Tíminn - 16.07.1960, Side 7

Tíminn - 16.07.1960, Side 7
7 „Af öHu, s«m prentað er, eiga menn mest að forðast auðvalds- blöð, því þau eru málsvari kúg- unarvaldsíns í heiminum, vítis- stefnunnar eða helstefnunnar. Hlutverk þeirra er að teyma al- þýðuna á nefinu með alls konar tryllandi kjaftavaðli og lævísleg- um blekkingum, á samj hátt og ræningi segir þér smellnar sögur, meðan hann er að lokka þig út í hliðargötuna, þar sem hann drepur þig“. Halldór Kiljan. Laxness (Alþýðubókin). Þriðjudaginin 5. júlí, fyrix viku, beitti ríkisstjórn íhaldsaflanna verkalýðshreyfinguna lagaofbeldi nxeð þeim hætti að svipta eitt af stéttarfélögunum innan Alþýðu- sambamds íslands verkfallsréttin- um. — Þetta ódæði var framið með setningu bráðabirgðalaga, sem ekki virðast styðjast við meiri hluta Aiþingis. Og síðan þetta gerðist hafa auð- valdsblöðin, Morgunblaðið Oig Vís- ir og „liðsauki“ þeirra, sem kennir sig við aiþýðuna, átt ósköp ann- ríkt við að telja hrekklausu fólki trú um, að þetta ihafi ríkisstjórnin orðið að gera vegna veMerðar þjóð arinnar, en ekki til þess að vemda pyngju íslenzkra atvinnurekenda. — En til þess og einskis annars var ofbeldisverkið framið. Það þótti sem sé nokkurn veginn víst, að atvihnurekendur almennt mundu ekki komast hjá auknum v innulaunagre iðslum til verka- fólks, ef flugmenn fengju ein- hverja lagfæringu á kjörum sín- um. Og þessa kauphækkun mátti íslenzkt verikafólk ómögulega fá, að áliti Vmnuveitendasamabnds- ins. Ful'lt útlit var fyrir, að flúgfé- lögin ætluðu sér að semja um D.okkrar kjarabætur 1-1 ’gmönnum tii handa. — Og hvað gerðist þá? — Þá gerðist það sama, sem gerist, þegar brezkur land'helgisbrjótur er staðim að iðju sinni í íslenzkri landhelgi. Þá er kallað á brezkt herskip, til þess að tryggja ofbeld- inu framgang. Af löglega umsömdu kaupi laun þega hafa verið tekin 27 vísitölu- stig. Aftur var ráðizt á samnings- rétt verkalýðsfélagaima með af- námi dýrtíðarupphótar á kaup, jafnframt því sem trylltri ófreskju dýrtíðarinnar var sigað á þjóðina. Og svo, þegar flugfélögin höfðu lagt fram tiiboð um sn.ávægilegar bætur vegna þessara þungu búsifja — þá er kallað á ríkisvaldið í sama tilgangi og brezki landhelgis- þjófurmn æpir á bryndrekann sér til varnar, svo að réttlætið skuli þó ekki ná fram að ganga. Þegar svona er í pottinn búið, er ekki að furða, þó að blekkinga- meistarar stjórnarblaðanna reyni að hafa sig alla við til að blekkja lesendur sína og dylja þeim sann- leikann varðandi málstað atvinnu- flugmanna og tilganginn með verk fallsbanninu. En þó að blekkingar séu aðal- mennt ailra skriffinn?. auðvalds- blaða. þá mun þeim sarnt reynast ofvaxið að blekkja ístenzku þjóð- ina í iæim hagsmunaátökum, se:m nú eru að hefjast hér á landi milli vinnuaflsins og fjármagnsins. Ríkisvaldið hefur verið svo hóf- laust í þeim ásetning: sínum að auka hlutskipti fjármagnsins á kostnað vlnnuaflsins, að sú stað reynd verður ekki falin með nein- um blekkingákúnstum. — Það ætlast engiiui sanngjarn eða hugs- andi mat' r til þess, að launþeginn skuli búa viiT óbreytt kaup, þegar svo að segja allar nauðsynjar, hverju nafni sem aefnast, hafa hækkað i verði um 40—60, já, jafn vel um 90—100% vegna aðgerða ríkisstjómarinnar. — Móti slíkum tillitstausum fanlabrögðum ríkis- stjórnar í vesælli þjónkun við fá- menna auðsöfnunarklíku, rís yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar. — RétUætískennd þjóðarinnar styður launþegana til fulis sigurs, þegar ranglætinu og arðráninu er dillað og 'hossað, svo taumlaust, sem nú hefur verið gert. Ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðu- flokksins mun sanna það fyrr en varir, að hún fær ekki umflúið réttlátan dóm þjóðarinnar vegna framkomu sinnar við launastéttirn ar og bændastéttina, samvinnu- hreyfinguna og verkalýðshreyfing 'Una. — Hún hefur nú þegar yfir- fyllt svo bikar synda sinna, að út af flóir. Og sízt af öilu bætir hún hlut sinn með setningu bráðabirgðalaga til að svipta verka’lýðshreyfinguna lög'helguðum rétti sínum. Með slík um aðgerðum kemur hún ekki í veg fyrir vin'nustöðvanir til lengd- ar. Setji hún fleiri slík bráðabirgða lög, verður hún að athlægi. Og uppskera stjórnarinnar af slíkri ofbeldislöggjöf verður aðeins ein: þ. e. forsmán og fyrirlitning allra sæmilegra manna. — Slík upp- er þannig höfðu skapazt. Leiddum við getum að því, hvað valdið gæti þessu framferði flugfélaganr -. í stað þess að gera tilraun til að brúa það tiltölulega mjóa bil, sem óbrúað var milli aðila. En í þeim svifum, sem þetta var rætt, barst sú frétt inn á fundinn, að ríkisstjórnin hefði sett bráða- birgðalög, sem bönnuðu boðað verkfall flugmanna, er hefjast skyldi þá eftir nokkrar klukku- stundir. Við þessa frétt varð öllum Ijóst, hvers vegna slitnað hafði upp úr samningunum. Atvinnurek- endur höfðu fengið vitneskju um bráðabirgðalögin og eftir það töldu flugfélögin öll tilboð í til- slökunarátt óþörf af sinni hendi. Flugmenn hafa krafizt þess af Morgunbiaðinu, að það leiðrétti framangreinda skröksögu sína. En í stað þess að taka heldur það, sem sannara reynist, siglir þetta höfuðmálga'g'n íhaldsins undir af vinmi'brögðum auðvaldsblaða. Víkjum þá örfáum orðum að „liðsauka“ Morgunblaðsins: A1 þ/ðublaðinu. Þann 7. júlí lá blaðtetrið á hleri að vanda og hafði það upp úr krafsinu að geta frætt lesendur sína á, að hæsta árskaup atvinnu- flugmanna hefði orðið 287.000 kr. ef gengið hefði verið að öllum kröfum þeirra. En þegar þetta verkalýðsmál- gagn 'hafði þessar fréttir að færa, var búið að neita ölluin kröfum flugmanna fyrir tveimur dögum. — Þær voru því harla léttar í vasa til að lifa af. Hverjum skyldi svona frétta- flutningur vera til skammar nema verkalýðsmálgagninu, Alþýðublað- inu? Næst kom Alþýðublaðið við sögu á þann ihátt, að það fullyrti: Hanni- bal ætlaði að banna verkfall. — Síðan var Ieiðari blaðsins helgað- ur þessari fullyrðingu, og seinustu Hannibal Valdimarsson, forseti. AlÞýðusambands íslands: Skamma stund verður hönd höggi fegin skera er henni heldur ekki of góð — aðeins makleg. Svo 'heillum horfin er ofbeldis stefna stjórnarinnar gegn launþeg unum, að jafnvel leigðir þrælar hennar við Morgunbla'ðið og Al- þýðublaðið ná sér nú ekkert á strik, hvorki með lygasögur eða blekkingar, móts við það, sem þeim hefur .stundum áður tekizt. — Vísispiltum sleppi ég. — Þeim er alls vamað, eins og jafnan áður. Smá skröksaga eins og sú, að ég hafi „ráðizt óboðinn“ inn á fund flugmanna og hafið yfirheyrslur yfir fundaimönnum daginn, sem tipp úr samningum slitnaði milli ‘flugfélaganna og flugmanna, er langt frá því svo snjöll, að hún megni að Ieiða athygli blaðlesenda frá blygðunarlausu ofbeldisverki ríkisvaldsins: verkfallsbanninu. Þess vegna er hún gagnslaus sem blekkingarbragð, þó að Morgun- blaðið hafi marg endurtekið hana, svo sem væri hún höfuðatriði í deilu fl'Ugmanna. Má