Tíminn - 26.08.1960, Qupperneq 14
14
TÍMINN, föstudaginn 26. ágúst 1960.
ykkur vánti þetta lífsviður-
væri, o.g sendir yður þennan
sekk, svo þér getið bakað yð-
ur brauð. Svo afhenti hann
mjölsekkinn. Óvinurinn fór
sína leið. Það er ógerlegt, frk.
Ketty, að sigra Dublé með
sulti.
Ketty kastaði sér í hæginda
stól, krosslagði fætuma og
hallaði aftur höfðinu.
— Þér eruð athyglisverður
maður, sagði hún með löng-
un í rómnum. Filimario hristi
höfuðið.
— Það er ómögulegt að sigra
Dublé með ást, fröken. Langa
lang afi minn . . .
— Það er allavega hægt að
gefa Dublé kinnhest, hún
hrópaði þetta i skyndilegu
reiðikasti. Svo áttaði hún sig
og bætti við, heldur rólegri:
— Bg finn það á mér að ég
mun fljótlega, já mjög fljót-
lega gefa yður kinnhest.
Það var alvara 1 ógnuninni,
þó hún segði þetta með lágri
röddu og lokuðum augum, en
enginn skyldi treysta loforð-
um kvenna um of.
Óveðrið stóð f viku og litli
smyglarabáturinn lék -sér á
ölduföldum flóans eins og lít-
ill hvolpur. Áttunda daginn
brauzt sólin aftur fram úr
skýunum.
— Þá förum við, skipaði
Ketty.
Eftir örfáar mínútur voru
mennirnir reiðubúnir með sjó
pokana sína. Á bök þeirra
Filimarios, Gettambres og Pio
Pis voru settir kassar, sem
Ketty hafði verið svo vin-
samleg að fylla úr fataskáp
herra Trolls.
— Og þeir þama? spurði
Bill og benti á þremenning-
ana.
— Þeir koma með okkur,
við meigum ekki sftilja eftir
vitni, sagði Ketty.
— Ef það er aðeins það,
sagði Bill, og strauk skamm-
byssuhlaupið sitt, veit ég
betri aðferð til . . . .
— Eg veit betri aðferð til
að fá hálfvita eins og þig til
að halda kjafti, sagði Ketty.
— Hvað þá? spurði Bill.
— Það ætti að skera úr þeim
tunguna.
— Auðvitað, samsinnti
Bill. Eg er alveg á sama máli.
Skipið skreið á haf út. Fili-
mario og Ketty stóðu við borð
stokkinn afturá, og sáu hvem
ig eyjan Bess hvarf í sæ.
— Fil, sagði Ketty allt í
GiOVANNI GUARESCHI :
Clotilde Troll
B
15 t
einu, og rétti honum kíkinn.
— Vittu hvort þú sérð nokk-
uð í gegn um þetta.
Filimario horfði lengi í kík
inn, og fékk Ketty hann svo
aftur.
— Ketty, veizt þú hvað
þetta er? Þetta er Dolpung-
urinn, snekkja Clotilde Troll.
Og veiztu hvað það er þetta
hvíta á stjórnpallinum.
— Kona, svaraði Ketty.
— Nei. Það er Clotilde Troll,
leiðrétti Filímario, myrkur á
svip.
Hér kynnumst við Clot-ilde
Troll og ska-pgerð hennar —
Skipstjóri Dolpung&íns gefur
skýrslu.
Við höfum nú um skeið
haldið okkur við Filimario
Dublé. Við höfum fylgst með
hverri hans hreyfingu, látið
hann tala við sjálfan sig, vini
og óvini, meira að segja kast
að honum út í ævintýri til
þess að sýna hvernig hann
kemur fram við kvenfólkið.
i Nú er næst fyrir dyrum að
kynna hana, sem varð örlaga
dís hans, Clotilde Troll, sem
meðan Filimario fjarlægð-
ist Bess stöðugt kemur þang
að með Dolpungnum.
Þegar þessi saga skeður,
var Clotilde Troll tuttugu og
fimm ára, fegursti og ríkasti
ibúi Nevaslippe. Hún var einn
ig sérvitrasta stúlkan í Neva-
slippe. En það hafði hún bara
varið síðustu tuttugu árin,
'því fyrstu fimm ár ævi henn
ar hafði hún verið eins og aðr
ar manneskjur. Að kvöldi
síns fimmta afmælisdags
lýsti hún yfir því, að hún
vildi hafa Jósefínu með sér
i rúmið.
