gleði góðrar samvizku, skulum vér segja, losnar hann þó ekki með öllu við það ámæli, að hann sé ofurlítið eigingjarn. því að hann finnur vellíðan . og hamingju, finnur laun sín, í ástundun hins góða. Ef hann legöi ekki stund á það, sem hann telur rétt og gott, mundi honum líða illa. Hann er að flýja þá vanlið- an með því að leggja stund á það, sem gott er. Vér skul um ekki gera oss að kján- um! Vér skulum viður- kenna afdráttarlaust, að vér losnum aldrei við alla eigin girni. Ef innsta eðli tilver- unnar er hamingja — og því trúum vér sumir — hvers vegna skyldum vér þá ekki leita hamingjunnar? — Hitt er annað mál, að leiðirnar til hamingjunnar geta verið margar og mismunandi, og að skipta má eigingirninni í tvo flokka, æðri og lægri eigingirni Lægri tegund eigi'ngiminnar er heimsk og þröng, lifir fyrir augnablik- ið, er nærsýn og persónu- bundin. Hin æðri eigingirni er upplýst, víðsýn, leitar langmiða fremur en stutt- miða, ópersónuleg og and- leg. Það hljómar einkenni- lega, en samt er það satt, aö hin æðri eigingirni er fólgin í því að gefa. Hin lægri er aftur á móti í því fólgin — að taka, hrifsa til sín. Ég fæ ekki séð, að til nokkurs sé að segja við mennina; Losið yður við alla eigingirni, enda eru það í raun og veru inni- haldslaus orð. Hitt væri rétt ara að segja: Verið eigin- gjarnir á réttan hátt! En alveg eins og það er til ills eins að láta mönnum I té ávísun á inneign, sem engin er til, eins er það í raun réttri háskalegt í andlegum og siðferðilegum efnum aö gera kröfur, sem lífið sjálft viðurkennir ekki, auk þess sem það er uppreisn gegn réttri hugsun. Ef vér eigum að halda fast við þá kröfu að útrýma skuli allri eigin- grini, yrðum vér, ef vér vild um alveg vera sjálfum oss samkvæmir, að fara fram á það, að Alföður mætti þókn ast að láta oss kveljast um alla eilífð, eða þá að þurrka oss alveg út úr tilverunni, og er þó vafasamt, hvort hið síðarnefnda mundi bera vott um nógu mikla óeigin- girni, að dómi sumra þeirra sem hlakka yfir falsrökum þeim gegn þroskaviðleitni mannanna, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Ég hef fjölyrt dálítið um falsrök þessi vegna þess að þau ná einnig til þess við- fangsefnis, sem hér er tekið til meðferðar. Ef menn hlusta í heilagri einfeldni of mikið á yfirborðshjal um það, að ástundun siðfágaðs og ræktaðs lífs, þar á meðal hófs og bindfndissemi. sé ekki annað en eigingirni, geta þeir farið að verða hik andi, og að síðustu láta þeir sig ef til vill með fögnuði falla í tálgryfjur Bakkusar. En nú er bezt að athuga ofurlítið það, sem nefnt er ,,hófdrykkja“ og ,ofdrykkja‘. Jafnvel hófdrykkjumennirn ir kenna að ofdrykkjan eigi engan rétt. á sér — hún sé böl, sem berjast eigi gegn með öllum hugsanlegum ráð um, það er að segja, nema með hinu eina ráði, sem dug ar til fulls; þaö er að segja algjört bindindi eða útrým- ingu vínsins af frjálsum markaði. Það, sem postular hófdrykkjunnar eru sérstak lega sekir um, er því það, að þeir eru ekki raunsœismenn, venjulega hvorki hvað sjálfa þá snertir eða aðra. Ég á við það, að oft er mjög fjarri því að „hófdrykkja“ þeirra sjálfra verðskuldi það nafn, og ekki síður hitt, að það er hin mesta firra, að.hægt sé að kenna mönnum yfirleitt að drekka í hófi. En aðalat- riðið í þessu sambandi er þó það, að vínið er ekki nauð- synlegur hlutur. Það auðgar ekki lífið að neinum þeim verðmætum, sem ekki er hægt að fá annars staðar eða með öðrum hætti, og án þess að til nokkurra mannskemmda leiði. Það, sem er sérstaklega hættu- legt og viðsjárvert við hina svokölluðu hófdrykkju, er það, að afleiðingar hennar eru stundum lítt sjáanlegar öðrum en mjög skyggnum augum. Eitrið sem seitlar inn í sál og líkama, fer sér hægt, læðist, svo að jafnvel sá, er vínsins neytir, heyrir ekki fótatakið, og heldur að engin hætta sé á ferðum. — Mér dettur þó ekki í hug að halda því fram, að það hafi nein veruleg áhrif á likama eða sál, þótt menn fái sér eitt eða tvö staup af vini einstaka sinnum, en aðalat- riðið í þessu sambandl er það, að hér er um að ræða (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.