þar um segja, að flest er 'hey í harðindum. Sannlei'kurinn er hins vegar sá, að fram'kvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, Óskar Hallgrímsson og ég komum á umræddan fund flug manna í fullu samráði við for- mann félagsins, fengum þar vin- samlegar móttökur og hlýddum á ýtarlega skýrslu formianns samn- inganefndar til stjórnar og trúnað- armannaráðs um gang samning- anna og um það, hvernig upp úr samningum slitnaði, þegar flugfé- lögin tóku skyndilega aftur öll fyrri tilboð sín til flugmanna. Um þetta ræddum við í bróðerni á nefndum fundi og um þau viðhorf, Hannibal Valdimarsson hefur beðið blaðið að birta eftirfarandi grein og þykir Tímanum rétt að verða við þeirri beiðni, þar sem höf- undur er forseti Alþýðu- sambands íslands, allsherj- arsamtaka verkalýðsstétt- anna og túlkar þar af leið- andi sjónarmið þeirra sam- taka til bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um verk- fallsbann. fána lyginnar og reyrir hann hátt við hún. Svona er sannleiksást Morgun- blaðsmanna farið um þýðingar- laust smáatriði. Og hvernig hyggja menn þá að .sé um meiriháttar málsatvik? Dettur nú ekki einhverjum í hug það, sem nóbelsverðlaunaskáldið sagði?: jtAf öllu, sem prentað er, eiga menn mest að forðast auðvalds- blöð, því þau eru málsvarar kúg- unarvaldsins og mannhatursins í heiminum“ . . . Morgunblaðið villir sannarlega ek'ki á sér heimildir, samkvæmt skilgreiningu skáldsins í Gljúfra steini. Tvo seinustu daga hefur Morg- unblaðið svo tekið fram sitt stærsta fyrirsagnaletur til að fjalla um sitt gamla og nýja vandamál: Hannibal Valdimarsson. Því fer fjarri, að ég kunni illa slíkri viðhöfn, því að morgunblaðs- níðið hefur alltaf orðið mér til fraimdráttar. Eins og morgunblaðs- lof verður ávallt mönnum úr verka lýðssamtökunum til hnjóðs og smánar. En falsanir Morgunblaðsins eru au'gljósar. Blaðið tilfærir réttilega eftir mér ummæli úr seinustu skýrslu Alþýðusambandsins, þar sem ég jafna l'aunakjörum verk fræðinga, skipstjóra kaupskipaflot- ans og flugstjóra til ráðherralauna. — Sannleikurinn er sá, að á árinu 1957 var þetta ekki fjarri lagi. Nú hef ég sagt, að ósanngjarnt sé að jafna kaupi flugmanna til almennra verkmannalauna. Rétt- ara sé að bera kaup þeirra saiíian við kaaip .stéttarbræðra þeirra er- lendis. — Erfitt er að finna ósam- ræmi milli þessara ummæla. En Morgunblaðið er leikið í fölsunar- og blekkingaíþróttinni. Þess vegna setur það síðar í greininni orðið flugmenn í stað flugstjóra í von um, að' lesandinn taki ekki eftir því. í framhaldi af þessu eru svo teknar upplýsingar mínar nú um kjör fullnumi flugmanna (byrj- enda), sem ég réttilega segi, að séu ámóta og vellaunaðrar skrif- stofustúlku. Og síðan klykkir Morg unblaðið út með því að herma upp á mig fullkomið ós..mræmi milli fyrri ummæla og nú, með því að segja: Áður: Flv -?nn ':afa hærri laun en ráðherrar — nú ekki í hærri launaflokki en allvel ' unuð skrifstofustúlka. Þarna hafa menn ósvikna mynd dagana hefur Morgunblaðið mat- reitt þetta á hinn fjölbreytilegasta hátt fyrir sína lesendur. Og berum nú saman þá og nú: Þá söðvuðust fólks- og vöruflutn- ingar til landsins um 7 vikna skeið, vegna verkfalls á farskipa- flotanum. Allir vissu, að verkfall þetta var undirspilað af pólitískum skemmd- aröflum gegn vinstri stjórninni. Þegar almennt var orðið viður- kennt, að stöðvun flutninganna var að verða þjóðarvoði, var haft um það nái'ð