Herra Troll rak upp rokna
hlátur, en frú Troll sagði að
Clotilde .yæri undarlegt barn-
Tíu mínútum seinna, þegar
herra Troll hafði tekið sér
göngutúr niður í hagann,
heyrði hann hróp að baki
sér. Hann leit við, og i tungls
ljósinu sá hann Clotilde
sitja á þakbrún hússins og
dingla fótunum út í Ijósvak-
ann.
Frú Troll, herra Troll, ráðs
maðurinn, einkaritarinn og
öll áhöfn býlisins féll á kné
í malborið hlaðið og báðu
Clotilde að hreyfa sig ekki,
fyrr en brunaliðið kæmi.
Clotilde lofaði að hreyfa
sig ekki um fet fyrr en bruna
liðið kæmi, þá fyrst ætlaði
hún að stökkva niður, fyrr
ekki. Það leið yfir frú Troll
og hinn kvenlega hluta starfs
liðsins. Herra Ttroll sendi
hins vegar boð til brunaliðs-
ins um að hreyfa sig ekki, þó
að stórbruni yrði einhvers-
staðar. Svo hóf harm samn-
ingaumleitanir við Clotilde.
— Um leið og Jósefína ligg
ur í rúminu mínu, kem ég nið
vr, svaraði sú stutta.
Það var hreint ekki auð-
velt verk að koma Jósefínu
gömlu í skilning um, að hún
ætti að fara upp í herbergi
Clotilde, en heppnaðist þó um
síðir. Verra var að fá hana
til að leggjast upp i rúmið.
Þá dugðu engar fortölur. Nauð
synlegt reyndist að beita
valdi, og Jósefína var bundin
með sverum kaðli.
Hvernig svo sem þetta allt
saman gekk til, svaf Clotilde
fyrstu nótt síns sjötta ævi-
árs við hliðina á elztu og nyt
hæstu kýr Trollssetursins í
Nevaslippe.
Þessi sérvizka kom enn bet
ur í ljós vegna þess að Clot-
ilde var mjög viljasterk. En
við ætlum ekki að fylgja Clot
ilde gegnum allt hennar líf
til tuttugu og fimm ára ald-
urs, en getum ekki komist
hjá að minnast á atvik, sem
kom fyrir, þegar Clotilde var
sex ára.
— Clo, spurði herra Troll
litlu dóttur sína. — Leikur
þú þér alltaf við Louis?
— Nei, svaraði Clotilde. -
Louis er skíthæll. Eg leik mér
við strákana slátrarans. Þeir
eru svaka gæjar.
Svona talaði fólkið í lægri
stéttunum, og dóttir herra
Trolls var farin að tala eins.
Herra Troll varð skelfingu
lostinn. Hann greip til nýrra
ráða. Og brátt birtist þar upp
þurrkuð kennslukona með
gleraugu. Herra Troll sagði
hinni gegnmenntuðu konu,
hvað skeð hefði, og hún lof-
aði honum hátíðlega, að slikt
skyldi ekki koma fyrir aftur.
— Hér eftir skal ekki koma
eitt orð út af munni dóttur
yðar, sem ekki er viðurkennt
af liáskóla vorum.
Að viku liðinni gaf kennslu
konan skýrslu um framfarir
Clotilde:
— Það gengur flott með
stelpuna yðar, hún kjaftar
alveg eins fínt og ég.
Það gekk bara hálfskítt
fyrsta daginn.
Og eftir aðra vikuna varð
að leita í kránni niður við
höfnina, ef tala skyldi við
kennslukonuna. Þar sat hún
oftast, með fjaðrahattinn aft
ur á hnakka, pípuna í munn
inum, og spjallaði við hafnar
verkamennina.
Þetta gefur svolitla hug-
mynd um viljastyrk og af-
kastagetu Clotilde Troll.
Þegar hún var tuttugu og
fimm ára var hún ekki að-
eins sérvitrasta og fegursta
heldur einnig hættváegasta
unga stúlkan í Nevaslippe,
því hún var svo rík, að hún
gat án umsvifa framkvæmt
allar sínar fáránlegu hugdett
ur.
