Tíminn - 03.08.1960, Side 3

Tíminn - 03.08.1960, Side 3
3 Löndunarbið alls staðar eystra en engin veiíi á vestursvæíi Töluverð síldveiði- var á austursvæðinu um helgina, en vestra var engin veiði. Saltað er á öllum Austfjarðahöfnum og löndunarbið orðin alls stað- ar nema á Vopnafirði. Fara skipin allar götur til Raufar- hafnar með síld til söltunar. Skipin fóru út um hádegi á sunnudag, og komust þá fljótlega í síld, og var bærileg veiði aðfara- nótt mánudags og sömuleiðis í fyrrinótt. í gærmorgun höfðu 35 skip tilkynnt afla sinn og voru þau samtals með 18.850 mál. Aflahæst voru Víðir II, GK, 1000 mál, Ólaf- ur Magnússon EA, 900, Hjálmar IsK, 800, Heiðrún, 850, Stefán Ben. 900, Heimir SU, 850 og Guðrún I orkelsdóttir, 900. Veiðin er öll á tiltölulega litlu svæði út af Norð- fjarðarhorni, og er allur flotinn þar að veiðum. Skipin dreifa sér síðan á hafnir eystra, og var í gær orðin löndunarbið alls staðar nema á Vopnafirði. Fullar þrær eystra Til Neskaupstaðar komu 20 skip í fyrrinótt með um 7000 mál, og íer það mestallt í bræðslu, en síld- in er mjög blönduð. 6000 mál komu til Neskaupstaðar á mánu- dag, og eru þrær síldarverksmiðj- unnar þar fullar og löndunarstöðv- un þar til í kvöld. — Um 5000 mál hafa borizt til Seyðisfjarðar und- anfarna daga, og þar er tveggja sólarhringa löndunarbið. Síldar- verksmiðjan hefur nú tekið við 60 þúsund málum. Þar er saltað á einni stöð, en mestöll síldin sem þangað berst fre í bræðslu. — Nokkur skip hafa farið allt til Raufarhafnar af austursvæðinu til að koma afla sínum í salt. Þangað komu 8—10 skip í gær með tæp- lega 5000 mál og tunnur. Mikið gengur úr síldinni, en innan um er stór og góð síld og töluvert saltað. A vestursvæðinu eru engin skip og engin veíði. Þó verður stöðugt vart við væna síld út af Sléttu, en torfurnar eru enn svo þunnar að lílið verður úr þeim. 12 mílur við Færey jar ’63 Peler Mqhr Dam harmar verðlækkun á útfluttri Sslandssíld Kaupmannahöfn — Einkaskeyti til TÍMANS. Færeyingar héldu um helg- ina hátíðlega Ólafsvökuna og Lögþingið var sett. Við það tækifæri hélt lögmaðurinn Peter Mohr Dam ræðu þar sem hann m. a. harmaði, að íslendingar hefðu lækkað verð á síld, sem flutt væri út til Svíþjóðar og Danmerkur. Við verðum að leita eftir því, að ísland, Noregur og Færeyjar hafi samvinnu um slík utanríkisvið- skipti til þess að komið verði í veg fyrir, að eitt landið skaði hin, cagði Mohr Dam. Konan heimsækir Powers Washington, 27.7.—NTB — Reuter. — Eiginkona Francis Powers, flugmanns þess er stjórnaði U-2 flugvélinni, sem skotin var niður yfir Sovét- ríkjunum 1. maí s.l., hefur farið þess á leit við sovézk yfirvöld, að hún fái að heim sækja mann sinn, sem nú er í fangelsi í Sovétríkjunum og kemur brátt fyrir rétt. Frúin kvaðst vongóð um árangur af beiöni sinni. Hingað til hefur faðir Powers eihn fengið að hitta hann að máli. Færeysk útfærsla Mohr Dam ræddi einnig um 12 mílurnar við ísland og sagði að út- færslan hefði komið hart niður á færeyskum fiskimönnum. Hann boðaði 12 mílna útfærslu við Fær- cyjar árið 1963 er samningurinn v:ð Breta gengi úr gildi. Peter Mohr Dam sagði þó, að hann von- aðist til þess, að Færeyjar, fsland og Grænland næðu um það samn- ingum sín á milli um gagnkvæmar fiskveiðar þessara þjóða allt upp að fjögurra mílna landhelgi. Lumumba krefst fundar Oryggis- ráðsins New York, 2. ágúst. — Ghana sakaði Belgíustjórn í dag um voprtaöa innrás í Kongó sam tímis sem Lumumba forsætis ráðhei'ra lýsti yfir því, að hann kynnhað krefjast ann- ars fundar í Öryggisráðinu um Kongomálið, ef ástandið batnaði ekki. Hann krafðist þess, að allt belgískt herlið hefði sig á brott frá Kongó þegar í stað. — Fréttir frá Leopoldville hermdu í dag að Hammarskjöld hefði fengið um það vitneskju eftir diplo matiskum leiðum, að Belgíu stjórn legðist ekki gegn því, að S.