Tíminn - 21.09.1960, Síða 9

Tíminn - 21.09.1960, Síða 9
T f MIN N, miðvikudaginn 21. september 1960. 9 og meiri trú á, því fleiri ár sem KorniS hefur bylgjast á ökrunum á Sámsstöðum. Frá SámsstöSum liggur leið okkar að Kirkjubæ á Rangár- völlum. Við vitum að þar er nú ræktað korn í sumar, og fýsir okkur að frétta um hvernig ræktun þess gengur. í Kirkjubæ býr nú Stefán Jónsson ásamt fjölskyldu sinni. Stefán var eins og marg- ir vita kennari við Bændaskól- ann á Hvanneyri í mörg ár, árið 1955 gerðist hann bóndi i Kirkjubæ, Þegar við komum að Kirkjubæ sjáum við að unnið er að því að uppskera allstóran akur sem okk- ur virðist mjög vel spr'ottinn. Einnig veitum við því eftirtekt að útfrá akrinum til suðvesturs er nærri óslitin valllendisslétta, sem virJHst öll vera kjörið land til livers konar ræktunar, og okkur verður hugsað til framtíðarinnar í kornskáranum á akri f Kirkjubæ sssBHMSiMsiaisisisMsiasii^^ PL I „Korn getur að vísu brugðizt, en það bregzt ekki oftar en annar gróður, sem við ræktum, það hefur 37 ára reynsla kenn* méra, segír Klemenz á Sámsstö^um S W S *:< S •!« *I- S líka við að erfitt verði að halda aftur ai Karli, Dananum, sem ég hef, og staðið hefur fyrir korn- ræktinni hjá mér. Skammt frá Stefáni er Karl úti á akrinum að slá kornakurinn með sjálfbindara. Okkur fýsir að heyra hvaða skoðun hann hefur á kom- rækt hér á landi. Karl hefur verið á íslandi í nokkur ár og hefur nú sjálfstæðar skoðanir á íslenzkum landbúnaði, sem byggðar eru á glöggri athyglisgáíu þroskaðs manns. Okkur verður því fyrst fyrir að spyrja hann, hvort hann sé ánægð- ur með uppskeruna og svarið kom um hæl: — Já, uppskeran er ekki undir 25 tunnur af hektara, og er það gott. Ætti að vera arðberandi með þessari uppskeru. ---Er landið hér í Kirkjubæ vel fallið til kornræktar, Karl? — Já, hér er dæmalaust góð jörð, þolir samanburð við það, sem ég þekki bezt. Hér eru mörg hundr uð hektarar i samfelldri spildu, þetta land má allt plægja án þess að taka þurfi af því einn einasta stein. — Finnst þér akurinn nógu stór eins og er nú , spyr ég. — Nei, hér á að rækta korn í nokkur hundruðum hektara, þá fyrst fer þessi ræktun að vera arðberandi. Síðan horfir Karl á okkur góða stund, en segir síðan, með alvöruþunga. „Ekki get ég skilið hvers- vegna þið ræktið ekki korn hér á landi, svo góð jörð sem hér er“. Við kveðjum húsbændurna í Kirkjubæ, og Danann, sem ekki skilur hvers vegna íslenzkir bænd ur rækta ekki korn. Viðræðurnar við Klemens og Stefán hafa styrkt trú okkar á að í sunnlenzkri mold verði ræktað korn til fóðurs og manneldi'S í framtíðinni. K. J. og þess að e. t. v. verður sléttan þá einn samfelldur akur. En við erum komnir að Kirkjubæ til að hitta Stefán, sem er byrjandi á kornræktarsviðinu a.m.k. ef mið- að er við Klemens á Sámsstöðum, samt hyggjum við að sjónarmið byrjandans séu þess virði, að margt megi af þeim læra, og þess vegna hittum við Stefán bónda að máli og biðjum hann að segja okk- ur frá reynslu sinni af kornrækt- inni. — Er þetta fyrsta árið sem þú ræktar korn, Stefán? — Nei, þetta er annað árið, í fyrra ræktaði ég korn í 4 hektur- um lands. — Þroskaðist kornið í fyrra? — Já, það þroskaðist vel, en vegna vankunnáttu tapaði ég miklu af því vegna erfiðs tíðarfars og aðstöðuleysis. — En þrátt fyrir þessa reynslu hélztu áfram að rækta korn? — Já, ég-íaldi að fyrst að kornið r.aði fullum þroska í tíðarfari eins og var í fyrrasumar, þá gæti ég vænst sæmilegs árangurs í flestum ái-um. — Hvað ræktarðu korn á stórum akri í sumar? — í 7 hekturum lands. Eingöngu bygg. — Hvenær sáðir þú korninu í vor, Stefán? — Ég sáði því á tímabilinu 10. —16. maí. Ég gizka á að uppsker- an hjá mér núna sé um 20—25 ti'nnur af hektara. Öll uppskeran af akrinum ætti að verða um 15 tonn, reikni ég mér hana til verðs o g miði við verðgildi erlends byggs, ætti verðmæti uppskerunn- ar hér að vera um 50 þúsund krón- ur, svo að ég tel mér verulegan fjárhagslegan ávinning af þessari fyrstu íilraun, — Er ekki erfitt að byrja á því að rækta korn? — Það er e. t v. nokkuð erfitt að taka ákvörðunina um að byrja, — en eftir að verkið er hafið, tel óg þetta fremur auðvelda ræktun, en þó má alltaf búast við að ár- angurinn verði misjafn á meðan verið er að öðlast reynslu. Ég rr.undi ráðleggja öllum sem ætla Mð byrja á kornrækt, að kynna sér fyrst vel kornræktartilraunir Klem ensar á Sámsstöðum, og ræða við þann merka mann, sem hefur langmesta reynslu af öllum hér á landi í þessu efni. — Þú ert með Dani í vinnu, Stefán, það varð ég var við áðan! — Já, og það er nú vafasamt að ég hefði lagt út í kornrækt hefði ég ekki haft þá og notið þeirrar reynslu srem þeir komu með frá sínu heimalandi. — Hvaða möguleika eygir þú til að gera kornrækt almenna, t. d. hérna á Rangárvöllunum og víðar? — í fyrsta Iagi verður að vera íyrir hendi áhugi, meðal bænda, og meira en það, kornrækt hefur verið rædd við mig af nokkrum rágrönnum mínum. Erfiðasta við- f.ingsefnið er öflun nauðsynlegs vélakosts. Við tengjum vonir okk- ar við að takast megi að mynda félagstkap um kornþreskivél og þurrkara, eða þurrkunarstöð. Eins og ég sagði áðan, tel ég mina litlu reynslu, þessi tvö ár, svo ólíkt sem í’ðarfarið hefur verið, styðja þær tilraunaniðurstöður Klemensar á Sámsstöðum, að hér megi telja kornrækt nokkurn veginn árvissa. 25 tunnur af hektara — Hugsarðu þér ekki að halda komræktinni áfram? — Jú, og ef aðstæður leyfa mun ég auka hana verulega, enda hef ég nú nægilegt sáðkorn. Eg býst

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.