Tíminn - 06.09.1960, Side 9

Tíminn - 06.09.1960, Side 9
TÍMINN, þri'ðjudaginii 6. september 1960. nafnkunnur hér á landi, Thor Jensen. Viðskiptamenn þeirrar verzlunar komust á annað þúsund enda áttu þeir heima jafnvel allt suð- ur í Mýrasýslu. Árið 1890 keypti Rikhard Pétur Ries Clausensverzlun ina og tveimur árum síðar einnig Brydesverzlun. Rak hann síðan verzlun hér til æviloka, 1920, en verzlunin stóð með hans nafni í eigu annarra til 1930. Séra JÓN M. GUÐJÓNSSON Kaupfélag Hrútfirðinga var stofnað fyrir 61 ári, 1899. FélagiÖ náði þó ekki veru- legum vexti meðan Ries lifði en það hélt velli og er það mest að þakka því hve vel þess var gætt að sníða því stakk eftir vexti. Sá maður sem ég hef leyft mér SKÚLI GUDMUNDSSON að kalla aðalhöfund kaup- félagsins var Kristján Gísla son á Prestsbakka. Hann var formaður félagsstjórnar frá upphafi og aðalreikn- ingshaldari. Nánasti sam- starfsmaður hans var Pétur Jónsson á Borðeyri sem var sölustjóri, en þeir voru menn til þess hæfir að bera uppi starfsepii kaupfélags- ins með sæmd og litlum til- kostnaði. Að ræðu séra Jóns lok- inni söng kirkjukór Prests- bakkakirkju nokkur lög und ir stjórn frú Jónu Bjarna- dóttur en því næst tók til máls Erlendur Einarsson for stóri Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Hann kvað sér alveg sérstakt ánægjuefni að vera á þessari samkomu í tilefni hins merka áfanga sem minnzt var í sögu og starfi Kaupfélags Hrútfirð inga.: Hið nýja og glæsilega verzl unarhús sem hér hefur ver- ið tekið í notkun er bæði ár angur og minnisvarði ára- tuga samvinnustarfs 1 þessu héraði. Forstjórinn drap því næst á verzlunarsögu staðarins og kaupfélagsins og kvað það jafnan hafa verið traustan hlekk í Sambandi ísl. sam- vinnufélaga. — Félagsmenn í dag eru 110 og þessir tiltölulega fáu félagsmenn eiga } félagi sínu stofnsjóðsinnstæðu hjá Sambandinu sem er endur- greiddur tekjuafgangur Sam bandsins til félagsins á und anfömum árum, um hálf milljón króna. En þetta nýja og glæsi- lega verzlunarhús er ekki eini minnisvarðinn um starf þessa kaupfélags. Fyrir rúm um þremur mánuðum var ég á Hvammstanga á svip- aðri samkomu— og hér er haldin. Þar var einnig ver- ið að vígja nýtt verzlunar- hús og þar gafst og að líta nýtt miólkurbú sem er sam eign Kaupfélags Vestur- Húnvetninga og kaupfélags ins hér. Forstjórinn rakti siðan sögu kaupfélaganna í land- inu eins og hún hefur víða gerzt allt frá því að nokkrir bændur komu saman til við ræðu um slík samtök ein- hvers staðar á baðstofulofti og allt til þess að nýtt og stórt verzlunarhús er tekið í notkun þegar félagið á hálfrar aldar starf að baki eða vel það. Þannig og á öðr um sviðum hafa draumar samvinnumanna rætzt og Samkomugestir hlýða á ræður. verður þá mörgum á að spyrja: Eru þá engin ný verkefni framundan hjá samvinnuhreyfingunni í dag? Jú, vissulega dreymir okkur um ný verkefni og meiri framfarir. Ef við sjá- um ekki ný verkefni fram- ERLENDUR EINARSSON undan, þá eiga samvinnu- félögin ekki langa framtíð á