Tíminn - 21.09.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.09.1960, Blaðsíða 12
12 T f MIN N, miðvikudaginn 21. september 1960. RITSTJÓRI. HALLUR SIMONARSON Sig. Björnsson setti met í 400 m. grindahl. — og Dan Wearn nýtt NortSurlandamet í 1500 m. hlaupi á íþróttamóti i Gautaborg á sunnudaginn Dönsku knattspyrnumönnunum, sem hlutu silfurverSIaunin á Ólympíuleikunum í Róm, var fagnað mjög er þeir komu til Kaupmannahafnar eftir leikana. Hér sjást þeir stíga út úr flugvélinni. Næsti stórleikur þeirra verður við Svia i Gautaborg siðast i október, og er áhugi gífurlegur fyrir þeim leik í Gautaborg. Áhorfenda- svæðin rúma yfir 50 þúsund áhorfendur, en allir miðar eru uppseldir. Norðmenn unnu Svía í iands- leik í knattspyrnu með 3—1 Það var mikil gleði i Nor- egi á sunnudaginn. Svíar voru sigraðir i knattspyrnu með þremur mörkum gegn einu í Osló — liðið, sem varð í öðru sæti í heimsmeistarakeppn- inni varð að lúta í lœgra haldi fyrir áhugamönnum Noregs. Og sigurinn var fyllilega verð skuldaður. í B-landsleiknum í Uppsaila sigruðu Svíar með 1—0, en unglingalandsleikn- um á Bislett-leikvanginum la-uk með jafntefli 3—3. Gleði Norðmanna er skilj- anleg, því þeim hefur sjaldan tekizt að sigra Svía í knatt- spyrnu — fyrir þennan leik voru fjögur ár, síðan Norð- menn höfðu sigrað, þar áður fimm, og fyrir þann leik 13, að vísu komu þá styjaldarár- in á milli. Annað mark Noregs var hig 100., sem Norðmenn skora gegn Svíum. Áður höfðn Svíar skorað 198 mörk gegn Noregi, og var mikið rætt um það fyrir leikinn hver. myndi skora 200. markið. Það kom ekki j bessum leik og Svíar verða >'5 bíða í eitt ár enn. Norðmenn léku með sama liði og hafði unnið F inna ný- lega með 6—3. Strax byrjun hóf liðið sókn og ekki leið á löngu þar til Rolf Birger Ped ersen frá Bergen skoraði, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 17. mínútu var dæmd vítaspyrna á Orwar Bergmark en hann hindraði Pedersen í góðu færi. Harald Hennum skoraði örur/;lega úr vítaspyrnunni. Eftir markig voru Svíar hættulegir um stund, en þeim Þorbirni Svensen óg Ásbirni Hansen tókst að bægja hætt- unni frá marki Noregs. Norð menn áttu hins vegar yfirleitt meira í vallarspilinu og mega þakka þag aö miklu, hinum smávöxnu innherjum frá Bergen, þeim Pedersen og Ro ald Jensen, se mléku mjög vel. Á 31. mínútu tókst Norðmönn um aftur að skora og var Ped ersen þar að verki. Fögnuður áhorfenda var gífurlegur — og sjaldan hafa önnur eins suðræn óp heyrzt j Osló. En fimm mínútum fyrir hálfleiks lok var dæmd vítaspyrna á Norðmenn og Rune Börjeson skoraði öfugglega. Staðan í hálfleik var þvf 2—1 Norð- mönnum í vil. Norðmenirnir byrjuðu einn ig mjög vel í siðari hálfleik. — og fengu strax opin færi, en skotin mistókust. En eftir þag náðu Svíar yfirhöndinni og sóttu fast, en þeir Þorbjörn og Ásbjöm voru virði þang,a síns í gulli og björguðu öllu. En af og til náðu Norðmenn upphlaupum, sem reyndust mun hættulegri en þau sænsku, en það var þó ekki fyrr en á síðustu mínútu hálf leiksins ag mark var skorað. Hinn 17 ára Roald Jensen lék á þrjá sænska varnarleik- menn og lagði knöttihn fyrir fætur Björns Borgen, sem skoraði þriðja mark Noregs í leiknum. Auk þeirra leikmanna norskra, sem hér eru nefndir á undan, léku framverðirnir Arne Legernes og Ame Nat- land mjög vel og höfðu góð tök á miðjunni. Natland lék sinn 25. landsleik og hlaut því gull úr eftir leikinn. Arne Bakker var traustur bakvörður, en Roar Johany n frá Fredrik- stad tókst' ekki eins vel upp vinstra megin. Þorbjöm lék sinn 94. landsleik og hefur sjaldan eða aldrei verið betri, og Ásbjörn varði stórglæsi- lega i markinu. Hennum, Berg og Borgen voru einnig hættu legir — en leikurinn var þó fyrst og fremst sigur fyrir hina ungu Bergen-búa, Jens- en og Pedersen — og hinn 17 ára Jensen er sagður hafa ver ið bezti maðurinn á vellinum. Hinn frægi miðherji Svía, Agne Simonsson, leikur nú ekki lengur með sænska lands liðinu, þar sem hann er byrj aður að leika meg Real Mad rid. Og Svíum tókst ekki að finna leikmann, sem gat kom ig