Tíminn - 24.08.1960, Page 14

Tíminn - 24.08.1960, Page 14
14 T í MIN N, miðvikudaginn 24. ágúst 1960. Tuttugu menn og ein kona. — Filimario gefur ekki eftir. — Bölvaðir tenin-garnir, hans Settamöres. — Ketty lofar kjaftshöggum, en efnir ekki loforö sitt. — Clotilde innan sj óndeildarhrings. GIOVANNI GUARESCHI : Þeir Filimario urðu að ganga með uppréttar hendur gegnum anddyrið og salinn innar af. Svo komu þeir inn i stórt eldhús, sem vax upp- lýst af báli í eldstæðinu. Framan við eldinn sátu tíu menn. Andlit þeirra voru ekki beinlinis uppörvandi í bjarm anum frá eldinum. I — Fréttir, Bill, sagði sá með j leSur 1 hægindastól og rétti byssuna. hendurnar í áttina að eldin- Parafínlampi var kveiktur um- * sama bili fann hann í skyndi. Mennirnir risu á fæt byssukjaft Bills á hnakka sér. ur og komu nær. Ógnandi á! UPP með hendurnar, svip staðnæmdust þeir fyrir s^*u ekki þarna eins og asni, framan þremenningana. hrein Bill, grár af bræði. __ Fyrirgefið ss.gði Filim^r Ann3,rs skRltu ver^ d&uður io, með sinni venjulegu sálar eftir eina sekúndu. ró. — Við erum ekki vanir Filimario rétti upp ClotildeTroll svona leikfimi'sæfingum, og þreytumst því hræðilega mik ið af því að standa svona með uppréttar hendur. Svo ef þér hafið ekkert á móti þvl, þá vildi ég ... . Tíu skammbyssur beind- ust ógnandi að honum. — Sá fyrsti sem hreyfir sig, er dauðans matur, öskraði Bill. Settambre fljótfær að vanda, gat ekki stillt sig. — Sér er nú hver andskot- ans heimskan. — Sá fyrsti sem hreyfir sig, verður skotinn, sagði ég, end urtók Bill. hend- urnar en sat kyrr. — Skipstjóranum á snekkj unni var þetta fyrirgefan- legt, hann var gamall maður, genginn í barndóm. En þið eruð ungir og vel gefnir menn. Þið ættuð að vera meiri menn en svo, að þið létuð kvenmannsasna hafa ykkur í svona kánaskap. í sama bili kom einhver inn í eldhúsið, og Filimario heyrði kvenmannsrödd fyrir aftan sig: — Einmitt það. Svo þér á- lítið mig kvenmannsasna? Filimario lét ekki slá sig út af lagiu, og svaraði með sinni — Já, við erum alveg sam 'frægii ró: mála um það, sagði Filimario.1 — einmitt. Ef þér eruð — En þar sem við höfum feng Clotilde Troll, eruð þér alveg ið ágætis uppeldi, getum við ekki talað án þes að hreyfa hendurnar. Og því skyldum við ekki tala? Það var greinilégt, að Bill var ekki hrifinn af s.vona samræðum. — Nú er nóg komið, sagði hann í rómi, sem ekki gaf til efni til svars. — Þér hafið rétt fyrir yður, svaraði Filimario. — Nú er nóg komið. Mér virðist það bera vott um slæman smekk að halda þessu áfram. Þér getið sagt forstöðukonu ykk ar, að grínið hafi heppnast vonum framar, en nú vil ég f áað þurrka fötin mín. Þar með lét hann hendur síga og gekk föstum skrefum að eldinum. Mennirnir stigu allir eitt skref aftur þrumu lostnir. Filimario settist ró- sérstaklega mikill kvenmahns asni. — Standið upp, skipaði kvenröddin. Filimario reis upp og stóð þá augliti til auglitis við þá blómlegustu, kynþokkafyllstu og honum óþekktustu konu hems. Þá lét hann hendur síga, og hneygði sig svo virðulega sem framast var unnt. — Eg bið yður margfald- lega