Tíminn - 16.07.1960, Síða 1
1B6. fW. — 44. árgswigur.
Laugardagor 16. Jðll 1960.
Síld frá Vopnafirði
til Kolbeinseyjar
í gær var veður orðið gott
á síldarmiðunum, og varð síld
ar vart á mjög stóru svæði,
allt frá Vopnafirði norður til
Kolbeinseyjar. Veiði var þó
heldur lítil í gærdag, en búizt
við að hún glæddist með nótt
inni.
í fyrrinótt var allmargt
skipa við Kolbeinsey, og
fengu mörg ágæt köst, þ.á.m.
Heiðrún, ís, 1000 tunnur. —
Þessi síld var mjög misjöfn.
Eitt skip fékk gott kast út
af Hraunhafnartanga á Sléttu
í gær, en missti mikinn hluta
þess aftur úr nótinni. Þama
mun hafa verið væn söltunar
síld. Þá var enn veiði' út af
Bjamarey, og fengu nokkur
skip slatta þar í gær, en síld
in er léleg. Verksmiðjan á
Vopnafirði hefur nú tekig við
29 þús. málum.
Á Siglufirði hefur ekki ver
■ ið mikið um að vera undan
i farið, en von var á síld þang
1 að í gær. Þar hefur ekki verið
saltað síðustu daga. Síldar-
verksmiðjur ríMsins þar
höfðu í gær tekið við 174.280
þús. málum, en 15. júlí 1959
höfðu þær aðeins fengið
70.872 mál.
Það er full ásfæða til
þess að birta mynd af þess-
ari flugfreyju. Það er ekki
eingöngu það, að hún er
falleg og í sérkennilegum
stellingum, heldur er hún
eini íslenzkumælandi starfs
maðurinn hjá SAS, og þeg-
ar íslenzkar flugvélar koma
til Kasfrup, þar sem hún
vinnur, er hún fyrsta mann
eskja út að vélinni til þess
að bjóða íslendingana vél-
komna á Danagrund. Hún
er íslenzk í aðra ættina, og
hefur nokkrum sinnum
komið hingað heim, en því
miður vitum við ekki hvað
hún heitir. Kannski er ein-
hvér lesenda svo vel að sér,
að hann geti frætt okkur á
því.
Skrítin frétt
Morgunblaðsins
Meðal annarra „skjala“, sem brennt
var, voru þvæld Morgnnblöð
í fyrradag birti Morgun-
blaðið fregn af íkviknun í
miðstöðvarherbergi Sambands
hússins. Hafði kviknað þar í
bréfarusli framan við mið-
stöðvarketil. Eldurinn var
fljótt slökktur og skemmdir
nær engar.
Svo kynlega bregffur við, að
Mbl. birtir fregn þessa undir
fyrirsögninni: „Bréfum
brennt hjá SÍS í fyrrinótt“,
og í fréttagreininni er sagt,
að eldurinn hafi kviknað er
verið var að „brenna bréfum
og skjölum". Er ótvírætt
reynt að gefa í skyn, að þarna
hafi menn veriff aff brenna
einhver bréf og skjöl, sem
einhver leynd hvíldi yfir, effa
að um óhreinan verknað hafi
verið að ræða. Þess má geta,
að einhver hluti þeirra „bréfa
og skjala", sem Mbl. talar um,
hefur vafalaust verið Morgun
blaðið og önnur dagblöð er
menn lesa aff degi og fleygja
aff kvöldi.
Er þetta einhver óþokkaleg
asta og furðulegasta meffferð
á frétt, sem sézt hefur í ísl.
blaði hin síðari ár.
Af tilefni þessa undarlega
fréttaflutnings barst blaðinu
í gær eftirfarandi athuga-
semd frá SÍS:
Stutt frétt á baksiðu Moxgun-
blaðsins s. 1. fimmtudag um smá
bruna í kyndiherbergi Sambands-
hússins ber fyrirsögnina: „Bréf
um brennt hjá SÍS í fyrrinótt'
f fréttinni er sagt, að bruninn
hafi orðið meðan verið var að
brenna „skjölum". — Til að
fiira misskilningi, má geta þess,
að slík brennsla „skjala“ fer
þama fram hverja nótt og hefur
svo veríð undanfarin ár. „Skjöl
in“, sem svo eru nefnd, eru það
affall, sem kemur við ræstingu
hússins og tæmingu pappírskarfa
að kvöldi hvers vinnudags.
Verkfalli
aflýst
Verkfall hófst hjá þernum
á skipum Eimskipafélags ís-
lands á miðnætti í fyrrakvöld,
en í gærmorgun var verkfall-
inu aflýst eftir næturlanga
fundi sáttasemjara með deilu-
aðilum.
Féllust þernumar á aff af-
lýsa verkfalli'nu eftir aff
stjóm EimsMpafélags ís-
lands hafði lagt fram svo-
hljóðandi yfirlýsingu:
„Eimskivafélag íslands
lýsir því hér með yfir, að
er nœsti kjarasamningur
verður gerður við Kvenna-
deild Félags framreiðslu-
manna, skuli ákvœði þeirra-
samninga um grundvöll fyr
ir þjónustugjaldi þeirra á
skipum félagsins gilda frá
15. júlí 1960“.
Samkvæmt þessu hefur ver
ið tekið þaff ráff að sam-
þykkja óákveðna kauphækk
un hjá þessari' stétt þegar í
stað, þótt ekki komi hún til
greiðslu fyrr en nýir kjara-
samningar hafa verið gerðir
í haust. Er þar með farið inn
á þá braut að samþykkja
kauphækkanir þegar til
greiðslu síðar, svo að þær
komi ekki fram á pappírn-
um þegar í stað. Yrffi það ný
og óvenjuleg afgreiðsla ef far
ið yrffi að afgreiða kjaramál
fleiri stétta meff þessum
hætti og samþykkja, ao síðari
kjarasamningar gildi langt
fram í tímann. Slíkt kallast
hengingarvíxlar og annað
ekki og hafa aldrei þótt til
fyrirmyndar. ,
bls. 3