í hans stað. Reyndur var miðherji Hammarby, Lars Ove Johansson, en hann komst ekkert áíeiðis gegn Þor birni. Yfirleitt fær sænska vörnin góða dóma, en fram- línumennirnir og framverö- Þrír íslenzkir frjálsíþrótta- menn tóku þátt í miklu alþióð- legu frjálsíþróttamóti í Gauta- borg og náðu ágætum árangri. Sigurður Björnsson setti nýtt islenzkt met í 400 m grinda- hlaupi, hljóp á 54.6 sek. — en eldra metið var 54 7 sek. sett af Erni Clausen 1951 og var það í eina skiptið, sem Örn bljóp þessa vegalengd Þá hljóp Guðmundur Þorsteins- son 800 m. á 1:52.0 mín., sem er langbezti tími hans á vega- iengdinni og Einar Frímanns- son stökk 7.02 metra í lang- stökki. Afrek Sigurðar Björnssonar kemur talsvert á óvart, þrátt fyrir það að haxm náði ágætum tíma í landskeppninni við Austur-Þjóð- verja, hljóp þá á 54.9 sek. Sigurður Bjömsson er 31 árs að aldri, og var „upp á sitt bezta“ fyrir 10 ár- um. En sökum veikinda varð hann a,ð hætta íþróttaæfingum um langt árabil, en hóf keppni aftur fyrir tveimur til þremur árum. Hann hefur verið í stöðugri fram- för í sumar — og þegar áhugi og þrautsegja fara saman stendur ekki á áramgrinum. Afrek Sigurðar er lýsandi dæmi fyrir unga menn. Guðmundur Þorsteinsson frá Akureyri byrjaði mjög vel í vor og sigraði þá Svavar Markússon í 800 m. Síðan féll hann í einhvern öldudal, þar til nú að hanm stór- bætir árangur sinn. Stendur þvi óhaggað, sem sagt var hér á síð- unni í vor, að Guðmundur væri líklegur til stórafreka á þessu sviði — og sannarlega verður gaman að fylgjast með honum næsta sumar. Glæsilegasta greinin á mótinu í Gautaborg var 1500 m. hlaupið og þar sigraði Ólympíumeistarinn Herbert Elliott frá Ástralíu, eftir mjög harða keppni við Svíamn Dan Wearn, sem setti nýtt sænskt og Norðurlandamet. Elliott hljóp á 3:38.4 mín., en Wearn hljóp á 3:38.6. Glenn Davis, Bandaríkjunum, sigraði í 400 m. grindahlaupi eftir mikla keppni við landa sinn Southern. Davis hljóp á 50.1 sek., en Southern á 50.2 sek. Trollsas, Svíþjóð, varð þriðji á 52.4 sek. Sigurður varð sjötti í hlaupinu á nýjum íslenzkum mettíma, en 2 aðrir Svíar voru einmig á undan honum. f langstöklkinu sigraði silfur- maðurinn frá Róm, Robimson, stöfck 7.91 m. Annar varð Wahl- ander, Svíþjóð, með 7.42 m. og Einar Frímamnssonþriðji með 7.02 m.r f hástökki sigraði Petterson, Sví þjóð, stökk 2.09 metra. George Kerr, Jamaica, sigraði í 800 m. hlaupinu á 1:49.0 mín. Annar varð Per Knuts, Svíþjóð, á 1:49.8 mín. Guðmundur Þorsteinsson varð 5. í hlaupinu, en blaðinu er ekki kunnugt um h'verjir voru í þriðja og fjórða sæti. í 3000 m. hindrun- arhlaupi sigraði Gunnar Tjörnebo Svfþjóð, á 8:49.9 mín. Annar varð George Yuong, Bamdaríkjunum, á 8:56.0 mín. Hafnfirðingar sigr- uðu Keflvíkinga Á laugardag og sunnudag fór fram bæjarkeppni í frjáls- um íþróttum milli HafnfirS- inga og Keflvíkinga og var keppt á Hörðuvöllum í Hafn- arfirði. Leikar fóru þannig, að Hafnfirðingar sigruðu með 62 stigum gegn 57, eftir mjög harða keppni. Þetta er í annað irnir komust ekki sérlega vel frá leiknum. Norðmenn haf a mikla mögu leika til að verða Norðurlanda meistarar f ár. Aðeins einn leikur er eftir, milli Danmerk ur og Svíþjóðar í Gautaborg 23. október. Staðan er þann- ig: Danmörk Noregnr Svíþjóð l Finnland 2 2 0 0 5— 1 4 3 2 0 1 9— 7 4 2 10 14—42 3 0 0 3 5—11 0 skipti, sem slík bæjarkeppni er háð milli þessara bæja. í fyrra sigruðu Keflvíkingar með 61 stigi gegn 56. í nokkrum greinum í keppninni náðist athyglisverður árangur, og keppmi var víða mjög hörð. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 100 m. hlaup. 1. Guðmumdur HaUgrímsson, K, 11.7 2. Höslkuldur Karlsson, K, 11.8 3. Ragnar Magnússon, H, 11.9 4. Guðjón I. Sigurðsson, H, 12.0 Kúluvarp. 1. Sigurður Júlíusson, II, 13.66 2. Halldór Halldórsson, K, 13.43 3. Björn Jóhansson, K, IB.16 4. Kristján Stefánsson, H, 12.32 Þrístökk. 1. Kristján Stefánsson, H, 13.02 2. Egill Friðleifsson, H, 12.89 3 Ei-nar Erlendsson, K, 12.84 4. Höskuldur Karisson, K, 11.72 (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.