Tíminn - 06.09.1960, Page 13

Tíminn - 06.09.1960, Page 13
T;ÍM I N.Nj þriðjudaginn 6. september 1960. 13 Vilhjálmur keppir í dag í dag fer fram á Ólympíu- leikjunum í Róm sú keppnin, sem íslendingar munu fylgjast með af mestum áhuga, þrí- stökkskeppnin, en þar keppir Vilhjálmur Einarsson, einasti íslendingurinn, sem möguleika hefur til að hljóta verðlaun á leikjunum — jafnvel þau allra eftirsóknarverðustu, gullverð- launin. Undankeppni í þrí- stökkinu hefst kl. átta cftir ís- lenzkum tíma, og til þess að komast í aðalkeppnina, sem hefst kl. tvö um daginn þarf Vilhjálmur að stökkva 15.50 metra — en það er 1.20 m. styttra en hann á bezt í grein- innL Vilhjálmur er af erlend- um sérfræðingum talinn liafa mikla möguleika til að verða einn áf þremur fyrstu — og sxunír, eins og Braziliumaður- inn da SUva, sem sigrað hefur í þrístökkinu á tveimur síðustu Ólympíuleikjum, eru á þeirri skoðun að Vilhjálmur beri sig- ur úr býtum. Hættulegasti keppinautur hans verður án efa Pálverjinn Sclimidt, sem stokkið hefur 17.03 metra — og Rússar eiga nokkra góða menn og ekki má gleyma da Silva í þessari keppni — þótt hann reyndar hafi aðeins stokkið rúma 16 metra að undanförnu. Þá gæti og Bandaríkjamaðurinn Ira Davis orðið meðal fremstu manna í dag. En það þýðir lítið að vera með spádóma — úr þessu öllu fæst skorið í dag. Vilhjálmur Einarsson er ein- asti íslendingurinn, sem lilotið hefur verðlaun fyrir íþrótta- afrek á Ólympíuleíkjum. Eins og öllum er kunnugt, stökk hann 16.26 metra á Melbourne- leikjunum og varð annar. Þessi árangur Vilhjálms var Ólympíu met í rúman klukkutíma eða þar til da Silva tryggði sér sig urinn í fimmtu umferð með 16.35 metrum. Síðan hafa orðið stórstígar framfarir í þessari grein, og Vilhjálmur er nú með annan beztan árangur í heimin- um, 16.70 metra, en jafnlangt Iiefur Rússinn Fedosov stokkið. Aðeins Schmídt einn er betri, en þess má þó geta, að ekki var sótt um staðfestingu á afreki hans, 17.03 metra, sem heims- meti á nýafstöðnu þingi frjáls- íþróttaleiðtoga í Róm. Vilhjálmur Einarsson er ný- Iega orðinn 26 ára gamall, fæddur á Egilsstöðunv 5. júní 1934. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1953. StundaðE síðan nám í Bandaríkjunum og nam bygg- ingalist. Hann mun þó hafa hætt nárni í þeirri grein — og síðustu árin hefur hann stund- að kennslu, fyrst við Laugar- vatnsskólann, en síðan við gagn fræðaskóla í Reykjavík. Vilhjálmur er mesti frjáls- íþróttaimður íslands — og liann hefur hvað eftir annað vakið mikla atliygli heima og erlendis fyrir árangur sinn í þrístökki. Ef til' vill verður hann til þess í dag, að varpa miklum Ijóma á nafn fslands. Hann hefur áður gert það, fyrst með silfurverðlaununum í Mel- boume, síðan með bronzverð- Iaununum á Evrópumeístara- mótinu í Stokkhólmi 1958. Og eitt er víst, að íslendingar munu fylgjast með þessum mesta afreksmanni okkar í dag af miklum áhuga, og honum fylgja beztu óskir í þessa kep keppni, sem liann mun heyja í dag. í gær var keppt í stangarstökki á Ólympíúleikjunum í Róm, en kcppnin tók mjög Iangan tíma, svo úrslit voru ekki kunn, þegar blað ið fór í prentun. Valbjörn Þor láksson tók þátt í keppninni og gekk honum fremur illa, þar sem liann stökk aðeins 4.20 m. — en til þess að komast í aðalkeppnina þurfti