Tíminn - 16.07.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.07.1960, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, Iaugardaginn 16. júlí l£HiO. „HEFURÐU TEKIÐ EFTIR LITNUM í MOSANUM" Stutt spjall vií Sigurí Stefánsson vopn- firzkan Vestur-ísle'nding, sem gistir Island eftir 55 ára dvöl vestra Sigurður Stefánsson Heim til íslands kom hann ekki í 55 ár. Þá brá hann sér flugleiðis alla leið frá Van- couver til Reykjavíkur og síð- an til Vopnafjarðar, en þar hafði hann slitið barnsskónum fyrir sjö áratugum Við hittum hann að máli vestur á Nesi um daginn, en þar dvaldi hann hjá frænku sinni úr Vopna- firði. Það er blátt áfram lygilegt að Sigurður Stefánss'on skuli vera 75 ára að aldri, eftir útliti og hreyf- ingum að dæma mætti gizka á að inaðurinn væri rösklega fimm- tugur. Vinnumaður á Hólsfjöllum Við báðum Sigurð að segja okk- ur í stuttu máli frá bernsku sinni í Vopnafirði, ævi sinni vestan hafs og ferðinni heim. — Ég er fæddur í Syðri-Vík í Vopnafirði árið 1885, svarar Sig- urður, þar var ég þangað til ég var fjögurra ára gamall. Þá fluttust foreldrar mínir til Ameríku en mér var komið fyrir á Egilsstöðum í Vopnafirði. Þar kynntist ég Bene- dikt frá Hofteigi, hann var þá ekki r.ema 7 eða 8 ára. Við vorum góðir féiagar og lékum saman. Pabbi hans bjó á jörðinni. Þaðan fór ég 10 ára og var síðan á ýmsum stöð- um, til að mynda var ég vinnu- maður á Hólsfjöllum, það var í Fagradal. Atvinnuleysi og deyfð Ég var tvítugur þegar ég fór til Ameríku, heldur Sigurður áfram, mér var sent fargjaldið og þess vegna fór ég. Annars var farið að draga úr Ameríkuferðunum þá. — Voru Ameríkuagentarnir ekki á stjái? — Jú, það voru beztu menn, segir Sigurður, hér heima var lítið uro að vera, atvinnuleysi og deyfð. Annars höfðu flestir nóg að borða, búin voru stór og fjöldi á hverjum bæ. En það var erfitt að heyja, langt að fara á er-gjar og aðdrættir erfiðir. • • Ornefna og orða- söfnuníFæreyjum Norska menntamálaráðið hef- ur veitt færeyskum fræðimanni, Mortan Nolsöe, fjárstyrk til að safna örnefnum og rannsaka út- ræði á Færeyjum og sögu þeirra. Ornefni og gamlar venjur í sam ban við sjósókn Færeyir" falla nú sem óðast í gleymsku og því hefur norska menntamálaráðið tek ið þessa ákvörðun, en rannsókn á þessu sviði hefur einnig sögulega þýðingu fyrir Norðmenn. Þessi styrkveiting ’ jfur fallið norskum fræðimönnum vel í geð og búast þeir við að rannsóknn muni upplýsa margt varðandi göm ul örnefni vestanfjalls í Noregi. Nolsöe lauk fyrir skömmu prófi í þjóðháttafræðum við Oslóarhá- skóla. Aldrei til Reykjavíkur — Fórstu írá Reykjavík? — Nei, ég hef aldrei komið til B.eykjavíkur fyrr en nú, svarar Sigurður, ég sigldi frá Seyðisfirði ti’ Glasgow og þaðan á Ameríku- fsri vestur. Eg lenti hjá vanda- lausum, það var ágætt. Ég fór til Winnipeg og fékk mér vinnu. Ég vann mest á búgörðunum. það var ágætt. Gömlu mennirnir sem höfðu komið á undan okkur, þeir áttu erfiða oaga. Þeir strituðu frá morgni til kvölds, annað hvort var að duga eða drepast. Samt töldu þeir ekki eftir sér að fara 6—7 mílur á uxum til