Tíminn - 01.10.1960, Síða 2

Tíminn - 01.10.1960, Síða 2
2 TÍMINN, Iaugardaginn 1. október 19Gft Byrja vetrarstarf með Grænu lyftunni Leikfélag Reykjavíkur minnist 10 ára afmælis á leikárinu Leikfélag Reykjavíkur er að hefja vetrarstarf sitt og tekur fyrst upp gamanleikinn Grænu lyftuna, en sýningar hófust á henni í vor. Verður fyrsta sýningin í Iðnó annað kvöld kl. 8.30. Um miðjan þennan mánuð verður fyrsta frumsýning Leikfélagsins í vetur og leikið verk eftir J. B. Priestley Stjórn • Leikfélagsins skýrði fréttamönnurn frá þessum sýning- vm í gær. Þorsteinn Ö. Stephen- sen, formaður félagsins, drap m. a. á það að í haust eru 10 ár liðin siðan Leikfélagið hóf starf að nýju eftir skipulagsbreytingu við vígslu Þjóðleikhússins. Væri leikárið því nokkurs konar afmælisár félags- ins og myndi það koma fram í vetrarstarfinu. Þá kvað Þorsteinn mikinn áhuga ríkjandi á húsbygg- ingarmáli félagsins og myndi hafin sókn til fjársöfnunar í vetur. Græna lyftan Fyrsta viðfangsefnið í vetur er eins og fyrr segir Græna lyftan eftir Avery Hopwood. í vor var Græna lyftan sýnd 9 sinnum við góða aðsókn og undirtektir, og þótti því ástæða til að taka leikinn upp á ný. Leikstjóri er Gunnar R. Kansen. en þýðingu gerði Sverrir Dönsku kosning- arnar verða 15. nóvember Höfn 30.9 Einkaskeyti til Tímans — Samkvæmt frétt- um blaðanna hér 1 morgun hefur verið ákveðið, ag kosn ingar til þjóðþings Dana fari fram 15. nóvember n.k. en það er viku fyrr en áður hef ur verið gert rág fyrir. Auk gömlu flokkanna taka nú 2 nýir flokkar þátt í kosning- unum, flokkur Axel Larsen, fyrrverandi kommúnistaleið- toga, sem nefnir sig sósíaliska þjóðarflokkinn og svo flokk ur óháðra. Thoroddsen. Leikendur eru Árni Tryggvason, Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson, Helga Bach- mann, Guðmundur Pálsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Brynjólfur Jó- hannesson og Valdimar Lárusson. — Næsta viðfangsefni félagsins verður Tímmn og Conway-fólkið ettir enska leikritaskáldið J. B. Triestley í þýðingu Ásgeirs Hjart- arsonar. Leikstjóri verður Gísli Halldórsson og frumsýning vænt- anlega um miðjan október. Breyttur sýningatími Þá tekur félagið upp þá nýjung f tilraunaskyni að byrja sýningar fyrst kl. 8.30, en margir telja þann tima haganiegri en kl. 8. Verður Græna lyftan sýnd á þessum tíma og leikhúsgestum jafnframt gefinn kostur á að greiða atkvæði um breytinguna. Taki menn vel undir þessa breytingu mun hún tekin upp til frambúðar. —ó Kjörstjórn neitar (Framh. af 16. síðui. ingur þess fari fram lögum sam- kvæmt. Tll Miðstjórnar Alþýðusambands íslands, Alþýðuhúslnu. Það er þessi fulltrúi, sem ASÍ sendir til þess að hafa eftirlit með kosningunum, sem íhaldsmönnun- um í Trésmiðafélaginu er svo meinilla við, því þá geta þeir ekki komið fram svipuðum brögðum og reynd voru 1958, er sama kjör- stjórn sat, en þá var Þorvaldur Ó. Karlsson einnig í stjórn og hafði því ítök í samningu kjörskrár. Þá voru ýmsir á kjörskrá, sem ekki höfðu nein skilyrði til að vera í félaginu. í lögum er svo ákveðið, að félagssvæði Trésmiðafélags Reykjavíkur skuli vera lögsagnar- rmdæmi Reykjavíkur og nágrenni, en á kjörskránni voru menn frá Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Húnavatnssýslu, Mýrasýslu og báð- um Þingeyjfrsýslum, einn, sem ekki var til og einn sem ekki hafði unnið í faginu í 13 ár, en í félags- lögum er sagt, að hver sem ekki vinnur eitt ái í faginu skuli ekki hafa kosningarétt. Þetta var kært tú miðstjórnar ASÍ, og var kjör- sijórnin látin vita og boðuð á fund, er kærumálið var tekið fyrir, en Þann 10. október n.k. tek ur listdansskóli Þjóðleikhúss ins til starfa og verður hann starfræktur með sama fyrir- komulagi og undanfarin ár, Þetta er tíunda árið, sem Þjóðleikhúsið rekur listdans ■skóla og hafa þegar komið margir góðir dansarar, sem unnið hafa við skólann og má í því sambandi nefna Helga Tómasson, sem nú stundar framhaldsnám í Ameríku, Jón Valgeir og Rryndísi Schram, sem bæði kenna dansa um þessar mundir. Erik Bidsted ballenmeist- ari hefur frá upphafi verið aðal kennari skólans og ann ast hann einnig kennsluna nú í vetur ásamt Bryndísi Schram. Það er óhætt að full yrða, að það er fyrst og fremst að þakka Erik Bidsted að við eigum nú nokkra á- gæta dansara. Hann hefur lagt mikla rækt við hina -ungu nemendur og er mjög fær maður í sinni listgrein og hef ur hann unnið þrekvirki hér við erfiðar aðstæður. Bidsted hefur sett á svið nokkra balletta með nemend um sínum og hafa þeir