Tíminn - 01.10.1960, Blaðsíða 4
Kjördæmishátíð
TÍMINN, laugardaginn 1. október 1960.
Frá því að íslendingar hófu
sýálfir að framleiða sitt eigið
sælgæti hefur sætkerum f jölg-
að á íslandi, framleiðslan
batnar með hverju árinu og
nú erum við meira að segja
tarnir að flytja út íslenzkt
sælgæti fyrir útlendinga að
gæða sér á.
Súkkulaðiverksmiðjan LINDA á
Akureyri hefur verið virkur aðili
í þessari þróun og nafn hennar er
daglega á margra vörum hér á
þessu landi, því að óhætt er að
fullyrða að framleiðsluvörur henn-
ar renna út „eins og heitar lumm-
ur“ eins og kallað er, brátt fyrir |
dýrtíð og óáran.
Enda var nóg að gera hjá eig-
anda LINDU og framkvæmda-
stjóra hennar Eyþóri Tómassyni er
fréttamaður blaðsins leit inn hjá
honum á Akureyri nú í vikunni.
Siminn hringdi, verzlanir út um
l;.nd allt vildu fá meira súkkulaði,
fieiri buff og meira magn af hin-
um vinsælu ávaxtabelgjum erj
verksmiðjan er nýlega farin að I
framleiða.
Vinsælir ávaxtabelgir
Það er nákvæmlega sama hvað
v:ð setjum á markaðinn, þetta
fiýgur allt samán út, sagði Eyþór
Tómasson, fyrir skömmu fengum
við umboð fyrir danskt fyrirtæki
er framleiðir belgi, sem fylltir eru
ekta appelsinusafa. Ég flyt inn
safann óblandaðan og umbúðirnar
og læt tappa þetta á hérna hjá
mér, 300 á klukkutímann og þetta
hefur beinlinis flogið út. Fyrsta
framleiðslan, nokkur þúsund
stykki, fór á nokkrum dögum
hérna hjá okkur fyrir norðan og
ekki var að spyrja að ósköpunum
þegar þetta kom á Reykjavíkur-
markaðinn. Ég veið víst að flýta
mér með framleiðsluna, Vestfirð-
íngar hafa ekki fengið að bragða
á þessu enn.
Ný húsakynni
Linda er nú að reisa tveggja
hæða stórhýsi á Gleráreyrum, 3000
fermetra að stærð, og hyggst Ey-
þór flytja í hin nýju húsakynni á
sumri komanda.
— Þar ætla ég að stórauka fram-
leiðsluna, sagði Eyþór, setja þetta
ailt upp í sérstökum deildum og
þá fer ég að framleiða karamellur,
lakkrís og súkkulaðihúðaðar töflur.
Ég veit ekki enn hvað ég geri við
gamla húsið — við sjáum nú til.
Einhvern góðan iðnað, kannske
í Lindu vinna 36 manns árið um kring og fram-
leiða 46 sælgætistegundir
,»V*V*V*V*V*V» V^V'V^*'
Svona líta umbúðirnar út á útflutta súkkulaðinu.
Það er sama hvað það er
— þetta flýgur allt ilt
Spjallað vift Eyþór Tómasson í Lindu um
sælgætisframleiðslu hans á Akureyri
kassageið. Það er mikil þörf fyrir | verð fyrir ^inn sælgætispakka og
kassagerð hér á Akureyri. Við, það virtist almenningur skilja í
rækjum
samt.
víst nógu margt suður
EYÞÓR í LINDU
Háir framleiðslutollar
Eyþór sagði, að eftirspurninni
eftir Lindusælgæti væri engan
veginn fullnægt enn — þreföld
íramleiðsla miðað við það sem
íramleift væri í dag myndi senni-
lega veia nærri lagi. Verksmiðjan
væri árið um kring í sífelldu
kapphlaupi, en ekkert dygði til.
Annars hefði eftirspurnin eftir
súkkulaði mir.nkað upp á síðkastið
eftir að sfjórnarvöldin hækkuðu
iramleiðslutollana, en við það
hækkaði verð á 100 gr. súkkulaði-
pakka upp í rúmar 18 kr. í sméþ
sölu og það væri einum of hátt
raun. Linda þarf að borga til ríkis-
sjóðs 4.50 kr. af hverjum fram-
lciddum súkkulaðipakka og þarf
engan að furða þó að slík skatt-
heimta leiði af sér töluvert hækk-
að vöruverö. Eftirspurn eftir
súkkulaði eftir síðustu hækkun
mun hafa minnkað um 25—30%.
iVaxandi sælgætis-
útflutningur
Súkkulaðiverksmiðjan LINDA
hefur ein íslenzkra sælgætisverk-
smiðja hafið útflutning á fram-
leiðsluvöru smni og hafa þær til-
raunir borið góðan árangur. Tyggi-
gúmmí hefur verið flutt út til Nor-
egs að undanlörnu og nýlega flutti
verksmiðjan út nokkurt magn
af súkkulaði til Danmerkur, þar
sem það iíkaði mjög vel. Innan
skamms byrjar verksmiðjan út-
flutning tyggigúmmís til Ausfur-
ríkis og að dæma eftir síðustu
súkkulaðipöntunum frá Danmörku
virðast allar líkur á því að sá út-
flutningur komi til með að halda
áfram og sennilega stóraukast.
Er fréttamaðurinn spurði Eyþór
Tómasson hvort hann vildi segja
fiá því hver væri meginorsökin
fyrir velgengni verksmiðju hans
var hann fljótur til svars.
— Það er ósköp einfalt mál —
það sem hefur bjargað Lindu er
eingöngu það, að við höfum alltaf
írá upphafi lagt á það alla áherzlu
að framleiða fyrsta flokks vöru.
Við kaupum dýrasta og bezta hrá-
efnið, við fáum hingað erlenda
sérfræðinga á hverju ári í hinum
ýmsu greinum sælgætisframleiðsl-
unnar og á hverju ári fer ég utan
til að kynna mér það nýjasta. Fólk-
inu líkar vel framleiðsla okkar •—
cg það kaupir hana.
Eyþór Tómasson setti Lindu á
stofn árið 1948. Fyrst framleiddi
hann eingöngu suðusúkkulaði og
konfekt og 8 manns unnu í verk-
smiðjunni fyrstu árin. Nú fram-
leiðir Linda 46 sælgætistegundir,
36 manns vinna þar árið um
kring — en enn er Eyþór Tómas-
son allt í senn aðaiskrifstofumað-
urinn, framkvæmdastjórinn og
verkstjórinn — og hefur yfrið
nóg að starfa.
h.h.
Frá Barnaskóla
Hafnarfjarðar
Barnaskóli Hafnarfjarðar verður settur í Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, laugardag 1. okt. kl. 3 síðdegis.
Skólastjóri.
Framsóknarfélögin 'í Reykjaneskjördæmi halda kjör-
dæmishátíð sína í Framsóknarhúsinu í Reykjavík í
kvöld og hefst hún kl. 9 e. h.
DAGSKRÁ:
Ávarp: Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra
Einsöngur: Erlingur Vigfússon
Gamanþáttur: Leikararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik
Haraldsson.
í-yrir dansi leikur Ludo sextettinn Einsöngur Stefán
':nsson.
>qöngumiðapantanir í síma 22643 í dag og auk þess
srða miðar seldir við innganginn.
UMDIRBÚNINGSNEFND.
Linda hefur nú nýlega hafið útflutning á framleiðsluvörum sínum — myndin er frá sýnlngu í Stokkhólmi fyrirj
skömmu þar sem súkkulaðlð frá Akureyrir vakti mikla athygli. |