Og henni datt svo margt í
hug, að helmingur íbúanna
í Nevaslippe hataði hana eins
og pestina.
Hinn helmingurinn var all
ir karlmenn bæjarins. Þeir
dýrkuðu Clo.
Á hverjum degi fékk hún
að meðaltali tuttugu bréf frá
aðdáendum sínum, jafnt ung
um sem öldnum. Hneykslis-
og slúðursö/.i dálkar blað-
anna höfðu þaðan nægjan-
legt efni. Kvenfólk Nevaslippe
gat hreint ekki fylgst með
því öllu, og hataði Clotinlde
af öllu hjarta.
Dag nokkurn las Clotilde
um unga stúlku í Kaupmanna
höfn, New Jersey, Mosambi-
que, eða hvar sem það nú ann
ars var, sem hafði skipt um
kyn, og um leið fékk hún á-
gæta hugmynd. Strax sama
kvöldið hringdi hún í blöðin,
og kvöldútgáfurnar gáfu ná-
kvæma lýsingu á því, hvern
ig Clotilde Troll hefði skipt
um kyn og væri nú karlmað
ur. Sum birtu jafnvel mynd-
ir af henni í karlmannsföt-
um.
Þetta var gleðikvöld hjá
konum í Nevaslippe. Þær
komu saman á kaffihúsum
og hver hjá annarri, og hlógu
dátt að Clo. í leikhúsinu söng
hin fræga revýju stjarna
Meliby grínkvæði, sem minnti
lítillega á fröken eða ekki
fröken Troll. Þetta vakti fá-
dæma hrifningu hjá dömun-
um á fremstu bekkjum, og
hattar og kventöskur svifu
um leikhúsið.
Daginn eftir fékk Clotilde
Troll ekki eitt einasta bréf
frá karlkynsaðdáendum sín-
um, en aftur á móti yfir
þrettán hundruð frá kven-
aðdáendum, víðs vegar að.
Þetta sýnir, að Clotilde var
í rauninni dáð af öllum. Það
UTVARPIÐ
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 Tónleikar: „Gamlir kunningj-
atr“.
15,00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
20,00 Fréttir.
20.30 Sel og selfarir; — fyrri hluti
(Ólafur Þorvaidsson þingvörð-
uir).
20.50 Frá píanótónleiikum í Austur-
bæjarbiói i sumar: Rischard
Cass frá Bandaríkjunum leik
ur.
a) Sónata eftir Lou Whiite.
b) Konsert-etýða í f-moll eft
ir Liszt.
c) Poloanise-fantasie í As-dú.r
op. 61 nr. 7 eftir Chopin.
d) Btýða í As-dúr op. 25 nr. 1
eftir Chopin.
e) „Á sæluvikunni" eftir Strav
insky.
21.30 Útvarpssaigan: „Djáíkninn i
Sandey" eftir Martm A Han-
sen; xvi. (Séra Sveinn Viking-
ur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðaimaður
í Havana" eftir Gnaiham
Greene; VI. (Sveinn Skorri
Höskuldsson).
22.30 Harmonikuþáttur (Henry J.
Eyland hefir umsjón á hendi).
23.00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
og
GUNNAR
GRIMMI
24
Eiríkur skipaði Halfra jarli að
taka við stjórn búðanna um hríð.
Þegar hann hafði fullvissað sig
um, að Haraldur var úr hættu,
hélt hann af stað til konungshall-
arinnar.
Halfra fylgdi honum á leið. Enn
einu sinni minnast þeir á undan-
farna atburði. Þeim kemur saman
um, að Gunnar og Gnupa hljóti
að hafa verið í félagi hvor með
öðrum. Sennilega hafi þeir síðan
orðið ósáttir um skiptingu þýfis-
ins og Gunnar þá lokað Gnupa
inni í felustað þeirra.
Nú skilja leiðir með vinunum.
Halfra ríður til búðanna, þar sem
hann á að bíða komu konungs
manna. — Gættu Gnupa vel, áminn
ir Eiríkur iiann. Haltu áfram leit-
inni að Gunnari.
Konungurinn ríður hratt gegn-
um hrikalegt landslagið, hann
hlakkar til að koma heim. En hann
er sár yfir því, að honum skyldi
líka vel við Gunnar í upphafi.
Hann er vanur að vera góður mann
þekkjari.