að sækja' hver annan heim. íslenka og franska Ég settist að i Vancouver að Iok- um, annars fór ég víða. Ég kvænt- íst íslenzkri konu, Hallfríði Sig- urðardóttur frá Jökuldal. Hún er dáin Og nú bý ég hjá dóttur minni. Hún er gift frönskum n'anni, kaþólskuni. Strákurinn þeirra talar auðvitað ensku, en ég kenni honum vísur og kvæði á ís- lenzku. Og pabb; hans kennir hon- um frönsku. En yngsta kynslóðin er komin úr tengslum við ísland. Það er ekki nema eðlilegt. Börnin verða kanadísk. — Og svo komstu heim eftir 55 ar? — Já, mig hafði langað heim ailan tímann, segir Sigurður, það kostaði rúma 500 dali að fara heim. Þegar ég fór vestur kostaði það á annað hundrað krónur. En ég var rúman sólarhring á leiðinni heim, aftur á móti þrettán daga í hofi á leið vestur. Stærri tún — Hvernig fannst þér að koma í Vopnafjörð eftir öll þessi ár? Sigurður svarar ekki spurning- unni strax. Hann hugsar sig um og segir síðan: — Ég vissi að Vopnafjörður var þarna. Hann var þar þegar ég fór og ég bjóst ekki við öðru en sjá l'.ann. En túnin eru stærri og fjár- húsin líka. Eæjarhúsin eru önnur. Og fólkið bar mig á höndum sér, Sigurbjörg trænka mín á Hauks- stöðum tók á móti mér opnum örmum. Og allir hafa verið mér góðir. Ég hafði ekki haft neitt samband við Benedikt frá Hof- teigi, hann vissi ekki um ferðir n.,ínar fyrr en ég gekk inn í her- bergið hans og heilsaði honum eftir 55 ár. En hann þekkti mig strax, þurfti ekki að hugsa sig um. Ep hann varð hissa, alveg stein- hissa. Á dauða mínum átti ég von, sagði Benedikt, hann sagði ekki meira í bili. Mér finnst líka gott að hafa komið heim, segir Sigurður að lok- irn. mér finnst allt landið fallegt. Þó það sé ekki nema grjót og piosi. Hefurðu tekið eftir litunum í mosanum? Þetta er allt svo fal- legt. Og ég hafði með mér kvik- nyndavél og geymi þetta allt á fdmunni og á það eftir að ég er kominn aftur til Vancouver. —J / '/ '/ '/ '/ ? '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ / / / '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / INGÓLFUR DAVÍÐSSON GROÐUR og GARÐAR Svíar hafa rahnsakað hættuna af völdum plöntu lyfja þar í landi árin 1955 —1958. Hafa lyfin á þessu timabili í Svíþjóð valdið dauða 5 manna, 400 hús- dýra og auk þess margra villifugla og fl. viltra dýra. Hættuegustu lyfin reynd- ust ýms lífræn fosfórlyf, kvikasilfurlyf, natríumklór at (og rottueitur í búfén- aði). Korn til útsæðis, sótt malation á að njóta sín gegn skordýrum. Munið að geyma plöntulyfin tryggi lega, ganga þannig frá tómum umbúðum að ekki geti stafað hætta af — og að hreinsa lyfjadælurnar vandlega eftir notkun. — Skrá yfir helztu plöntulyf og notkun þeirra (sem hér fást) er birt í Garðyrkju- ritinu í ár. Skal hér laus- lega getið nokkurra sveppa Farið varlega með / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ plöntulyfin hreinsað með eiturlyfjum, reyndist og búfé hættulegt. Aldrinslif og kvikasilfurs blanda drap mörg hænsni. Úrdúlatar drápust af inn fluttu Parattronúðuðu sal_ ati. Paratronsmurðar flugnaveiðiræmur reynd- ust einnig hættulegar. Lek ar Paration