Tíminn - 03.08.1960, Síða 16
Óeðlilegur barna-
dauði á Grænlandi
Gömul vínarbrauí algengur morgunveríur
grænlenzkra skólabarina
Khafnarblaðið Politiken
segir frá því 1. ágúst s. I. í
forsíðufrétt með áberandi fyr-
irsögn, að barnadauði á Græn-
landi sé enn mjög mikill og
langtum meiri en eðlilegt
megi telja.
Að vísu hefur hann minnk
að lítið eitt síðan 1958, en þá
dóu 101 af 1000 lifandi fædd
um börnum á Grænlandi,
miðað við 72 i ár, en það er
þó meira en þrefalt méira
en í Danmörku, en þar er
bamadauðinn 23 pro mille.
Politiken hefur upplýsing-
ar sínar úr nýrri' skýrslu land
læknisins á Grænlandi, Preb-
en Smiths, sem ge.fið hefur
skrýslu um hinn hörmulega
bamadauða.
f skýrslunni segir læknir-
inn, að mikið beri á fæðing-
um fyrir tímann og fæðingu
andlegra sjúkra barna, og
eigi það vafalaust rætur að
rekja til hins slæma aðbún-
aðar, lítið sé um sjúkra- og
læknishjálp og víða er hún
alls engin. Ástandið er verst
í hinum smærri þorpum og
byggðum.
Vínarbrauð og tannskemmdir
í skýrslu sinni vikur lækn
irinn að tannskemmdum, en
þær fara nú mjög í vöxt hjá
grænlenzkum börnum. Og er
það að furða, segir læknir-
inn. Morgunmatur fjölmargra
grænlenzkra skólabarna sam
anstendur gjarna ekki af
öðru en gömlum sætum vín
arbrauðum og tannhirðingin
er ekki upp á marga fiska, að
loknum slíkum morgunmat.
Íbúafjöldinn á Grænlandi er
nú rúm 30. þús.
Ölvaður maður ræðst á
konu í langferðabíl
Blfreröarstjórinn skeytti ekki neyðarópum
Það bar til í langferðabíl á
leiðinni til Reykjavíkur frá
Ilellu um helgina að drukkinn
maður veittist að stúlku sem
sat við hlið hans í bifreiðinni.
Þjarmaði maðurinn að stúlk-
unni og hárreytti hana, en
þótt stúlkan hrópaði á hjálp
lét bifreiðarstjórinn það af-
skiptalaust og urðu vinkonur
stúlkunnar loks að koma
henni til hjálpar.
Stúlkan var í fylgd með
stöllum sínum og höfðu þær
verið á Hellu. Tóku þær áætl
unarbílinn til Reykjavíkur
og sat stúlkan sem um ru-ðir
ein sér. Á Hellu kom einnig
i bílinn maður sem var tals-
vert við skál. Leið ekki á
löngu þar til hann fór að
sýna stúlkunni áreitni, en
hún kunni þvj illa og stjak-
aði honum frá.
Reiddist
Brá þá svo við að maður-
inn fokreiddist og hárreytti
stúlkuna og þjarmaði að
henni á annan hátt. Sáu þá
vinkonur stúlkunnar sitt ó-
vænna og hrihgdu bjöllu bif
reiðastjóra til þess að hann
stöðvaði bifreiðina og skakk
aði leikinn. Ekki sinnti öku-
maður því, né heldur hrópum
stúlknanna og hélt sem leið
liggur. Brugðu þá stúlkumar
til og þrifu í hár friðspillis-
ins og fengu hamið hann í
annað sæti.
Þegar til Reykjavíkur kom
héldu stúlkurnar strax í lög
reglustöðina og kærðu þetta
Að tjaldabaki
Ghanastjórn hefur boðið hnefaleikaranum Floyd Patterson
að koma í opinbera helmsókn til Ghana. Nkrumah hefur sagt, að
blökkumenn um heim allan eigi þessum fræga hnefaleikara mikið
að þakka.