þ. sendi herlið inn í Katanga. Frá Þórsmörk. Myndin er af skála Ferðafélags íslands í Langadal. í Langa- dal var allf með friði og spekt um helgina, en nokkur ölvun í Húsadal. Um fvö þúsund manns munu hafa dvaíizt í Húsadal og er ekki að furða þótt nokkuð hafi borið á ölvun, þar sem svo margt fólk var saman kbmið við útiskemmtun, miðað við reynslu fyrri ára af verzlunarmannahelginni. Skozkur dýralæknir (Framh af L síðu ) sér sæmilega í íslenzku og var mjög hrifinn af íslenzku hestunum og mörgu í íslenzku þjóðlífi. Stuart Mclntosh er 21. maðurinn, sem drukknar í Brúará, síðan sögur hófust, að því er bezt er vitað. Þ.S. SkritSan fFramh af 1 síðu). föllum nema vegurinn til söltunar- stöðvarinnar tepptist, en hann var ruddur afur þegar á laugardag. Þá féllu m'argar minni skriður utar með firðinum, en ekki mun hafa hlotizt tjón af þeim. Verksmiðjan stöðvaðist í þessu vatnsveðri stöðvaðist ^ vinna í sí 1 darverksmiðjunni á Seyðisfirði um skeið — vegna vatnsleysis. Kom það til af því, að vatnsleiðslur stífluðust af aur og leir, en það vatn, sem barst, var svo leirblandið að það var ekki nothæft. Féll niður vinna í verk smiðjunni eina vakt aðfaranótt laugardagsins, en að morgni kom- ust vatnsleiðslur aftur í samt lag, og hófst vinna þá aftur. H.G. Ætlaði að synda til skips, — drukknaði Það hörmulega slys varð á Seyðisfirði aðfaranótt laugar- dags að ungur síldarsjómaður drukknaði þar i höfninni. Hafði hann lagzt ti1 sunds áleiðis út i skip sitt sem lá kippkorn frá landi, en gafst upp á leiðinni og varð ekki bjargað. Maðurinn hét Björgvin Árnason og var frá Akureyri, tvítugur að aldri. Hann var á sildar'skipinu Björgvin frá Dalvík, sem lá á Seyð isfjarðarhöfn um 400 metra frá landi. Síðia nætur kom Björgvin heitinn fram á svonefnda Nagels- bryggju, en þar lágu þrjú norsk skip, og hafði Björgvin tal af Norð inónnunum um borð í skipinu Vest holm, sem lá innst við bryggjuna og kvaðst vera á leið út í skip sitt. Skömmu .síðar heyrðu Norðmenn- irnir að hann steypti sér til sunds og brugðu þá við að fylgjast með ferðum hans, en yfir tvö skip var að fara. Sneri Björgvin heitimn við er hann var kominn nokkuð áieiðis og kallaði um leið á hjálp. Tveir Norðmenn stungu sér þegar til sunds, en þegar þeir áttu ör- stutt ófarið til Björgvins, sökk bann, og fundu Norðmennirnir hann ekki, þrátt fyrir langa leit. Á laugardag var slætt í höfninni, en lík Björgvins heitins fannst ekki og hafði enn ekki fundizt í gær. HG. Brutu húsgögn og lögðust til sunds Ærsl og óspektir á SeytSisfirtSi Ölvun mikil var á Seyðis- íirði á föstudagskvöld s 1. og urðu talsverðar óspektir um kvöldið á dansleik sem hald- inn var á félagsheimilinu Herðubreið. Landlega mikil var á Seyðisfirði á föstudag, og lágu hatt á annað hundrað skip þar inni. •Þá um morguninn var áfengis- verzlunin á Seyðisfirði opin um stund, þótt vani sé að loka henni í landlegum. Verzluninni var þó lokað fljótlega að kröfu mikiis fjölda bæjarbúa. Hins vegar lótu afleiðingarnar ekki á sér standa, því að um kvöldið gerðist ölvun mikil og atoenn í kaupstaðnum. Dansleikur var haldinn í féiags- heimilinu Herðubreið, og kom þar til mikilia óspekta. Var mikið af húsgögnum brotið í smátt og áflog voru tíð, þótt ekki hlytust mann- skaðar af. Vatnsveður var geysi- mikið á Seyðisfirði þá um nóttina, en engu að síður var fjölmenni á ferli um götur með söng og há- reisti fram eftir allri nóttu. Það var alltítt um nótitna að menn legð ust til sunds í höfninni og má geta þess að eitt skip sem lá allutarlega hirti upp þrjá sundmenn með skömmu millibili allþrekaða. — Þr'ír lögregluþjónar voru á staðn- um og gerðu sitt betza til að lialda uppi reglu, en máttu ekki við margn um, enda í mörg horn að líta. HG. Lengja togaraeigendur ? (Framh. af 1 síðu). þeirri töf, sem orðið hefur á því, ag „lausn“ fengist í landhelgisdeilunni og spáir blaðið' því að þetta verði fyrsta og um leið það erfið- asta málið er bíði hins nýja fiskimálaráðherra Breta, Christhopher Soames. Hótun um löndunarbann Observer segir, að spurn- ingin um það, hvort friður ríki um málefni brezka tog- araflotans, fari mjög eftir því, hvort Soames takizt að fullvissa hina órólegu togara menn um það, að raunveru- lega miði í samningum við ís lendinga. Blaðið segir enn- fremur, að fái togaraskip- stjórarnir og áhafnir þeirra ekki slíka tryggingu frá ráð herranum, sé ekki ósennilegt að í krafti samtaka þeirra muni þeir beita sér gegn fisk löndunum íslenzkra togara í Bretlandi. Observer segir að íslendingar geri sér ,grein fyr ir slíkri hótun og sé við því búizt, að takast megi að fá þá til nýrra samninga um fiskveiðimörkin. Arabar slíta stjórnmálasamb. yiS íran CAIRO, 27.7.—AFP. — Ara biska utanríkisráðun. skýrði frá því i dag, að Arabiska sambandslýðveldið hefði slit ið stj órnmálasambandi við íran. Ástaðan er sú, að íran hefur viðurkennt sjálfstjórn ísrael. Samkvæmt Reuters- fregnum hefur n ústjórn ír- ans farið þess á leit við sendi herra Arabíska sambandslýð veldisins þar í landi að hann verði brott úr landinu innan sólarhrings. Hafði sendiherr anum áður verið neitað um áheyrn yfirvaldanna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.