Tíminn - 21.09.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.09.1960, Blaðsíða 6
6 T f MIN N, miðvikudaginn 21. scptember 1960. TÍMANN vantar sendisvein fyrir hádegi. Þarf að hafa hjól. > Afgreiðsla TÍMANS. Lokað í dag vegna jarðarfarar. Skattstofan í Reykjavík. Sendisveinn Þakka öllum þeim, sem heiðruðu mig með heim- sóknum og gjöfum á 60 ára afmæli mínu. Lifið öll heil. Kristín Sveinbjarnardóttir, Nýja-Bæ, Bæjarsveit. Þessi mynd er af lítilli, íslenzkri stúlku og borgarstjóranum í London. Hún var tekin á alþjóðlegu barnaboðl, sem efnt var til i London 1. júni í sumar til þess að vekja athygli á barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna. Litla stúlkan í íslenzka þjóðbúningnum er María Inga Hannesdóttir, dóttir Hannesar Jónssonar, sendiráðsritara í London. ÞAKKÁRÁVÖRR 85 ára: Þórdís Guðrún Guðmundsdóttir Hinn 21. september 1960 er 85 ára Þórdís Guðrún Guð- mundsdóttir húsfreyja og sím stöðvarstjóri að Laugabóli í Arnarfirði. Á síðustu árum hefur hún og sonur hennar Aðalsteinn komið þar upp myndarlegu æðarvarpi. Vanda menn og vinir hugsa meg hlý hug til hennar á þessum degi og óska henni alls hins beztai með aldurinn og að farsældj og hamingja megi fylgja henni um ókomin ár. Bjarni. j Til sölu eru Eikarborðsfofuhúsgögn. Verð kr. 6000,00. Uppl. í síma 23307 næstu daga. ÓLAFUR R. JÓNSSON. B.A. löggiltur dómtúlkur og skjalabýðandi úr og á ensku. Sími 12073. Félagsheimilið Sól vangur á Tjörnesi Sunnudaginn 10. júlí í sumar var vígt nýtt félagsheimili á Tjörnesi. Hús þetta er byggt í landi Hall- b.iarnarstaða, en þar má telja að sé sem næst miðsveitis. Bygging hússins var hafin árið J954. Það var um 900 rúmmetrar íð stærð. Rúmar í sæti um 200 roanns. Aðstaða er til veitinga. Jnnrétting haganleg. Byggingunni er að fullu lokið að telja má og heildarkostnaður orðinn um 810 þús. krónur. Tjörneshreppur og Ungmennafélag Tjörnesinga gerðu með sér samning um að koma upp félagsheimilinu. Hreppurinn að % og Ungmennafélagið að %. Framkvæmdanefnd við bygg- inguna skipuðu: Flskmatsráð vill ráða mann til þess að veita forstöðu eftirjiti því með ferskum fiski. sem nú er íundirbúningi, skv. lögum nr. 42 1960. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um aldur og fyrri störf sendist Fiskimats- ráði, Skúlagötu 4, fyrir 30. þ.m. 1. Ulfur Indriðason, hrepps- nefndaroddviti á Héðinshöfða. 2. Árni Kárason, bóndi á Hall- bjarnarstöðum, formaður Ung- mennafélags Tjöniesinga. 3. Jóel Friðbjarnarson, • bóndi, ísólfsstöðum. Bræðurnir Árni og Bjarki Kára- synir, bændur á Hallbjarnarstöð- um, gáfu lóð undir félagsheimilið, eg. er hún svo stór, að þar á að geta orðið íþróttavöllur. Hver karlmaður í ungmennafé- laginu gaf 15 dagsverk til bygg- ingarinnar. Aðrir verkfærir kar'l- menn í sveitinni gáfu 9 dagsverk hver. Allmargir burtfluttir Tjörnes- ingar sendu peningagjafir til fram- kvæmdarinnar. Yfirumsjón við smíði bygging- arinnar höfðu þeir smiðirnir Þór- hellur B. Snædal og Salómon Er- lcndsson, en verkstjórn annaðist AÓ'algeir Friðbjarnarson. Málningu framkvæmdi Si^urbjörn P. Árna- son. Um raflagnir sá Þorgeir Jak- cbsson, Brúum. Vígsluhátíðina, 10. júlí, sótti niargt fólk. Voru þar mættir ýmsir Tjörnesingar langt að komnir, — ásamt núverandi sveitarbúum og nágrönnum, er áður höfðu átt þar heima, eða hlut átt að húsbygg- ingunni. Úlfur Indriðason, oddviti, setti samkomuna með ávarpi og bauð gesti velkomna., Því næst flutti Friðrik A. Frið- riksson, prófastur, prédikun, en sálmar voru sungnir fyrir ræðu hans. Úlfur Indriðason gerði ýtarlega grein fyrir byggingu félagsheimil- isins og þakkaði þeim, er að höfðu unnið, og samhug sveitarbúa. Árni Kárason talaði um fram- kvæmd málsins af hálfu Ung- ir.ennafélags Tjörnesinga og þakk- aði vel unnin störf við byggingu féiagsheimilisins. Karl Kristjánsson, alþingismað- I ur sem um langt skeið hafði verið formaður Ur.gmennafélags Tjör- resinga og einnig oddviti Tjörnes- 'irepps fyrir þrem áratugum, bar rman aðstöðu til félagsstarfsemi pá og nú — og árnaði sveitinni amingju með félagsheimilið. Snæbjörn Jónsson, trésmíða- eistari frá Reykjavík, giftur j.nu Friðriksdóttur frá Hall- jarnarstöðum, flutti ávarp og :-rði félagsheimilinu gjöf frá toim hjónum: fundahamar, sem .ann hafði smíðað, vandaðan grip •g táknrænan að gerð. Óskar Ágústsson, Kennari að Laugum, sem er formaður ung- viennafélaga sambands héraðsins, r.'.ælti fyrir hönd sambandsins og óskaði sveitarbúum til hamingju með félagsheimilið. Ennfremur töluðu: Valdimar Iíólm Hallstað, Húsavík, Óskar Stefánsson, bóndi í Breiðuvík, Þór- liallur Snædal, smiður, Húsavík, Njáll Fríðbjarnarson, bóndi á Jó- dísarstöðum, Björn Kristjánsson, verkamaður, Húsavík og Friðrik A. Fnðriksson, prófastur. Einnig flutti Karl Kristjánsson ljóðakveðju frumorta af Ásdísi Káradóttur (frá Hallbjarnarstöð- um), húsfreyju að Garðskagavita, en hún gat sjálf ekki mætt á sam- komunni. Samkomugestir sátu að veizlu- Dorði meðan ræðuhöldin fóru fram. Milli þess að ræðumar voru fluttar var sungið. Söngnum stýrði Páll H. Jónsson, kennari að Laug- nm. Að lokum var stiginn dans. Hljómsveit Friðriks Kristjánsson- ar og sona hans lék fyrir dansin- tim. Það er mikið átak, sem Tjör- r.esingar hafa gert að reisa þetta vandaða félagsheimili, af því að íbúar sveitarinnar eru aðeins 105. Er það átak þeim til sóma. Víðsýnt er þar sem félagsheimil ið stendur og er þar sól á himni allan sólarhringinn um hásumar- tímann, enda heimilið nefnt Sól- vangur. (Úr Degi). f boði borgarstjórans í London

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.