íslandi. Stærsta verkefni samvinnuhreyfingarinnar í dag er að efla félagshyggju og samvinnuanda meðal ungu kynslóðarinnar. Annað verkefni er að efla fjárhags JÓNAS EINARSSON legt sjálfstæði. Þriðja verk- efnið að auka framleiðslu og vöruvöndun. Það eru mörg verkefni, sem bíða. Næstur talaði Gunnar Þórðarson frá Grænumýrar tungu, áður formaður Kaup félags Hrútfirðinga. Hann ræddi meðal annars um upp haf samvinnuhreyfipgar- innar hér, byrjunarörðug- leika hennar, áföll og síðan hægt vaxandi þróun frá fá- tæklegri byrjun til voldugra samtaka. — Þegar ég hugleiði þetta, þá kemur mér í hug ævin- týrið um hinn umkomulitla kaðlagerðarmann, sem sagt er frá } Þúsund og einni nótt og flestir kannast við, sagði Gunnar- Verzlunarfélögin hófust, sem kunnugt er, fyrir hart nær 100 árum með tveim stórbrotnum bændasamtök- um undir forystu þeirra Tryggva Gunnarssonar norg an og austan lands og Pét- urs Eggerz hér við Húnafló ann. Þessi félagssamtök byrjuðu með miklum glæsi- brag, enda foringjarnir hin- ir mestu skörungar, en tor- tímdust þó innan fárra ára fyrir fátækt og vanskil fél- agsmanna og viðvarandi yf irgang kaupmanna. En eihs og Hassan kaðlara varð blý sakkan, sem honum var gef- in með góðum óskum upp- haf gæfu haiis og gengis, svo þróuðust hin litlu og fátæku kaupfélög, sem risu upp af rústum hinna stóru fyrir- rennara sinna, fyrir fórn- fýsi forgöngumannanna á- samt sterkri trú þeirra á hlutverki sínu. Og sú trú hef ur ræzt. Þessi samvinnusam tök, sem byrjuðu svo smátt og oft áttu tvísýnt um af- komu, þau eru nú orðin vold ugasta verzlunar- og velmeg unarlífæð sveitanna um land allt. Á eftir Gunnari talaði Skúli Guðmundsson alþing ismaður og formaður Kaup- félags V-Húnvetninga. — Hann færði Kaupfélagi Hrútfirðinga 'vmingjuóskir frá nágrannafélaginu sem er um það bil 10 árum yngra en Kf. Hrútfirðinga. Skúli gat þess meðal ann ars að er hann sem oftar var á leið sunnan úr Reykja vík i janúarmánuði 1937. rakst hann á Hrútfirðing Þórodd Lýðsson, um borð i flóabátnum. Þeir gengu sam an norðjir yfir Holtavörðu- 9 ] heiði og á þeirri göngu sagði Þóroddur frá þvp að uppá efsta lofti verzlunar- húss kaupfélagsins á Borð- eyri væri mikið af gömlum verzlunarbókum og þar væri mikinn fróðleik að finna. — Mér var stundum hugs að til gömlu bókanna, og svo var það einn dag sumarið 1939 að ég brá mér hingað til Borðeyrar, hitti Pétur Sigfússon, kaupfélagsstjóra og fór þess á leit aö ég fengi PÉTUR SIGFÚSSON að líta uppá háaloftið. Það var auðsótt mál. Eg var svo heppinn að Þóroddur Lýðs- son var hér þá á Borðeyri og hann var minn leiðsögu- maður í þessari könnunar- ferð. Við eyddum rúmlega hálfum degi í það að skoða þessar gömlu bækur. Og það KJARTAN GUÐJÓNSSON var ekki ofmælt hjá Þór- oddi að þar var mikinn fróð leik að finna. Skúli kvaðst hafa skrifað örlítig í vasabók .sina af því sem hann sá markvert bók unum og las upp nokkur dæmi um vöruverð frá göml (Framfialö a 15 si'ui JÓNASJÓNSSON

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.