Valbjöm að stökkva 4.40 metra — en þag er hæð, sem hann hefur stokkið margsíinnis í sumar. Þremur keppendum í stangar- stökkinu tókst ekki að stökkva 4.20 metra og voru tveir þeirra Björn Andersen, Danmörku, og Van Dyck, Belgíu. Rudolph sigr- aði í 200 m. í gær var keppt til úrslita í 200 m. hlaupi kvenna á leikjunum í Róm. Bandaríska blökkustúlkan Rudolph sigraði með miklum yfir- burðum eins og í 100 m. hlaupinu (sjá mynd). Hún hljóp á 24,0 sek. — en mótvindur var síðari hluta hlaupsins. Önnur varð þýzka otúlk- an Heine á 24.4 sek. Þriðja Hay- mann, Englandi á 24.7 sek. Fjórða Ikina, Sovét, fimmta pólsk stúlka og sjötta Leone, Ítalíu. Sigurvegararnir 1960 og 1936 Wilma Rudolph sigraSi með yfirburðum í 100 m. hlaupi kvenna og hún hljóp á hinum frábæra tíma 11.0 sek., en sá tími verður þó ekki viðurkennd- ur sem heimsmet, þar sem vindhraði var of mikill. Johnson var fyrstur eftir þrjár greinar Fræknastur allra á Ólympiuleikjunum í Berlín var Bandarikjamaðurinn Jesse Ovvens, en hann hlaut fern gullverðlaun. Eftir 100 m. hlaupið í Róm sagði Owens að sigurvegarinn í 100 m. hlaupinu, Þjóðverjinn Armin Hary gæti náð miklu betri tímum i framtiðinni. Hér sést meistarinn frá 1936, sem á hljóp á 10.3 sek. við hliðina á meistaranum 1960, sem hljóp á 10.2 sek. Keppni hófst í tugþraut á Ólympíuieikunum i gær Veð- ur var slæmt, rigning og rok, og tókst aðeins að Ijúka þrem- ur greinum um daginn — en reyna átti að halda þrautinni éfram í gærkvöldi. Svavar setti met Svavar Markússon keppti í 1500 m hlaupinu á Ólympíu- Ieikunum og þótt hann setti nýtt, ísienzkt met í hlaupinu féll hann samt úr í undan- keppninni. Svavar hljóp á 3:47,1 mín., sem er 7/10 betra en eldra íslandsmev hans. Sigur vegari í þeim riðli, sem' Svav- ar hljóp i, var Frakkinn Bern- ard á 3:41,2 mín. Annar varð Grelle, Bandaríkjunum, á 3:43,5 mir,. og þriðji Hammers- land, Noregi, á 3:44i,4 mín. Það vakti gifurlega athygli, að Þjóð verjinn Valentin, sem talinn var einna sigurstranglegastur í þessu lilaupi, var rneðal þeirra, sem féllu úr keppninni i þess- um riðli. Ástralíumaðurinn Thomas varð einnig fyrir hinu sama. Formósu-Kínverjinn Yang náði beztum árangri i 2 fyrstu greinun- um, 100 m. og langstökki. Hann hljóp 100 m,- á 10.7 sek. og stökk 7.57 metra í langstökkinu. Eftir þessar greinar var Yang með 130 stigum meir, en Johnson, Banda- ríkjunum, en í þriðju greininni, kúluvarpi, náði Johnson miklu betri árangri en Kínverjinn, og hafði forustu eftir þrjár greinar. Rússinn Kuznetsov, fyrrverandi heimsmethafi í þrautinni náði ekki góðum árangri í fyrstu grein- unum og engar líkur til að hann geti gefið þeim Johnson og Yang keppni um fyrsta sætið — eins og búizt hafði verið við. Eftir tvær greinar var Kuznetsov í fimmta sæti. Meðal keppenda í þrautinni var Björgvin Hólm. Hann hljóp 100 m. á 11.8 sek. — sem cr Langt frá hans bezta áyangri í þeirri grein. f laugstökki náði Björgvin hins vegar 6.93 m., sem er aðeins lakara en hans bezta í þeirri grein. Óiympíumef I kringlukasti kvenna sigraði rússneska stúlkan Nina Panomari- eva (hatta-Nína) og setti nýtt, ólympískt met í greininni,, kast- aði 55.10 metra. í öðru sæti var einnig rússnesk kona, Press,, en rúmensk í þriðja.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.