Af ótta við árangursríkar njósnir Rússa að undanförnu hafa
bandarísk hernaðaryfirvöld látið breyta öllum dulmálslyklum sín-
um. Hvílir alger leynd yfir þessu nýja kerfi og flestir þeirra, sém
við það vinna, eru engu nær en hinir.
Það munaði
mjóu þar
Höfn, Hornafirði, 28/7 ’60
l»að er ekki oft, sem betur
fer, að dráttarvélum er ekið í
sjóinn hér á Hornafirði, en
slíkt átti sér stað í gærdag.
Dráttarvél með tengivagni
var ekið eftir hafnarbryggj-
unni, en bryggjan var mjög hál
eftir rigningu, og þegar öku-
maður beygði framarlega á
bryggjunni, rann dráttarvagn-
inn til og steyptist í sjóinn
ásamt dráttarvélinni og öku-
manni.
Ökumaðurinn, Unnsteinn
Guðmundsson, var fastur með
fót í vélinni og sökk því með
henni, en tókst að losa sig eftir
nokkurn tíma, en ekki mun
hafa mátt tæpara standa. Hon-
um líður nú vel eftir atvikum,
en er þó eitthvað slæmur í
fæti.
í gærkveldi var svo fenginn
krani til þess að ná vélinni upp
úr Höfninni og var þar margt
manna samankomið. —
— Aðalsteinn.
Féll - 55 metra
- - og tábrotnaði
Ekki verður annað sagt, en
að lánið hafi fylgt Dananum
Aage Christensen í Álaborg er
hann um helgina féll til jarðar
ofan af húsi úr 55 metra hæð
og slasaðist ekki að öðru leyti
en því að hann tábrotnaði.
Aage Christensen var við
vinnu sína uppi á háhýsinu.
Á leiðinni niður lenti hann á
vinnupalli — braut hann og
fór í gegnum hann. Að lokum
hafnaði hann á steingólfi —
tám brotnaði, en að öðru leyti
var hann heill heilsu.
Tvær konur slasast í
árekstri um helgina
Haríur árekstur á gatnamóium Miklubrautar
og EskihlíSar
Hérna datt Christensen niður.
athæfi mannsins. Hafði
stúlkan, sem fyrir árásinni
varð, hlotið sprungna vör, j
var hrufluð i andliti og j
kenndi til í höfði eftir hár- |
reytinguna. Lögreglan brá við j
og náði mannihum 1 Hafnar j
stræti. Viðurkenndi hann!
brot sitt þegar og bauð stúlk I
unni bætur. Munu •sættirj
hafa tekist síðar. —h. \
Munið að
synda
200 metrana
Það slys varð á gatnamótum
Eskihlíðar og Miklubrautar á<
sunnudagskvöldið að tvær
konur meíddust er tvær bif-
reiðar rákust þar á
Áreksturinn varö um kl. 11
á sunnudagskvöldið. Var séra
Gunnar Árnasoní Kópavogi
á leið vestur Miklubraut á
lítilli plastbifreið. Kom þá á
móti honum Opal Karavan
bifreið sem beygði inn á Eski
hlíð, þar á gatnamótunum.
Rakst Opel-bifreiðin hægra
megin á bifreið sr. Gunnars
framanverða. Áreksturinn
var svo harður að bifreiðarn
ar voru báðar í óökuhæfu
standi á eftir.
Við árekstnrinn meiddist
kona sr. Gunnars, Sigríður
Stefánsdóttir, nokkuð en hún
sat i framsæti plastbifreiðar
innar. Þá meiddist önnur
kona, Ingibjörg Þorsteinsdótt
ir' sem var farþegi í Opel-
bifreiðinni. Hlaut hún m. a.
höfuðhögg. Konurnar voru
báðar fluttar á slysavarðstof
una.
7 W 7 / / 1, t
V5T
Regn
Þá er rigningargállinn að
komast á hann aftur. Spá-
in er sunnan eða suðaustan
gola, rigning öðru hvoru
eða með öðrum orðum:
hann styttir upp öðru
hvoru.