afsökunar, sagði hann. Eg hef orðið fórnarlamb hræði legustu mistaka. Fröken Troll hefur gert okkur fremur ó- skemmtilegan grikk. Fyrst vélaði hún okkur um borð í snekkju sína, og lét svo setja okkur í land, eða réttara sagt lét okkur bíða skipbrot, rétt við þessa eyju, þar sem sum- arhús Troll fjölskyldunnar átti að vera, eftir því sem skipstjóri snekkjunnar sagði. Við áttum að dvelja í því húsi svo lengi sem fröken Troll þóknaðist. Þess vegna gekk ég út frá því vísu, að þessir herrar væru í hennar þjón- ustu. n nú virðast allar líkur benda til, að við séum á rangri eyju, eða Troll eigi ekk ert sumarhús hér. — Nei, svaraði þessi ljós- hærða gyðja. — Þetta er svo sannarlega eyjan Bess, og þetta er sumarhús Troll fjöl skyldunnar, en þessir menn eru ekki þrælar hennar. Þetta er allt annars eðlis. Filimario hneygði sig. — Eg skil ungfrú. Þar sem þetta hús er raunverulega eign Trolls, en þessir herrar ásamt vopnum þeirra og vafa sömu andlitum sýnum, dvelja í húsi, sem þeir ekki eiga, hlýt ég að draga þá ályktun að þeir séu lögbrjótar. — Alveg rétt, svarrtði feg- urðin. i Filimario lyfti aftur hönd um. — Þá held ég, að ég ætti 1 að fara eftir fyrirmælum j þeirra. Hann sneri sér að j Bill. — Þér fyrirgefið von- andi? Þetta var allt saman j misskilningur. — Það kemur mér ekki við, svaraði Bill, og gerði hnykk á höfuðið í átt til Fegurðar- innar. — Það er hún sem hef ur völdin hérna. Filimario hristi vonleysis- Jega höfuðið. — Á nú líf mitt að vera í höndum konu? — Yður er óhætt að láta hendur síga, sagði Fegurðin. — Hinum líka. Síðasta hálftímann hafði | Settambre sofið á legubekk ; í anddyrinu. Pio Pis var sand j andi, stífur af hræðslu. Það; var engin leið að fá hann til! að láta hendurnar síga, afn vel ekki með valdi. Þær voru eins og steyptar í bronz. Að lokum þoldi Bill þetta ekki lengur, tók upp skamm- byssuna úr vasanum og sagði: — Niður með hendurnar, eða ég skýt. Þá ioks sigu hendur Pios í eðlilega stöðu. Fegurðin sat nú í djúpum hægindastól, með sina dá- samlegu fætur krosslagða á vísindalegan hátt. Hún fékk sér sígarettu og virti Filimar io, sem þurrkaði klæði sín fyr ir framan eldinn, vandlega fyrir sér. — Ketty, sagði Bill, lágri röddu. Hvaö eigum við að gera við þá? — Hverjir eru þetta? spurði hún, og virtist áhugalaus. — Rannsakið þá! skipaði Bill mönnum sínum, og í næstu andrá voru vasabækur og veski þremenninganna i höndum Fegurðarinnar. Hún rannsakaði plögg þeirra mjög vandlega, og eftir að hafa átt hvíslandi samtal við Bill, var það hann, sem sneri sér við og sagði hálf feimnislega: — Eg bið ykkur margfaldr ar afsökunnar, en við héldum að herrarnir væru frá lög- reglunni. En þér, herra Du- blé hljótið að skilja, að nú á dögum verður maður að sjá fótum slnum forráð. En þar sem þið erun nú komnir hing að heilu og höldnu, væri þá ekki rétt, að við gerðum fjöl skyldum ykkar viðvart um um það? — Ákaflega fallega hugsað, þakka yður fyrir, svaraði Fili mario. — Eg sé í anda hve konan yðar verðúr glöð, þegar hún fréttir hvar þér eruð niður kominn, hélt Bill áfram. — Það væri enginn