samband við verka- lýðshreyfinguna, með hvaða hætti honum yrði bægt frá dyrum. En það, sem úr sker, og Morg unblaðið og liðsauki þess þegja vandlega um er þetta: Þrátt fyrir allt þetta var far- skipaverkfallið ekki bannað með lögum. Nú eru samningar yfirstandandi milli aðila. Útlit ekki óvænlegt um samkomulag og friðsamlega lausn. Miðlunartillaga ekki fram komin. Hér var um algerlega faglega deilu að ræða, sem engin pólitísk öfl höfðu nærri komið að hrynda af stað. Og samt sem áður eru- nú í fyrsta sinn á landi hér gefin út bráðabirgðalög, sem banna verk- fall flugmanna og stöðva allar samkomulagsleiðir í einu vetfangi. Hér er svo gersamlega öðruvísi að verki verið en á dögum vinstri stjómarinnar, að enginn saman- burður kemur til greina, nema i þeim augljósa og auðvirðilega til- gangi að falsa staðreyndir. En sá er líka ávallt tilgangur auðvaldsblaða, þegar þau ræða hagsmunamál vinnandi stétta. Ekki ihækkar heldur hróður „liðs aukans", sem kennir sig við alþýð- una, þegar þess er minnzt, að blað- skömmin kom ,sér hjá að birta skýrslu fiugmanna og bar við „plássleysi"!! En fyrir falsanir og blekkingar um málið er ærið rúm á degi hverjum. — Þannig er svartasta soramark auðvaldspress- unnar fallið á blaðið, sem fátækir alþýðumenn stofnuðu fyrir nokkr- um áratugumi til að verja málstað stéttar sinnar, Iaunþeganna í land- inu, gegn árásum afturhaldsafl- anna og máltóls þeirra, Morgun- blaðsins. — Þessi staðreynd er alþýðustéttunum á íslandi mikið áfall. En það á við enn sem fyrr, að ekki tjóar að hanma eða gráta. — „heldur safna Bði“. Látum auðvaldsmál'gögnum ■ekki takast að fela kjarna þeirra átafca, sem hafin eru með deilu flugmanna og verkfallsbanni rikis- stjórnarinnar. Þetta eru átökín um skiptalilutföllin í þjóðfélagi okk- ar milli vinnu og fjármagns. Og um þau skipti skal fjármagninu ekki selt sjálfdæmi. Vinnan á sinn ríka rétt og mun verja hann með afli samtakanna. Hög'g það, sem nú hefur verið greitt „Félagi íslenzkra atvinnu- flugmanna" l er jafnframt greitt verkalýðshreyfingunni allri. — Það er ekki á valdi Alþýðusam- bandsins að ráða því, hvaða félög hefja barátt’una. Sérhvert stéttar- félag innan Alþýðusambands ís- Iands „hefur fullt frjálsræði um sín innri mál“. — Það er eitt af mörgu röngu hjá Alþýðublaðinu, að ráðstefna Alþýðusambandsins hafi falið láglaunastéttum landsins að bíða. Um það voru allir sam- mála, að nú væri svo komið kjara- málum launastéttanna. að óhjá- kvæmilegt væri fyrir verkalýðs- hrevfinguna „að láta til skarar skríða, hækka kaupgjald og 'irinda þannig þcirri kjaraskerðingu, sem orðið hefur“, eins og í einróma gerí. samþykkt ráCstefnunnar segir. Ríkisstjórn íslands væri hollt að fara eftir heilræði meistara Jóns Vídalíns, er hann gaf „stolt- um gæðingum veraldar þessarar“. Hann kvað þá skyldu skoða sig í spegli og hyggja að, hversu fá- nýtir þeir væru, nær þeir vildu troða lítilmagnann undir fótum. En verkalýðssamtökunum ber í einhuga styrk að sanna ríkisvald- inu, að „skamma stund verður hönd höggi fegin“. Reykjavík, 14. júlí 1960. Hannibal Valdimarsson. Fyrirliggjandi Ú t i — Teakhurðir í karmi — Mahognyhurðir í karmi — FuruhurSir í karmi KROSSVIÐUR TEX Harðviður vænfanlegur í þessari viku. Eik — Afzelia — Afromosia — Gr.area — Cam-wood Saphele-mahogny Teak — væntanlegt í september Samband ísl. byggingafélaga Sími 17992 — 36485

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.