allir orðið mjög vinsælir eins og t.d. Dimmalimm og Eg bið að heilsa, Innritun í Listdansskólann fer fram n.k. miðvikudag í Þjóðleikhúsinu frá kl. 5. kjörstjórnin mætti ekki, en krafð- ist þess að henni yrði sent kæru- s'kjalið. Geta menn nú sjálfir dæmt um kúgun þá, scm „lýðræðissinnar" í Trésmiðafélagi Reykjavíkur urðu fyrir af hálfu „kommúnista“ í s<jórn félagsins. M. H. utah ur mm ~n? Leiítogarnir hittast á ný Fimm hlutlaus rík», knd- land, Indónesía, Arabiska sambandslýðveldið, Ghana og Júgóslavia hafa lagt fram til lögu á allsherjarþingi SÞ að beita sér fyrir því, að þeir Krústjoff og Eisenhower komi sér saman og hefji við- ræður á nýjan leik. Það er talið öruggt að ekkert ríki muni greiða atkvæði gegn þessari tillögu. Gomulka, foringi pólskra kommúnista talaði á allsherj arþinginu í gærdag og svar aði að nokkru ræðn MacMill ans, er hann hélt í fyrradag. Þá sagði Gomulka, að landa mæri Póllands og Þýzkalands j væru fastákveðin og allar j landamærakröfur Þjóðverjal yrðu skoðaðar sem stríðsyfir! lýsing á hendur Pólverjum. Ga|fnrá(5stafanir Konrad Adenaner kanslari Vestur-Þýzkalands hélt ræðu í Bonn í gærdag, þar sem hann gerði ag umtalsefni ferðatakmarkanir þær, sem Austur-Þjóðverjar hefðu sett upp í Berlín. Sagði kanzlar- inn að gripið hefði verið til gagnráðstafana og sagt npp viðskiptásamningi, sem gerð ur hefði verið vig Austur- Þjóðverja en gert hafði verlð ráð fyrir viðskiptum milli Austur- og Vestur-Þjóðverja, jsem næmu allt að 2300 millj. j marka. iBrezkir logarsjómenn óánægíir Brezkir togarasjómenn eru mjög óánægðir með samning ana við Norðmenn og svart sýnir á samninga við íslend inga. Foringjar togaramanna segjast hafa gefið mikig eftir við Norðmenn og ekki sé ann ars að vænta en þeir vorði að láta enn meira af hendi við íslndinga. Farnd>'e Philips sagði, að það myndi hafa ver ið heppilegra, að íslendingar hefðu beðið fram yfir .samn ingsviðræðurnar að hefja löndun á fiski í brezkum höfn um. 50 marsvín rekin á land á Hesteyri — Engin tilraun ger (S til atS skera eða nýta þau ísafirði, 30. sept. — í gærdag voru um 50 marsvín rekin á land á Hesteyri í Hesteyrarfirði. Voru það bátar, 3 stórir og 3 smærri, sem ráku marsvínin á land — aðal- lega að gamni sínu. Marsvínavaðan, sem þeir höfðu orðið varir við var mjög stór og aðeins lítill hluti hennar, sem þeir ráku á land. Á Hesteyri er engin byggð og var ekki gerð tilraun til að skera marsvínin er þau höfðu verið rekin á land. Liggja þau þar engum til gleði né gagns nema refunum, sem þurfa ekki að kvíða hungrinu í vetur. — Komið var með eitt marsvínanna til ísaf jarðar í dag, en þar vildi enginn eitt né annað með það hafa og var því fleygt. — Guðm. V_________________________________________________________/ Fundur í Framherja Félagið Framherji heldur fund sunnudaginn 2. október kl. 2 e. h. í Edduhúsinu. DAGSKRA: 1. Einar Ágústsson talar um efnahagsmáL 2. Félagsstarfið í vetur. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega Takið með ykkur nýja félaga. STJÓRNIN. Kjördæmisþing í Reyk janesk jördæmi Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi hefst í Félagsheimili Kópavogs í dag, 1 okt. kl. 11 f. h. í kvöld kl. 9 hefst kjördæmishátíð Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi í Framsóknarhúsinu í Revkjavík. Er hún auglýst nánar hér í blaðinu. UNDIRBÚNINGSNEFND. Fjársöfnunin í Reykjavík Á vegum Framsóknarflokksins stendur nú yfir fjársöfn- un um allt landið til styrktar nauðsynlegri flokksstarf- semi. Er árangurinn víðast mjög góður og ber þess vott að menn skilja nauðsyn þess að flokksstarfið sé sem öfl- ugast. Hér í Reykjavík hefur söfnunin tafizt af þeim sökum, að skrifstofa flokksfélaganna í Framsóknarhúsinu var lokuð yfir sumarmánuðina. Nú hefur skrifstofan tekið aftur til starfa á sama stað. Þess er vænzt að stuðningsmenn flokksins og velunnarar hér í Reykjavík breaðist fljótt og vel við, svo árangur fjársöfnunarinnar hér verði jafn góður og hann hefur þegar orðið víða á landinu. Símar skrifstofunnar eru 1-55-64 og 1-29-42. FJÁRSÖFNUNARNEFNDIN. Skrifstofur Fulltrúaráðsins í Framsóknarhúsinu eru opn- ar frá 9—6. Flokksmenn eru hvattir til að hafa sam- band við skrifstofurnar Framherji, félag Framsóknarmanna í launbegasamtök- unum, hefur framvegis fulltrúa úr stjórn félagsins á skrifstofu fulltrúaráðsins á laugard. kl 4—6 Þeim sem þurfa að hafa samband við stjórn Framherja er bent á að notfæra sér þessa þjónustu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.