Tíminn - 21.09.1960, Síða 7

Tíminn - 21.09.1960, Síða 7
TIMIN N, miðvikudaginn 21. september 1960. 7 P||¥?](g]fg|[g][g1fg](5pir^[g1lf«1igi!«ii«LrSlí»]i«i(Kl[Kll«lí^]f«lf«l!«]l«lfKl[g[«;[gif«l[gíí P Kj «1 1 :: :: «] :<l :<l «1 :<l ?<! >:! M :<l :<l «1 *] 1 :<l :<! tol „Ég var ellefu ára gamall og átti heima á Akureyrinni minni, litla og fallega bænum við Eyjafjörðinn, sem er fag- ur fjörður norðanlands". Húsmunir í svefnstofu í Nonna-húsi Þannig er upphafið á bókinni Nonni og Manni ei'tir Jón Sveins- son, íslendinginn, sem gerðist kaþólskur klerkur og kennari og gat sér heimsirægð fyrir ritstörf, einkum unglingabækurnar, sem fyrst og fremst eru byggðar á bernsku- og æskuminningum hans frá fslandi og fyrstu dvöl hans er- lendis, er hann og síðar bróðir hans fóru utan börn að aldri og voru settir til mennta á vegum jesúítareglunnar. Og inni í fjörunni á Akureyri stendur enn lítið timburhús, þar sem Nonni dvaldi með foreldrum sinum, þaðan bjó móðir hans hann að heiman frá sér í síðasta sinni, tólf ára gamian, ári síðar en faðir hans andaðist, og fylgdi honum um torð í seglskipið „Valdemar“, ■sem flutti hann til Kaupmannahafnar árið 1870. Þetta hús hafa konurnar í Zonta- klúbbnum á Akureyri tekið í sína vörzlu og komið þar upp minja- safni um Nonna. Hefur safnið verið opið í þrjú ár og margir gest- ir komið þangað. Tvær litlar stof- ur eru niðri í húsinu, auk eldhúss og búrs. f suðurstofunni er aðal minjasafnið. þ. á m. eintök af rit- um Nonna á 21 tungumáli, þar eru myndir á veggjum af Nonna og ýmsu, sem hann snertir. Fyrir miðjum stafni er brjósrtmynd af lionum úr gibsi, sem útgefandi Nonnabóka í Þýzkalandi hefur gefið. Tvær pennateikningar eru þarna, sem Manni bróðir Nonna gerði af klausturskólanum í Ami- ens í Frakklandi, þar sem þeir stunduðu nam. Ungur Akureyr- irgur hefur og gefið safninu teikn- ingu af steinunum á Akureyrar- brekku, þar sem Nonni segizt hafa setið og beðizt fyrir, er móðir hans hafði sagt honum tíðindin um til- toð það, sem Einar Ásmundsson í Nesi var milligöngumaður um, að Nonni yrði kostaður til mennta í Frakklandi. Frá þjóðminjaverði í Nonna-húsi á Akureyri hefur safnið einnig fengið eftir-i prentanir af tveimur myndum frá 1 Möðruvöllum, fæðingarstað Nonna og er önnur myndin eftir teikn- ingu, sem Arngrímur Gíslason mál- eri gerði af bruna Möðruvalla- kirkju 1865, sem Nonni segir vera fcitt hið fyrsta, sem hani^ minnist. Meginið af öðrum myndum og | erlendum bókum, sem þarna eru inni, hefur Haraldur Hannesson hagfræðingur í Reykjavík gefið safninu. Fór hann utan eftir síð- asta stríð og leitaði uppi ýmsa muni og bækur, sem ýmisf höfðu j verið í eigu Nonna eða voru í1 óbeinum tengslum við hann. Hann hafði m. a. upp á skjalinu, sem nú hangir í safninu, þar sem hann er j gerður að heiðursborgara Akur- [ eyrar árið 1930, er hann kom þang- að í heimsókn. Á gólfinu í suðurstofunni er blá- málaður kassi, sem móðurbróðir N'onna, Jón bóndi að Vogum við Mývatn hafði smíðað sér ,er hann hugðist flytja til Ameríku. Hafði hann gert þykkan botn í kassann cg grópað þar í holur fyrir skot- silfur sitt og ætlaði síðan að fella yfir botn, svo að enginn sæi mis- smíði á kassabotninum. En ekki átti fyrir bónda né kassanum að hggja að komast lengra en til Húsavíkur, því að hunum brást * rkipsferðiri tii útlanda. Aðeins einn gripur er í safninu úr eigu Sigriöar móður Nonna. Er það sfækkunargler, sem hún gerði nukla leit að í húsi því, sem hún dvaldi í síðast áður en hún flutti Jón Sveinsson — NONNI. NONNA-húsið á