Tíminn - 13.07.1960, Síða 11

Tíminn - 13.07.1960, Síða 11
T Í MIN N, mi8vikudagSnn 13. jýjí 1980. 11 VW-verksmiðjurnar gera tilraunir með nýjan og stærri bíl ERU ÞETTA NÝIR FÓLKSVAGNAR? Þessa dagana þjóta tveir bílar með 140 km hraða á klukkustund eftir reynslu- brautum Fólksvagnaverk- smiðjunnar í Wolfsburg. Enginn óviðkomandi fær að vera nálægur og enginn sem hefur með þessa bíla að gera má segja eitt auka- tekið orð um hann. En samt sem áður hefur ein- hver af hinum 50 vélfræð- ingum, sem að tilraunum standa „lekið" og menn eru almennt farnir að tala um nýjan Fólksvagn, eða „stóra bróður" Myndirnar hér á síðunni eru líklegast þær fyrstu, sem teknar hafa verið af honum og komið fyrir augu almennings. Það var ljós- myndari frá þýzka blaðinu Der Stern sem tók þær frá háhýsi nálægt reynslubraut inni og notaði sterkar að- dráttarlinsur við myndatök una. Eínnig má heyra á dag inn vélarhljóð út frá braut- inni sem líkist hinu vel þekkta hljóði Fólksvagns- ins. GÓÐ SALA ENN Forstjóri útflutnings- deildar verksmiðjanna sagði nýlega: — Fólksvagn- inn selst enn mjög vel og hann verður framleiddur enn um sinn Ef til vill verður það árið 1961, sem stór og dýrari Fólksvagn kemur á markaðinn. Síðan hefur ,.pressan“ verið að skrifa um orðróm- inn um nýjan Fólksvagn. ítalskir blaðamenn hafa skrifað mikið um miklar endurbætur á sportmódel- inu „Ghia“ sem framleidd- ur er af Fólksvagnaverk- smiðjunni. Nokkrir Ghia bílar eru til hér á landi. Ghia-bíllinn var teiknaður af ítölskum arkitektum. Fimm til sex sinnum hafa stórir innsiglaðir kassar verið sendir til teiknaranna í Torino á Ítalíu Einum blaðamanni tókst að sjá innihald eins kassans sem reyndist vera teikningar af nýjum sportbíl með svipuð- um línum og Ghia. MEIRA PLÁSS Stórt ítalskt myndablað hefur eftirfarandi eftir heimildarmanni sínum sem eflaust hefur greiðan að- gang að Fólksvagnaverk- smiðjunum. „Stóri bróðir" verður með vélina að affan eins og Fólksvagninn sem við þekkjum öll, en benzín- geymir og varahjó! verður framaní honum og meira rúm verður fyrir farangur en verið hefur. Hann verð- ur með fjórum hurðum, fram- og afturrúður verða afturbeygðar, og verða þær settar í sérstaka gerð af vatnsþéttri umgerð Einnig sagði þetta sama blað frá því að til stæð> að fram- leiða minni gerð af núver- andi Fóiksvagni með sama útliti, en aðeins með 700 ccm vél. En þessum upplýs ingum blaðsins mótmæltu verksmiðjurnar strax, en minntust samt ekkert á „stóra bróður". Og það styður þann grun að bílarn- ir tveir sem aka með 140 km hraða eftir reynslu brautum í Wolfsburg séu í raun og veru „Stóru bræð- ur" Fólksvagnsins. VERÐ 150.000 ÞÚSUND? En samt sem áður verð- ur Fólksvagninn framleidd- ur enn um sinn í sinni nú- verandi mynd Umboðs- menn um allan heim hafa fengið boð um það að þeir geti rólegir haldið áfram að selja hann í nokkur ár í viðbót. Svona góðan sölu- varning er ekki hægt að taka af boðstólnum, hvað sem öðru líður Sá stóri verður eins og auga gefur leið mun dýrari og eflaust er óhætt að segja að hann muni kosta hingað kominn um eða yfir 150.000 krónur. En hversu míkið maður fær fyrir peningana verð- ur tíminn að leiða í Ijós. Kannski kemur það í Ijós á bílasýningunni sem verð- ur í Frankfurt eftir hálft ár. Þessar myndír eru af reynslumódelunum, þar sem þau þjct<i efrir brautunum í Wolfsburg. Að vísu eru myndlrnar ekki fyrsta flokks, en þær náðust samt sem áður, og er það ef til vill mest um vert. Kvikmyndahátí'ðin (Framhald at 7 síðu) Söguþráðurinn er svipaður, tveir karlmenn og ein kona, — klassiskur þríhyrningur. Andlega kreppan er alveg hin sama og í ofangreindri franskri kvikmynd. Vegna spilandi léttleika síns er kvik myndih þó ekki léleg. Hún er góð skemmtun, en ekkert meira. Það sem af er Berlínarhá tíðinni hefur valdið mér mikl um vonbrigðum. í fyrsta lagi eru kvikmyndir rótgróinna kvikmyndalanda-allt of slapp ar. í öðru lagi er allt of mikið af kvikmyndum frá löndum, sem eru algerir nýliðar í kvik myndagerð. Hér eru kvik- myndir frá Kóreu og Kúbu, Filipseyjum og Viet-nam, Tailandi og Tyrklandi, Pakist an og Súdan. Eru kvikmyndir þessar oftast rétt í meðallagi. Forsvarsmenn kvikmyndahá- tíðarinnar hafa rembst allt of mikið við að fá sem flest lönd með. Jafnvel þótt þeir fái 30 langar kvikmyndir, auk óteljandi stuttra, verður lítið gagn í því, ef allt er lélegt eða rétt í meðallagi. Svona fjór- um sinnum færri kvikmyndir — fjórum sinnum betri hátið og sennilega að þeir komist yfir að sýna allar á aðeins 10 dögum. Jörðín Klambrar í Vesturhópi, Húnavatnssýslu er til sölu og laus til ábúðar, nú þegar. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Vesturhópsvatni. Tilboð sendist Sigurbirni Guð- mundssyni, Harrastöðum, Vesturhópi eða Guð- mundi Jónssyni, Stórholti 25, Rvík, sími 14013. Skriff&tofusfarf Samband íslenzkra samvinnufélaga óskar að ráða skrifstofustúiku með prof frá Samvinnuskóla, Verzlunarskóla, eða hliöstæðum skóla Upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS, Sam- bandshúsinu við Söivhólsgötu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.