efi, bara ef ég ætti konu. En sem betur fer, er það nú ekki. — Jæja þá, sagði Bill og fyrrtist við. — Þér gætuð þá skrifað foreldrum yðar: Kæru foreldrar, mér líður vel en ef þið viljið sjá mig aftur, skuluð þið sem skjótast og án þess að mögla láta bera þessa bréfs hafa 500.000.oo franka. — Stórfínt, hrópaði Filimar io. — Og ef þér færuð sjálfir með bréfið til foreldra minna þá væri mér mikil þökk í því. — Því þá það? — Vegna þess, að foreldrar mínir eru dauðir. En ég skal bara skrifa sjálfum mér, til þess að verða að einhverju leyti við óskum yðar. Bill leit spyrandi á Ketty. Svo missti hann þolinmæð- ina. — Heyrið nú. Nú skulum við leggja spilin á borðið. Af ykkur þrem eigið þér mest af peningum. Það veit Ketty, því hún hefur lesið skjöl ykkar. Þér verðið því að borga fyrir ykkur alla þrjá, og ef þér ekki gerið það, verður ykkur öll- um kastað á hausinn j sjó- inn. Sem sagt fimm hundruð þúsundkall. Við getum lika notað erlenda peninga. Það kemur út á eitt. Svo skulum við sjá um, að þið komizt aft ur til Nevaslippe. Filimario yppti aðeins öxl um. — Svo þér skulið bara skrifa banka yðar, lögfræðingi eða hverjum sem þér viljið, en fá- um við ekki þessa 500.000.oo franka, er úti um ykkur alla. Filimario baðaði út höndun um. — Mér þykir það mjög leitt, en til þess að útvega pening- ana verð ég að fara persónu lega til Nevaslippe. Móðir mín yfirgaf þennan heim fyrir röskum mánuði, og vissum arfsskilyrðum hefur enn ekki veriö fullnægt. Bill dró Ketty afsíðis, og þau töluðu saman í lágum hljóðum. Svo kom hann aftur til Filimarios. — Þá förum við með yður til Nevaslippe, og höldum hin 8,00 12,00 12,55 15,00 16.30 19,25 19.30 20,00 20.30 20,50 21,10 21,30 22,00 22,10 22,30 23,00 Morgunútvarp. Hádegisútvarp. „Við vinwuna": Tónleikar. Miðdegisútvarp. Veðurfregnir. Veðurfregnir. Óperettulög. Fréttir. fslenzk tónlist: Sönglög eftir Áma Thorsteinson, Bjöm Franzson, Siguringa Hjörleifs- son og Sigurð Þórðarson (Þuríður Pálsdóttir og Þor- steinn Hannesson syngja við undirleik Jórunnar Viðar). Eriindi: Mœrin frá Orleans (Jón R. Hjálmarsson skólastj.) Tónleiikar. „Enginn segir flýttu þér“, ferðaþáttur frá Suður-Ameríku eftir Arne Falck Rönne (Ólaf- ur Þ. Kristjánsson skólastjóri þýðir og les). Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana" eftir Graham Greene; IV. (Sveinn Skorri Höskuldsson). Um sumarkvöld. Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI o g GUNNAR GRIMMI 22 Með erfiðismunum tosa þeir hin um þunga Gnupa upp úr gryfjunni og skera sundur fitörana. — Hvað réðust margir menn á þig, spyr konungurinn. — Ég veit það ekki, svar'ar Gnupa. Hann horfír taugaóstyrkur á björgunarmenn sína og Halfra glottir háðslega á móti. En Eiríkur konungur hefur engan tíma til að gera að gamni sínu. — Er árásin á þig í einhverjum tengslum við árásina á Harald jarl? spyr hann. Gnupa hristir höfuðið. — Og hvað um beinagrindina í dýflyssu þnn? — Benagrind? Það veit ég ekkert um, staðhæfir Gmjpa. — Jæja, þá höldum við allir til búð- anna, skipar konungurinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.