Akureyri, til Ameríku, en fannst ekki fyrr en hún var farin. Einn er sá hlutur i þessu safni, sem snart mig mjög og er það bréf frá Sigríði til Einars í Nesi, bréf sem hún skrifaði 1892 frá Amer- íku og lýsir í stuttu en ljósu máli kjörum sínum þar. Mín ágæta leiðsögukona um safnið, Jóhanna Jóhannesdóttir saumakona sagði: Það hafa allir talið sjálfsagt. að Nonni hafi haft frásagnargáfu sína frá íöður sín- rm, Sveini amtsi'itara, en ætli að rnönnum muni ekki hvarfla í hug þegar þeir lesa þetta bréf, að ekki n.uni hafa verið síðri erfðirnar til frásagnarsnilldar, sem hann fékk frá móður áinni. Þetta bréf varðveitti dótlur- dóttir Einars í Nesi og gaf hún safninu það fyrir nokkru síðan. Þegar Sveinn Þórarinsson dó 1869 stóð Sigríður uppi með fimm börn, öll undir fermingaraldi'i. Ivö yngstu börnin tók Ólafur bðndi á Espihóli í fóstur, Nonni og IVianni fóru til Frakklands og Bogga, sem var elzt fór til Kaup- mannahafnar og dó þar kornung. Sama ár og Nonni fór utan, flutti Ólafur á Espihóli til Ameríku og hafði börnin með sér og þegar svo var komið, að Sigríður var orðin alein eftir, fór hún einnig þangað, þa fimmtug kona. Þar gerðist hún ráðskona hjá ekkjumanni, Taylor að nafni og giftist honum og ann- aðist börn hans þrjú. Segir hún eitthvað á þá leið í fyrrnefndu bréfi, að hún hafi í sig og á og þá geti Einar gert sér í hugarlund, að hún geri ekki meiri kröfur. í norðurstofu Nonnahúss hefur verið komið fyrir húsgögnum í sem svipuðustum stíl og gerðist á betri borgara heimilum á þeim t:ma, sem haun bjó þarna með for- eldrum sínum. Þar hanga stækk- aðar myndir af honum, foreldium hans og systkinum, einnig hálf- systur hans Kristínu, sem alin var upþ að Vogum hjá móðurafa hans. A eldavélinni í eldhúsinu eru empottar, sem notaðir voru í síð- asta húsinu, sem Sigríður átti heima í á Akureyi'i. Uppi á kvistinum, þar sem Nonni svaf síðustu nóttina í föður- húsum, er nú húsbúnaður efalaust njög svipaður því, sem þá var og þangað er komin bókakistan, sem Nonni hafði með sér á ferð sinni umhverfis hnöttinn. Þarna var Nonni að búa um rúmið sitt, er móðir hans kom upp bratta stig- ann úr eldhúsinu með rjúkandi kaffi á bakka morguninn sem hann fór alfarinn að heiman. „Aldrei hafði mamma sýnt mér slíka virð- ingu fyrri. Hún var satt að segja ekki vön því að dekra um of við börn sín eða venja þau á slíkt hóglífi", segir hann. Og á eftir beið móðir hans hans niðri í stofu og lagði honum síðustu heil- ræðin .... í þessu litla húsi er sagt, að eitt smn hafi búið þrjár fjölskyldur samtímis með 16 börn. Þá voru aðrar kröfur gerðar til húsrýmis en nú. Konurnar i Zontaklúbbnum eiga htiður skilið fyrir þá rækt, sem þær hafa sýnt minningu Jóns Sveinssonar með því að stofna þetta minjasafn um hann. Frá því er smekklega og snyrtilega gengið, þar eru margir fleiri munir en ruinnst hefur verið á í þessari frá- sögn. En öllum þeim, sem lesið hafa Nonnabækurnar hlýtur að h.lýna um hjartarætur, er þeir standa í þessum litlu stofum, og niynd hins tólf ára gamla drengs, scm þar kvaddi móður sína í hinzta s:nni verður enn skýrari en áður. Hann hefur víst aldrei gleymt síð- asta heilræðinu hennar: „Gættu ailtaf sóma þíns og sannleikans. Ég man sem betur fer ekki eftir því að þú hafir nokkurn tíma sagt mér ósatt. Og nú bið ég þig að þú haldir því áfram að elska sann- leikann. Ljúðu aldrei, jafnvel ekki til þess að komast hjá skömm eða refsingu. Þessu verðurðu að lofa mér hátíðlega“. Sigríður Thorlacius.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.