o.fl. eiturlyfja umbúðir ollu líka eitrun. Kvartað var undan því að sum illgresiseyðingarlyf valdi sviðnunarkenndum á gulrótum, rófum o.fl. nytja > GIFT jurtum, er úðunarvökvinn barst inn í garöa, eða lyfja leifar sátu eftir í illa hreins uðum dælum. Kvetur reynsla Svía til aukinnar aðgæzlu og varúðar. — Plöntulyf eru flokkuð eftir þvl hve hœttuleg þa.u eru. Eru flokkanir merktar X, A, B og C, þannig að hættu legustu lyfin eru í X flokki en þau meinlausustu mönn um og búfénaði í C flokki. Verða lyfin í bœði X og A flokki að telja.st hœttuleg eiturlyf. í þeim eiturflokk um eru t.d. blásýra, systox, klórpikrin, bladan, Para- tion, natrium, klórat, niko tin, blýarsenat, aldrin o.fl. Þessi lyf mega alls ekki lenda í munni og hættu- legt er að anda að sér gufu af þeim. Sum, t.d. Bladan geta smitað ihn í gegnum húðina og mega auðvitaö ekki komast í sár. Þarf helzt að nota gúmmí- hanska og eiturlyfjagrímu þegar úðað er með þeim. Þvo sér vandlega með sápu ef þau lenda á húðinni og þvo vinnuföt ef vökvinn lendir á þeim. Ekki má éta jurtir sem úðaðar eru með slíkum lyfjum fjrr en 2—4 vikum síðar. Lesið vand- lega reglur á umbúðum og farið nákvæmlega eftir þeim. Ættu aðeins æfðir menn að fást við notkun svo eitraðra lyfja. Oft má bjargast við meinlausari lyf, t.d. malation, sem ætti að koma í stað Bladan En sæmilega hlýtt þarf að vera þegar úðað er, ef eyðandi lyfja nýlegra eða / nýrra. Koma stöðugt ný ( lyf á markaðinn. • Acticlion eyðir mélsvepp •. í bráðina, en ver ekki til ; lengdar. Þarf því helzt að j úða með öðrum mélsveppa ) lyfjum á eftir. Captan verk / •ar vel gegn ýmsum svepp / um og er mikið notað í / seinni tíð. Mjög ungar jurt / ir þola þá illa vökvun með ( því, t.d. gúrkur og tómat- ( ar. Karbomiusýrulyfin Dit ( hane M 22, Ferbom, Maneb ( og Zineb .virðast góð lyf - gegn ýmsum sveppum og p þola flestar jurtir þau vel.' Mygluvarnarlyfin gömlu, ) Perenox, Perelon o.fl. kopar ) lyf eru alkunn, og halda / enn sínu gildi. Þau eru í / hættuminnsta flokki C, / eins og fl. sveppalyf. Skor '/ dýraeyðingarlyfin eru að / jafnaði miklu eitraðri. — ( Þróun þeirra lyfja hefur ( að jafnaði verið sú, að þau ( verða æ áhrifaríkari og öfl ( ugri eyðingarlyf, en því ( miður líka oft hættulegri / mönnum og búfénaði. '/ Er þá reynt að finna upp ( og framleiða hættuminni ( lyf. Stundiv: reynist nauð ( synlegt að skifta um lyf ( af því að skordýrin verða ■ smám saman ónæm fyrir ( þeim, vegna þess að ónæm ) ustu stofnar dýranna lifa ) af og auka kyn sitt. Af ) sveppum t.d. kartöflu- / myglu, eru líka til fleiri / en einn stofn eða afbrigði. / Hefur oftar en einu sinni / tekist að framleiða kart- '/ öfluafbrigði, sem um skeið ( voru ónæm fyrir myglu, ( kannske í nokkur ár, en ( sýktust síðan þegar nýir ( stofnar myglunnar bárust '• á staðinn. Er þetta næsta • flókið mál. J 5. júli brá til þurrka eftir '/ stööug langvarandi vot- / viðri um sunnanvert land ( ið. Má búast við mikilli ( kartöflumyglu þegar á sum ( arið líður, ef ekki ganga ( (Framh á 15. síöu.l (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.